Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 45

Morgunblaðið - 06.11.1979, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 23 Ágúst varð NM-meistari ÍSLENSKA unglingalandsliðið i lyftingum hafnaði i fjórða sæti á Norðurlandameistaramótinu í lyftingum sem fram fór í Finn- landi um helgina. Sviar sigruðu í mótinu. Finnar voru í öðru sæti og Norðmenn í þriðja. íslendingar hlutu einn Norður- landameistara. Ágúst Kárason sigraði í 110 kg flokki og varði þar með titilinn sem hann hreppti í fyrra. Ágúst lyfti 320 kg samanlagt og var eini maðurinn á mótinu sem lyfti meira en 300 kg samanlagt. Ágúst lyfti 140 kg í snörun og 180 kg i jafnhöttun. Ef islenska liðið hefði ekki misst tvo menn úr keppninni hefði það átt góða möguleika á þriðja sætinu í keppninni. Þórhallur Hjartarson keppti í 52 kg flokki og varð í 3. sæti, lyfti 132,5 kg. Þorvaldur B. Rögnvalds- son varð 4. í 60 kg flokki, lyfti 180 1 Lyfllngar ] kg. Valdimar Runólfsson varð 5. í sama flokki með 177,5 kg. Viðar Eðvaldsson krækti sér í þriðju verðlaun í 67,5 kg flokki, lyfti 217,5 kg. Haraldur Olafsson náði öðru sæti í 75 kg flokknum, lyfti 260 kg. Haraldur setti nýtt íslenskt met í jafnhöttun, lyfti 150 kg. Það er jafnframt fullorðinsm- en í þessum þyngdarflokki. Garð- ar Gíslason varð í fimmta sæti í þessum flokki, lyfti samanlagt 230 kg. í 82,5 kg flokknum féll Þor- steinn Leifsson úr keppni, Gylfi Gíslason varð hins vegar 5. í 90 kg flokknum féll Guðmund- ur Helgason úr keppninni en hann átti sigurmöguleika, hann var búinn að snara 127,5 kg og reyndi því næst við 155 kg sem hefði nægt til sigurs. Var hann næstum búinn að spjara sig með þá þyngd, en mistókst á síðasta augnabliki. Frammistaða piltanna var í alla staði góð, og sýnir grósku þá sem er í lyftingaíþróttinni. — þr. Frábær árangur hjá fötluðum 5 FÉLAGAR í íþróttafélagi fatlaðra gerðu það gott á hinum árlegu Solna-leikum i Noregi um helgina. Edda Bergman sigraði i sinum flokki í 50 metra baksundi og varð önnur i 50 metra skriðsundi og er þetta þó i fyrsta skiptið sem Edda keppir erlendis. Óskar Kon- ráðsson keppti einnig i fyrsta skipti á erlendri grund og hafnaði í þriðja sæti i 50 metra skriðsundi. Sannarlega frábær árangur, þvi að alls keppa um 830 iþróttamenn á þessum ár- legu leikum. Guðbjörg Eiriksdóttir náði einnig hörkugóðum árangri. en hún varð sigurvegari i sínum flokki í borðtennis. Sævar Guð- jónsson og Kristín Halldórs- dóttir einnig og stóðu sig vel. Þau tóku bæði þátt í borðtenn- iskeppninni og komust langt. • Arnór Guðjohnsen fagnar marki hjá Lokeren Arnór skoraði tvö íslendingaliðunum i belgísku 1. deildinni gekk sérlega vel þessa helgi. Lokeren vann ör- uggan sigur á Winterslag, 3— 0, og heldur enn efsta sætinu. Það telst til tiðinda úr þeim leik, að Arnór Guðjohnsen skor- aði sín fyrstu mörk á haustinu fyrir Lokeren. Hann var nú í byrjunarliði Lokeren í fyrsta skiptið í