Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 22

Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúí Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakið. Meiri breidd, meiri samstaða, meiri sigurlíkur Ellert B. Schram hefur stórlejia styrkt vígstöðu sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann hefur tryggt þingsetu sérstaks fulltrúa sjómanna og annarra launþega í borginni fyrir hönd Sjálfstæöisflokksins. Hann hefur kosið aö skipa sjálfur baráttusætið á lista flokksins og axla þann veg áhættuna. Þessi ákvörðun, sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík staðfesti einróma, skapar framboðslista Sjálfstæðisflokksins meiri breidd, eflir samstöðu og baráttuhug sjálfstæðismanna, og eykur líkurnar á hagstæðum kosningaúrslitum. Hundruð og búsundir launafólks. sem var óánægt með niðurstöður prófkjörs fyrir hönd fulltrúa sinna, ganga nú fram til baráttunnar með meiri þrótti og áhuga en nokkru sinni fyrr. A fulltrúaráðsfundinum þar sem framboð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík var endanlega ráðið, sagði Ellert B. Schram: „Ég vil taka það skýrt fram, að með þessu er ég ekki að vefengja niöurstöður prófkjörsins né heldur að óvirða þær. I því prófkjöri hlaut ég góða kosningu og er þakklátur öllum þeim, sem studdu mig og kusu. Við þessa kjósendur mína segi ég: Ég er ekki að bregðast ykkur, ég er ekki aö gefa eftir öruggt sæti að þarflausu. Ef þið metið mig einhvers og þekkið, þá veit ég að þiö fallist á það með mér, að listi flokksins fær meiri breidd, meiri styrk við þessa breytingu, m.a. við það að ég færist í eldlínuna sjálfa, baráttusætið.... Þessa tilfærslu á listanum ber að skoða sem táknræna viðleitni, sem útrétta hönd okkar sjálfstæðismanna til alls þess launafólks, sem styður okkur og við viljum að styðji okkur fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Sjálfstæðisflokk- urinn er víðsýnn og frjálslyndur flokkur ... Hann vill tr,yiíííja að rödd launafólks heyrist í þingflokki sínum.“ Ellert sagði ennfremur: „Áttunda sætið er okkar baráttusæti. Ég er reiðubúinn í þá baráttu. Ég legg pólitíska framtíð mína að veði óhræddur og sigurviss. Ég veit að þið öll, stuðningsmenn mínir og vinir, allt sjálfstæðisfólk og reykvískir kjósendur munuð ganga feti framar og beita ykkur af alefli til að sigur vinnist.“ Sj álfstæðismenn á Suðurlandi Sjálfstæðismenn á Suðurlandi hafa ekki náð samstöðu um framboðslista sinn fyrir þingkosningarnar. Hluti þeirra hefur ákveðið að bjóða fram sérstakan lista, sem meirihluti kjördæmisráðs hefur ákveðið að viðurkenna ekki sem lista sjálfstæðismanna. Þessi ágreiningur sjálfstæðismanna á Suðurlandi hefur neikvæð áhrif á stöðu Sjálfstæðisflokksins almennt í kosningabaráttunni. Það fer ekki á milli mála. Á hinn bóginn er ljóst, að hér er ekki á ferðinni málefnalegur ágreiningur meðal sjálf- stæðismanna á Suðurlandi. Heldur ekki persónulegur ágreiningur, sem oft er stjórnmálaflokkum erfiður. Hér er um að ræða héraðaágreining um skipun efstu sæta á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Slík átök milli héraða um efstu sæti á framboðslistum eru kunn í öllum flokkum, þótt þau hafi ekki fyrr komizt á það stig sem nú í Suðurlandskjördæmi. Þessi héraðaágreiningur sýnir það fyrst og fremst að núverandi kjördæmaskipan er að sprengja af sér rammann. Steinþór Gestsson: Engin lausn að við þvinguðum fram úrslit • „VITASKULD haía þessi átök i sambandj við framboðsmálin sin áhrif. Á þessari stundu, get ég þó ekki um það sagt i hve rikum mæli þau verða. Eins og listinn er upp settur hjá kjör- dæmisráðinu, er hann að mínu mati mjög sterkur,“ sagði Stein- þór Gestsson, fyrrum alþingis- maður