Morgunblaðið - 21.10.1979, Side 25

Morgunblaðið - 21.10.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 25 Rafn Hafnfjörð viö eina af myndum sínum. Öllum þeim sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 16. þ.m. meö heimsóknum, gjöfum, blómum og kveöjum sendi eg mínar bestu kveðjur meö þakklæti og árnaöaróskum. Dýrleif Ólafsdóttir, Fjólugötu 18, Akureyri. geta einnig verið yfirlýstar og flatar, sagt litla sögu og fá- tæka. Hjá Rafni Hafnfjörð er hins vegar um úrvalsvinnu- brögð að ræða, svo að betur verður varla gert, allt frá því að myndin er tekin og þar til hún er fullbúin. Ljósmyndin er skyld mynd- listinni og flestir brautryðj- endur tækninnar voru lista- menn út í fingurgóma. Mynd- listarmenn hafa frá upphafi meira og minna hagnýtt sér þennan tjámiðil, William Turner sagðist vera feginn því að sinn tími væri úti er hann kynntist tækninni. Delacroix sagðist hins vegar sjá eftir öllum þeim tíma, sem hefði farið í teikninguna og hann harmaði að hafa ekki uppgötv- að ljósmyndatæknina fyrr. Edvard Munch tók stundum myndir af fyrirsætum sínum og málaði eftir þeim, en gerði það mjög frjálslega. Edgar Degs málaði eina af sínum fegurstu „portrett“-myndum eftir ljósmynd á svokölluðum „carte-de-visite“, var hér um að ræða prinsessu Metternich. Ljósmyndin verður myndlist- armanninum þannig iðulega uppspretta frjórra hugmynda en það er einnig hægt að ofnota ljósmyndina og er t.d. mikið gert í myndlistarskólum og er þá oft um flótta að ræða, — hreina uppgjöf. Þótt hið optíska gler hafi iíeinhverri mynd þjónað myndlistar- mönnum frá dögum Leonardo da Vinci getur notkun þess farið út í öfgar eins og annað þannig að ljósmyndin taki ráðin af listamanninum. Það væri hægt að skrifa langt mál um myndirnar á sýningu Rafns Hafnfjörðs, vísa á einstaka myndir, en það væri of langt mál að fara út í það hér, ég krossaði t.d. við einar 20 myndir, sem mér hefði þótt rétt að vekja athygli á! En þó má slá því föstu, að myndirnar frá vinnustofu Kjarvals eru hápunktur sýn- ingarinnar, a.m.k. fyrir mig sem myndlistarmann. Með- ferðin á því er tengist minn- ingunni um þennan listamann er enn ein klessa í skartklæði ráðamanna þjóðarinnar og eru þær þó svo margar fyrir að varla sést í fötin. Hér hefur Rafn Hafnfjörð bætt úr nokkru og á hann stóra þökk fyrir. Þá ber að þakka fram- takið og þar sem í Rafni býr sterk skáldleg æð líkt og nöfn myndanna bera með sér þykir mér rétt að enda þetta skrif mitt með litlu kvæði er kom upp í huga minn er ég skoðaði sýninguna fyrst. Um ást þína orö haföu fá, aldrei þau fáu lát hre«Öast rýkur minnst bál, sem er bjart, blaörar minnst ást. sem er heit. Bragi Ásgeirsson. Margt, sem á þátt í aö draga úr bensíneyðslu, geta menn gert sjálfir: Skipt um kerti áöur en þau eru orðin slitin, hreinsað loftsíuna og athugað ástand kveikju og kveikjuþráða o. fl. Hafir þú ekki gert þetta er ráð að fletta upp í handbókinni sem fylgir bílnum. Fylgstu með bensíneyðslunni. Skráðu alltaf hjá þér þegar þú setur bensín á bílinn. Leitaðu reglulega til verkstæðis. Láttu stilla þar blöndung, kveikju, ventla og yfirfara bremsur. UMHYGGJA DREGUR ÚR EYÐSLU. ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR ÞJÓÐARHAGUR Starfshópur um eldsneytisspamað í bílum: Orkuspamaðamefnd iðnaðarráðuneytisins Bílgreinasambandið Félag íslenskra bifreiðaeigenda Olíufélögin Strætisvagnar Reykjavíkur Umferðarráð Myndin var tekin þegar Sögufélagið tók formlega við umboði Fræðafélags. Sitjandi Einar Laxness og Jón Helgason. Standandi f.v. Heimir ÞotJeifsson, SiMar Sigmundsson og Helgi Þorláksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.