Morgunblaðið - 09.10.1979, Side 27

Morgunblaðið - 09.10.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBKR 1979 35 Sólveig Jóhanmdótt- ir—Minningarorð „Hve undurgott er þreyttu höfði að halla að hjarta því, er slær af kærleik alltaf fyrir alla. Hvert angurský, það svífur burt og svipur liðins tíma ei særir neitt. Því lífiö flettir blaði í bókum sinum á blaðsíðu eitt.“ Hugrún. Hún Veiga á Leifsgötunni fletti síðasta blaðinu í lífsbók sinni hér á jörð 28. september s.l. — Hið nýja líf, sem hún trúði að biði hennar á hærra sviði byrjar nú á blaðsíðu eitt. Veiga á Leifsgötunni — þessi setning hafði sérstakan hljómblæ í munni þeirra sem kynntust henni og áttu með henni lengri eða skemmri samleið. í barmi hannar sló hjarta, sem var ríkt af kærleika og á andliti hennar ljómaði bros, sem yljaði hverjum þeim sem baðaði sig í geislum þess. Líklega er það þetta heillandi Sólveigarbros, sem er mér minnis- stæðast frá því að ég kom fyrst á heimili hennar. Eg veit að nú eru daprir dagar hjá vini mínum Páli Hallbjarnar- syni, sem aldinn að árum er einhentur orðinn — en hann verður þó aldrei einn, minning Sólveigar, og faðmur fjðlskyld- unnar fylgir honum að sólarfalli, þangað sem hún samkvæmt trú þeirra beggja bíður hans í ljóma upprisunnar. Sólveig Jóhannsdóttir fæddist á Borðeyri í Strandasýslu 17. maí 1898. Foreldrar hennar voru Jó- hann Hallgrímsson frá Laxárdal í Hrútafirði og Guðríður Guð- mundsdóttir frá Ljárskógum í Dölum vestra. Á Borðeyri stund- aði Hallgrímur verslunarstörf. Sólveig fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur og voru þau búsett þar nokkur ár. Þann tíma má segja að hún hafi átt annað heimili hjá frændfólkinu í Ljár- skógum, enda ættartengslin náin. Því húsbóndinn þar, Jón Guð- mundsson var móðurbróðir henn- ar og húsfreyjan, Anna Hall- grímsdóttir föðursystir. í Ljár- skógum voru mörg systkini á sama reki og Sólveig. Þar átti hún ánægjulega samleið með æsku- glöðum frænda- og vinahóp. Þau vináttubönd héldust meðan lífsþræðir lágu saman. Árið 1915 fluttust þau Gruðríð- ur og Jóhann til Súgandafjarðar, þar sem hann var starfsmaður við verslun Jóns Grímssonar kaup- manns á Súgandafirði. Þarna beið Sólveigar nýtt umhverfi og ný viðfangsefni. Byggðin, sem nú var orðin hennar heima lá utan alfaraleiðar og erfitt um öll samskipti við næstu granna. Þröngur fjörður krýndur háreistum fjallahring. Þar varð að horfa hátt til himin- blámans, og leita lífsbjargar út i víðáttu vesturhafsins. Ef til vill er þessi náttúrumynd þess valdandi bæði fyrr og nú, að samhugur og samstarf hefur verið blessun Súg- firskrar byggðar, fjöllin verið fólkinu skjól en aldrei þrengt þess hugarheim. Á veturna var Sólveig á heimili hjá Jóni Grímssyni kaupmanni og konu hans, en á sumrin hélt hún náður uppteknum hætti og dvald- ist hjá vinum og frændsystkinum í Ljárskógum. Árið 1922, þann 22. júlí giftist hún Páli Hallbjarnarsyni, sem þá var ungur og ötull sjómaður á Suðureyri, og hafa þau síðan átt samleið í 57 ár. Þau eignuðust átta börn, fjögur þeirra fæddust þar vestra en fjögur í Reykjavík, en þagnað fluttust þau hjón árið 1930. Eitt barna sinna misstu þau — 12 ára telpu. Það var