Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
Hann blótaði aldrei veðri og bjó
þó alla ævi á Suðurlandi, var sagt
um Þorlák helga. Með þessi
spaugsyrði á vörum tók dr. Ar-
mann Snævarr, forseti Hæsta-
réttar á móti fréttamanni Mbl.,
sem skauzt í óveðrinu á
laugardagsmorgun inn úr dyrun-
um á heimili hans og konu hans
Valborgar Sigurðardóttur, í þeim
tilgangi að festa á blað viðtal við
hann á sextugs afmæli hans, sem
er í dag. Áður en við snerum
okkur að erindinu, hafði hann
bætt við sögunni um karlinn á
Austfjörðum, sem alltaf lék á alls
oddi í hrakviðrum, og svaraði, er
hann var spurður um þetta
óvenjulega háttalag: „Ég hlakka
svo til góða veðursins sem í
vændum er.“ En þegar góða
veðrið kom, hafði hann allt á
hornum sér og sagði: „Sannið þið
til, þetta á eftir að hefna sín. Það
kemur vont veður á eftir þessu.“
Það leyndi sér ekki að hér var að
hefjast viðtal við bjartsýnan
mann og óvílsaman. Hvernig hefði
Ármann raunar annars getað ráð-
ist í, leyst af hendi og lokið jafn
miklu verki á ekki lengra ævi-
skeiði? — Mér er nautn að því að
vinna, sagði Ármann síðar í sam-
talinu. Að fá tækifæri til að vinna
að því, sem veitir manni lífsnautn,
er mikið lán. Lífsfylling mín er
fólgin í vinnu að verkefnum, sem
eru heillandi og ögrandi.
Þegar litið er yfir lífsstarf
Ármanns Snævarrs, sést að stór
hluti þess er á sviði lögfræði sem
mörgum kann að virðast þurr og
allt annað en aðlaðandi til
lífsnautnar. Því liggur beint við að
spyrja, hvort lögfræðin hafi frá
upphafi haft aðdráttarafl fyrir
hann, og hann ætlað að helga
henni krafta sína.
— Öðru nær, svarar Ármann að
bragði. Þegar ég kom heim til
Norðfjarðar nýbakaður stúdent
frá Akureyri 1938 og foreldrar
mínir spurðu hvað ég hygðist nú
fyrir, þá sagði ég að bragði orð,
sem oft hafa verið hermd upp á
mig síðan. Ég kvaðst vera óráðinn.
„En eitt er víst, að ég les ekki
lögfræði." Ég hafði annars vegar
áhuga á félagsfræði, sem var þá
mjög í mótun, og hins vegar á
bókmenntum. Þegar ég fékk svo
ekki styrk, sem ég sótti um til
náms í ensku og. enskum bók-
menntum, þá var sýnilegt að
ekkert yrði úr námi erlendis. Hér
voru fjórar deildir í Háskóla
íslands, og ég datt víst um haustið
inn í lagadeildina en vann jafn-
framt fyrir mér með kennslu.
—Mig hefur aldrei iðrað þess að
hafa lesið lögfræði, bætir Ármann
við með áherslu. Ég hef hitt
hundruð, ef ekki þúsund lögfræð-
inga, en varla nokkurn mann, sem
hefur iðrast þess að hafa lesið
lögfræði. Þeir eru yfirleitt ánægð-
ir með sitt pund. Raunar hef ég á
lífsleiðinni kynnst einstaka
manni, sem sífellt er að harma
liðna tíð, þ.á. m. ákvarðanir sínar
um lífsstarf og einstaka æviþætti.
Slíkt víl nagar lífsmeiðinn, menn
verða að standa og falla með
verkum sínum. Vitaskuld vildi
maður oft hafa breytt öðru vísi en
raun ber vitni — og sérstaklega
leitar það á mig, að í fræðiritgerð
eða kennslubók hefði betur farið á
að ég hefði gripið annan veg á
Elín
Pálma
dóttir
• • jftr
rœoir við
Ármann
Snœvarr
sextugan
viðfangsefni. Og þegar verst gegn-
ir, raula ég fyrir munni mér stefið,
sem hún móðursystir mín kenndi
mer: „Anda, vanda, gættu þinna
handa". Þau orð ætti að letra
gegnt skrifborði hvers fræði-
manns. Hið ritaða orð blívur og
það býður vissulega mikinn varn-
að. Hitt er það, að vísindin
breytast óðfluga, að vísu mishratt
eftir greinum. Sagt er, að Einstein
hafi eitt sinn ákveðið prófverkefni
fyrir stúdenta sína. Aðstoðarm-
enn hans bentu á, að verkefnið
væri hið sama og s.l. ár og væri
það naumast viðeigandi. Þá svar-
aði Einstein: „Spurningarnar eru
að vísu sömu og í fyrra, en svörin
nú eru önnur en þá.“ í okkar grein
gengur að vísu allt hægar, en
viðhorfin breytast.