langan tima og skoraði tvö fyrstu mörkin. Ralf Edström skoraði hins vegar sigurmark Standard, er liðið vann stórgóðan sigur á útivelli gegn Molenbeek. Úrslit um helgina urðu annars þessi. Antwerp—Anderlecht 0—0 Molenbeek—Standard 0—1 FC Brugge—Cercle Brugge 2—0 Charleroi—Lierse 2-3 Beerschot—Hasselt 4—0 Beveren—Waregem 0-0 FC Liege—Waterschei 2—0 Beringen—Berchem 1—0 Winterslag—Lokeren 0—3 Lokeren hefur 20 stig, FC Brugge einu minna. Standard og Molenbeek eru á næstu grösum, ekki langt undan, ÞAÐ bar helst til tíðinda í hollensku knattspyrnunni um helgina, að Pétur Pétursson skoraði ekki mark og lið hans, Feyenoord, náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Haarlem, 1 — 1. Liðið heldur þó enn for- ystunni i hollensku deildinni, en Ajax hefur nú skipað sér á bekk ofar Feyenoord, hefur hlotið einu stigi meira. Haarlem náði snemma foryst- unni gegn Feyenoord og leit lengi vel út fyrir að liðið ynni óvæntan sigur. En Rene Notten tókst að jafna fyrir Feyenoord áður en yfir lauk. Tvötöp hjá Víking; íslandsmótjð i blaki hófst um helgina. Úrslit urðu sem hér segir: 1. deild karla: ÍS sigraði Eyfirðinga 3-1. Laug- dælir fengu Víkinga í heim- sókn og sigruðu nokkuð ör- ugglega 3-1. Enduðu hrin- urnar 13-15, 15-11, 15-7, og 15-9. Víkingar léku tvo leiki um helgina og töpuðu þeir báðum; i seinni leiknum mættu þeir liði Þróttar sem sigraði 3-1. Hrinurnar end- uðu 15-12,11-5,15-5 og 15-11. í 1. deild kvenna fór fram einn leikur. Víkingsstúlk- urnar sigruðu Breiðablik 5- 2. Nokkuð kom á óvart að Breiðabliksstúlkurnar sigr- uðu í tveimur hrinum. Þá fóru fram tveir leikir i 2. deild. ÍMA sigraði KA 3-0, og Framarar sigruðu Breiðablik. — þr. Biak Kemst IBK í 3. umferð? TEKST liði ÍBK fyrst allra islenskra liða að komast i þriðju umferð í UEFA- keppninnar i knattspyrnu? Svar við þessari spurningu fæst á gamla Melavellinum á fimmtudagskvöld er ÍBK mætir tékkneska liðinu Brno í siðari leik liðanna í annarri umferð UEFA- keppninnar. Liðsmenn ÍBK hafa æft mjög vel að undan- förnu og á blaðamannafundi i gær sagði Hafsteinn Guð- mundsson að strákarnir væru ákveðnir í að sigra Tékkana. Lið þeirra væri reyndar mjög sterkt en hins- vegar væru þeir óvanir því að leika á malarvelli og því gæti allt eins farið svo að IBK sigraði þá með tveimur mörkum gegn engu en það nægir til að komast áfram. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Tékka 3-1. Nánar verð- ur greint frá leiknum í blaðinu á morgun. KnaltsDvrna Öruggt ÍS SIGRAÐI Eyfirðinga 3-1 í íslandsmótinu i blaki á Akur- eyri um helgina. Fyrst vann ÍS 15-5, en UMSE jafnaði 19-17 í æsispennandi hrinu. Síðustu tvær hrinurnar unnu hins veg- ar ÍS-menn eftir nokkurn barn- ing, 15—8 og 15 — 11. Þá vann iMA öruggan sigur á KA i 2. deild íslandsmótins i blaki, 3—0. Hrinurnar enduðu hjá ÍS 15—3,15—4 og 15—4, öruggt. Þá má geta þess, að hand- knattleikslið HK var á Akur- eyri um