Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 21 Ragnar Júliusson og Sveinn Bjðrnsson Ragnar Júlíusson: Laugalækj arskóli ekki seldur — heldur gefinn Á síðasta fundi borgarstjórnar urðu nokkrar umræður um sölu borgarinnar á Laugalækjaskóla en kaupandi var ríkið. Fyrstur kvaddi sér hljóðs Ragnar Júlíusson(S). Skólinn byggður íyrir skattfé Reykvíkinga í upphafi máls síns rifjaði Ragnar upp gang mála í sambandi við þessa sölu. Síðan sagði Ragnar: „Stað- reyndin í þessu máli er sú, að Laugalækjarskóli var ekki seldur, heldur gefinn. Skól- inn var byggður fyrir skattfé Reykvíkinga, en helmingur- inn endurgreiddur á næstu fjórum árum, með sömu krónutölu. Þannig eignaðist ríkið helming skólans. Hvers virði eru þeir peningar í okkar verðbólguþjóðfélagi? Nú er skólinn að vísu afhent- ur gegn sama fermetra- fjölda, eða tæplega 24% af heildargólffleti,,. Síðan las Ragnar kafla úr samningn- um og sagði síðan: „Stóð nú hin marglofaða vinstri stjórn við hin fögru fyrirheit. Síður en svo. í frumvarpi Tómasar Árnasonar og ríkisstjórnar hans til fjárlaga er hvergi að finna krónu til þess að standa við gerðan samning." Síðan kom fram hjá Ragnari, að hans áliti ætlaði ríkis- stjórnin aldrei að standa við samninginn, eins og fram kæmi í fjárlagafrumvarpinu. Tilgangurinn hefði aðeins verið sá að útvega Fóstur- skólanum framtíðarhúsnæði og það á kostnað Reykvík- inga. Þá benti Ragnar á að mikið ófremdarástand væri í Hólabrekkuskóla og úr því þyrfti að bæta hið fyrsta. Næstur tók til máls Krist- ján Benediktsson (F). Sagði hann að sér virtist sem Laugalækjarskólamálið væri orðið einhvers konar þrá- hyggja hjá Ragnari Júlíus- syni. Sagði Kristján, að það væri sama hvar og hvenær það væri, alltaf leiddi Ragn- ar talið að þessu máli. Þá sagði hann að reynt yrði að ná öllum þeim peningum sem hægt væri út úr ríkisvaldinu sem kostur væri á. Þá taldi Kristján það lélagan mál- flutning að „rjúka upp í borgarstjórn" og tala um ófremdarástand í Hóla- brekkuskóla. Sagði hann, að það hefði oft verið þröngt um menn í skólum borgarinnar, hér væri aðeins um smá- vægileg atriði að ræða og einnig væru of margir nem- endur í skólanum, en það stæði til bóta. Svik á samningi ef fé er ekki afhent á réttum tíma Þessu næst tók til máls Elín Pálmadóttir. Hún kvað það dapurlegt hvernig ætlaði að fara með greiðsluna fyrir Laugalækjarskóla. Ekki væri á það minnst í fjárlagafrum- varpi Tómasar Árnasonar. Þá sagði Elín að sjálfstæð- ismenn hefðu varað við að svona kynni að fara. Það væru svik á samningi ef þetta fé væri ekki afhent á réttum tíma og stöðum. Um tvö úrræði væri að ræða ef ríkið stæði ekki við sitt. Annað væri að taka Lauga- lækjarskóla aftur og hitt væri að fækka í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti því að þar væru mikil þrengsli. Hvorugur kosturinn væri góður, en hvað væri hægt að gera? Málið yrði að fást á hreint, annars yrði neyðar- ástand í Breiðholti og fræðslumálunum almennt. Að máli Elínar loknu tók Ragnar Júlíusson aftur til máls. Sagðist hann ekki trúa því að ekki hefði verið hægt að koma því í fjárlagafrum- varpið að greiða ætti fyrir skólann. Til þess hefði verið nægur tími. Síðan vísaði hann öllu þráhyggjutali Kristjáns Benediktssonar á bug. Ragnar sagði að þetta væri ekkert smámál og ekki svo lítilfjörlegt að ekki tæki að nefna það, eins og sumir vildu vera láta. „Hvaða mál er nauðsynlegt að nefna, ef ekki þetta,“ sagði Ragnar. „Sparnaður Sig- hvats er bara grín” — segir Ragnar Arnalds „ÞESSI sparnaður er bara grín, og það er nánast óhugnanlegt að sparnaðaræðið skuli vera orðið svo mikið að menn fari að eigna sér verk annarra í þeim efnum sem unnin voru af illri nauðsyn,“ sagði Ragnar Arnalds fyrrum menntamálaráðherra og frambjóðandi Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra, á blaðamannafundi í gær er hann boðaði í tilefni sparnaðaráætlana Sighvats Björgvinssonar. Ragnar sagði að það sem hér hefði raunverulega gerst væri það að fjármálaráðherra eignaði sér þann sparnað í ríkisútgjöldum sem unnið hafði verið að í síðustu ríkisstjórn. Ráðuneytin hefðu á sínum tíma verið beðin að gera grein fyrir því á hvern hátt þau gætu sparað, og hefðu þau gert grein fyrir því. Lagði Ragnar fram afrit af þremur bréfum þessu til sönnunar, frá samgöngu- og menntamálaráðuneytum. Þau voru dagsett fyrir stjórnarskiptin, bréf menntamálaráðuneytisins í maí og júlí, og bréf samgöngu- ráðuneytisins í september. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNOAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152- 17355 Sem dæmi um þann sparnað sem þar er ákveðinn, nefndi Ragn- ar að spara ætti 60 milljónir í samgönguráðuneytinu, 20 milljón- ir hjá Ferðamálaráði, 10 milljónir hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og 30 milljónir í rekstri hafnarmála. „Svo kemur Sighvatur og segist hafa beitt sér fyrir sparnaði hjá Ferðamálaráði!" sagði Ragnar, og kvaðst hann reikna með að dæmið liti eins út gagnvart öðrum ráðu- neytum. NÝLEGA er komin út þýdd skáldsaga, „Úrskurður hjart- ans“, eftir Charles Garvice. Er þetta ástarsaga eins og nafnið bendir tii, en áður hafa komið hér út sögur eftir sama höfund, eins og „Stella“. „Tvífarinn“, Ragnar Arnalds Varðandi greiðslujöfnuðinn við Seðlabankann sagði Ragnar að þar væri ekki um að ræða nein kraftaverk Sighvats á hálfum mánuði, heldur væri þar um að ræða að miðað væri við hagkvæm- an árstíma, er tekjur ríkisins væru að skila sér, síðari hluti árs væri alltaf hagstæðari en fyrri hlutinn. „Cymbilina hin fagra“ og „Hann unni henni“. „Urskurður hjartans er ein af gömlu, góðu skáldsögunum, sem enn eru ungar og ferskar," segir í fréttatilkynningu frá útgefanda, sem er Bókaútgáfan Setberg. „Úrskurður hjartans” þýdd ástarsaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.