Morgunblaðið - 18.09.1979, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
39
ÍRLAND — Brezkir hermenn skoða skemmdir á vöruflutningalest í Newry skammt frá Belfast á
Norður-írlandi. Hryðjuverkamenn rændu lestinni við landamæri írska lýðveldisins, tóku með sér
lestarstjórann og vörð og létu lestina síðan þeytast irin í Norður-írland þar sem hún fór út af sporinu í
snarpri beygju nálægt Newry.
Drápu þingmann
úr flokki Muzorewa
Salisbury, London,
17. september. AP. Reuter.
„Kennedy
ekki keppi-
nautur
Carters ”
Washinnton. 16. september — WP.
„TIP“ O’Neill, þingflokks-
formaður demókrata í full-
trúadeild Bandaríkja-
þings, sem er fornvinur
Kennedy-fjölskyldunnar,
sagði um helgina að hann
teldi engar líkur á því að
Edward Kennedy mundi
keppa við Carter forseta
um útnefningu demókrata
fyrir framboð í forseta-
kosningunum á næsta ári.
Stuart Eizenstadt, sem er
náinn samstarfsmaður
Carters, sagði í sjónvarps-
viðtali í dag, að skoðana-
kannanir um vinsældir
Kennedys og Carters að
undanförnu væru óraun-
hæfar og gæfu ranga mynd
af áliti hins almenna borg-
ara á þessum stjórnmála-
leiðtogum. Forsetinn væri
stöðugt undir smásjá og
hver ákvörðun hans væri
vegin og metin, en aðstaða
Kennedys væri með allt
öðrum hætti. Taldi Eizen-
stadt einsýnt að staðan í
vinsældakeppninni mundi
snúast forsetanum í hag
um leið og sami mælikvarði
yrði lagður á frammistöðu
þeirra Kennedys, sem óhjá-
kvæmilega yrði gert á
næstunni, ef nokkur alvara
fylgdi framboöshugleiðing-
um hins síðarnefnda.
SKÆRULIÐAR svartra þjóðern-
issinna í Zimbabwe-Rhódesíu
drápu í gær einn af þingmönnum
Muzorewas forsætisráðherra
Rhódesiu, að því er skýrt var frá
af opinberri hálfu í Salisbury í
dag.
Þingmaðurinn varð fyrir árás er
hann var á ferðalagi á svæði þar
sem fólk af Chiweshe-ættflokki
býr. Var hann þar í þeim erinda-
gjörðum að reyna að ná samkomu-
lagi við skæruíiða um óskilyrðis-
bundið vopnahlé. Tveir aðstoð-
armenn þingsins voru einnig
drepnir.
Lítt miðar á ráðstefnunni í
London um Rhódesíu og vörðust
fulltrúar frétta af gangi mála.
Fulltrúarnir ræða nú þær tillögur
sem komið hafa fram um drög að
nýrri stjórnarskrá fyrir Rhódesíu.
Ágreiningur er uppi milli fulltrúa
skæruliða annars vegar og full-
trúa núverandi valdhafa í Salis-
bury hins vegar um með hvaða
hætti tillögurnar skuli teknar
fyrir.
Stean efstur
Vrsac. Júgóslavíu. 17. sept.. AP.
BRETINN Michael Stean tók í
gær forystu á „Bora Kostic"
skákmótinu er hann bar sigurorð
af Tékkanum Vlastimil Jansa í
áttundu umferð.
Önnur úrslit urðu þau að skák
Anatoli Lane frá Bandaríkjunum
og Slavoljub Marjanovic frá Júg-
ósiavíu fór í bið, einnig skák
þeirra Júgóslavanna Milan Vukic
og Milorad Kapelan. Jafntefli
gerðu Júgóslavarnir Sahovic og
Matulovic, Grubisic frá Júgóslavíu
og Szabo frá Ungverjalandi. Júg-
óslavarnir Matanovic og Janic-
ievsi, svo og Sovétmennirnir Kur-
aica og Bronstein.
Staðan á mótinu er sú að Stean
hefur hlotið sex vinninga, Sahovic
er með 5l/2 vinning, Matanovic,
Bronstein og Jansa með fimm
vinninga.
Dæindur fyr-
ir ólögleg
veiðarfæri
Milford Haven. Englandi —
17. september — Reuter
FRAKKI var í dag dæmdur í 250
sterlingspunda sekt fyrir að nota
of þéttriðió net þar sem hann var
að veiðum 56 sjómílur út af
strönd Suður —Wales.
Dómstóll í Milford Haven vísaði
á bug kröfu lögmanns skipstjóra
bátsins um að málinu yrði visað til
Evrópudómstólsins i Luxembourg
þar sem dæmt yrði í málinu með
hliðsjón af fiskveiðilöggjöf Efna-
hagsbandalagsins.
Fyrir réttinum kom fram, að
Frakkinn hefði verið með net þar
sem möskvastærðin var 58.5 mm,
en lágmarksmöskvastærð er sam-
kv.æmt brezkum lögum 75 mm.
r
A heimasmíðuðu loftfari á vit frelsisins:
„Þið getið ekki gert ykkur í hugarlund hvern-
ig það er að hljóta frelsi svona allt í einu”
NaHa, Vestur-Dýzkalandi, 17. september. AP. Reuter.