helgina og lék tvo æfingaleiki. Fyrst gegn Þór og lauk leiknum með jafntefli, 21—21. Á sunnudaginn sigraði HK síðan KA með 20 mörkum gegn 14, en þess má geta, að KA lék án þeirra Alfrcðs Gíslason- ar og Jóns Árna Rúnarssonar. sor. Simonsen haltur ALAN Simonsen mun ekki leika knattspyrnú, næíta mánuðinn eða svo, en hann tognaði illa á liðböndum er Barcelona lék um helgina gegn Burgos. Það er synd og skömm fyrir kappann, því að hann var að koma veru- lega til eftir slæman kafla. Barcelona vann engu að síður 1—0 og Landaburu skoraði sig- urmarkið. Hansi Krankl lék með að nýju eftir að hafa verið settur úr liðinu í síðustu þremur leikj- um liðsins. Hann stóð fyrir sínu þó ekki tækist honum að skora. Úrslit leíkja á Sþáni um hélgina urðu þessi: Las Palmas — Gspanol 1—0 Bilbao — Atlerico Madrid 2—1 Valencia — Sevilla 2—1 Rayo Vallecano — Malaga 5—1 Barcelona — Burgos 1— 0 Almeria — Gijon 0—0 Zarajfoza — Hercules 1—0 Real Betis — Real Sociedad 1 — 1 Real Madrid — Salamanca 2—0 Sporting Gijon er efst með 15 stig, Real Madrid hefur einu minna. Salamanca og Real Socie- dad hafa bæði hlotið 12 ság. Sterkir Rússar í heimsókn Handknattleiksdeild Vikings fær afar sterkt sovéskt lið í heimsókn á næstunni og mun það leika hérlendis 4-5 leiki, m.a. við KA á Akureyri á mánudag, gegn Þór í Vest- mannaeyjum á sunnudag o.fl. Hugsanlegt er einnig að liðið leiki á Akranesi. Lið þetta heitir Kunszova og er frá Moskvu. Er það i 4.-5. sæti sovésku deildarkeppninnar um þessar mundir og er því að sjá býsna sterkt lið. Nokkrir landsliðsmenn eru i hópi Kunz- sova og má þar helst geta fyrirliðans Belovs, en hann er ekki aðeins fyrirliði A-landsl- iðsins, heldur var hann einnig fyrirliði unglingalandsliðsins sem varð heimsmeistari í Dan- mörku í siðustu viku. Yfirburð- aleikmaður mikill. Loks má geta þess, að búið er að ákveða leikdag fyrir leiki Víkings og sænska liðsins Heim i Evrópukeppni bikarhafa. Leikið verður ytra 2. desember og heimaleikurinn fer siðan fram 9. desember. Fékk tvær milljónir 38 með ellefu rétta í 11. leikviku getrauna kom fram einn seðill með 12 réttum og var vinningurinn kr. 1.989.000 en þar sem þetta var kerfisseðill, komu einnig 6 rað- ir á honum með 11 réttum. Með 11 rétta voru 38 raðir og vinningshlutinn kr. 22.400.- á hverja. Alls hlýtur þessi kona úr Reykjavík, sem náði því að hafa alla leikina rétta, kr. 2.123.400.- og er það í fyrsta sinn, að getraunavinningur fer yfir 2 milljónir kr. Nýlega komu út reikningar dönsku getraunanna fyrir s.l. starfsár. Alls nam veltan 50 milljörðum ísl. kr. og hagnaður um 11.3 milljörðum. en að auki hirti danski ríkiskassinn rúm- lega 11 milljarða, kr. Af hagn- aði fékk danska íþróttasam- bandið 3.5 milljarða, dönsku ungmennafélögin 3.3 milljarða og knattspyrnusambandið og olympinefndin danska 1.6 miilj- arða hvor aðili, allt ísl. krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.