Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 Sjálfstæðisflokkurinn: Opið hús á þrem- ur stöðum í dag SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykjavik eru með opið hús á tveimur stöðum í borginni i dag, og i gær var opið hús á tveimur stöðum, í Árbæjarhverfi og i Breiðholtshverfi. í dag verður siðan opið i Átthagasal Hótel Sögu, í Valhöll við Háaleitisbraut Tafir í lofti og álegi ALLT innanlandsflug lá niðri fram eftir degi í gær vegna snjókomu og illviðris víða um land. Þá tafðist Herjólfur vegna þess, að illfært var austur yfir heiðina með farþega úr Reykjavík. Þegar Morgunblaðið hafði tal- stöðvarsamband við Herjólf laust eftir hádegi í gær sagði Sigmar Þór Sveinbjörnsson stýrimaður að skipíð hefði tafist um eina klukku- stund, en blíðuveður var í sjóinn og margir farþegar með. Um 150 farþegar voru með báðar leiðir í gær. og í Glæsibæ. Á þessum stöðum verða frambjóðendurnir Albert Guðmundsson, Guðmundur H. Garðarsson og Ragnhildur Helgadóttir, en í gær voru þeir Guðmundur og Friðrik Sophus- son mættir til staðar. Auk fyrrnefndra frambjóðenda verða aðrir frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins í förum milli staða, heilsa upp á fólk og svara fyrirspurnum. Á hverjum stað verður hægt að fá kaffi og með- læti, auk þess sem ýmislegt verður gert til skemmtunar. Meðal þeirra sem munu koma fram og skemmta eru Guðrún Á. Símonar, Magnús Jónsson, Halli, Laddi og Jörundur, Brúðuleikhús kemur og Gunnar S. Björnsson mun syngja við undirleik Birgis ísleifs Gunnarssonar. Öllum er heimill aðgangur að þessum „opnu húsum" sjálfstæð- ismanna, og eru skemmtiatriði miðuð við það að öll fjölskyldan hafi gaman af að koma. INNLENT AUKNING ERLENDRA LANA 1979 : 20 MILLJARÐAR ENDURGREIÐSLUR. ERLENDRA LÁNA: JO MILLJARÐAR ERLENDAR LÁNTOKUR 1979 50 MILLJARÐAR Erlend skuldasöfnun og vinstri stjórnin LÍNURITIÐ sýnir á hvern hátt vinstri stjórnin jók erlendar skuldir á árinu 1979 um 20 milljarða króna. Tölurnar eru áætlaðar, þar sem endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir. I árslok voru erlendar skuldir 236,1 milljarður króna. Miðað við 50% hækkun meðalgengisi má búast við því að þessi skuld verði í árslok um 355 milljarðar króna + 20 milljarðar, sem er skuldaukningin á árinu. Mun því láta nærri að nú við árslok verði skuldin 375 milljarðar króna eða 1,7 milljónir á hvert mannsbarn í landinu. Lántökur á árinu 1979 verða um 50 milljarðar, en endur- greiðsla gamalla lána verður um 30 mílljarðar króna eða tæplega það. Akureyri: Úr trúnaðarskjölum Alþýðuflokks: Mikið tjón í eldsvoða „Vinstri stjómir eiga auðvit- að framtíð fyrir sér enn“ Akureyri, 17. nóvember. MIKIÐ tjón varð á íbúð í norður- enda hússins að Brekkugötu 13 er eldur kom þar upp um klukk- an 02.30 i nótt. Eldurinn kvikn- aði í herbergi á efri hæð, en ibúðin er á tveimur hæðum. Var herbergið mannlaust. Fólkið, sem var á neðri hæðinni, varð ekki eldsins vart fyrr en hann var orðinn mjög magnaður. Þegar slökkviliðið kom logaði út um glugga á vesturhlið, en vegna þess hve lygnt var og skammt að fara frá Slökkvistöðinni náðu slökkviliðsmenn tökum á eldinum mjög fljótt, svo að hann