Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 48

Morgunblaðið - 06.11.1979, Page 48
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Toppliðin sigruðu ÞAÐ óvænta gerðist í ensku knattspyrnunni um helgina, að deildin skipti ekki um topplið að sinni. Manchester Utd. var efst með Forest á hælunum og þar sem bæði liðin unnu leiki sína um helgina, breyttist staðan á toppinum lítið. Liverpool er í þriðja sætinu og líklegt til stórræðanna ef fram heldur sem horfir, liðið ryður mótherjum sínum úr vegi með fádæma fyrirlitningu og lítilli orku þessa dagana og virðist miklu sterkara en bæði Forest og Manchester Utd. Ekki er ólíklegt að deildarkeppnin verði einvígi þessara þriggja félaga. Lítum á leiki helgarinnar. Hughes fagnað Gamla kempan Emlyn Hughes mætti sínum gömlu félögum hjá Liverpool, er hann leiddi fram Úlfana sína á Anfield. Hughes lét hafa það eftir sér fyrir leikinn, að hann hefði hlakkað svo mikið til leiksins, að hann hefði leikið þótt hann hefði verið fótbrotinn. Áhorfendur fögnuðu kappanum innilega þegar hann skokkaði inn á völlinn, risu úr sætum og klöppuðu allir sem einn. Hughes var svo hrærður, að hann færði Liverpool mark á silfurfati eftir aðeins 4 mínútur. Kenny Dalglish skoraði þá fyrir Liverpool. Leikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelm- ingi Úlfanna, nánar tiltekið inni í vítateig þeirra og það kom fáum á óvart þegar Dalglish bætti öðru marki við í síðari hálfleik og Ray Kennedy síðan því þriðja. Áður hafði hann skotið í stöng. Úlfarnir áttu skyndiupphlaup endrum og eins og Andy Gray var einu sinni nærri því að skora, en allt kom fyrir ekki, lokatölur urðu 3—0 og það var að heyra á frétta- mönnum BBC, að Liverpool hefði allt eins getað skorað 6—7 mörk í leiknum. Toppliðin slökuðu ekki á Manchester Utd. sigraði Southampton á heimavelli sínum með marki Lou Macari á 8. mínútu. Skoraði Macari með því að skalla aftur fyrir sig af stuttu færi, en knötturinn virtist hreinlega fara í gegnum heila hersveit varnarmanna á 1. DEILD í Manchester United 14 8 4 2 19:8 20 Nottingham Forest 14 8 3 3 25:13 19 Liverpool 13 6 5 2 26:10 17 Cryatal Palace 14 5 72 21:14 17 Norwich 14 6 4 4 25:18 16 Arsenal 14 563 17:10 16 I Tottenham 14 64 4 18:23 16 Woiverhampton 14 63 4 18:16 15 Middlesbrough 14 54 5 12:10 14 Aston Villa 13 46 3 14:13 14 Bristol Clty 14 4 64 14:15 14 West Bromwich 14 4 55 21:18 13 Southampton 14 536 22:21 13 Stoke 14 4 55 19:22 13 Coventry 14 6 1 7 12:29 13 Manchester City 14 53 6 13:21 13 Leeds 13 3 64 15:16 12 Everton 13 364 16:18 12 Derby 14 4 2 8 13:21 10 Ipswich 14 4 1 9 12:21 9 Bolton 14 1 76 12:25 9 : Hrighton 13 238 14:25 7 2. DEILD Lutun Q.P.R. Leicester Newcautle BirminKham Wrexham Notts County Preston , Swansea Sunderland Chelsea Cardiíf Oldham West Ham Orfent Cambridge Watford Fuiham Charlton Shrewsbury Bristol Rovers Burnley 14 842 14 824 14 743 14 7 43 14 74 3 14 8 1 5 14 64 4 14 182 14 64 4 14 635 13 7 1 5 14 6 35 14 4 64 13 6 25 14 455 14 266 14 347 14 4 28 14 266 14 338 14 338 14 059 27:13 20 27:13 18 27:19 18 18:12 18 19:14 18 18:14 17 21:14 16 18:14 16 16:16 16 18:14 15 14:13 15 17:19 15 16:15 14 12:13 14 15:18 13 14:18 10 12:19 10 19:29 10 15:26 10 17:22 9 19:27 9 14:31 5 marklínunni. United sótti lát- laust gegn Southampton, sem lék án Dave Watson sem var með magapínu. United tókst ekki að nýta yfirburði sína til fleiri marka og það kom liðinu næstum í koll þegar Charlie George fékk skyndilega dauðaf- æri rétt fyrir leikhlé. En Garry Bailey varði skot Gogga snilldar- lega. Árangur MU á heimavelli er mjög glæsilegur það sem af er hausti. Liðið hefur leikið 7 deild- arleiki á Old Trafford og unnið