Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 255. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flugfélög sektuð Washington. 17. nóv. Reuter. BANDARÍSKA flugmálastjórnin sektaði i dag flugfélögin Americ- an Airlines og Continental Airlin- es alls um 600,000 Bandaríkjadali, eða jafnvirði 235,2 milljóna króna, fyrir að beita röngum aðferðum við viðhald á DC-10 breiðþotum. í tilkynningu flugmálastjórnar- innar sagði, að flutfélögin tvö hefðu ekki farið að ráðum framleiðenda varðandi viðhald og notað gaffallyft- ara til að taka hreyfil og festingu hans í heilu lagi af vængnum, í stað þess að taka hvorn hlutinn fyrir sig. Sagði, að með þessari aðferð hefðu festingarnar að líkindum skemmst og mætti raunar rekja skemmdir á fimm þotum American Airlines og fjórum þotum Continental Airlines til þessarar viðhaldsaðferðar. Einnig var American Airlines sektað fyrir að taka þotur í notkun án þess að fullnaðarviðgerð færi fram á löskuð- um hreyfilfestingum. Opinber rannsóknarnefnd, sem rannsakaði slysið í Chicago, er DC-10 þota frá American Airlines fórst í flugtaki, komst að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins hefðu verið skemmdir í hreyfilfestingu. Þessir kátu og galvösku krakkar voru að leik í Breiðholti þegar ljósmyndara Mbl. ól.K.M. bar þar að. Khomeini sleppir öllum konum og svertingjum Teheran, 17. nóvember. AP. AYATOLLAH Khomeini fyrir- skipaði í dag, að sleppt yrði úr haldi öllum konum og blökku- mönnum, sem er haldið í gíslingu i bandariska sendiráðinu í Teher- an, ef ekki sönnuðust á þau „njósnir14. Trúarleiðtoginn fól utanríkis- ráðuneytinu að sjá um að slíkum gíslum yrði sleppt tafarlaust og að þeir yrðu sendir til Bandaríkj- anna. Öðrum gíslum eða „atvinnu- njósnurum“ verður ekki sleppt samkvæmt tilskipun trúarleiðtog- ans að sögn BBC fyrr en írans- keisara og „öllum ránsfeng hans“ verður skilað. Talið er að sex eða sjö banda- rískar konur og nokkrir svartir landgönguliðar séu í hópi um 62 bandarískra og átta annarra gísla sem hafa verið í haldi í band- aríska sendiráðinu í Teheran síðan 4. nóvember. Hingað til hafa stúdentar í sendiráðinu neitað að sleppa gíslunum nema því aðeins að Bandaríkjamenn framselji fyrr- verandi Iranskeisara svo að hægt verði að leiða hann fyrir rétt og ákæra hann fyrir stríðsglæpi. En keisarinn er með krabbamein og er í sjúkrahúsi í New York og Bandaríkjamenn neita að fram- selja hann. Tilkynningin var birt að loknum fundi Khomeinis og Abolhassa Bani Sadr utanríkisráðherra sem sagði á eftir: „Það er ekki hægt að heyja stríð án skaða og tjóns, en Bandaríkin verða fyrir margfalt meira tjóni en íran.“ Hann sagði þetta þegar hann var spurður um efnahagslegar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn íran. Lundúnum, 17. nóvember AP, Reuter MIKIL reiði ríkir nú i Bretlandi vegna máls Anthony Blunts, sov- éska njósnarans sem játaði sekt sina fyrir 15 árum en var engu að siður látinn halda stöðum sinum, meðal annars sem lista- ráðunautur Bretlandsdrottn- ingar. „Hver stjórnar Bret- landi... stjórnmálamenn eða 8kriffinnar?“ spyrja sum stærstu blöð Bretlands með stór- um fyrirsögnum á forsiðum i dag. Sir Alec Douglas Home, sem var forsætisráðherra þegar Blunt viðurkenndi njósnir, vissi ekkert um játningar Blunts. í Washington fyrirskipaði dóm- ari að aflétt skyldi banni ríkis- stjórnarinnar við mótmælaað- gerðum írana í Bandaríkjunum. Stjórnvöld höfðu óttazt að slíkar aðgerðir gætu leitt til hefndarað- gerða gegn bandarísku gíslunum í Teheran, en Aubrey Robinson Mikil reiði á Bretlandi vegna Bluntmálsins Leyniþjónustan virðist alveg hafa farið sínar eigin leiðir i þessu máli án þess að láta æðstu menn ríkisins vita. Þetta hefur vakið mikla reiði. Þá hefur það komið fram, að hvorki Harold Wilson né Edward Heath, fyrr- um forsætisráðherrar, vissu um játningar Blunts. dómari kvað enga sönnun fyrir því að gíslunum yrði stefnt í hættu. Stjórnvöld óttuðust að íranskar mótmælaaðgerðir í Bandaríkjun- um gætu leitt til gagnmótmæla bandarískra borgara þannig að ólgan gæti aukizt stig af stigi. Getgátur voru uppi um það í dag, að Blunt hefði ekki yfirgefið landið. Nánir vinir hans hafa sagt, að hann hafi ekið á brott í gær ásamt vini sínum til ókunns staðar í Bretlandi. Þá komst sá orðrómur á kreik, að hann væri á Ítalíu. Athony Blunt, sem nú er 72 ára, er kynvillingur. Hann var meðlimur í klúbbi kynvillinga í Cambridge á fjórða áratugnum. Það voru einnig Burgess og MacLean, sovésku njósnararnir, sem Blunt hjálpaði að komast til Sovétríkjanna. Blunt notaði klúbb kynvillinga í Cambridge til Verðið miðað við hitastig Chicago, 17. nóvember. Reuter. FRAM til næstkomandi ára- móta verður gistiverð á McCormack Inn hótelinu miðað við lofthitann. Verður verð herbergisins í dollurum það sama og hitinn er í gráðum á Fahrenheit þegar gestir skrá sig inn á hótelið, þ.e. verði hitastigið 20 gráður (sex stiga frost á Celcius) kostar herberg- ið 20 dollara o.s.frv. Og standi mælirinn á núlli fá gestir fría gistingu, en venjulega kostar einnar nætur gisting á hótelinu 86 dollara. Verði veðurfar í Chicago í vetur álíka og síðast- liðinn vetur koma a.m.k. tveir dagar til áramóta sem gestir fá fría gistingu á hótelinu. að komast yfir menn til að njósna fyrir Sovétríkin. Ekki er ljóst hvort Elísabeth drottning vissi um njósnir lista- ráðgjafa síns, Blunts. Margaret Thatcher, forsætisráðherra sagði í þinginu, að einkaritara drottn- ingar, Sir Michael Adeane, hefði verið tilkynnt um njósnir Blunts þegar á árinu 1964. En hvort drottningin sjálf vissi um njósnir Blunts hefur ekki verið staðfest í Buckinghamhöll. Lögfræðingur Blunts tilkynnti blaðamönnum í dag að hann væri í Bretlandi og myndi gefa út yfirlýsingu fyrir lok næstu viku. Hverjir stjórna, stjórn- málamenn eða skriffinnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.