— Já, þingmennirnir eru alltaf
að breyta lögunum?
— Vissulega og vel er það. Eitt
sinn var raunar sagt, að ný lög í
þjóðfélagi gætu gert heil lögfræði-
bókasöfn að kirkjugarði. Afnumin
lög lenda að vissu marki í lög-
fræðilegum kirkjugarði, þótt þau
verði þá verkefni réttarsögunnar
og fyrir lögskýrandann geta þau
raunar haft mikið gildi. í því
sambandi verður að hafa í huga,
að lögfræðin sem fræðigrein
stendur á gömlum merg og er
flestum vísindum eldri — list hins
sanngjarna og góða nefndu Róm-
verjar hana. Grundvallarreglurn-
ar eru býsna lífseigar, þótt einstök
lög breytist og verði að gera það í
þjóðfélagi, sem tekur örum og
gagngerum stakkaskiptum. Lög og
lögfræði eru andsvar við félags-
legum þörfum og viðhorfum al-
mennings í siðrænum efnum, og
að sínu leyti festa lögin þessi
viðhorf, en geta einnig verið boð-
beri nýrra viðhorfa.
— Könnun á þeim viðhorfum
hlýtur að vera mikill þáttur í
starfi hæstaréttardómara?
Hin mannlega og
félagslega kvika
— Já, þar kemur maður að
þessari mannlegu og félagslegu
kviku. Það er talsvert annað að
vera fræðimaður í lögfræði en
dómari. Dómur er úrlausn á
mannlegum samskiptum. Hann
byggist fyrst og fremst á skilningi
dómarans á réttarreglum. Og þar
skiptir máli að komast að niður-
stöðu, sem er raunhæf, réttlát og
sanngjörn, eftir því sem hægt er
að sameina þessi sjónarmið.
Strangfræðileg viðhorf verða
stundum að þoka.
— Nú er hætt við að viðkomandi
og hans nánustu hafi aðra skoðun
á því hvað er sanngjarnt. Hefur þú
orðið fyrir persónulegu aðkasti
vegna slíkra mála?
— Nei, en ógerningur er að gera
svo öllum líki. Mestu skiptir að
dómararnir leggi sig alla fram við
könnun sakarefnis og réttar-
reglna. Ef almenningur vissi, hve
mikla vinnu við leggjum í mörg
mál, þá mundi því vart trúað,
segir Ármann. Þetta er ofboðsleg
ábyrgð, sem á manni hvílir. I
Hæstarétti er um að ræða fullnað-
ardóm. Guð einn er yfir okkur. Og
sú hugsun hlýtur að gagntaka
hvern þann, sem situr í Hæsta-
rétti.
— Það er ærinn munur á því að
kenna lögfræði og dæma í Hæsta-
rétti. Fræðisetningin, sem mótuð
er, lýtur oft að almennum viðhorf-
um og felur í sér leiðarljós um
úrlausn viðfangsefnis. Dómstarfið
er hagnýt lögfræði, ef svo má að
orði komast, og varðar tiltekið
sakarefni, þar sem mestu skiptir
að komast að raunhæfri, réttlátri
og sanngjarnri niðurstöðu. En
þess verða menn að gæta, að lögin
binda oft hendur dómarans, hvort
sem honum líkar betur eða verr.
Þá verð ég hamingjusamastur í
mínu dómarastarfi, þegar mér
finnst ég hafa komist að niður-
3töðu, sem tengir saman í sem
ríkustum mæli réttarreglur og svo
sanngirni og réttlæti. I sambandi
við refsimál verð ég aldrei ánægð-
ari en þegar ég sé að réttarregl-
urnar, eins og ég skil þær, leiði til
sýknu eða tii þess að forsvaranlegt
sé að skilorðsbinda refsingu.
Ekkert svo rúmt
sem hafíð
I uppsláttarbókum má sjá að
Ármann Snævarr er fæddur 18.
september 1919 í Neskaupstað,
sonur Valdimars Snævarrs skóla-
stjóra þar og Stefaníu Erlends-
dóttur. Áður en lengra er haldið,
væri fróðlegt að fá að vita um
baksviðið, uppruna hans og upp-
vöxt.
