Morgunblaðið - 18.09.1979, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.09.1979, Qupperneq 36
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 Skagasigur á elleftu stundu Þróttur 1,0 —ÍA I.L TVÖ mörk Sigþórs Ómarssonar, f aö siðara á síðustu mínútu leiks A gegn Þrótti, tryggði ÍA auka- leik um sæti í UEFA-bikarkeppn- inni, þar sem Valur hélt ekki haus norður á Akureyri og missti af titlinum. ÍA og Valur verða nú að leika til úrslita um annað sætið og hvort sem Valur vinnur eða ekki, hefur keppnistímabilið ekki verið þeim til sannrar gleði, Íiar sem bæði bikarkeppnin og slandsmótið hafa klúðrast frá þeirra bæjardyrum séð. Það gæti bjargað nokkru að krækja í UEFA-sæti, en þeir verða sannar- lega að berjast fyrir því. En þetta er texti um leik ÍA og Þróttar, sem ÍA vann 2—1 á Laugardals- vellinum á sunnudaginn. Þetta var síðasti leikur liðanna í mót- inu i sumar, en staðan í hálfleik var 1—0 fyrir ÍA. Skagamenn fengu sannkallaða óskabyrjun, því að varla voru fimm mínútur liðnar þegar knötturinn lá í neti Þróttar. Kristján Olgeirsson tók þá horn- spyrnu frá hægri, en Þróttarar hreinsuðu frá. Kristján fékk knöttinn á nýjan leik og sendi laglega á kollinn á Sigþóri Ómars- syni sem var óvaldaður á mark- teig. Sigþór skallaði af öryggi neðst í markhornið. Sjö átta mörk var spáin hjá mörgum, en það varð nú ekki. Þróttarar náðu betri tökum á leiknum, en fengu þó engin sannkölluð dauðafæri. Skagamenn náðu nokkrum skyndisóknum sem hefðu farið langt með að gefa mörk, ef eitt- hvert bein hefði verið í framlínu IA. En það sem hún aðhafðist var kák eitt og stundum ótrúlegt að sjá hvernig hún klúðraði hvað eftir annað. Besta færi Þróttar í fyrri hálf- leik fékk Páll Ólafsson, er hann komst einn inn fyrir vörn ÍA, en Bjarni Sigurðsson varði meistara- lega með úthlaupi. Þetta var rétt fyrir hlé og mínútu síðar skaut Þorgeir Þorgeirsson naumlega fram hjá vítateig. Páll Ólafsson var sem fyrr hættulegasti sóknar- broddur Þróttar, nokkur skot hans voru nærri því að vera hættuleg, en hann reynir of oft að gera hlutina upp á eigin spýtur. Skagamenn voru að mestu neistalausir allt til leikshlés og mest allan síðari hálfleik að auki. Það hefur vafalaust ekkert styrkt taugar þeirra að heyra nýjustu fréttir frá leik Vals og KA raktar um hátalarakerfið reglulega. En það var gert af umhyggju við Islandsmeistara ÍBV, sem voru meðal áhorfenda, ef svo vel skyldi fara að Valur tapaði stigi og þeir fengju íslandsbikarinn í leikslok. Síðari hálfleikur var með þeim tíðindasnauðari á sumrinu og frá litlu öðru að segja en að leik- mennirnir hafi hlaupið hver í kapp við annan á eftir boltanum með litlum árangri. En undir lokin, átti allt eftir að springa. Fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Páll Ólafsson fyrir Þrótt, skallaði í netið eftir fyrirgjöf Jóhanns Hreiðarssonar. Vörn ÍA fraus, en ekki er hægt að segja annað en að ef annað liðið ver- skuldaði að skora þá var það Þróttur. Skagamenn neituðu hins vegar að kveðja möguleikann á UEFA-sætinu. Þeir jöfnuðu á síðustu mínútu leiksins, Kristinn Björnsson fékk góða stungu út á hægri vænginn og með sinni einu sendingu í leiknum sem rataði til samherja, sendi Kristinn til Sig- þórs Ómarssonar, sem afgreiddi knöttinn í netið, með heljarfleyg frá vítateig. Rúnar markvörður stirnaði eins og nátttröll við sólar- upprás. Allt brjálað á svæðinu. Aukaleikur við Val, gaman, gaman! Ef farið er út í bestu menn, er ekki um auðugan garð að gresja. Einn bar af hjá ÍA, það var Kristján Ölgeirsson, sem brátt ætti að koma til álita í landslið. Bjarni markvörður gerði engin mistök og Jón Gunnlaugsson var með betra móti í vörninni. Enginn stóð upp úr hjá Þrótti, liðið er jafnt og á því flýtur liðið. