Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lært af reynslunni," sagði Geir Hallgrímsson formaður flokksins, þegar hann kynnti blaðamönnum kosningastefnu Sjálfstæð- ismanna í efnahagsmálum. í hópi góðra vina Geirs var haft á orði, þegar þessi merka yfirlýsing var rædd; „Hann hefði átt að segja, ég hef lært af reynslunni." „Já,“ sagði annar „því að úrslit kosn- inganna ráðast af því, að Geir endurvinni sér það traust meðal kjósenda, sem þeir hafa sýnt nonum nær allan stjórnmálaferil hans.“ Skapgerð stjórnmálamannsins Geirs Hallgrímsson- ar er hins vegar þannig, að hann setur sjálfan sig ógjarnan í þá stöðu, að sigrar eða ósigar brotni á honum sjálfum. Því var haldið fram fyrr á árum, að helsti ókostur Geirs Hallgrímssonar í stjórnmálum væri sá, að hann hefði aldrei lent í neinni persónulegri „pólitískri eldraun". Þessi fullyrðing byggðist þá á því, að stjórnmálaframi hans hefði verið sléttur og felldur. Þar hefði allt gerst svo að segja að sjálfu sér. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og Geir Hallgrímsson hefur marga pólitíska hildi háð, en vegna skapgerðar hans hefur aldrei skorist þannig í odda, að hugmóður og ofsi hafi náð yfirhöndinni yfir skapfestu og sáttfýsi. Formannsár Geirs Hallgrímssonar í Sjálfstæðis- flokknum hafa verið tímar stórsigra og mikilla áfalla. Geir Hallgrímsson hefur ekki tapað jafnaðargeði sínu við það fremur en í „þorskastríðinu" við Breta 1975—76, þegar hann ítrekaði í tíma og ótíma nauðsyn þess að menn töpuðu ekki ró sinni, væru ekki taugaveiklaðir og héldu jafnaðargeði. Stuðnings- mönnum Geirs Hallgrímssonar innan Sjálfstæðis- flokksins finnst, að hann hafi of oft látið alls kyns sundrungaröfl ná of langt með frekju og hótunum. Jafnvel þeir menn, sem teljast almennt til foystu- sveitar flokksins hafa lagt á ráðin um nart í garð formannsins, sem þjónar engum öðrum tilgangi en draga úr baráttuþrekinu innan flokksins, því að þeir, sem stjórna þessari starfsemi bæði leynt og ljóst ættu enga möguleika á því að feta í fótspor Geirs Hallgrímssonar tækist þeim það ætlunarverk sitt að gera honum ókleift að gegna formennsku í flokknum. Það kom glöggt fram á síðasta landsfundi flokksins. Dæmigerð um þær eitruðu aðferðir, sem beitt hefur verið gegn Geir Hallgrímssyni innan raða Sjálfstæð- ismanna eru ítrekuð leiðaraskrif Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra Dagblaðsins. Þau ganga í stuttu máli út á það, að í formannstíð sinni hafi Geir Ha- llgrímsson leitast við að koma vildarmönnum sínum til allra áhrifa í Sjálfstæðisflokknum og hefur ST JÓRNMÁL AM AÐURINN GEIR HALLGRÍMSSON kýs hann greinilega að ræður sínar séu sléttar og felldar. En nú segir Geir Hallgrímsson: „Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lært af reynsl- unni.“ í því felst að ekki verður með hægfara aðgerðum ráðist gegn verðbólg- unni, heldur verður hafin „leiftursókn" gegn henni, fái flokkurinn umboð kjós- enda. Látið verður skeika að sköpuðu. Sem forsætisráðherra í stjórn með fram- sókn lærði Geir, að ekki verður snúið af ógæfuleiðinni með smáskammtalækn- ingum. Kýlið verður að fjarlægja allt, þótt aðgerðin kunni að vera sársaukafull, á meðan á henni stendur. En vonin um skjótan og fullan bata leyfir að áhættan sé tekin. Sjálfstæðisflokkurinn er þannig sam- ansettur, að innan hans togast á ólíkir hagsmunir. Flokkurinn spannar í raun allar stéttir og landshluta. Það er mikið vandaverk að sameina