mikil sorg en ekki ógæfa, sorgartárin þorna — en ógæfusporin mást aldrei út. Hér í Reykjavík hafa þau hjón átt heimili í 49 ár, lengst af á Leifsgötu 32 eða 44 ár. Eftir að þau Sólveig og Páll gengu í hjónaband, var hennar starfsvettvangur eingöngu innan veggja heimilisins. Að gera það hlýtt og laðandi fyrir makann og börnin var hennar æðsta markmið í lífinu, enda hefur fjölskyldan átt þar athvarf jafnt í blíðu og stríðu. Um langt skeið var Páll Hall- bjarnarson umsvifamikill kaup- sýslumaður, sem þurfti mörgu að sinna út á við. Gerð heimilisins hvíldi því að stærri hlut á hús- móðurinni. Það er því nær hálfur fimmti áratugur síðan ég fyrst kynntist heimili þeirra Sólveigar og Páls og á tímabili ævinnar eftir að ég tengdist Ljárskógarfólkinu, var ég þar tíður gestur, því eftir að Sólveig var orðin húsfreyja, þá var heimili hennar athvarf Ljárskóga- systkinanna, hvenær sem þau þurftu þess með. Þá var lífið leikur og gleði á Leifsgötu 32. Þeim lífsleik er nú lokið en ljúfar minningar og hlýr andi húsbændanna þar, Sólveigar og Páls Hallbjarnarsonar vermir þennan stað um ókomin ár, jafn- vel eftir að þær uppistöður, sem mölur og ryð fá grandað hafa fyrnst og fallið. — Gengin spor þeirra sem vel og lengi hafa lifað mást ekki, jafnvel þótt öldur tímans falli yfir sandinn. Mér varð það fljótlega ljóst, hve mikinn andlegan styrk Páll sótti til broshlýju kærleiksríku kon- unnar sinnar. Það er sjálfsagt erfitt að full- yrða neitt um einkalíf fólks fyrir þá sem eru aðeins áhorfendur, en mér sýnist allt benda til þess að samfylgd þessara hjóna gegnum lífið hafi verið hnökralítil óslitin ástarsaga — ástarsaga, sem gott er að hafa lifað og gert hefur skuggafallið sem oftast hendir léttbærara. Hlýhugurinn sem streymndi frá Sólveigu og heimili hennar náði lengra en til þeirra sem næstir stóðu. Þau ár sem við hjónin bjuggum í Reykjavík gekk fjöl- skylda okkar þar um garða eins og heimafólk. Drengirnir okkar — bræðurnir þrír, hafa frá bernsku til fullorðinsára mætt þar ástúð og vináttu. Þá vináttu þakka þeir nú við leiðarlok. Hönd Sólveigar sem strauk mjúklega um vanga og vermdi kaldar hendur er horfin — en hönd Páls er ennþá hlý. — Lítill drengur, fjórði ættliður frá föðursystur og móðurbróður Sól- veigar Jóhannsdóttur, er einn þeirra, sem ungur rataði leiðiná heim á Leifsgötu 32 til Palla og Veigu frænku. í helgri bók — trúarbók á heimili Sólvegiar og Páls segir svo: „Sá sem tekur á móti litlu barni í mínu nafni, hann tekur á móti mér.“ Þannig tók hún Veiga á Leifs- götunni á móti hverju barni sem til hennar leitaði. Við feðgarnir getum ekki í fáum fátæklegum orðum tjáð þá þökk sem við eigum að gjalda hinni látnu heiðurskonu — en sé eilífðin „náttlaus veraldar veröld," þá skynjar andi hennar hug okkar þar — sem svífur yfir sigurhæðum sólhlýr himinblær. Þorst. Matthíasson. Það snertir ávallt í hjartastað þegar fregnast að einhver kær- kominn sé dáinn. — Nú er Sólveig dáin. — Frá því ég var barn þekkti ég Sólu, eins og við kölluðum hana. Við Eddi sonur hennar erum jafnaldra og ég var heimagangur á Leifsgötu 32 frá því ég man eftir mér og fram undir tvítugt. Var hún mér sem önnur mamma þessi ár og