Morgunblaðið - 06.11.1979, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 06.11.1979, Qupperneq 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Veður víða um heim Akureyri 1 slydda Amsterdam 9 rigning Aþena 14 skýjað Barcelona 17 léttskýjaó Berlín 10 skýjaó BrUssel 7 rigning Chicago 10 skýjaó Denpasar, Bali 31 skýjað Feneyjar 8 alskýjað Genf 11 skýjað Helsinki 1 skýjað Hong Kong 27 skýjað Jerúsalem 20 bjart Jóhannesarborg 28 bjart Kaupmannahöfr i 9 bjart Lissabon 24 bjart Las Palmas 23 léttskýjað London 15 bjart Los Angeles 21 rigning Madrid 20 bjart Majorka 20 léttskýjað Maiaga 19 heiðríkt Miami 26 rigning Moskva -4 skýjað Nýja Delhi 31 skýjað New York 15 bjart Ósió 8 bjart Paris 14 rigning Reykjavík 1 léttskýjað Rómaborg 14 bjart San Francisco 18 rigning Stokkhólmur 8 skýjað Sydney 25 bjart Tel Aviv 24 bjart Tókýó 25 skýjaö Toronto 8 skýjað Vancouver 15 skýjað Vínarborg 7 skýjað Karl Bretaprins í Derby 109 ára gömul. þar ræddi hann við Fanny Berry sem í þessum mánuði verður Simamynd AP. Danmörk: Launa- ojj verðlags- frysting til áramóta Kaupmannahöfn, 5. nóvember. Ap og fréttarítari Mbl. Erik A. Larsen. ANKER Jörgensen, for- sætisráðherra Danmerk- ur, ávarpaði þjóðina í sjón- varpi í gærdag þar sem hann lagði þunga áherzlu á nauðsyn þeirra um- Bukovsky í hvassyrtri grein: / Hundsið Olympíuleikana — þeir eru svik — glæpur BrUwtel, 5. nóv. AP. VLADIMIR Bukovsky, hinn frægi sovézki and- ófsmaður, hvatti til þess í dag, að menn hundsuðu Ólympíuleikana í Moskvu sem eiga að íara þar fram á næsta ári. „Ef Evrópulönd vilja í alvöru frið, góð gagnkvæm sam- skipti og öryggi, er heimskulegt að ýta undir hegðan sovézku stjórnar- innar með því að taka þátt í Ólympíuleikun- um,“ segir Bukovsky í grein sem hann skrifar í blaðið Le Soir, sem kem- ur út í Bríissel. Bukovsky Bukovsky segir í grein sinni, að samvinna á sviði menningar og vísinda, svo og samskipti varðandi efnahagsmál, goti að- eins orðið friði til framdráttar ef Evrópulöndum takist að neyða sovézku stjórnina til þess að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir, að tímasetning Ól- ympíuieikanna í Moskvu sé af- leit frá pólitísku sjónarmiði og frá mannúðlegu sjónarmiði séu þeir svik, frá lagalegu sjónar- miði beinlínis glæpur. Bukovsky segir í greininni, að Sovétríkin uppfylli ekki neina af hugsjónum Ölympíuleikanna. Hann segir, að Sovétríkin séu útþenslustefnuríki og hafi her- numið ríki og hersitji sum þeirra enn. Utanríkisstefna þeirra sé í þessum anda og ekki hafi dregið úr vopnakapphlaupinu við ná- grannaríkin. Bukovsky sagði, að aldrei hefðu verið haldnar frjálsar kosningar í Sovétríkjunum og hann vék einnig að ýmsum þjóðarbrotum og minnihluta- hópum í Sovétríkjunum sem byggju við stórlega skert mann- réttindi. fangsmiklu efnahagsað- gerða sem þegar hafa ver- ið kynntar. Sagði ráðherr- ann að ef þessum aðgerð- um stjórnvalda yrði ekki hrundið í framkvæmd blasti ekkert annað við en efnahagslegt hrun í land- inu. Það sem vakti helzt athygli í sjónvarpsávarpi ráðherrans var tilkynning um algjöra frystingu launa og verðlags í landinu það sem eftir er ársins. Ráðherrann sagði og að við- skiptajöfnuður landsmanna væri sá óhagstæðasti um langan aldur, búast mætti við því að viðskipta- jöfnuðurinn yrði óhagstæður um allt að 15 milljarða danskra króna á þessu ári, sem næst 1100 millj- arða íslenzkra króna eða um 25% af heildar þjóðarframleiðslunni. Viðbrögðin við tilkynningu for- sætisráðherrans um launafryst- ingu voru á einn veg, bæði samtök atvinnurekenda og samtök laun- þega lýstu þegar stuðningi sínum við þær, sögðu þær skynsamlegar eins og á stæði. Að síðustu sagði ráðherrann að gengisfelling dönsku krónunnar væri alls ekki á dagskrá á næst- unni, eins og svo mjög hefur verið rætt um, „en það kemur að því“, sagði ráðherrann. Þetta gerðist 1974 — Rússar hvetja tii stofn- unar Palestínuríkis. 