þessa ólíku krafta þannig að þeir verði að einu átaki. Flokkurinn hefur frá upphafi lotið for- ystu þeirra, sem með persónuleika sínum hafa getað laðað fram þá sáttfýsi meðal manna, að flokkurinn hefur málefnalega talað einni röddu. Hver þessara forystu- manna hefur beitt þeirri aðferð, sem honum hefur verið að skapi til að ná þessu markmiði. Líklega hefur Geir Hallgrímsson valið erfiðustu leiðina, því að sjaldan hafa jafn margir verið kallaðir til stefnumótunar og í hans formannstíð. Enginn íslenskur stjórn- málaflokkur sameinar jafn ólíka hags- muni og Sjálfstæðisflokkurinn. Engir aðrir flokksforystumenn hafa hlotið jafn víðtæka þjálfun í að riá sameiginlegri niðurstöðu með sáttum og leiðtogar Sjálfstæðisflokksins. Það liggur því jafn- framt í hlutarins eðli, að þeim sem hlotið hafa traust til formennsku í Sjálfstæðis- flokknum er best treystandi til að fara með forystu í landsstjórninni. Þeir hafa á bak við sig þann breiða stuðning, sem er forsenda velfarnaðar sé rétt á málum haldið. Geir Hallgrímssyni hefur tekist að veita Sjálfstæðisflokknum þessa mál- efnalegu forystu. Nú gerist það í þessum kosningum, að flokksmenn hætta að láta málefnin ráða í tvéimur kjör- dæmum og þar ganga Sjálfstæðismenn sundraðir til kosninganna. Engum getur verið þetta sárara en sáttamanninum Geir Hallgrímssyni. Þetta hlýtur að vera eins og fleinn í holdi þess manns, sem gerir þá kröfu fyrst og síðast til manna, að þeir starfi að settum leikreglum og sætti sig við úrslitin, þegar upp er staðið. Sú krafa hefur verið gerð til hans, að hann sætti sundrungarmennina og fái þá til að fallast á ákvarðanir réttra aðila í flokkskerfinu. En aðstæður allar eru þannig, að sáttum varð ekki við komið. Þröngsýni og þvermóðska annars vegar og persónuleg virðing hins vegar ráða ferðinni. Þær kenndir verða ekki brotnar á bak aftur nema beitt sé valdi og jafnvel kúgun, en til slíkra hluta er Geir Hallgrímsson ófáanlegur. Dagblaðið í þeim tilgangi notað orðið „flokkseigend- afélag" svo oft að það er orðið að gamalli lummu, sem misst hefur allt bragð. Félagsskapurinn „flokkseig- endafélag" er ekki til nema í hugarheimi ritstjóra Dagblaðsins og þar var hann að öðrum þræði búinn til í því skyni að skapa meðaumkun með Dagblaðinu. En eins og menn muna reyndu aðstandendur blaðsins að gera sjálfa sig að einskonar píslarvottum, þegar þeir voru að stíga fyrstu skrefin í útgáfumálum — þá var nauðsynlegt að glíma við „verðugan" andstæðing og þess vegna bjó ritstjórinn „flokkseigendafélagið“ til. Áróður Dagblaðsins um ofríki Geirs Hallgrímsson- ar innan Sjálfstæðisflokksins á alls ekki við rök að styðjast, hitt er miklu nær sanni, að þeir sem næst Geir Hallgrímssyni standa innan flokksins finnist hann bregðast af of miklu langlundargeði og jafnvel linkind við þeim vélabrögðum, sem beitt er. Geir Hallgrímsson er stjórnmálamaður af þeirri gerð, sem telur sjálfsagt og eðlilegt, að aðrir komi fram við sig með sama heiðarleika og hann sýnir þeim. Hann er gegnum færður „séntilmaður" til orðs og æðis. Hann er maður sátta og tillitssemi. Honum er ekki einu sinni um það gefið í ræðum sínum að vega að pólitískum andstæðingum af mikilli hörku. Hann vill með sanngirni reyna að finna þann flöt á málum, sem flestir geta sætt sig við. Þessi viðleitni hans nýtur sín ekki, þegar hann á við óverðuga andstæð- inga að etja, menn, sem sýna undirferli, ganga ávallt á lagið og láta sér ekki segjast fyrr