Morgunblaðið - 06.11.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
3
Kjartan Jóhannsson viðskiptaráðherra:
Eldd hægt að aftur-
kalla Barðamálið
„ÞETTA Barðamál er komið svo langt, að því verður ekki aftur snúið“, sagði Kjartan Jóhannsson viðskiptaráðherra,
er Mbl. spurði hann um málið í gær. „Fyrrverandi viðskiptaráðherra gaf út tilskyldar heimildir, enda þótt
ríkisstjórnarheimild lægi ekki fyrir, eins og tilskilið er í lögum. En það er ekki nóg, að fyrrverandi viðskiptaráðherra
hafi ekki farið að lögum í þessu tilviki. heldur gekk hann líka gegn þeirri stefnumótun að byggja upp innlendan
skipasmíðaiðnað. En niðurstöður rannsóknar minnar á málinu eru þær, að ekki sé grundvöllur fyrir mig til að
afturkalla heimildir af þessu tagi, þrátt fyrir aðdraganda málsins. Hins vegar verð ég að segja það, að í huga minum
met ég það við þá Norðfirðinga, að þeir virðast hafa gengið tryggilega frá þvi, að gamli Barðinn fari úr landi. en á
slíku virðist hafa verið misbrestur“.
RJÚPAN KEMUR VÍÐA VIÐ — Þessa skemmtilcgu mynd tók
fréttaritari Morgunblaftsins á Keflavikurflugvclli, Guðjón Sigurðs-
son, fyrir utan flugstóðvarbygginguna fyrir skömmu.
Þokkaleg r júpnaveiði
frá upphafi veiðitíma
„ÞÆR skýrslur sem við tókum af
átta rjúpnaskyttum í upphafi
rjúpnaveiðitimans verða innan
skamms sendar saksóknara ríkis-
ins tii frekari umfjöllunar,“
sagði Ásgeir Magnússon, fulltrúi
sýslumanns í Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu, í samtali við Mbl. í
gær.
„Málið tafðist nokkuð í meðför-
um hér vegna þess að mikilla
gagna þurfti að afla frá ýmsum
aðilum," sagði Ásgeir ennfremur.
Hann sagði, að ekki hefði komið
til frekari skýrslutöku af veiði-
mönnum enda hefðu bændur ekk-
ert kvartað yfir rjúpnaveiði-
mönnum að meintum ólöglegum
veiðum.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Morgunblaðið aflaði sér í
öðrum landshlutum mun rjúpna-
Reknetaver-
tíðinni lýkur
á fímmtudag
REKNETAVEIÐAR hafa verið
bannaðar frá og með hádegi næst-
komandi fimmtudag.
I fréttatilkynningtr frá sjávarút-
vegsráðuneytinu frá í gær segir, að
þar sem afli reknetabáta nemi nú
um 14.500 lestum afturkalli ráðu-
neytið öll leyfi til reknetaveiða frá
12 á hádegi fimmtudaginn 8. nóv- -
ember. Kvóti sá, sem ákveðinn var
fyrir síldveiðar í reknet, var 15
þúsund lestir, en 20 þúsund lestir í
hringnót.
veiðin hafa gengið þokkalega það
sem af er á flestum stöðum. Þó
telja menn að heldur minna hafi
veiðst en í meðal ári. Þá má geta
þess að rjúpan er enn ekki komin í
verzlanir í Reykjavík.
Mbl. spurði viðskiptaráðherra,
hvers vegna hann teldi sig ekki geta
afturkallað heimildir forvera síns í
embætti likt og Bragi Sigurjónsson
iðnaðarráðherra hefði gert með leyfi
Hjörleifs Guttormssonar fyrir Bessa-
staðaárvirkjun. „ Á þessum málum er
sá meginmunur, að Bessastaðaár-
virkjun var mál innan ríkisgeirans og
var auk þess ekki komið neitt áleiðis,
þegar Bragi afturkallaði það, en
Barðamálið snertir einstakling, eða
fyrirtæki utan ríkisgeirans og er að
heita frágengið, þegar ég loksins sem
viðskiptaráðherra fæ fest hendur á
því“.
— Gaztu ekki fest hendur á því sem
sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkis-
stjórn?
„Ég leitaði eftir upplýsingum um
máiið hjá þeim aðilum, sem málið
hefði átt að fara um, en fékk hvergi
neina staðfestingu á því, að málið
væri komið til meðferðar eða af-
greiðslu".
— Hvað með fyrrverandi viðskipta-
ráðherra?
„Ég spurði hann aldrei persónulega
um málið".
— Hvers vegna?
„Ég kunni hreinlega ekki við það,
eins og málum var háttað".
— En nú var gefin skrifleg heimild til
skipakaupanna?
„Það er rétt. Mér tókst hins vegar
ekki að hafa upp á því bréfi fyrr en
Svavar Gestsson var hættur sem
viðskiptaráðherra.
— En hvað með önnur skipakaup?
„Ég komst að því að Svavar Gests-
son hafði á elleftu stundu sem
viðskiptaráðherra veitt útflutnings-
leyfi fyrir þremur skipum, Gunnari
og Snæfugl frá Reyðarfirði og Blika
frá Húsavík.
