Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 19

Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 19 Eyjólfur Konráð Jónsson: Látum hendur standa f ram úr ermum - Svar til Jakobs V. Hafstein MEÐ LÍNUM þessum langar mig að þakka Jakobi V. Hafstein grein hans í Mbl. sl. laugardag og svara honum örfáum orðum þótt ég sé sammála flestu sem í grein hans stendur. Enginn vafi leikur t.d. á því í mínum huga, að allt það sé rétt, sem hann segir um framtíð fiskiræktar, ef rétt og djarfmannlega er staðið að framkvæmdum. Einmitt þess vegna hefur Tungulax h.f. gert samstarfssamning við Mowi í Noregi til að reyna að koma hið bráðasta á fót einni sjóeldisstöð, þar sem hagnýtt væri sú þekk- ing, sem fyrirtækin ráða yfir, bæði við uppbyggingu og starf- rækslu. Islendingar yrðu meirihluta- eigendur þessa fyrirtækis og það lyti að sjálfsögðu í einu og öllu íslenzkum lögum. I kjölfarið mundu svo efalaust fylgja mörg alíslenzk fyrirtæki, smá og stór, þegar fleiri en sá fámenni hópur, sem við Jakob H. Hafstein fyll- um, sjá og skilja að þetta er framtíðin. En sannast sagna er ég að verða jafn þreyttur og hann á sinnuleysinu og ætla helzt ekki að horfa upp á einn áratug enn af því taginu. Jakob V. Hafstein spyr hvort ég vilji beita mér fyrir því á næsta Alþingi, að þingsályktun- artillaga um að Fiskiræktarsjóð- ur fái 900 millj. kr., sem flutt hafi verið á síðasta Alþingi, nái fram að ganga. Það segir sig sjálft, því að ég gerði það þegar á sl. vori. Þá ritaði ég með eigin hendi lagagreinar í samráði við Árna Jónasson, form. Fiskirækt- arsjóðs. Fjárhags- og viðskipta- nefnd efri deildar stóð í heild að flutningi málsins og frumvarpið var samþykkt einróma í efri deild undir þinglok, en dagaði upp í efri deild. I annan stað víkur Jakob að því, hvort ég muni beita mér fyrir framgangi þeirrar stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað sér í fiskiræktarmálum. Því er fljótsvarað. Ég berst nú sem fyrr fyrir framgangi stefnu- mála þess flokks og ekki sízt í atvinnumálum. Vikið er að störfum nefndar til að endurskoða lög- um lax- og silungsveiði, sem ég var skipaður í á sl. vori. Ég hef aldrei verið boðaður á fund í nefndinni. Formaður hennar er Páll Pét- ursson, fyrrv. alþm. Þar hafa ríkt sannkölluð vinstristjórnar vinnubrögð. Jakob V. Hafstein skorar á mig að leitast við að laða saman öfl sem áhuga hafa á fiskirækt- Eyjólfur Konráð Jónsson. armálum. Þeirri áskorun tek ég þótt nokkur bið verði líklega á verulegu framtaki því að næstu vikurnar hef ég öðrum hnöppum að hneppa. Annars leyfist mér líklega að greina frá því, að allt frá stofnun Fiskiræktarfélags Islands, hef ég í stjórn þess öðru hverju vakið athygli á þessu máli, þótt ekki hafi mér tekizt að bera það fram til sigurs þar fremur en annars staðar. Aftur á móti hvorki vil ég né get á þessu stigi gert þetta „án aðstoðar frá hinum norsku fiski- ræktarmönnum í Mowi“ eins og komizt er að orði í lok greinar- innar. Ég vil það ekki vegna þess, að ég veit af biturri reynslu að þá dregst allt enn úr hömlu og get það ekki vegna þess, að ég hef undirskrifað samning um að taka þetta samstarf upp, ef athuganir, sem nú fara fram, reynast jákvæðar, sem ég efa ekki að verði. Og helzt vil ég