en í fulla hnefana. Geir Hallgrímssyni verða ekki á pólitísk mistök í þeim skilningi að hann taki í fljótræði rangar ákvarðanir. Hann veltir öllum kostum vel fyrir sér og er ekki skjótur til ákvarðana. En þegar þær eru teknar, eru þær undantekningarlaust réttar og vel rökstuddar og hann leggur sig fram um að þær nái fram að ganga. Geir er ekki maður, sem tekur pólitíska áhættu, sjái hann annan möguleika. Þess vegna var það til dæmis borin von, að búast við því, að sem forsætisráðherra myndi Geir sumarið 1977 biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og efna til kosninga eftir að kjarasamningarnir í júni það ár höfðu gert árangur ríkisstjórnar hans í efnahagsmál- um að engu. ímynd Geirs Hallgrímssonar meðal almennings er sú, að hann sé stirðmáll og alvörugefinn og segi aldrei meira en nauðsyn krefst. Þetta álit myndast af framkomu í útvarpi og sjónvarpi, þar sem Geir er ávallt málefnalegur og hefur ekki fallið í þá freistni nú á tímum auglýsingaskrums að fljóta ofan á eins og korktappi í ölduróti almenningsálitsins. Menn eru fljótir að gleyma í stjórnmálum, en hver man ekki hvernig Geir Hallgrímsson sló í gegn í sjónvarpi eftir prófkjör Sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar til Alþingis 1978, þegar hann svaraði spurningum Baldurs Óskarssonar, Alþýðubandalagsmanns. Þeir, sem þá viðureign sáu, kynntust þeim skapþunga, sem Geir Hallgrímsson býr yfir, en hann hemur og lætur ekki í ljós nema hann telji að sér vegið persónulega. Hann kemst sjaldan í baráttuham, þegar hann flytur almennar ræður um stjórnmál eða efnahagsmál, enda Geir Hallgrímsson hafði aðeins setið fjögur ár samfellt á Alþingi, þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Hann hafði þá aldrei gegnt ráðherraembætti né þurft að vinna málum brautargengi í samvinnu við menn úr öðrum stjórnmálaflokki. Stjórnmálareynsla hans úr borgarstjórn, þar sem hann studdist jafnan við meirihluta samflokks- manna, kom honum því ekki að fullum notum í samsteypustjórninni með Framsóknarflokknum. Auk þess hafði hann ekki öðlast þá þingreynslu, sem samráðherrar hans bjuggu yfir. Taki Geir Hallgrímsson við forsætisráðherraemb- ætti eftir næstu kosningar gerir hann það reynslunni ríkari í mörgum skilningi. Þekking hans á efna- hagsmálum þjóðarinnar er feikileg og óumdeild. Hann hefur nú við fastmótaða og einbeitta efna- hagsstefnu að styðjast. Hann veit, að sú krafa er til hans gerð, að hann ráðist gegn verðbólgudraugnum með raunhæfum hætti. Það væri í andstöðu við allan stjórnmálaferil hans, ef hann brygðist því trausti, sem honum er með því sýnt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gekk til kosninga 1974 hafði hann í tveimur málaflokkum jafnskýra stefnu og í efnahagsmálunum nú: Fiskveiðilögsagan skyldi færð í 200 sjómílur, og sjálfstæði landsins skyldi tryggt með því að eyða óvissu þeirri í varnarmálun- um, sem vinstri stjórnin hafði skapað. Að báðum þessum málum stóð flokkurinn þannig í ríkisstjórn undir forystu Geirs Hallgrímssonar, að á betra verður ekki kosið. Nú skal ráðist á efnahagsvandann með markvissri leiftursókn. Geir Hallgrímsson er heil- steyptur stjórnmálamaður og hreinlyndur, sem stend- ur og fellur með sannfæringu sinni og stefnu flokks síns. í næstu viku mun Morgunblaðiö birta svipmyndir um stjórnmálamennina Ólaf Jóhannesson (þriöjudag) og Benedikt Gröndal (fimmtudag).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.