— Já, æskuárin eru mér mjög
hugstæð, sagði Ármann. Ég átti
framúrskarandi falieg og ánægju-
leg bernskuár hjá ágætum for-
eldrum og systkinum. Ég get ekki
hugsað mér yndislegra byggðarlag
fyrir æskuár en Norðfjörð. Allt
snerist þar um sjóinn og sjómenn-
ina. Manstu eftir upphafinu að
Garman og Worse eftir Alexander
Kielland? Og Ármann nær í bók-
ina og les:
„Ekkert er svo rúmt sem hafið,
ekkert svo þolinmótt. Á breiðu
baki sínu ber það, eins og góðlynd-
ur fíll, dvergana smáu, sem byggja
jörðina. Og í hinu mikla svala
djúpi sínu á það rúm fyrir alla
hörmung veraldarinnar. Það er
ekki satt, að hafið sé svikult, því
það hefur aldrei lofað neinu; án
kröfu, án skuldbindingar, frjálst,
hreint og tállaust slær hið mikla
hjarta — síðasta heilbrigða hjart-
að í sjúkri veröld." Ég hefi alltaf
haft þessa kennd fyrir hafinu, og
ef ég hefi síðar búið fjarri, hafinu,
þá líður mér ekki vel.
— Á Norðfirði var stórkostlegt
fólk — ákaflega eljusamt, vinnu-
samt og gott fólk. Þótt alltaf sé
hætta við sjóinn, er fjaran auðugt
og lærdómsríkt umhverfi fyrir
leiki barna. Og við börnin, sem
ólumst þarna upp, urðum strax
hluttakendur í atvinnulífinu. Börn
fóru snemma að beita, stokka upp
línu og vinna að fiskverkun.
Merkilegt var hve margir menn
lögðu þar rækt við verkleiðbein-
ingu og sýndu börnunum hvernig
standa ætti að verki. Þeim var svo
sýnt um þetta og voru í reynd
góðir kennarar. Leikvangurinn og
þessi hlutdeild í mikilvægu at-
hafnalífi var ákaflega þroskandi
og hvetjandi fyrir ungan dreng.
Ég gekk því algerlega á hönd var 9
sumur við sama bátinn. Mér er
það lofsyrði enn minnisstætt, er
einn af eigendum þessa báts sagði:
„Mér segir svo hugur að hann
verði karskur við fleira en beitn-
ingar, hann Ármann!"
— Miklu máli skipti fyrir þetta
samfélag, segir Ármann ennfrem-
ur, hve framúrskarandi kennarar
völdust til barnaskólans. Faðir
minn var skólastjóri. Hann var
aldamótamaður með kristin við-
horf. Fyrir honum var skólastarf-
ið ekki bara kennsla í afmörkuð-
um kennslustundum, heldur sam-
fellt uppeldisstarf unnið af lífi og
sál. Hann var skólastjóri barna-
og unglingaskólans, starfaði síðan
í barnastúkunni, sem átti að
fullnægja félagslegum þörfum og
loks var kirkjan, sem hann vildi
laða börnin að. Við þetta naut
hann náins samstarfs Sigdórs
Brekkans. Ég tel að þeir tveir hafi
leyst af hendi feikilega merkilegt
uppeldisstarf. Mér er semsagt
ákaflega hlýtt til minnar heima-
byggðar. Þegar ég hitti Norðfirð-
inga, bið ég gjarnan, án þess að
hugsa um það, fyrir kveðjur heim.
Ýmislegur heiður hefur fallið mér
í skaut, en ég held að mér hafi þótt
einna vænst um það, þegar ég var
beðinn um að halda hátíðarræðu
heima á Norðfirði 17. júní 1969, á
25 ára afmæli lýðveldisins.
— Þetta segirðu þótt þú sért
heiðursdoktor frá tveimur háskól-
um, í Uppsölum og Bandaríkjun-
um, heiðursfélagi í Finnska lög-
fræðingafélaginu, í vísindaaka-
demíunni í því sama landi, eftir-
sóttur fyrirlesari við erlenda há-
skóla og þing og ég veit ekki hvað
fleira?
Þessu svarar Ármann litlu, en
við víkjum að menntaskólaárum
hans á Akureyri, þar sem hann
var í 5 vetur og lauk stúdentsprófi
1938. — Ég á fallegar minningar
frá menntaskólaárunum og er
hlýtt til gamla skólans. Sigurð
skólameistara Guðmundsson mat
ég ákaflega mikils sem skólamann
og manneskju. Hann hafði mikil
áhrif á okkur. Aðrir kennarar
voru einnig ágætismenn, þar á
meðal skólameistararnir, er síðar
urðu, Þórarinn Björnsson og
Steindór Steindórsson. Skólinn
var okkur einstakt athvarf, þar
sem traust vináttubönd knýttust.
— Nú eru þessi nánu vináttu-
tengsl bekkjarfélaga, eins og þau
voru, líklega að losna með upp-
leystum bekkjardeildum ...