Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 32
Sími á afgreiðslu:
83033
m»T0iinbInt>it>
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
T veir menn f ór-
ust í bflslysi
Seyðisfirði 17. september.
TVEIR menn íórust er jeppabifreið valt út af veginum á
Fjarðarheiði á sunnudaK. Mennirnir hétu Þorvaldur WaaKÍjörð.
27 ára. Iloltsbúð 16. Garðabæ. ok Örn Ileljíi InKÓlfsson. 23 ára.
Álftamýri 16. Reykjavík. Þorvaldur lætur eftir sík 3 börn ok Örn
eitt. Fimm aðrir voru í jeppanum, en enjíinn þeirra hlaut teijandi
meiðsli. borvaldur ojj Örn voru skipverjar á Gullveri ok voru að
mæta til skips að loknu leyfi.
Slysið varð um klukkan eitt á
sunnudaK- Mennirnir voru á leið
frá EKÍlsstöðum til Seyðisfjarð-
ar. Mikil hálka var á veKÍnum ok
rétt austan við Heiðarvatn
missti ökumaðurinn stjórn á
jeppanum, sem virðist hafa oltið
þrjár veltur niður bratta
brekku. Skömmu síðar bar að bíl
frá Seyðisfirði ok ók ökumaður
hans einum þeirra, sem í jepp-
anum var, í sæluhúsið á mið-
heiðinni ok hrinKdi hann í Iök-
reKluna á Seyðisfirði ok til-
kynnti um slysið. Læknar og
löKreglumenn frá Seyðisfirði og
Egilsstöðum komu fljótlega á
slysstað. Þá var einn farþeginn í
jeppanum látinn og annar var
fluttur í skyndi í sjúkrahúsið á
Egilsstöðum, þar sem hann lézt.
Jeppinn, sem er af
Blazer-gerð, er talinn gjörónýt-
ur. Sveinn.
Skúli óskarsson varð Norðurlandameistari í 75 kg.
flokki á Norðurlandameistaramótinu í kraftlyfting-
um um helgina. Skúli setti nýtt Norðurlandamet í
hnébeygju lyfti 300 kg. Sjá nánar um mótið á bls. 17
og 19._________________________________
Allt að 32%
hækkunágos-
drykkjum
og öli
VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa
heimilað nýtt verð á gos-
drykkjum og tók hið nýja
verð gildi í gær. Er hækkunin
á bilinu 26,7—32,6%.
Sem dæmi um hækkanir á
einstökum tegundum má
nefna að 19 cl Egils appelsín
hækkar úr 88 í 115 krónur eða
um 30,6%, 20cl seven up flaska
hækkar úr 70 í 100 krónur eða
um 28,2%, Egils pilsner hækk-
ar úr 147 í 195 krónur eða um
32,6% og Thule öl hækkar úr
189 í 250 krónur flaskan eða
um 32,3%.
Þessar hækkanir eru vegna
aukins framleiðslukostnaðar,
og hækkunar á smásöluálagn-
ingu, vörugjaldi og söluskatti.
Þá hækka ennfremur tóm
gler, minni flöskur úr 80 í 100
krónur og lítersgler úr 160 í
200 krónur.
Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, um búvöruverðshækkunina:
Mikil fagnaðarlæti voru í Vestmannaeyjum þegar lið íþróttabandalags Vestmannaeyja kom heim með
Herjólfi með íslandsmeistarabikarinn i knattspyrnu. Myndin var tekin skömmu eftir að Herjólfur
lagðist að bryggju í Eyjum. Þúsund Eyjamenn voru á bryggiunni að fagna þeim og færa þeim blóm,
gjafir og góðar óskir. Á myndinni eru nokkrir liðsmanna ÍBV, frá vinstri: Páll Pálmason, Jóhann
Olafsson, Jóhann Georgsson, Þórður Ilallgrimsson fyrirliði, Örn Óskarsson, Kjartan Másson
aðstoðarþjálfari, Viktor Helgason þjálfari með blómvendi og bikarinn og að baki honum stendur
Ómar Jóhannsson.
Sjá grein Og frásögn á bls. 18. Ljósmynd Mbl. Arm Johnscn
Launamálastefnan
hefur verið brotin
„MÉR finnst óeðlilegt, að stærstu
aðilar vinnumarkaðarins skuli
ekki vera hafðir með í ráðum,
þegar slíkar ákvarðanir eru
teknar,“ sagði Þorsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambands íslands, er
Morgunblaðið spurði hann um
hækkun launaliðar i búvöru-
verðshækkuninni, sem gildi tók i
gær, „Þessi ákvörðun hefur veru-
lega þýðingu fyrir þróun launam-
álanna og sýnist mér að þarna
hafi stefnan verið brotin, sem
sett hefur verið um þróun laun-
amála á þessu ári. Tel ég það
óeðlilegt miðað við það sem á
undan er gengið.“
Morgunblaðið spurði Þorstein
hve miklu munaði þar og hvað
Vinnuveitendasambandinu teldist
til að hækkun til bænda væri
miklu hærri en launahækkanir
annarra stétta. Um það vildi hann
ekki segja nákvæmlega, en hann
bætti við: „Þarna sýnast hafa
verið teknar ákvarðanir, sem fara
út fyrir þessa afmörkuðu launa-
málastefnu.sem fylgt hefur verið
og hefur það áhrif á vinnumarkað-
inn í heild. Því er eðlilegt að
stærstu aðilar hans séu hafðir
með í ráðum."