náði ekki að breiðast verulega út. Húsið er úr timbri, tvær hæðir á háum kjallara og í því eru 3 íbúðir, ein í norðurenda og tvær í suðurenda. í kjallaranum eru skó- vinnustofa og rakarastofa. Skemmdir urðu nokkrar um allt húsið af reyk, en verulegar af eldi í norðurendanum. Stór íbúðarhús úr timbri eru sitt hvorum megin við þetta hús og mjög stutt á mill húsanna, þannig að hér fór betur en á horfðist. - Sv.P. í TRÚNAÐARSKJÖLUM, sem Alþýðuflokkurinn hefur dreift til trúnaðar- manna sinna er því lýst yfir, að „vinstri stjórnir eiga auðvitað . framtíð fyrir sér enn“. í skjölum þessum segir, að „innan Álþýðubandalagsins, eink- um í verkalýðsarmi „Margir framsóknarmenn innan Alþýðubandalagsins44 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ boðaði til fundar meðal íslendinga i Ósló, einkum íslenskra stúdenta. á • föstudaginn, þann 16. nóvember. Fundurinn var haldinn í kaffi- terfu i Stúdentaheimilinu i Kringsjá og þangað komu tuttugu og þrír menn, flestir islenskir námsmenn i Ósló. Á fundinum flutti Bragi Guð- brandsson, fyrrverandi formaður SÍNE og nú frambjóðandi á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, yfirlit um stöðu stjórnmála og stefnu stjórnmálaflokka. Bragi hef- ur verið á ferðalagi um Norður- löndin öll til að hitta íslenska stúdenta. Hafði hann meðal annars verið í Árósum og Lundi og var á leið til Kaupmannahafnar. Hann hóf mál sitt á því að lýsa nýrri stefnu Sjálfstæðisflokksins, Leift- ursókn gegn verðbólgu. Eftir að hann hafði fjallað nokk- uð ítarlega um hana hófust deilur milli hans og fulltrúa Fylkingar- innar sem voru á fundinum. Fylk- ingarmenn deildu hart á fráfarandi vinstri stjórn og hlut Alþýðu- bandalagsins í henni, sem þeir töldu rýran og ómerkilegan. Þeir deildu á það, að kaupmáttur hefði í raun lækkað frá því 1977 til dagsins í dag. Þeir deildu á, að Alþýðubanda- lagið hefði svikið og brugðist stefnu sinni í herstöðvarmálinu og ekki lagt neina áherslu á að herinn færi og ekki væri því lengur á Alþýðu- bandalagið að treysta í því máli. Þá — segir Bragi Guðbrandsson, einn frambjóð- enda Alþýðu- bandalagsins deildu þeir á það, að Alþýðubanda- lagið skyldi standa gegn því að Fylkingin fengi aðild að ríkisfjöl- miðlunum til að kynna framboð sitt. Sögðu þeir Alþýðubandalagið vera hrætt við Fylkinguna og Alþýðubandalagið væri ekki lengur róttækur baráttuflokkur verkalýðs, heldur ósköp ómerkilegur krata- flokkur. Bragi svaraði fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins. Hann sagði meðal annars, að Fylkingin ræki það sem hann kallaði „guðspjallapólitík", og sagði Alþýðubandalagið vera að þróast til hægri í íslenskum stjórn- málum og hægri öfl hefðu náð á því tökum. Væri ástæða þess meðal annars sú, að Fylkingarfólk starf- aði þar ekki. Kvaðst hann hafa gengið í Alþýðubandalagið fyrir mánuði og farið í framboð til þess að auka róttækni Alþýðubanda- lagsins. Sagði hann marga í raun og veru aðeins vera í Alþýðubanda- laginu vegna stefnu þess í her- stöðvarmálinu, sem að vísu hefði ekki tekist að fylgja fram í síðustu stjórn, en að öðru leyti væru þessir menn fyrst og fremst framsóknar- menn. Varðandi herstöðvarmálið