Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 45 Unglingar með ólæti í Breiðholti A fimmtudagskvöld varð sá at- burður við Norðurfell í Breið- holti, að stór hópur unglinga lokaði götunni með snjó og varð að kalla til lögregluna. Að sögn Bjarka Elíassonar yfir- lögregluþjóns komust strætis- vagnar ekki leiðar sinnar vegna þessara aðgerða unglinganna. Voru snjóruðningstæki þá fengin á staðinn en unglingarnir hópuð- ust að þeim og héngu aftan í þeim á meðan þau voru að störfum og skapaði það stórhættu. Ennfrem- ur gerðu unglingarnir aðsúg að strætisvagni og lögreglubíl og gerðu stórskotahríð að þeim með snjóboltum. Brotnaði rúða í stræt- isvagninum og rúða sprakk í lögreglubílnum. Þá fékk lögreglu- þjónn snjóbolta í auga og meiddist hann lítils háttar. Bjarki Elíasson sagði í gær, að kveikjan að þessum ólátum hefði líklega verið mynd í einu dag- blaðanna nú í vikunni, sem sýndi menntaskólanema loka götu með snjó. Sagði Bjarki, að unglingarn- ir gerðu sér ekki grein fyrir hættunni sem skapaðist vegna þessa og sagði hann að menn frá lögreglunni hefðu í gær farið í Fellaskóla og rætt þennan atburð við yfirvöld skólans. Kvað Bjarki það von allra að svona atburðir endurtækju sig ekki. Gamla fólkið fékk endurskinsmerki FYRSTI útborgunardagur ellilíf- eyris var í vikunni og lögðu því margir aldraðir leið sina í Tryggvastofnun ríkisins við Laugaveg til þess að sækja ellilíf- eyrinn. Lögreglan og umferðarnefnd Reykjavíkur notuðu tækifærið og afhentu gamla fólkinu endur- skinsmerki ókeypis og mæltist þetta mjög vel fyrir hjá gamla fólkinu, að sögn Oskars Ólasonar yfirlögregluþjóns. Alls voru af- hent 7—800 endurskinsmerki í gær. Samkvæmis- og gömlu dansarnir í Þórscafé Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur áhugi á dansi stöðugt farið vaxandi. Aðsókn að dansskól- um er mikil en skort hefur tilfinnanlega aðstöðu fyrir fólk til þess að dansa gömlu dans- ana og samkvæmisdansa. For- ráðamenn Þórscafés hafa ákveðið að bæta úr brýnni þörf og efna til dansleikja á sunnu- dagskvöldum sem sniðnir verða að þörfum þessa fólks. Vandað verður til tónlistarinnar sem valin verður með sérstöku til- liti til gömlu og samkvæmis- dansanna. Að sögn Heiðars Ástvaldsson- ar hefur verið nánast ómögulegt fyrir dansáhugafólk að fara út á skemmtistaðina til þess að dansa þar sem dansgólf hafa einatt verið yfirfull. „Það má segja að danshúsin hafi ekki sinnt þessum hópi manna sem skyldi en nú sýnist mér það séu einhverjar breytingar að verða á þessu. Ég get ekki annað en fagnað því þar sem dansinn hefur verið um áraraðir mitt áhugamál," sagði Heiðar Ást- valdsson. Basar BASAR Kvenfélags Hreyf- ils verður í dag, sunnudag 18. nóvember kl. 14 í Hreyf- ilshúsinu við Grensásveg. Meðal muna verða kökur og lukkupokar og einnig verð- ur kaffisala. Allur ágóði rennur til styrktar Hreyf- ilsbílstjórum og í ýmsa góðgerðarstarfsemi. Model 1980 TOPP Litsjonvarpstæki á veröi sem á sér ekki hliöstæöu Engir milliliðir. Ánébyrgð — 3 ár i myndlampa. Tækin koma í gámum baint frá framleiðanda. Ekta viðarkaui ■■^^^■■■^■■■■i Paliaander- Teck- Hnota Verzlið beint við fagmanninn, SJÚNVARPSVIRKINN það tryggir örugga þjónuatu. Aw ARNARBAKKA 2 22“ kr. 542.000. Staögr. kr. 520.000 26“ kr. 602.500.- Staögr. kr. 578.500 silora gjaíavörur studio-line A. EINARSSON & FUNK Laitía\tói 85 Rosenthal býður yður ýmislegt fleira en postulín og platta. Komið í verzlun okkar og skoðið hinar frábæru gjafavörur, — glervöru, postulín og borðbúnað í ýmsum verðflokkum. Rosenthal merkið tryggir frábæra hönnun fyrir heimilið. Rosenthal vörur - gullfallegar — gulltryggðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.