Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 23 Haukur Gröndal fram- kvœmdastjóri-Minning Fæddur 3. febrúar 1912. Dáinn 17. september 1979. Við vegamót lífs og dauða íhug- um við gjarnan, hvað við getum vitað rétt um tilgang lífsins. Hvað við eigum að meta mest í lífinu? Hverjar leiðir eru okkur sjálfum og öðrum til farsældar?. „Njóttu í dag að horfa á yndis- leik alls sem þér er lánað, þar að morgni getur verið, að þú leggir upp frá því og komir aldrei aftur.“ Haukur Gröndal, sem hér er lítillega minnst, var einn þeirra samferðamanna, sem með undra- verðri gleði virtist fagna flestum dögum. Það tekur nokkurn tíma að fallast á þá staðreynd, að maðurinn með fangið fullt af verkefnum og áhugamálum skuli allt í einu vera horfinn af sjónars- viðinu fyrir aldur fram. Hér verður að sætta sig við hið óum- flýjanlega að „eitt sinn skal hver deyja". Ohs hédan klukkur kalla, ok kallar guð oss alla til sín úr heimi hér; Þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. Vald. Briem. Haukur Gröndal var fæddur í Reykjavík 3. febrúar 1912. For- eldrar hans voru Benedikt Þor- valdsson Gröndal bæjarfógetarit- ari og skáld og Sigurlaug Guð- mundsdóttir Gröndal. Börn þeirra voru auk Hauks: Valborg Elísabet, Sigurður veitingamaður og rithöf- undur, Eiríkur bifvélavirki, Ragnheiður, Þorvaldur rafvirki og Ingi hljómlistarkennari. Þrjú þessi systkini hafa látist með stuttu millibili og eftir lifa yngstu bræðurnir Þorvaldur og Ingi. Haukur stundaði nám við Versl- unarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi ungur að árum 1930. Hann var einn af stofnendum Tónlistarfélagsins í Reykjavík og síðar Tónlistarskólans. Jafnframt var hann með fyrstu nemendum hans og lagði stund á fiðlu- og lágfiðluleik. Árið 1934 kvæntist Haukur Sig- ríði Pálsdóttur, Páls Magnússonar járnsmiðs í Reykjavík og konu hans Guðfinnu Einarsdóttur. Hún lést eftir barnsburð árið 1940 aðeins 27 ára að aldri. Börn þeirra eru tvö: Páll tónlistarmaður og skólastjóri Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar og Guðfinna húsmóðir í Reykjavík. Aðeins 28 ára var Haukur orð- inn ekkjumaður með tvö ung börn. Móðir hans, Sigurlaug, kom hon- um þá til hjálpar og dvaldi síðan á heimili hans til æviloka árið 1960. Árið 1941 kvæntist Haukur öðru sinni Sigríði Hafstein dóttur Gunnars Hafstein bankastjóra í Færeyjum og síðar í Khf. og konu hans Níelsínu Hafstein. Sigríður Hafstein og Haukur eignuðust þrjá syni: Benedikt bankamaður, Gunnar fulltrúi og Haukur fram- kvæmdastjóri. Sigríður lést árið 1975 eftir langvarandi veikindi. Barnabörn Hauks eru nú 11 og barnabarnabörnin 2. Þriðju konu sinni Súsönnu Hall- dórsdóttur frá Vestmannaeyjum kvæntist Haukur í desember 1978. Þau höfðu að því leyti áþekka lífsreynslu, að bæði höfðu misst lífsförunauta sína. Það fór því vel saman og nutu þau þess bæði í ríkum mæli, þó um allt of skamma - RTHUGIO! Dukin uátrvggingnruernd Viö getum nú boöiö bifreiöaeigendum aukna vernd fyrir skaöabótakröfum meö því aö hækka upphæö ábyrgöartryggingar bifreiöa samkvæmt eftirfarandi töflu Hækkun úr 24 millj. í 36 millj., iögjaldiö hækkar um 4% Hækkun úr 24 millj. í 48 millj., iögjaldiö hækkar um 6% Hækkun úr 24 millj. í 120 millj., iögjaldiö hækkar um 10% Vegna veröbólgunnar er þörfin fyrir hækkun vátryggingarupphæöarinnar oröiö mjög brýn. Viö bendum á aö hægt er aö hækka upphæöina strax, ef þér óskiö þess. EITT SÍMTAL VIÐ TRYGGINGAFÉLAG YÐAR NÆGIR! ALMENNAR TRYGGINGAR HF. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS, TRYGGING HF. ABYRGÐ HF. umboðsfélag Ansvar International SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. stund væri. Söknuður Súsönnu er mikill, en ylur minninganna mild- ar. Hún var við hlið hans er hann skyndilega kvaddi þetta líf hinn 17. september s.l. Hann var lagður til hinstu hvílu við hlið ástvina sinna 25. september s.l. og fáum dögum siðar við hlið hans lítil sonardóttir. Haukur starfaði að námi loknu við verslunarstörf, en réðst fljót- lega til starfa við Smjörlíkisgerð- ina Smára, fyrirtæki vinar síns Ragnars Jónssonar. Árið 1946 var Haukur gerður að framkvæmda stjóra Afgreiðslu Smjörlíkisgerð- anna í Reykjavík og síðar Smjörlíkis h/f og Sólar h/f. og starfaði þar til dauðagags. Hauk- ur var traustur í öllum viðskiptum og glöggur á meginatriði hvers máls. Hann fylgdi skoðunum sínum eftir með festu og öryggi, en ávallt ljúfmannlega. Hann var samvinnugóður og bar umhyggju fyrir starfsfólki sínu. Drengileg framkoma hans vann fyrirtækjun- um álits og vinsælda. Áhugamál Hauks voru mörg, þó hæst beri áhuga hans á tólist. Til tólistar- mála lagði hann fram mikið og óeigingjarnt starf, sem margir njóta góðs af um ókomna framtíð. Til marks um hve mikils var metið framlag Hauks til tónlistarlífs í Reykjavík, er að Tónlistarfélagið stóð fyrir tónleikum sem helgaðir voru minningu hans hinn 27. október s.l. Ferðalöngun var honum í blóð borin. Haukur naut þess í ríkum mæli að ferðast, sjá og kynnast lífi, litum og listum og miðla öðrum af skemmtilegri reynslu sinni og þekkingu. Lífið krafiðst þó mikils af honum og lagði á hann ungan þungar skyldur, „En á bjartan orftstir aldrei tellur umifjörftin er KÖbra drengja hjörtu“ Gr. Thomsen. 1 Klukkurnar hafa kallað Hauk Gröndal héðan til bjartari heima og kærkominna endurfunda þar sem hann fær notið unaðar hinnar miklu eilífu hljómkviðu. Það er ljós yfir leiðum minninganna en söknuður nánustu ættingja hans er sár þegar slík leiðandi hönd er hrifin svo skyndilega frá þeim. En það er birta yfir veginum því Haukur Gröndal hefur með lífi sínu og starfi látið ættingjum, vinum og samstarfsmönnum sínum eftir traustan vegvísi og óbrotgjarnan minnisvarða. Bj. Ólafsson. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.