standa við gerða samninga. Sauðárkróki 3. nóv. 1979. P.S. Var a fá Þjóðviljann þar sem mér er helguð forsíðan vegna þessa máls. Nota ég tæki- færið til að þakka það. Hef satt að segja verið hálfleiður yfir áhugaleysi blaðsins á málefnum mínum á undanförnum árum, en einu sinni fékk ég forsíðuna vegna baráttu fyrir almennings- hlutafélögum og eignaraðild fólksins að atvinnurekstri, nokkrum sinnum vegna baráttu fyrir byggingu olíuhreinsunar- stöðvar og margsinnis vegna álverksmiðjunnar og Búrfells- virkjunar. Lesendur blaðsins hljóta þá að hafa haldið að ég væri æði útsmoginn og ætti allt draslið, enda stefndi ég að því að koma mér upp svo sem eins og 20 smiðjum! Ér því eðlilegt að fiðringur fari nú um „kollega" mína á blaðinu. Prófkjör sjálfstæðismanna á Austfjörðum: Sverrir Hermannsson fékk flest atkvæði ATKVÆÐI haía verið tal- in í prófkjöri .sjálfstæð- ismanna á Austfjörðum er fram fór sl. föstudaK ok laugardag. í prófkjörinu tóku þátt 1145, sem er nokkru fleiri en kusu lista sjálfstæðismanna í síðustu kosninjíum. en það voru 1062. Sverrir Hermannsson fyrrver- andi alþingismaður fékk flest atkvæði í prófkjörinu, í fyrsta sæti 795 og samanlagt í 1.—3. sæti 961 atkvæði eða 85,6%. í öðru sæti varð Eggert Jónsson, bóndi Selja- völlum, með 349 atkvæði í fyrsta og annað sæti og 439 í 1,—3. sæti eða 39,1%. Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri Vopnafirði, varð þriðji með 423 atkvæði í 1,—3.sæti eða 37,7%, fjórði varð Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Seyðisfirði með 335 atkvæði eða 29,8%. og fimmti Þráinn Jónsson fram- kvæmdastjóri Egilsstöðum með 305 atkvæði eða 27,1 %. Sókn sjálfstæðismanna á Austfjörðum hafin ÉG VIL færa öllum þeim er studdu mig sérstakar þakkir fyrir þennan frábæra stuðning og þeim er stóðu að framkvæmd prófkjörsins, sem tókst með ágætum. Það er ótrúleg sókn sem sjálfstæðismenn hafa hafið á Austfjörðum og hefi ég ekki lengi fundið slikan andblæ, sagði Sverrir Hermannsson er Mbl. ræddi við hann um úrslit prófkjörs sjálfstæðismanna eystra um helg- ina, en þar fékk Sverrir 85,6% greiddra atkvæða. Starfið hér eystra hefur stórauk- ist að undanförnu og við trúum því að listi okkar sé sterkur, en um hann var algjör einhugur þegar hann var skipaður að loknu prófkjörinu. Tók aðeins fáa tíma að koma honum saman og erum við hér ákaflega bjartsýnir. Við teljum mjög sterkt að hafa Egil Jónsson bónda í öðru sæti því hann er eini bóndinn á lista hér eystra, sem hefur einhverja möguleika á að ná á þing. Þátttakan í prófkjörinu var slík að 80 fleiri greiddu þar atkvæði, en flokkurinn fékk hér í síðustu kosn- ingum og það er ekki hægt að leggja út á annan veg en að hér sé um eindregið stuðningsfólk að ræða; það er með ólíkindum að svo mörg atkvæði hefðu komið í hlut okkar efstu manna ef einhverjir aðrir en stuðningsmenn okkar hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Sverrir Hermannsson. Hlýtur að skapa aukinn meðbyr ÞAÐ sem vekur athygli við prófkjörið á Austurlandi er hin mikla þátttaka þar sem hún varð meiri en nam atkvæðamagni Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum i kjördæminu. Hinn mikli sigur Sverris Hermannsson- ar sýnir ótvirætt hve mikils trausts hann nýtur i