og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi. „Hér í Árnessýslu var það okkar fyrsta tillaga, að fram færi próf- kjör eftir nýsettum reglum Sjálf- stæðisflokksins. Þessu hafnaði stjórn kjördæmisráðsins og aðeins fulltrúar Arnessýslu mæltu með tillögu um þetta. Síðan gerðum við tillögu um, að ég skipaði 1. sæti listans. Menn urðu fljótlega sam- mála um þetta, en það sem olli því að leiðir skildu, var að ekki náðist samkomulag um 2., 3. og 4. sætið. Það var utan við áhugasvið okkar Arnesinga að beita okkur varð- andi röðun manna í þessi sæti og ég tel, að lausn hefði ekki fengizt með því, að við hefðum þvingað fram úrslit í því máli.“ Guðmundur Karlsson: Vantaði vilja ogviðleitni • „ÞAÐ er auðvitað ósköp ömur- legt, að við skyldum ekki ná saman um einn lista, en það sýndist engin leið til þess, að samstaða næðist. Til þess vantaði vilja og einhvers staðar einhverja viðleitni. Úr því sem komið er verður það að vera svona,“ sagði Guðmundur Karisson fyrrum al- þingismaður, 2. maður á D-listan- um í Suðurlandskjördæmi. „Við Vestmannaeyingar reynd- um í byrjun, að hnika málunum til,“ sagði Guðmundur. „Við buð- um á fyrsta fundinum, að við skyldum taka 3. sætið og fengjum þá 4. sætið með, en þetta yrði þá að gerast á þessum fundi og síðan myndum við allir ganga út sem einn maður, kynna okkar lista og hefja baráttuna af krafti. Því miður báru þeir í Rangárvalla- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu ekki gæfu til að geta þegið þetta boð. Rangæingum tókst að vísu að fá Skaftfellinga til að fallast á þetta, en þeir settu það skilyrði, að 4. sætið yrði einskis virði fyrir Vestmannaeyinginn, sem í því yrði, heldur yrði Skaftfellingurinn í 5. sætinu hinn raunverulegi varamaður, sem sitja átti á þingi hálfan mánuð í senn fyrir hvern þingmann. Þarna voru mér allt í einu sett skilyrði fyrir því, að ég færði mig niður í 3. sætið og satt að segja finnst mér ekki að þetta sýni mikla teygni í sálarlífi þess- ara manna. Eg tel, að það sé ekki hægt að kenna mér, að samkomu- lag tókst ekki. Ég tók skýrt fram, að þetta tilboð okkar Vestmannaeyinganna stæði aðeins þennan stutta tíma, því áð ætlun mín og þess litla hóps Vestmannaeyinga, sem með mér var, var að taka þetta samkomu- lag með okkur til Vestmannaeyja sem gerðan hlut og standa eða falla með því, þar sem fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmanna- eyjum hafði ekki verið tilbúið til að samþykkja þetta fyrirkomulag og því hefði verið útilokað fyrir okkur að koma til Vestmannaeyja og biðja um að fá að gera þetta." „Ég get ekki annað séð en að staða okkar sé sterk. Við erum með góðan lista og ég get ekki séð neina ástæðu til annars en að vera bjartsýnn með framgang hans,“ sagði Guðmundur Karlsson að lokum. Sigurður Óskarsson: Veit af stuðningi margra Sjálf- stæðismanna austan Þjórsár • „Ég byggi mina afstöðu á þremur meginatriðum“, sagði Sigurður Óskarsson fram- kvæmdastjóri Verkalýðsfélagsins Rangæings í samtali við Mbl. í gær. „í fyrsta lagi tel ég að sá ágreiningur, sem upp kom varð- andi skipan framboðslistans hafi verið auðleysanlegur, ef ákveðnir aðilar hefðu ekki brennt allar brýr að baki sér strax i upphafi, en við þau vinnubrögð var ég ekki sáttur. í öðru lagi fékk ég áskorun frá framkvæmdastjórn verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks- ins um að taka sæti á lista flokksins. Og í þriðja lagi veit ég Gengu tvisvar i VIÐ upphaf kjördæmisráðs- fundarins á Selfossi síðastliðinn laugardag kom í ljós, að menn voru engu nær samkomulagi um skipan 2. og 3. sætis framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins en áð- ur. Jón Guðbrandsson héraðs- dýralæknir á Selfossi bar þá upp tillögu um að varpað yrði hlut- kesti