Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 38
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
Steinar
skoraði þrjú
ÍBK —
Haukar
„MÉR tókst að vísu ekki að
skjótast upp að hlið Sigurlásar
Þorleiíssonar sem markakóngur
en niu mörk i átta og hálfum leik
gefur ágætt meðaltal, “ sagði
hinn siungi Steinar Jóhannsson,
markakóngur Keflavíkinga.
Steinar skoraði þrjú mörk í 4 —1
sigri íbK gegn fallliði Hauka í 1.
deild íslandsmótsins á laugardag
og hann var óheppinn að skora
ekki fleiri. Þessi hættulegi mið-
herji var vörn Hauka ákaflega
erfiður og sýndi að hann hefur
engu gleymt — ávallt á réttum
stað, og vörn Hauka réð ekki við
harðfylgi hans og skotfestu.
Steinar Jóhannsson var á ferð-
inni þegar á 2. mínútu. Keflvíking-
ar fengu aukaspyrnu frá hægri við
vítateiginn. Ólafur Júlíusson tók
spyrnuna, gaf laglega á Steinar,
sem afgreiddi knöttinn í netið,
1—0. Á 26. mínútu skoruðu Kefl-
víkingar sitt annað mark, og það
var ákaflega svipað hinu fyrra —
enn var Steinar á ferðinni. Ólafur
Júlíusson tók aukaspyrnu rétt við
vítateiginn frá hægri. Nú gaf hann
laglega út í teiginn, og þar var
Steinar fyrir og afgreiddi knöttinn
í netið með góðu skoti, 2—0.
Keflvíkingar réðu lögum og
lofum á vellinum án þess þó
nokkurn tíma að sýna sínar beztu
hliðar — en meira þurfti ekki til
gegn Haukum. Staðan í leikhléi
var 2—0 Keflvíkingum í vil, og
vallargestir töluðu nú um fátt
annað en hvort Steinari tækist að
verða markakóngur í ár. Þetta
smitaði greinilega út í liðið, því að
engu líkara var en leikmenn vildu
að Steinar byndi endi á sóknar-
loturnar — jafnvel um of. Þegar á
7. mínútu bætti Steinar við sínu
þriðja marki — úr vítaspyrnu.
Enn var það Ólafur Júlíusson sem
lagði markið upp. Hann tók horn-
spyrnu frá vinstri, gaf fastan og
hnitmiðaðan bolta fyrir. Þar var
Rúnar Georgsson fyrir og skallaði
af stuttu færi að marki en beint í
hönd varnarmanns. Áreiðanlega
óviljaverk en Kjartan Ólafsson
var ekki í nokkrum vafa og dæmdi
vítaspyrnu. Steinar skoraði af
öryggi 3—0, og nú vantaði hann
aðeins eitt mark í að þoka sér að
hlið Sigurlásar Þorleifssonar,
Víkingi.
Og sókn Keflvíkinga var stíf,
aðeins tveimur mínútum síðar var
staðan 4—0, þá var hinn bráðefni-
legi Ragnar Margeirsson á ferð-
inni. Skaut föstu skoti frá vítateig,
knötturinn fór í varnarmann,
breytti um stefnu og hafnaði í
netmöskvunum, 4—0. Guðmundur
Sigmarsson náði að minnka
muninn í 4—1 upp úr hornspyrnu,
markið skrifast á hans reikning þó
að keimur að sjálfsmarki hafi
verið yfir því.
Nokkurt kæruleysi hljóp í leik
Keflvíkinga, þeir misstu þráðinn
og leikurinn fór að mestu fram á
miðjunni í suðvestangarranum.
En Steinar Jóhannsson var óhepp-
inn að skora ekki fleiri mörk —
hann átti gott skot frá vítateig en
Guðmundur Hreiðarsson, mark-
vörður Hauka, varði vel. Síðan tók
Ólafur Júlíusson hornspyrnu,
sendi hnitmiðað á Steinar út í
teignum. Steinar sneiddi knöttinn
laglega, þrumuskot hans stefndi í
netmöskvana, en enn varði
Guðmundur. Síðan munaði sára-
litlu að Steinar skoraði þegar
Ólafur Júlíusson sendi fyrir, en
Steinar náði ekki að stýra knettin-
um í netið eftir návígi við mark-
vörðinn. Á síðustu mínútu leiksins
komst Steinar innfyrir frá hægri,
en skot hans fór rétt framhjá,
Steinari tókst því ekki að hreppa
markakóngstitilinn í ár en hann
sýndi að hann hefur engu gleymt.
Snöggur og ávallt vakandi í
teignum, aldrei má líta augnablik
af honum. Steinar hefur einu sinni
orðið markakóngur — 1971, þá
skoraði hann 12 mörk þegar Kefl-
víkingar urðu Islandsmeistarar
eftir aukaleik við Eyjamenn um
meistaratign, unnu 4—0 í eftir-
minnilegum leik.