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild Laugardalsvöllur Þróttur—ÍA 1-2 (0-1) Mark Þróttar: Páll Ólafsson (86. mín.) Mörk ÍA: Sigþór Ómarsson (5. og 89. mín) Spjöld: Engin — gg Skagamaðurinn Árni Sveinsson skýtur þrumuskoti að marki Þróttar í leiknum á sunnudag. Ljósm. Kristján. Berti Vogts kjörinn knattspyrnumaður ársins 1978—79 ÍERTI Vogts, hinn kunni bak- vörður Borussia Mönchenglad- »ach og vestur-þýska landsliðs- ns, var í gær kjörinn knatt- spyrnumaður Vestur-Þýskalands. 5r þetta i annað skiptið sem Vogts litli hlýtur titilinn, áður 971. Vogts hefur unnið til flestra hugsanlegra titla með félagi sínu Borussia Mönchengladbach, en hann lagði skóna á hilluna síðast- liðið vor. Þá hafði hann risið úr rekkju eftir óskaplega slæm meiðsl, fótleggur hans hafði þrí- brotnað, lék með BMG síðustu vikur keppnistímabilsins og stýrði liðinu í úrslit UEFA-keppninnar þar sem sigur vannst á Rauðu Stjörnunni frá Belgrað. Vogts er nú þjálfari vestur-þýska unglinga- landsliðsins. Liðsmenn Vestmannaeyja voru að vonum kampakátir á Laugardalsvellinum náðu forskoti i íslandsmótinu i leik gegn Vikingum sl. laugardag þegar þeir s sunnudag var íslandsbikarinn í höfn Eyjamanna í fyrsta sinn, en þetta er ji myndinni eru frá vinstri i aftari röð: Jónas Bergsteinsson, Guðmundur Þ.E Baldvinsson, Páll Pálmason, Valþór Sigþórsson, Friðfinnur Finnbogasoi aðstoðarþjálfari, Jóhann ólafsson, Einar Hallgrimsson og Árni Johnsen. N< Jóhann Georgsson, óskar Valtýsson, Þórður Hallgrimsson fyrirliði, knattspyrnuráðsmennina Hermann Jónsson og Snorra Jónsson. Meistai lögðu V ÞAÐ VAR sannarlega mikilvægt markið sem hinn ungi framherji Eyjamanna, Gústaf Baldvinsson, skoraði fyrir lið sitt í leiknum gegn Víkingi á laugardaginn. Þetta reyndist vera sigurmark leiksins og tiað færði Eyjamönnum tvö stig, stigin sem dugðu til sigurs í slandsmótinu. Eyjamenn eru vel að sigrinum komnir, þeir hafa sýnt meiri baráttuvilja en andstæðingar þeirra og þótt þeir hafi tapað mörgum stigum i mótinu unnu þeir sannfærandi sigur yfir hættulegustu andstæðingum sínum, Val og Akranesi. Eyjamönnum var ekki spáð góðu gengi i mótinu en þeir hafa gefið öllum hrakspármönnum langt nef. Það er sérstök ástæða til þess að óska Eyjamönnum og þjálfara þeirra Viktori Helgasyni til hamingju með lslandsmeistaratitilinn. Leikurinn á laugardaginn fór fram í austanroki og rigningu og svo mikill var veðurhamurinn að dómarinn íhugaði alvarlega að fresta leiknum sem þó ekki varð. Eins og við var að búast einkennd- ist leikurinn af aðstæðunum, knattspyrnan var kannski ekki í hæsta gæðaflokki en leikurinn var engu að síður mjög opinn og spennandi og hann var skemmti- legur á að horfa. í fyrri hálfleikn- um var sótt á báða bóga en sóknarlotur Eyjamanna voru samt hættulegri. Tómas Pálsson gerði talsverðan usla í vörn Vík- ings og þrívegis átti hann góð skot að markinu í fyrri hálfleik en Diðrik varði í öll skiptin. Þá átti Gústaf hörkuskalla að markinu eftir hornspyrnu en Jóhannes Bárðarson bjargaði laglega á lín- unni. Tómas komst enn einu sinni Víkingur g\u — ÍBV Ua í færi en þeir skullu saman hann og Diðrik markvörður með þeim afleiðingum að Tómas varð að víkja af velli i hálfleik vegna meiðsla og Diðrik varð að yfirgefa völlinn þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleikinn. Sama fjörið hélst í seinni hálf- leik. Víkingarnir fengu auka- spyrnu sem Heimir Karlsson framkvæmdi. Ársæll varði skot Heimis, boltinn hrökk út í teiginn til Sigurlásar sem skaut strax að markinu. Ársæli tókst aftur að verja, en á ný barst boltinn út í teiginn, skotið var að markinu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.