Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 Baráttan um óháðu ríkin Leiötogafundur óháöu ríkj- anna í Havana á dögunum var uppgjör milli tveggja kunnustu leiötoga þriöja heimsins, Fidel Castros frá Kúbu og Titos marskálks frá Júgóslavíu. Á ráðstefnunni reyndi Castro að fá ríkin til að hverfa frá hlut- leysisstefnu, taka upp baráttu gegn heimsveldisstefnu og að því er virðist fá þau til þess aö snúast á sveif með Rússum. Tito reyndi aö varðveita það sem hann taldi vera megin- reglur óháðrar stefnu ríkja sem vilja reyna að halda sig utan valdablokka. Leiötogarnir komust ekki aö niöurstööu svo aö deilur um þessi grundvallaratriöi munu halda áfram. Fyrir ráöstefnunni lágu drög aö lokayfirlýsingu frá Kúbumönnum þar sem tekin var afstaöa gegn Vesturveldunum og stefnu iönríkja gagnvart Þriöja heiminum, tillögur geröar um lausn ýmissa innbyrðis deilumála óháöra ríkja og hvatt til þess aö samstarf yröi tekiö upp viö Rússa. Júgóslavar geröu margar breytingartillögur og aö lokum náöist samkomu- lag um hlutlausa lokayfirlýsingu, þar sem forðazt var aö fordæma Egypta fyrir samninga þeirra viö ísraelsmenn og aö taka afstööu til þess hvaöa ríkisstjórn ætti aö sitja aö völdum í Kambódíu. Þó vakti ráðstefnan áhyggjur í Washinton þar sem talið var aö hún gæti torveldaö samstarf Bandaríkjanna viö óháöu ríkin í framtíðinni eins og bent er á í Newsweek sem hér er stuözt viö. HLUTVERK CASTROS Á ráöstefnunni gafst Castro kærkomiö tækifæri til aö gera sig aö heimsleiötoga í kjölfar íhlutunar Kúbumanna í Afríku og byltingarinnar í Nicaragua sem gæti veriö undanfari auk- inna áhrifa Kúbumanna í Miö-Ameríku og á Karíbahafi. í setningarræöu sinni veittist hann harkalega gegn heims- veldisstefnu, nýlendustefnu, kynþáttastefnu og zíonisma, sakaöi Bandaríkjamenn og Kín- verja um aö vilja sannfæra ráðstefnuríkin um að hann reyndi aö gera þau aö verkfæri Rússa og hrósaöi Rússum fyrir aö styöja baráttu byltingarhreyf- inga. Tito svaraöi ræöu Castros meö því aö leggja áherzlu á aö óháöu ríkin heföu frá upphafi veriö mótfallin valdablokkum og erlendum yfirráöum í öörum myndum, hvatti til brottflutnings allra erlendra hersveita frá öör- um löndum án þess aö nefna Kúbumenn á nafn og skoraði á leiötogana að berjast gegn öll- um tilraunum til aö láta óháöu ríkin þjóna hagsmunum utanað- komandi ríkja. Klofningurinn í rööum ríkj- anna kom greinilega fram í ræðum leiötoganna. Samora Machel frá Mozambique sagöi aö sósíalistaríkin væru eölilegir bandamenn óháöu ríkjanna, en Julius Nyerere frá Tanzaníu lagöi áherzlu á rétt smáríkja til aö standa utan valdablokka og gæta hagsmuna sinna á þann veg sem fciu teldu beztan. Kúbumenn voru gagnrýndir fyrir stuöning viö Rússa og afskipti í Afríku. Júgóslavar lögðust gegn því aö stjórn Heng Samrin í Kambó- díu, sem Víetnamar styðja yröi viöurkennd, þar sem þeir óttuö- ust aö þaö yröi taliö jafngilda því aö óháöu ríkin væru aö ganga í liö meö Víetnömum og þar með Rússum. Aö lokum var ákveöiö aö vísa málinu til nefnd- ar og fela henni aö gera tillögu í málinu 1981. Svipuö niöurstaöa varö á deilu ráöstefnuríkjanna um Egypta og ákveöiö aö for- dæma þá ekki. En greinilegasti klofningurinn á ráðstefnunni var kannskl milli olíuframleiðsluríkja og olíuneyzluríkja, sem lögöu til aö Opecríkin seldu þeim olíu Castro í forsæti. Títo talar. meö afslætti. Olíuríkin þoröu ekki aö leggjast opinberlega gegn tillögunni, en böröust gegn henni. RISAVELDIN í Washington telja margir að tilraun Castros til aö sveigja óháöu ríkin aö Sovétríkjunum og valdablokk þeirra sé stefna sem hafi veriö mótuö í Moskvu, en aörir telja aö eins líklegt sé aö Castro fari eigin leiöir og aldrei sé Ijóst hvenær hann túlki eigin sjónarmiö eöa Rússa. Hvaö sem því líöur fengu Bandaríkjamenn aöeins hól frá Panama á ráðstefnunni fyrir samningana um Panamaskurö og margir ræöumenn gagn- rýndu þá fyrir heimsveldis- stefnu. Bandaríkjamenn voru til dæmis gagnrýndir fyrir