taldi ekki eftir sér að annast mig sem sitt barn. Ég man þær stundir, þegar við Eddi vorum inni að leika okkur með fyrirgangi og ærslalátum eins og strákum er títt — eða komum utan frá götunni, óðum inn glorsoltnir og vildum fá í svanginn. Öllu tók Sóla með rósemi, brosti, klappaði okkur á vangann og sagði: „Allt í lagi, strákar mínir“ og ekki man ég til þess að hún hafi nokkurn tíma skammað okkur. Nú þegar hugurinn leitar í minningasjóðinn, man ég framar öllu hve Sóla var glæsileg kona, með mikið fallegt hár. En mest var þó hennar innri fegurð, mildi og hlýleiki, sem geislaði frá henni hvar sem hún var. Hún gaf öllum gleði með brosinu sínu. Nú brosir hún hinum megin, hjá þeim, sem jörðina skóp, og bíður þar eftir okkur hinum, sem enn höfum hér jarðvist. Palla föðurbróður mínum, frændum og frænkum, sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Það sannast sem fyrr, að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Sigurður Mar. Elliot Gould í aðal- hlutverki í Nýja bíói Nýja bíó hefur hafið sýningar á bandarisku gamanmyndinni C.A.S.H. Framleiðandi er George Barrie en leiksljóri er Ted Post. Með aðalhlutverkin fara Elliot Gould, Eddie Albert, Harry Guar- dino, Godfrey Cambridge og Jenni- fer O’Neill. Efnisþráður C.A.S.H. er í stuttu máli sá, að herinn í Utah er með heilmiklar tilraunir með efnafræði- leg vopn og er Dudley Frapper (Elliot Gould) aðaltilraunadýr hjá þeim. í gegnum árin hafa verið gerðar á honum ólíklegustu tilraun- ir og hafa þær ekki allar verið þægilegar og er Dudley nú farinn að missa hárið, heilsuna, næstum því orðinn vitstola og alveg orðinn getulaus. Dudley og konan, sem hann elskar, Scottie, reyna allt sem þeim dettur í hug til að Dudley læknist af þessu getuleysi sínu, en allt kemur fyrir ekki. Kvöld eitt er Dudley er orðinn vonlaus um bata hittir hann starfs- bróður sinn og hafa rannsóknirnar farið eins illa með hann og Dudley. Þetta kvöld fremja þeir sitt fyrsta rán af mörgum ótrúlegum og hnittnum. Elliot Gould leikur aðal- hlutverkið í C.A.S.H. Hér er hann ásamt Telly Savalas (Kojak) í kvikmyndinni Capricorn One. Látiö oKkill' veria vaðninn Ry óva r na r ská 1 i n n Sigtum5 — Simi 19400 ''m y U'/A 7 ">A vetrar-'M skoðun y CHRYSLER DODGE PLYMOUTH SIMCA HORIZON Nú er nauðsynlegt að láta yfirfara bílinn fyrir veturinn, bæði til að tryggja notagildi hans í öllum veðrum og koma í veg fyrir óþarfa eldsneytisnotkun. Við bjóðum upp á fyrirbyggjandi vetrarskoðun fyrir fast verð. Við framkvæmum eftirtalin atriði: 3. 4. 1. vélarþvottur 2. rafgeymasambönd athuguð viftureim athuguð rafgeymir og hleðsla mæld vél þjöppumæld skipt um platínur skipt um kerti skipt um loftsíu skipt um bensínsíu 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. vél stillt kælikerfi þrýstiprófað frostþol mælt kupling yfirfarin öll Ijós yfirfarin aðalijós stillt undirvagn athugaður vökvi á höfuðdælu ath. hemlar reyndir rúöuþurrkur ath. frostvari settur á rúðsprautur Innifalið efni: kerti, platínur, bensínsía, loftsía og frostvari á rúðusprautu. pr. 4 cyl. vél kr. 29.845 pr. 6cyl. vél kr. 36.912 pr. 8 cyl. vel kr. 42.968

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.