Nú hrepptu Eyjamenn hins
vegar bikarinn eftirsótta, Kefl-
víkingar urðu aðeins tveimur
stigum á eftir. En Keflvíkingar
eiga á að skipa liði framtíðarinn-
ar. Blanda leikreyndra leikmanna
og ungra og efnilegra stráka. Með
þá Þorstein Ólafsson, Steinar
Jóhannsson og Ólaf Júlíusson, er
leggur upp mörkin, er víst að nýir
stórveldistímar gætu runnið upp
fyrir Keflvíkingum. Þó eru blikur
á lofti úr austri. Svíar líta ýmsa
hinna ungu drengja hýru auga,
auk þess að Malmö hefur boðið
Þorsteini Ólafssyni að leika með
félaginu. Allt um það — framtíðin
er strákanna og ef tekst að halda
liðinu saman þá verður það án
nokkurs vafa mjög sterkt. Með
leikmenn eins og Sigurð Björg-
vinsson, Ragnar Margeirsson og
Einar Ásbjörn, hvern öðrum efni-
legri, er framtíðin ÍBK.
Haukar eru nú fallnir í 2. deild
og greinilegt að liðið hafði ekkert í
hina hörðu baráttu 1. deildar að
gera. En dýrmæt reynsla hefur
fengist, reynsla sem Haukar geta
byggt á.
Dómari var Kjartan Ólafsson.
H Halls.
Þórsarar sigursælir
Akureyrarmótinu í knattspyrnu er nýlega lokið. Leiknar eru 2
umferðir. KA sigraði í meistaraflokki en Þórsarar sigruðu í flestum
yngri flokkanna. Úrslit einstakra leikja urðu þessi:
Meistaraflokkur: Þór—KA 3:5 og 0:2. KA vann samanlagt 7:3
Kvennaflokkur: Þór—KA 5:2 og 0:0. Þór vann samanlagt 5:2
2. flokkur: Þór—KA 0:1 og 0:1. KA vann samanlagt 2:0
3. fiokkur: Þór—KA 4:0 og 5:0. Þór vann samanlagt 9:0
4. flokkur: A —lið. Þór—KA 2:0 og 1:0. Þór vann samanlagt 3:0
4. flokkur: B—lið. Þór—KA 4:0 og 2:0. Þór vann samanlagt 6:0
5. flokkur: A—lið. Þór—KA 2:1 og 4:0. Þór vann samanlagt 6:1
5. flokkur: B —lið. Þór—KA 3:0 og 2:1. Þór vann samanlagt 5:1
6. flokkur: A—lið. Þór —KA 1:2 og 2:1. Aukaleikur 2:0. Þór vann.
6. flokkur: B —lið. Þór—KA 1:1 og 1:1. Aukaleikur 1:3. KA vann.
6. flokkur: C—lið. Þór—KA 6:0 og 0:3. Aukaleikur 1:1. Annar
aukaleikur 4:0. Þór vann.
Pejic til Aston Villa
ASTON Villa, sem gengur hrika-
lega illa i ensku deildarkeppn-
inni, fékk til liðs við sig Mick
Pejic, fyrrum bakvörð Stoke og
Everton, i gær. Fengu íorráða-
menn Everton 250.000 sterlings-
pund i budduna fyrir vikið. Pejic
er hörkuhakvörður og lék lands-
leiki fyrir England eigi alls fyrir
löngu.
• Ahyggjur og erfiðleikar á varamannabekk Vals. Nemes þjálfari reynir að finna skýringar á óförunum,
en Halldór Einarsson liðsstjóri nagar þumalfingur vinstri handar.
Valsmenn áttu sigur
fyllilega skilið
KA- i.i
Valur !■ I
ÞEGAR flautað var til leiks KA
og Vals á sunnudaginn voru
veðurguðirnir ekki beint hliðholl-
ir, þvi norðangola var og rigning
og völlurinn glerháll. Það var
þegar ljóst að Val nægði ekkert
nema sigur til að eiga möguleika
á íslandsmeistaratitlinum. Vals-
menn léku undir mikilli pressu
en KA menn voru þegar fallnir í
2. deild og skipti leikurinn því
engu máli fyrir þá. Þegar á
heildina er litið var leikurinn
ekki sérstaklcga vel leikinn, en
þó hefðu Valsarar átt sigur fylli-
lega skilið.