um það, hvort Eggert Hauk- dal eða Guðmundur Karlsson skipuðu 2. sætið. Hvorugur þeirra gat þó fallizt á þessa tillögu og mun Guðmundur hafa varpað fram þeirri hugmynd, að ef hlutkesti ætti að ráða, yrði það látið ráða öllum fjórum efstu sætum listans. Þegar tillagan kom svo til atkvæða, gengu full- trúar Rangæinga og Skaftfell- inga af fundi, nema Sigurður Óskarsson. Jón dró þá tillögu sína til baka. Komu menn þá aftur inn á fundinn. Jakob Hafstein, formaður Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu mælti þá fyrir tilmæl- um til kjörnefndar um að hún hagaði röðun á listann þannig, að í 1. sæti yrði Árnesingur, 2. Vest- mannaeyingur, 3. Rangæingur og 4. Skaftfellingur. Jón Þorgilsson á Hellu lýsti því þá yfir, að sjálf- stæðismenn austan Þjórsár væru Eggert Haukdal: „Unum ekki ólýðræðislegum bolabrögðum” • „MEGINATRIÐI þessa máls er það, að við vildum leysa þennan ágreining, sem hefur verið uppi hér hjá okkur við siðustu uppröðun á lista Sjálf- stæðisflokksins og stefndi einnig í að verða aftur nú, með próf- kjöri,“ sagði Eggert Haukdal, fyrrum alþingismaður, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði: „Þetta var að mati okkar sjálfstæðismanna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum eina ráðið til þess að leysa þennan ágreining.“ Morgunblaðið spurði Eggert hvort prófkjör þetta hefði átt að fara fram í samræmi við þær prófkjörsreglur, sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefði sam- þykkt. Hann sagði: „Að sjálfsögðu í samræmi við reglur Sjálfstæðis- flokksins, en þó vildum við að tekið yrði tillit til sjónarmiða hér heima fyrir með smábreytingum." Þau sjónarmið kvað Eggert fyrst og fremst hafa verið, að þegar endanlega yrði raðað upp á list- ann, hefðu öll gömlu héruðin fulltrúa í efstu sætum listans, þannig að ekkert hérað hefði þar tvo fulltrúa. „Þetta var fellt fyrir okkur,“ sagði Eggert, „af meginþorra full- trúa úr Vestmannaeyjum og Ár- nessýslu." Þá sagði Eggert að hann teldi þann lista, sem sjálf- stæðismenn á Suðurlandi austan Þjórsár hefðu nú boðið fram mjög sigurstranglegan. „Við unum því ekki sjálfstæðismenn austan Þjórsár, að vera settir út og eiga ekki mann í öruggu sæti. Við höfðum vænzt þess að fá annað sætið í samkomulagi, en hefði verið farin prófkjörsleiðin, hefð- um við að sjálfsögðu unað því sæti sem prófkjörið skipaði okkur í, en ekki ólýðræðisleg bolabrögð." Þá tók Eggert sérstaklega fram að enginn ágreiningur hafi verið um fyrsta sæti listans, Rangæingar hafi sætt sig við Árnesing í því, en þeir hefðu talið rétt, að yrði gripið til prófkjörs yrði kosið um öll sætin. Siggeir Björnsson: Allar sátta- tilraunir okkar komu fyrir ekki • „ÞVÍ ER haldið fram að við Rangæskir sjálfstæðismenn harma ofbeldi meirihlutans FUNDUR í fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna i Rangárvalla- sýslu, haldinn að Hellu, 4. nóv- ember 1979, samþykkir eftirfar- andi: „Fulltrúaráðið harmar það of- beldi, sem naumur meirihluti kjördæmisráðs í Suðurlandskjör- dæmi beitti við röðun á fram- boðsMsta flokksins við næstu al- þingiskosningar, eftir að hafa fellt tillögu um lýðræðislegt val á frambjóðendum í prófkosningum. Fulltrúaráðið vekur athygli á því, að enginn frambjóðandi á lista meirihlutans er settur fram eða studdur af sjálfstæðisfélögun- um í Rangárvallasýslu. Þá mót- mælir fundurinn harðlega þeim vinnubrögðum meirihluta kjör- dæmisráðs, að neita minnihluta ráðsins um að bjóða fram í nafni flokksins eftir að 29 fulltrúar höfðu yfirgefið fundinn. Full- trúaráðið lýsir yfir fullum stuðn- ingi við sér framboð sjálfstæð- ismanna í Rangárvalla- og Vest- ur-Skaftafellssýslu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.