sagði Bragi ennfremur, að stjórnin hefði ekki veriö mynduð vegna brottfar- ar hersins, heldur fyrst og fremst til að hnekkja „kaupránslögum" íhalds og framsóknar, og hefði það tekist. Hermálið hefði aldrei verið aðalmálið, en það hefði átt að taka til endurskoðunar innan árs. Bragi taldi Alþýðubandalagið því ekki hafa svikið í hermálinu, það hefði aðeins haldið sig innan ramma þess sem mögulegt var að gera. Hvatti hann menn til að starfa meira innan Samtaka herstöðvaandstæð- inga. I máli fundarmanna kom meðal annars fram, að bréf Alþýðubanda- lagsins til stúdenta erlendis sem nýlega var sent væri fyrst og fremst væmið sjálfshól í sambandi við námslán. Rangt væri að telja SÍNE deild í Alþýðubandalaginu eins og oft virtist gert, og margir töldu það ekkert sjálfsagt að Al- þýðubandalagið tæki óbeðið að sér að kæra alla stúdenta erlendis inn á kjörskrár. Þá töldu margir að hlutur kvenna í framboðum Al- þýðubandalagsins væri allt of lítill. Eftir þessar deilur milli Alþýðu- bandalagsins og Fylkingarinnar á fundinum upphófust aftur almenn- ar umræður, og var þá fyrst og fremst rætt um stefnu Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum, þar til fundinum lauk. flokksins, eru margir, sem gera sér grein fyrir því að verðbólgan er verkafólki ekki til góðs.“ Verkalýðs- og sjómanna- félag Vopnaf jarðar: Formaður Sjálf- stæðisfélagsins kjörinn formaður HILMAR Jósefsson var kjörinn formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Vopnafjarðar á aðalfundi félagsins sem haldinn var á fimmtudaginn. Þykir það nokkrum tiðindum sæta að sjálfstæðismaður skuli vera kjörinn formaður i félag- inu, en Hilmar er formaður Sjálf- stæðisfélags Vopnaf jarðar. Verkalýðs- og sjómannafélag Vopnafjarðar hefur lengst af verið undir stjórn Alþýðubandalags- manna, og Gísli Jónsson fráfarandi formaður er yfirlýstur Alþýðu- bandalagsmaður. Jafnframt segir í þessum trúnaðarskjölum, að for- sendan fyrir vinstri stjórn- um sé sú, að „Alþýðubanda- lagið hverfi alveg frá Lúðvískunni, um bullandi þenslu, þar sem allt er látið vaða á súðum... Meðan Lúðvískan og hatrið á Al- þýðuflokknum ríður húsum í Alþýðubandalaginu er ekki á góðu von.“ í gæzluvarðhald TVEIR ungir menn hafa verið úrskurðaðir í gæziuvarðhald til 28. nóvember n.k. grunaðir um þjófnað á hijóðfærum. Sakadómur Reykja- vikur kvað upp þessa úrskurði á föstudagskvöld. Innbrot var framið í verzlunina Tónkvísl við Laufásveg aðfararnótt s.l. föstudags og stolið hljóðfærum að verðmæti 3,5—4 milljónir króna, að sögn verzlunarstjóra. Hluti þýfisins hefur fundist. UngtTólk heldur fund með Halldóri Blöndal UNGT fólk á Akureyri gengst fyrir fundi með Halldóri Blöndal n.k. mánudagskvöld klukkan 20,30 i Sjálfstæöishúsinu. Ávörp flytja Steindór Stein- dórsson, Guðmundur H. Frí- mannsson, Líney Árnadóttir og Sigurður J. Sigurðsson. Þá mun Halldór flytja stutt ávarp og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Björn J. Arnviðarson. Á fundinn koma Halli, Laddi og Jörundur og munu þeir skemmta viðstöddum með glensi og gamni. AUir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Halldór Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.