þá alla, skorað 13 mörk en fengið á sig aðeins eitt. MU hefur hins vegar fengið aðeins 6 stig af 14 mögulegum í útileikjum sínum. Forest sótti lengst af gegn Ipswich, sem lék oftast með minnst níu manna vörn. En það var ekki fyrr en á 75. mínútu, að Forest tókst loks að finna leiðina í netið. Þá átti Larry Lloyd skalla í stöng, knötturinn hrökk þaðan út til Trevor Francis, sem renndi honum í opið markið. Á lokasekúndum leiksins bætti Francis síðan öðru marki við. Þrátt fyrir tap, lék Ipswich mjög vel að þessu sinni og staða liðsins við botn deildarinnar þykir ekki gefa rétta hugmynd um raunverulega getu liðsins. Palace á uppleið á ný Crystal Palace virðist vera á uppleið á nýjan leik eftir frekar slæman kafla sem varð til þess að liðið hrapaði úr efsta sæti deildarinnar og niður í sjötta sætið. Palace vann verðskuldað- an sigur á Manchester City á heimavelli sínum. Palace hefði getað skorað fleiri mörk heldur en tvö, en City fékk líka færi sem ekki nýttust. Ian Walsh skoraði fyrra mark Palace snemma í leiknum eftir óvænt mistök hjá Joe Corrigan. Nálægt miðjum síðari hálfleik fékk Palace siðan hornspyrnu. Caton, miðvörður City, skallaði frá en Palace leikmaðurinn Paul Hinselwood skaliaði knöttinn rakleiðis til baka til Dave Swindlehurst sem afgreiddi knöttinn í netið með þrumufleyg. Palace skaust í fjórða sætið með sigri þessum. Hér og þar um England Tottenham lék sinn áttunda leik í röð án taps, er liðið sótti Middlesbrough heim og hélt á brott með eitt stig. Tottenham, með þá Ardiles, Villa og Hoddl í fararbroddi, lék fágaðri knatt- spyrnu en heimaliðið, en Boro átti engu að síður hættuleg tækifæri. T.d. bjargaði Villa á marklínu skalla Mark Procter og Mick Burns skallaði í þverslá. Hoddle, Villa og Ardiles voru allir nærri því að skora fyrir Tottenham og Gerry Armstrong átti þrumuskalla í stöng í síðari hálfleik. Leikur þessi var í heild stórskemmtilegur, spennandi og í hann vantaði ekkert nema eitthvað af mörkum. Eddy Grey skoraði eftir aðeins 18 sekúndur fyrir Leeds gegn Bristol City á Elland Road og framan af virtist sem lið Leeds myndi fylgja óskabyrjun sinni eftir og sökkva liði Bristol með manni og mús. Bristol-liðið náði sér hins vegar hægt og bítandi á strik og Kevin Mabbutt tókst að jafna fyrir hlé. Tvö mörk á þremur mínútum snemma í síðari hálfleik sökktu síðan Leeds endanlega, það voru þeir Mabbutt og Geoff Merrick sem mörkin skoruðu. Fyrrum Manchester Utd. -leikmennirnir Gordon Hill og Gerry Daly sáu um að Derby innbyrti tvö dýrmæt stig í botn- baráttunni, en liðið fékk WBA í heimsókn á Baseball Ground. WBA lék miklu betur framan af og náði verðskuldaðri forystu á 9. mínútu með marki Brian Robson. Þó að jöfnunarmarkið skrifist á Hill, vissi hann lítið hvað fram fór, þrumuskot bak- varðarins David Langan breytti nefnilega stefnu af afturendan- um á Hill og plataði þannig Tony Godden í marki WBA. Sigur- • Trevor Francis skoraði bæði mörk Forest gegn Ipswich um helgina. markið skoraði Gerry Daly um miðjan síðari hálfleik. Coventry tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli á haustinu og Stoke vann jafnframt sinn fyrsta sigur á útivelli er liðin mættust og verður því að segj- ast, að úrslitin hafi verið óvænt. Þetta var ekki dagur Coventry, liðið misnotaði nokkur góð marktækifæri áður en bakvörð- urinn David Jones sendi knött- inn í eigið net. Tveimur mínút- um síðar skoraði Adrian Heath eftir slæm varnarmistök 2—0 fyrir Stoke. Bobby McDonald minnkaði muninn fyrir heima- liðið með glæsimarki úr auka- spyrnu rétt fyrir leikhlé, en í jöfnum síðari hálfleik tókst Stoke aðeins að skora og var þar að verki Garth Crooks. Aston Villa kastaði næstum