Nú er það svo, að innflutningur á
skipum er frjáls, þannig að aðhaldi
verður ekki beitt nema í gegn um
lánastofnanir, eins og ég gerði í fyrri
umferð Barðamálsins. Hins vegar hef
ég séð ástæðu til þess nú að skrifa
gjaldeyrisdeildinni og siglingamála-
stjóra til að vekja athygli á þeim
reglum, sem í gildi eru varðandi
innflutning á skipum".
— Sem eru?
„Siglingamálastjóri verður að
mæla með skipakaupunum og sam-
kvæmt reglunum má hann ekki mæla
með kaupum á skipum, sem eru eldri
en tólf ára. Ég tel eðlilegt að
gjaldeyrisdeildin gangi úr skugga um
að tilskilin meðmæli liggi fyrir, ef til
hennar er leitað varðandi gjaldeyris-
yfirfærslu vegna skipakaupa".
Hraktist um Mývatn í nærri tvo tíma:
, ,Hékk á bor ðstokknum
og stefndi út á vatnið”
TUTTUGU og sjö ára starfsmaður Kisiliðjunnar við Mývatn varð fyrir þeirri óskemmtilegu lifsreynslu
aðfararnótt mánudags að detta í Mývatn og dragast með báti sinum um vatnið í hátt á annan tima. Var hann
kominn út að dælupramma til að ieysa starfsfélaga sinn af. Skrikaði honum fótur þegar hann steig uppúr
bátnum og féll i vatnið, en stormurinn greip bátinn þegar hann hugðist vega sig upp i hann og hrakti frá
prammanum.
Ég er allur lurkum laminn,
bólginn og marinn, en ekki hefur
þó komið neitt alvarlegt fram,
sagði Finnur Baldursson er Mbl.
ræddi við hann í gær og virtist
hinn hressasti. -Ég flaug þarna útí
vatnið þegar ég var að binda
bátinn, en náði strax taki á
borðstokknum og tókst að halda
mér þar þegar vindurinn hrakti
bátinn frá prammanum, sagði
Finnur, en félagi hans sem var þá
enn við dælingu hafði ekki orðið
var við að hann féll í vatnið.
Ég náði þó ekki að vega mig upp
í bátinn þar sem klaki var á
borðstokknum og ég þungur af
vatninu og stefndi ég nú út á vatn.
Skömmu síðar rakst báturinn þó á
leiðslu frá dæluprammanum og
breytti hann um stefnu. Hefur það
áreiðanlega bjargað mér því nú
stefndi ég í átt að sérstökum
millipramma sem var þarna ekki
mjög langt frá. Prammann hafði
rekið þangað kvöldið áður og veit
ég heldur ekki hvernig hefði farið
ef hann hefði ekki verið á þessum
stað.
Finnur sagði að rok hefði verið
nokkuð og stöðugt gefið yfir hann
og hann því fljótt orðið ískaldur og
misst tilfinningu í fótum. Var
hann klæddur samfestingi, en
sagðist hafa getað sparkað af sér
skónum. Vatnið er talið hafa verið
kringum 0 gráðu heitt, enda sums
staðar íshröngl.
-Þegar ég var kominn nálægt
milliprammanum sleppti ég bátn-
um og hélt mig á leiðslunni að
prammanum nokkra stund enda
var ég þá slituppgefinn og leið
sjálfsagt hálftími þar til ég lagði í
að fleyta mér að prammanum og
vega mig upp og komst ég þar í
hita frá vélinni og gat lokað að
mér. Um stund var ég að hugsa um
að fara lengra með bátnum, sem
nú stefndi í átt til lands, en það var
eins gott ég gerði það ekki því
hann festist í íshröngli spölkorn
frá landi.
Starfsfélagi Finns í dælu-
prammanum varð fljótt var að
Finnur skilaði sér ekki og reyndi
að ná talstöðvarsambandi við
verksmiðjuna er hann sá hvað
gerst hafði, en þá var hún biluð.
Brá hann því á það ráð að blása
upp gúmbát, lét reka í land og
hringdi í Bóas Gunnarsson verk-
stjóra við dælinguna, en hann er
einnig félagi í björgunarsveitinni
sem kölluð var strax út. Hélt Bóas
þegar á báti út á vatnið og sá strax
bát Finns. Kvaðst hann hafa ætlað
að halda að honum þegar hann sá
hvar búið var að ioka hurðum milli
prammans og datt þá í hug að
Finnur hefði komist þangað. Var
hann þegar fluttur í hús og eftir
læknisskoðun kom í ljós að hann
var þrekaður mjög, en ekki í
alvarlegri hættu. Ljóst er þó að
ekki hefur mátt muna miklu eftir
nær tveggja tíma volk í ísköldu
Mývatni.
/f
London
næsta brottför
24. nóv.
Florida
3ja vikna
ferðir
Kanarí
eyjar
í allan vetur
Seljum farseöla um allan heim á hagkvæmasta veröi.
|| Ferðamiðstöðin hf.
AÐALSTRÆTI 9 — símar 28133, 11255