að gagn- rýna mannréttindabrot aöeins í löndum þar sem þaö hentaöi þeim, en ekki í öörum, og því var fleygt í Havana aö Bandarík- in ættu á hættu aö missa Þriöja heiminn í hendur Rússum, sem notfæröu sér slíkar mótsetning- ar. Baráttumál óháöu ríkjanna hafa breytzt síöan samtök þeirra voru stofnuö og samtökin eru þung í vöfum og svifasein, svo aö erfitt reynist aö hrinda ákvörðunum þeirra í fram- kvæmd á sviöum eins og efna- hagsmálum, auk þess sem ýms- ar alþjóöastofnanir hafa tekið viö hlutverki samtakanna. En þau hafa aldrei veriö eins fjöl- menn og þótt Castro hafi reynt að sveigja þau aö Rússum á hann fáa stuöningsmenn og talið er ólíklegt aö honum tækist þaö. Lokayfirlýsingin var í aöal- atriöum ítrekun á hugmyndum Titos um óháöa stefnu og hann hefur meirihlutann á bak við sig. Hins vegar þurfa óháöu ríkin aö laga sig aö breyttum aö- stæöum í heiminum og viö blasa mörg verkefni á sviöum efna- hagssamvinnu, stjórnmálasam- starfs og baráttu gegn fátækt, hungri og sjúkdómum. Álit bæði Castros og Titos viröist hafa aukizt á ráöstefnunni, en Ijóst er aö óháöu ríkin veröa aö auka hæfni sína til aö setja niöur innbyröis deilumál sín. Annars blasir viö sú hætta aö samtökin leysist upp og aö óháöu ríkin standi í sömu sporum og þegar Tito, Nasser og Nehru stofnuðu samtök þeirra 1961. „ÞAO er ekki hægt aö túlka viðbrögö Noröur-Kóreumanna viö samninga- umleitunum stjórnar minnar á annan hátt en aö þeir vilji ekki friösamlega sameiningu Suöur- og Noröur-Kór- eu,“ sagöi S.K. Han sendiherra Suöur-Kóreu á íslandi á fundi með blaöamönnum er hann var hér staddur ásamt aöstoðarmanni sínum J. Moon. Han hefur aösetur í Ósló en ræöismaöur Suöur-Kóreu hér á landi er Haraldur Ólafsson. Han ræddi mikiö um tilraunir Suöur-Kóreu stjórnarinnar til að fá Noröur-Kóreumenn til aö setjast aö samningaboröi og ræöa sameiningu ríkjanna. Sagöi hann forseta Suð- ur-Kóreu, Park Chung Hee, hafa lagt öll spil á boröiö og boöið Norö- ur-Kóreumönnum til samninga án nokkurra skilyrða. Þessu boöi var hafnaö og sagöi Han aö stjórn Suöur-Kóreu gæti ekki gengiö lengra í samkomulagsátt og gæti því ekki annaö gert en beðiö þess aö Norö- ur-Kóreumenn sæju að sér og yröu fúsir aö setjast að samningaboröi. Han kvaö ástandiö milli landanna vera komiö á mikiö hættustig. Sam- kvæmt upplýsingum sem Suð- ur-Kóreumenn hafa aflað sér frá London nota Noröur-Kóreumenn si'fellt meiri hluta þjóöartekna til hervæöingar. „Viö munum hins vegar reyna aö komast hjá stríöi í lengstu lög," sagöi S.K. Han sendiherra Suöur-Kóreu á islandi ásamt aöstoðarmanni sínum J. Moon. Ljósm. Kristján. „Ekki annað að sjá en Norður- Kóreu- menn vilji ekki ganga til samninga” Han. „Viö höfum reynt þaö hversu miklar hörmungar fylgja stríöi. Þaö tók langan tíma að byggja efnahags- lífiö upp eftir síðasta Kóreustríö og fyrst núna erum viö farnir að sjá árangurinn af því erfiöi. En nú er ástandiö þannig aö Kóreuskaginn er mun meira hættu- svæöi en Miöausturlönd, þaö þarf aðeins lítinn neista til aö upp úr sjóöi. Og þetta vandamál Kóreu er ekki einungis innanlandsmál heldur er þetta nokkuö sem kemur öllum heiminum við. Ef stríö brýst út í Kóreu sigrar enginn, við munum gjöreyöa hvorir öörum. Þaö er aöal- tilgangurinn meö komu minni hingaö núna, aö gera íslendingum þaö Ijóst hversu alvarlegt ástandiö er oröiö." Aöspuröur um pólitíska fanga í Suöur-Kóreu sagöi Han aö þaö væri Ijóst að þar sem ástandið í landinu væri slíkt aö styrjöld væri yfirvofandi og óvinirnir væru ekki nema nokkrar mínútur aö ná til höfuöborgarinnar, væri ekki hægt að leyfa einstakling- um eins mikiö frelsi og í löndum þar sem friður ríkti. Han ræddi einnig um viðskipta- tengsl íslands og Suöur-Kóreu. ís- land kaupir mun meira frá Kóreu en selt er þangaö og kvaö Han islend- inga ekki reyna nógu mikiö aö afla sér viöskipta í Kóreu og víst væri aö þeir gætu selt meira þangað en raun væri á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.