frá sér auðveldum sigri gegn Bolton á heimavelli sínum. Stað- an í hálfleik var 2—0 með mörkum Garry Shaw og Alan Evans. Villa réð síðan gangi leiksins allt þar til skammt var til leiksloka, að Niel Whatmore tókst að minnka muninn fyrir Bolton. Leikmenn Bolton lögðu þá allt í sóknina og misnotuðu algert dauðafæri til þess að jafna áður en Dennis Mortimer tók af skarið og skoraði þriðja mark Villa. Arsenal lék botnliðið Brighton sundur og saman. Leikmenn Lundúnaliðsins voru þó ekki á skotskónum í fyrri hálfleik, þeir voru þess í stað þeim mun duglegri í þeim síðari. Graham Rix, Liam Brady (víti) og Alan Sunderland skoruðu mörk Ars- enal. Kevin Keelan, hinn 36 ára gamli markvörður Norwich, lék sinn 664. deildarleik fyrir Norw- ich, met. Leik Norwich og Evert- on lyktaði með jafntefli og voru engin mörk skoruð, bæði liðin fengu þó sín færi, en markverð- irnir voru á sínum stað. • Liverpool vinnur nú hvern leikinn af öðrum með miklum tilþrifum og Ray Kennedy (t.h.) hefur verið drjúgur við að skora mörk. öll um helgina Knatt- spyrnu- úrslit England, 1. deild: Arsenal—Brighton 3-0 Aston Villa—Holton 3-1 Coventry—Stoke 1-3 Crystal Palace— Manch. City 2-0 Derby-WBA 2-1 Leeds—Bristol City 1-3 Liver pool—Wolves 3-0 Manrh. Utd—Southampton 1-0 Middlesbrough—Tottenham 0-0 Norwich—Everton 0-0 Nott. Forest—Ipswich 2-0 England, 2. deild: Bristol Rovers—QPR 1-3 Burnley—Orient 1-2 Cambridge—Luton 1-2 Cardiff—Notts Country 3-2 F ulham—Birmingham 2-4 Oldham—Newcastle 1-0 Preston—Char Iton 1-1 Shrewsbury—S wansea 2-2 Sunderiand—Chelsea 2-1 Wat ford—Leicester 1-3 West Ham—Wrexham 1-0 England, 3. deild: Brentford—Reading 2-2 Burny—Plymouth 2-1 Carlisle—Sout hend 4-0 Chester—Wi mbledon 3-1 Chesterf ield—Mansf ield 2-1 Exeter—Grimsby 1-2 Gillingham—Blackpool 1-1 Millwall—Blackburn 1-0 Rot herham—Oxford 0-2 Sheffleld Wed—Barnsley 0-2 Swlndon—Sheffield Utd 3-2 England, 4. deild: A Idershot—Huddersf ield 0-2 Bournemouth — Rochdale 4-0 Crewe—Bradford City 2-0 Ilalifax—Tran mere 0-0 Northampton—Doncaster 1-0 Peterbrouth—Lincoln 3-1 Portsmouth—Hartlepool 2-1 Port Vale—Newport 2-0 Scunthorpe—Torquay 1-1 Wigan—Darlington 4-1 York City—Hereford 3-1 Skotland, úrvalsdeild: Aberdeen—Dundee Utd. 0-3 Dundee—Hibemian 2-1 Kilmarnock—Celtic 2-0 Morton—St. Mirren 0-0 Rangers— Partíck Thistle 2-1 Staðan i akosku úrvaisdeildinni er nú sú, að Celtic ok Morton hafa beeði hlotið 17 stig að loknum 12 umferðum. Morton hefur hins vegar mun betri markatðlu. Siðan er fjðgurra stiga munur niður i þriðja til fimmta sætið, en Abberdeen. Rangera og Kilmar- nock hafa öll hlotið 13 atig. Austur Þýskaland Dynamó Dresden—Karl Marx Stadt 1-0 Chenie Halie—Dynamó Berlin 3—1 Loko Leipzig—Magdeburg 1—1 Carl Zeiss Jena—Wismut Aue 3—0 Zwichau—Frankfurt/Oder 1—1 Union Berlin—Stahl Reisa 2—0 RW Erfurt—Chemie l.eipzig 2—2 Dynamó Dresden hefur örugga for- ystu sem stendur. 16 stig, en Dynamó Beriin, Jena og Chemie Halle hafa öll hiotið 13 stig. Ítalía Bolognia—Cagliari 0—1 Catanzarro—Roma 2—2 Lazfó—Juventus 1—0 AC Milanó—Fiorentina 2—0 Napóli—Avelino 0—1 Pescera—Perugia 1 — 1 Torino—Inter 0—0 Udlnese—Ascoli 3—1 Sigurmark Imzíó gegn Juventus var sjálfsmark Vinicio Verza og úrslit leiksins voru þau óva-ntustu i umferð- inni. Inter hefur forystu í keppninni eins og sakir standa, hefur hlotið 13 stig. AC Mílanó og Cagliari hafa bæði 11 stig, Juventus og Torinó hafa 10 stig. Belgía FC Brugge—Cercle Brugge 2-0 Molenbek—Standard 0-1 Charleroi—SC Lierse 2-3 Winterslag—Lokeren Beerschot—Hasselt 4-0 Beveren—Waregem 0-0 FC Liege—Waterschei 2-1 Antwerp—Anderlecht 0-0 Beringen—Berchem 1-0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.