1968 — Viðræður um frið í Víetnam hefjast í París, 1962 — Ailsherjarþingið hvetur til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Suður-Afríku. 1956 — Vopnahlé samþykkt við Súez — Vinna hefst við Kariba- stífluna. 1942 — Flóðbylgja verður 10.000 að bana í Bengal. 1937 — ítalir ganga í Andkom- intern-bandalag Þjóðverja og Japana. 1936 — Umsátrið um Madrid hefst og spænska stjórnin hörfar til Vaiencia. 1860 — Abraham Lincoln kos- inn forseti Bandaríkjanna. 1846 — Austurríkismenn inn- lima Ki aká-lýðveldið í trássi við Vinar-sáttmálann. 1632 — Gústaf Adolf fellur í orrustunni við Lutzen. Aímæli — Adoiphe Sax, belgísk- ur hijóðfærasmiður (1814—1894) — Jonas Lie, norskur rithöfund- ur (1833—1908) — Peter I. Tchaikovsky, rússneskt tónskáid (1840-1893) - John Philip Sousa, bandarískt tónskáld (1854—1932) — James Jones, bandarískur rithöfundur (1921-1978). Andlát — Sir Charles Napier, sjóliðsforingi, 1860. Innlent — Kirkja við Austurvöll vígð 1796 — f. Jón Halldórsson prófastur í Hítardal 1665 — Gottrup sýsiumaður tekur hús á Oddi Sigurðssyni á Rifi 1723 — Fensmark fv. bæjarfógeti á ísa- fírði náðaður 1885 — Fyrsta járnbrautarlestin kemur til Nýja íslands 1914 — Mótmæli gegn kauplækkun í atvinnubóta- vinnu 1932 — „Naust“ opnað 1954 — d. Bjarni Sæmundsson 1940. Orð dagsins — Guð skapaði sveitina og maðurinn skapaði bæi — William Cowper, enskt skáld (1731-1800). James Earl Ray reyndi að flýja úr fangelsi Petros, Tennessee, 5. nóvember. AP. Reuter. JAMES Earl Ray, morðingi blökkumannaleiðtogans Martin Luther Kings, reyndi í dag að strjúka úr fangelsi. Hann komst ásamt nokkrum öðrum föngum upp á þak fangels- isbyggingarinnar. Þar sá vörður þá og eftir að við- vörunarskoti hafði verið hleypt af gáfust fangarnir upp. íheirn- sókn hjá aðdáenda Derby, Englandi 5. nóv. AP. CHARLES Bretaprins fór um helgina að heimsækja einn af mörgum aðdáendum sínum úr röðum kvenna. Hann flutti sér- stakt afmælisávarp til heiðurs Fanny Berry, vistmanni á War- wick-elliheimilinu í Derby, er hún verður 109 ára þann 12. nóvember næstkomandi. Sjálfur á prinsinn afmæli 14. nóvember og sagði í ávarpi sínu, glaðbeittur og beindi orðum til Fannyjar: „Er ekki allt bezta fólkið fætt í nóvember?" Skröfuðu þau síðan saman í tíu mínútur og eftir að prinsinn fór á braut sagði Fanny himinlifandi: „Hann er undursamlegur. Hann er ákaflega sjarmerandi maður. Hann er frábær og hann er nákvæmlega eins og ég held að kóngur eigi að vera.“ Yosef Burg. Begin ávítar Burg Tel Aviv 5. nóv. AP. Reuter. YOSEF Burg, innanrikis- ráðherra ísraels, fékk ákúr- ur á ríkisstjórnarfundi í Jerúsalem á sunnudag fyrir að láta hafa eftir sér, að ísraelsmenn kynnu að fást til að tala við Frelsissamtök Palestinumanna ef PLO hætti hryðjuverkum. Begin forsætisráðherra mun hafa varað ráðherra sína mjög eindregið við allri laus- mælgi. Burg brá við skjótt og tók aftur yfirlýsingu um að hann væri fylgjandi því að end- urskoða afstöðu sína ef PLO bytti tafarlaust enda á hryðjuverkin. Burg er í for- svari nefndarinnar sem fjall- ar um sjálfsstjórnarmál Palestínumanna við Egypta. Begin mun hafa notið stuðnings allra samráðherra sinna á fundinum, að sögn. Burg talaði við fréttamenn að loknum fundinum og dró þá úr orðum sínum. Umræður um hið umdeilda frumvarp er miðar að breyt- ingu á fóstureyðingarlöggjöf Ísraels fóru fram í dag og verður að líkindum atkvæða- greiðsla um það í kvöld eða á morgun. Talsmaður smá- flokksins Aguadat, sem berst fyrir því að löggjöfin verði hert, sagði í dag að hann myndi aðeins styðja tillögu Begins um að útnefna annan aðstoðarforsætisráðherra ef frumvarpið næði fram að ganga í Knesset. Begin hefur lagt áherzlu á, að Simcha Ehrlich, hinn umdeildi fyrr- verandi fjármálaráðherra hans, fái starfann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.