FJORUM fullorðnum og fjórum börnum þeirra tókst
aðfaranótt sunnudags að flýja á heimasmíðuðum
loftbelg frá Austur-Þýzkalandi til Vestur-Þýzka-
lands. Fólkið hafði fyrr í sumar gert misheppnaða
tilraun til að flýja á loftbelg.
„Erum við komnir vestur yfir?“ spurði annar
tveggja feðranna er loftfar þeirra hafði lent í bænum
Naila skammt frá landamærunum. Lögregluþjónar,
sem héldu að á ferðinni væri fljúgandi furðuhlutur,
fullvissuðu mennina um að svo væri og var fólkinu
komið fyrir hjá Rauða krossinum í bænum.
í hópnum voru tvenn hjón og
börn þeirra. Fyrir fólkinu var
flugvélasmiður, en hann smíðaði
belginn úr nælonbútum og lök-
um er hann hafði tínt saman.
Leiðtogi fólksins sagði að rétt
fyrir lendingu hefði því verið
ljóst að flóttinn hefði tekist, þar
sem þau sáu að störfum nútíma
landbúnaðarvélar af því tagi,
sem ekki þekkjast í Austur-
Þýzkalandi.
Leiðtoginn, sem óskaði eftir að
nöfn hópsins yrðu ekki birt að
svo stöddu, sagi að ferðin hefði
hafizt klukkan 01.30 að staðar-
tíma aðfaranótt sunnudagsins.
Það tók um það bil hálfa klukku-
stund að fylla belginn, sem var
um 4.000 rúmmetrar, með heitu
lofti. Flugið sjálft tók aðeins um
20 mínútur og það vildi flótta-
fólkinu til að vindátt var hag-
stæð þannig að loftfarið fór með
40 kílómetra hraða á klukku-
stund. Á fluginu var farið upp í
allt að 2.500 metra (8.000 feta)
hæð. Loftfarið lenti í aðeins um
150 metra fjarlægð frá
háspennulínum. Lendingar-
staðurinn var í um 20 km
fjarlægð frá brottfararstað.
í fyrri tilraun fólksins, hinn 4.
júlí sl., féll ioftfar þeirra til
jarðar í um 200 metra fjarlægð
innan landamæranna. Komst
fólkið undan, en varð að skilja
hluta farsins eftir og komust
þeir seinna í hendur austur-
þýzkra landamæravarða. Mikil
íeit var þá gerð, en ekki tókst
lögreglu að hafa hendur í hári
flóttamannanna.
Þessari flóttatilraun var vart
lokið er hópurinn hófst handa
við að smíða nýtt loftfar. Sagði
flugvélasmiðurinn að tilheyr-
andi efni hefði verið keypt í
smáum skömmtum á ýmsum
stöðum til þess að valda síður
grunsemdum. Af þessum sökum
varð sjálfur loftbelgurinn í átta
litum.
Karfan er hékk neðan í belgn-
um var aðeins járnplata er var
um tveir fermetrar að stærð. Á
plötunni miðri voru gashylkin
fyrir hitarann og kúrðu börnin
fjögur í kringum þau. Foreldrar
Tvær fjölskyldur sem flúðu í loftbelg frá Austur-Þýzkalandi sýna
hvernig fór um þær í ferðinni. Þær hírðust saman ásamt
gashylkjum á litlum palli i ferðinni.
þeirra hímdu svo þar fyrir utan
og höfðu handfestu í fjórum
járnstöngum er festar höfðu
verið á hornum plötunnar.
Er loftfarið féll til jarðar
hlutu tvö barnanna, sem voru
frá 2—15 ára, smá skrámur.
Lendingin var nokkuð hörð, þar
sem gasbirgðir þrutu skömmu
áður, og því ekki hægt að hita
upp loftið í belgnum til að
minnka fallhraðann, Að sögn
talsmanna þýzku herjanna kom
loftfarið ekki fram á radar.
Flugvélasmiðurinn sem var
óbreyttur starfsmaður austur-
þýzka flughersins, sagði að fólk-
ið hefði flúið af pólitískum
ástæðum. „Við höfðum það
ágætt, miðað við aðra landa
okkar. Báðar fjölskyldurnar
höfðu íbúð og bifreið til umráða.
En við gátum ekki unað því
lengur að ljúga að börnum okkar
um lífið og þoldum ekki heldur
ástandið í Austur-Þýzkalandi,“
sagði flugvélasmiðurinn, sem
flúði ásamt konu sinni og tveim-
ur sonum, 11 og 15 ára. Hinn
fjölskyldufaðirinn var múrari og
með honum flúðu kona hans og
tveir synir, tveggja og fimm ára.
Flóttafólkið sagði í dag að það
hefði sætt mjög vingjarnlegum
móttökum. „Við höfðum ekki
verið hér lengi þegar okkur varð
ljóst að í austur-Þýzkalandi er
logið meira en góðu hófi gegnir
að fólki um hinn frjálsa heim,“
saðgi flugvélasmiðurinn. „Þið
getið áreiðanlega ekki gert ykk-
ur í hugarlund hvernig það er :>'
hafa allt í einu hlotið freu
Fjölskyldunum hefur þegar ver-
ið boðið húsnæði og atvinna.