kjördæminu, sem hiýtur að skapa flokknum aukinn meðbyr i kosningunum. Að því er sjálfan mig varðar var útkoman betri en ég átti von á og hefi ég ekki neina skýringu þar á. Enga kosningabaráttu háði ég né heldur mínir stuðningsmenn. Þeg- ar ég fékk hvatningu þar um vísaði ég til starfa minna og kynna af Austfirðingum í 25 ár, það yrði að duga. Kosningarnar til prófkjörs- ins voru háðar af fyllsta drengskap Egill Jónsson. og einungis réttar leikreglur við- hafðar það er ég til veit. Af því leiðir að menn eru ósárir eftir og því reiðubúnir að halda baráttunni áfram þótt á öðrum vettvangi sé. Enginn vafi er á því að prófkjörið hefur verið ákaflega þýðingarmik- ið innlegg í kosningabaráttu Sjálf- stæðisflokksins á Austurlandi. Fari svo sem er almenn skoðun á Austurlandi, að tveir menn af lista Sjálfstæðisflokksins verði kjörnir til Alþingis, verður sá sigur án efa að sínu leyti rakinn til prófkjörs- ins. Að endingu þakka ég það traust er ég hlaut í prófkjörinu. Annað sætið á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins er baráttusætið í Austur- landskjördæmi og sjálfstæðismenn munu sameinast um að sigra í þeirri baráttu. Tryggvi Gunnarsson. Setjum mark- ið á tvo menn VIÐ erum allir bjartsýnir og listann teljum við vel settan saman og leyfum okkur þess vegna að setja markið á tvo menn inn, sagði Tryggvi Gunn- arsson er Mbl. ræddi við hann í gær. Hjá okkur ríkir baráttuvilji og teljum við að þetta vaxandi fylgi eigi eftir að skila sér í kosning- unum og setjum markið þess vegna svo hátt. Ég vil einnig nota tækifærið og þakka fyrir það traust, sem mér hefur verið sýnt og vonast til að verða þess trausts verður. Sterkur listi á Aust- fjörðum ÉG er fyrir mitt leyti ánægður og hin mikla þátttaka i prófkjörinu bendir til þess að sjálfstæðis- menn séu i mikilli sókn á Aust- fjörðum, sagði Pétur Blöndal er Mbl. ræddi við hann um úrslit i prófkjöri sjálfstæðismanna á Austfjörðum. Listinn er eins sterkur og mögulegt er að fá út úr þeim efnivið sem við höfum og erum við bjartsýnir og sigurglaðir á þessari stundu, enda fengum við hlut- fallslega meiri þátttöku í próf- kjörinu heldur en í síðustu kosn- ingum og tel ég það vita á gott. Hvort sóknin verður svo mikil á kjördag er erfitt að spá um, en vonandi verður vel ferðafært hér um slóðir svo að fólk eigi auðvelt með að komast á kjörstað. Pétur Blöndal. Þráinn Jónsson. Teljum þetta marktækt fylgi HÉR er mjög góð stemmning og Sverrir Hermannsson segir að hann hafi aldrei fundið svo góðar undirtektir sem nú síðan hann fyrst fór að hafa afskipti af stjórnmálum og ferðast hér um kjördæmið, sagði Þráinn Jónsson á Egilsstöðum er Mbl. ræddi við hann um úrslit prófkjörsins. Listinn er vel skipaður með vanan stjórnmálamann í fyrsta sæti, bónda í öðru sæti og skip- stjóra í þriðja og eru frambjóð- endur líka frá hinum ýmsu stöðum úr kjördæminu, allt frá Hornafirði til Vopnafjarðar. Þátttakan í prófkjörinu hefur líka verið betri en björtustu vonir stóðu til og sérstaklega erum við ánægð yfir fylgi Sverris Her- mannssonar sem fékk nærri eitt þúsund atkvæði af þeim 1145 sem greidd voru og teljum við þetta vera vel marktækt fylgi fyrir komandi kosningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.