Liðin voru áþekk framan af og
skiptust á að sækja. Ekki var þó
mikið um færi. Á 28. mín. var
gefinn stungubolti inn fyrir vörn
Vals og virtist ekki mikil hætta á
ferðum, því að Dýri Guðmundsson
hafði gott forskot' á Gunnar Blön-
dal. Dýri hugðist senda knöttinn á
Sigurð í markinu en sending hans
var allt of laus og komst Gunnar
inn í sendinguna. Hann náði að
skjóta í Sigurð og af honum hrökk
knötturinn í markið. Eftir markið
tóku Valsarar leikinn smátt og
smátt í sínar hendur. Á 40. mín.
var dæmd aukaspyrna á KA rétt
fyrir utan vítateig. Ólafur Dani-
valsson tók spyrnuna og vippaði
yfir varnarvegginn á Guðmund
Þorbjörnsson sem var í ágætu
færi en KA menn björguðu. Teið í
hálfleik virtist hafa góð áhrif á
Valsara því að þeir sóttu stíft
allan seinni hálfleikinn og komust
KA menn vart fram fyrir miðju. Á
10. mín. hálfleiksins náði Ingi
Björn boltanum rétt á undan
Aðalsteini markverði sem kom
hlaupandi út úr teignum, lék
framhjá honum og skaut síðan
rétt fram hjá stönginni. Áfram
hélt pressa Valsara og markið lá
allan tímann í loftinu. Það kom
svo loksins á 22. mín. hálfleiksins
og var Dýri Guðmundsson þar að
verki. Hann skallaði laglega í
markið eftir hornspyrnu Harðar
Hilmarssonar. Á 30. mín. fékk
Atli Eðvaldsson gott færi. Hann
fékk boltann frá Magnúsi Bergs
aðeins einn metra frá marklín-
unni en vippaði bæði yfir Aðal-
stein og þverslána. Á 37. mín.
skaut Magnús Bergs þrumuskoti
af 25m færi sem stefndi efst í
markhornið en Aðalsteinn gerði
sér lítið fyrir og varði meistara-
lega. Það sem eftir lifði leiksins
fór mest allt fram í vítateig KA. Á
45. mín. fékk Ingi Björn sannkall-
að dauðafæri. Hann fékk boltann
á markteig en skaut beint í mark-
manninn, þarna virtist auðveldara
að skora. Á 50. mín. (nokkrar tafir
urðu í leiknum) átti sér stað mjög
umdeilt atvik. Þá skoraði Ingi
Björn með skalla eftir auka-
spyrnu. En ágætur dómari leiks-
ins Óli Ólsen dæmdi markið af.
Hann sagði eftir leikinn að Ingi
hefði greinilega ýtt á bak eins
varnarmanns KA áður en hann
fékk knöttinn. Valsarar mótmæltu
þessum dómi ákaft en það þýðir
ekkert að deila við dómarann.
Eftir gangi leiksins hefði Valssig-
ur verið sanngjarn en heilladísirn-
ar voru ekki á bandi Valsmanna
að þessu sinni. Liðið spilaði ágæt-
lega á köflum og var Dýri bestur
þeirra þrátt fyrir herfileg mistök
er kostuðu mark. Hjá KA var
Einar Þórhallsson bestur. Mjög
yfirvegaður og rólegur leikmaður.
Góður sigur Feyenoord
Pétur skoraði að venju
PÉTUR Pétursson skoraði átt-
unda mark sitt á keppnistímabil-
inu, er hann skoraði eitt af þrem
mörkum Feyenoord í sigurleik
gegn nágrannaliðinu Spörtu frá
Rotterdam. Pétur er nú lang-
markhæstur i hollensku deild-
inni, hefur gert 8 mörk í 6
leikjum, sem er frábær árangur
og segir alla söguna um framfar-
ir stráks.
Fréttaskeyti greina frá því, að
Pétur hafi átt enn einn stórleikinn
og verið allt í öllu hjá Feyenoord,
skorað eitt mark og átt þátt í
tveim öðrum, sem þeir Van Dein-
sen og Jan Peters hafi skorað.
Feyenoord er í 2—3 sæti með 9
stig eftir 6 leiki, en Ajax hefur
forystu í deildinni með einu stigi
betur.
Minnkandi þátt-
taka í HM1982
ÞRÁTT fyrir að liðum sem leika í
úrslitakeppni HM á Spáni 1982
hafi verið fjölgað úr 16 i 24,
munu færri þjóðir leika um sætin
en áður. Frestur til að skila
þátttökutilkynningum rann út
fyrir skömmu og kom þá í ljós að
þátttökuþjóðum hafi fækkað um
fimm frá siðustu HM-keppni.
Ajax háði mikla rimmu við
Alkmaar, eitt af betri liðum Hol-
lands og þótti leikurinn frábær.
Lex Schoenmaker, La Ling og
Ruud Krol skoruðu fyrir Ajax í
fyrri hálfleik en Alkmaar náði sér
á strik í síðari hálfleik og minnk-
aði muninn með mörkum Kist og
Schowvenaar.
Úrslit í hollensku deildinni urðu
þessi:
Alkmaar — Ajax 2—3
Feyenoord — Sparta 3—1
Tvente — Maastricht 3—1
Pec Zvolle — PSV Eindhoven 1—2
Vitesse Arnhem — Deventer 3—5
Haarlem — Nac Breda 1—0
Utrecht — Excelsior 3—0
Roda JC — Den Haag 5—1
Willem Tilburg — Nec
Nijmegan 3—2
Jan Poortvliet og Ben Hendriks
skorðuðu mörk Phillips Sportver-
ein Eindhoven gegn Pec, en PSV
er í 2—3 sæti ásamt Feyenoord.