Vidurkenndi
naudgunartil-
raun á Spáni
UNGUR maður játaði við yfir-
heyrslur um helgina hjá Rann-
sóknarlögreglu rikisins að hafa
ráðist að íslenzkri stúlku á hóteli
á Mallorka á Spáni fyrir þremur
vikum og gert tilraun til þess að
nauðga henni.
Atburður þessi gerðist að kvöld-
lagi í herbergi á hótelinu Magasol
á Mallorka. Vildi maðurinn fá
stúlkuna til lags við sig en hún var
ekki tilkippileg. Vildi maðurinn þá
neyta aflsmunar en ekki tókst
honum að koma fram vilja sínum
en hins vegar meiddist stúlkan
talsvert í átökunum, einkum þó í
andliti.
Stúlkan kærði ekki atburðinn til
þarlendra yfirvalda en er hún kom
heim til Islands viku seinna kærði
hún manninn til RLR. Maðurinn
dvaldi hins vegar í sólinni hálfum
mánuði lengur en þegar hann kom
heim til ættjarðarinnar aðfarar-
nótt s.l. laugardags biðu lögreglu-
menn eftir honum á flugvellinum
og handtóku hann.
Þorvaldur Waagfjörð
Örn Helgi Ingólfsson
Þingflokkur AlbÝðuflokksins:
Afdráttarlaus and-
staða við búvöruverðið
„í ÞESSARI ályktun er engin bein
hótun önnur en sú að viðhafa
máiatilbúnað á Aiþingi. í henni felst
ekki hótun um stjórnarslit cða neitt
þvílíkt.“ sagði Magnús II. Magnús-
son, félagsmálaráðherra, er Morgun-
hlaðið spurði hann um ályktun
þingflokks og framkvæmdastjórnar
Alþýðuflokksins, sem samþykkt var
í gær. Þar lýsir þingflokkur Alþýðu-
flokksins yfir afdráttarlausri and-
stöðu við þá ákvörðun ráðherra
Alþýðubandalagsins og Framsókn-
arflokks að fallas.* athugasemda-
laust á niðurstöður sexmannanefnd-
ar með þeim „afleiðingum. að launa-
fólk í landinu hefur orðið fyrir
stórfelldri kjaraskerðingu og hraði
verðbólgunnar hefur enn aukizt.“
í ályktuninni segir, að samstarfs-
flokkar Alþýðuflokksins í ríkisstjórn
hafi knúið fram afgreiðslu malsins í
ríkisstjórn, í viðkvæmu stórmáli. Það
geri flokkar, sem hafa minnihluta
Alþingis á bak við sig og taki
ákvörðun í krafti meirihlutavalds,
sem þeir hafa ekki. „Alþýðuflokkur-
inn fordæmir slík vinnubrögð og telur
með öilu fráleitt að byggja stjórn-
valdsathafnir og samstarf flokka á
slíkum málatilbúnaði."
Þá segir í lok ályktunarinnar að
þingflokkur Alþýðuflokksins muni
strax í þingbyrjun beita sér fyrir
breytingu á verðlagningu búvara og
leita eftir samstöðu um slíka breyt-
ingu.
Magnús H. Magnússon félagsmála-
ráðherra sagði í samtaii við Mbl. í
gær, að ákvarðanir sem þessar, gætu
ávallt leitt til stjórnarslita, þ.e.a.s.,
þegar einn þriggja flokka er borinn
ofurliði. Hins vegar kvað hann þetta
mái ekki verða til þess úr þessu að
samstarf stjórnarflokkanna rofnaði.
„Líf ': narinnar veltur nú á því,
h monnum tekst að móta ein-
hverja stefnu í baráttunni gegn
verðbólgunni. Ef það ekki tekst, held
ég að allir séu sammála um, að hún
eigi varla miklu lengri tilverurétt. En
ég held, að menn vilji þó verulega
mikið á sig leggja til þess, a.m.k. hef
ég þá trú. Stóra spurningin er því,
hvort menn verða sammála um ein-
hverja leið.“ ., .
Sjá ályktun Alþýðuflokks-
ins á miðsiðu Mbl. í dag.