Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 11 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Ég held mig enn við jóla- kökur, sem eiga að geymast áður en þær eru borðaðar. Mér finnst skynsamlegt að byrja að baka snemma og láta svo kökurnar sjálfar um að batna. í þetta sinn tek ég fyrir þýzka gerköku, sem þar í landi er gjarnan bökuð fyrir jól. Reyndar eru Þjóðverjar og næstu nágrannar snjallir í köku gerðarlist, og því gott að læra af þeim. Það er mælt með því, að hún sé ekki snædd fyrr en hún er orðin hálfs mánaðar gömul og gjarnan má hún vera eldri. Góða skemmtun! Stollen Þetta er eins og ég sagði þýzk jólakaka og afar vinsæl þar í landi. Það er líka auðskilið þeim, sem hafa smakkað hana. Auðvitað eru til fjölmargar útgáfur af henni og það fer m.a. eftir svæðum. Sú þekktasta er þó líklega stollen frá Dres- den, sem fylgir hér á eftir. Ekki veit ég gjörla hvað nafnið þýðir, en samkvæmt orðabókum getur það m.a. þýtt stofn eða stoð eða eitthvað á þá leið. Hvort sem það er nú rétta merkingin eða ekki, þá gæti það átt vel við, því hún er aflöng eins og vænt brauð. Helzta útlitssérkenni hennar er kryppa, sem gengur eftir henni endilangri. Deigið er ger- deig og í því er mikið smjör, svo kakan geymist vel án þess að þorna. Auk þess eru svo gjarnan þurrkaðir ávextir í henni, og þeir sjá henni auðvit- að einnig fyrir raka. Eins og gjarnan í ávaxtakökum eru ávextirnir bleyttir í vökva. Það er hvergi sparað til jólanna og Þjóðverjar hella sætu rommi á ávextina. En það er fleira gott en rommið, t.d. sérrí og sætt hvítvín, að ógleymdum ávaxta- safa, t.d. epla-, plómu- eða apríkósusafa. Það eru því ýms- ir möguleikar. Auk ávaxtanna, sem eru settir í deigið, er kakan gjarn- an fyllt, áður en hún er bökuð. Fyllingin er t.d. marsipan, og það tala ég nánar um hér á eftir. Þið getið hæglega sleppt fyllingunni, ef ykkur sýnist svo, og stollen frá Dresden er með réttu án fyllingar. En þá er það sjálf uppskriftin: 400 gr ljósar rúsínur 100 gr dökkar rúsínur, eða mjúkar kúrenur 75 gr sultaður sítrónubörkur (Zitronat) 75 gr sultaður appelsínubörk- ur (Orangeat) 200 gr möndlur 1 dl vökvi, ávaxtasafi eða vín, e.t.v. blandað vatni 75 gr pressuger, nýtt og fínt 125 gr sykur 350 gr smjör 750 gr hveiti, gjarnan óhv- íttað 1 msk kanell 1 dl mjólk 1 dl rjómi 1 egg ca. 75 gr brætt smjör í viðbót flórsykur. 1. Setjið ávextina í skál og hellið vökvanum yfir, þ.e. 1 dl af ávaxtasafa eða öðrum þeim vökva sem þið notið. Saxið helminginn af möndlunum gróft, en þær allar ef þið sleppið fyllingunni og blandið saman við ávextina. Látið og láta það standa á hlýjum og trekklausum stað. Hvernig er með einhvern eldhússkápinn, eða uppi á kæliskáp, ef þar er pláss? 5. Nú ef þið viljið fylla kökuna þá er þetta uppskrift að fyllingunni. 200 gr marsipan helmingurinn af möndlunum í deiguppskriftinni 100 gr flórsykur 2—3 msk vökvi, sá sami og þið notið í ávextina. Rífið marsipanið og möndl- urnar gróft. Sigtið flórsykur- inn saman við og bleytið í með vökvanum. Þetta á að verða þykkur massi, svo þið bætið í STOLLEN þetta nú standa eina nótt á eldhúsborðinu, undir einhverri yfirbreiðslu, eða lengur í kæli- skáp, allt að 3 dögum er í góðu lagi. Látið ávextina þó ná stofuhita, áður en þeim er blandað í deigið. 2. Þá er komið að sjálfum bakstrinum. Setjið gerið í bolla, stráið 1 tsk af sykrinum yfir og hrærið helmingnum af mjólkinni þar saman við. Bezt er að hún sé ylvolg, þó ekki heitari en 37°, svo gerið fari nú vel af stað. Hrærið í og látið standa þar til gerið fer að freyða, en það er merki þess að það sé sprelllifandi og tekið til starfa af kappi. 3. Bræðið smjörið og látið mesta hitann rjúka úr því. Á meðan setjið þið hveitið og sykurinn saman í skál, ásamt kanelnum. Hellið freyðandi gerblöndunni þar í og auk þess mjólkinni, rjómanum og egginu, sem þið hafi áður hrært laus- lega saman. Og ekki má gleyma 350 gr af brædda smjörinu sem nú hefur kólnað. Hrærið þetta vel saman og dembið því síðan á hveiti- stráð borð. Hnoðið nú rösklega og bætið við hveiti, eftir því sem þarf. Athugið að deigið er mjög feitt, svo það verður aldrei jafn þurrt og venjulegt brauð- deig. Því skuluð þið ekki hnoða hveiti í það um of. 4. Hnoðið nú ávöxtunum í deigið, þannig að þeir dreifist jafnt um það allt. Nú á deigið að fara aftur í skál til að lyfta sér. Þá er bezt að breiða yfir það vökva ef ykkur þykir þess þurfa. 6. Þegar deigið hefur lyft sér vel, það tekur um 2 klst., þá steypið þið því á borð og hnoðið enn rösklega. Fletjið nú deigið út þannig að lengd sé rúm- lega helmingi meiri en breidd og þannig að það passi á plötu hjá ykkur. Deigið a ekki að vera mjög þunnt. Jaðarinn, sem fer undir hinn, má gjarn- an vera þykkari. Þetta verður samt heljar flétta. Losið deigið ÞVQ2.*kx<e.öuft- Aí= CVnOLUE'M. Amwacl JAeAejwio s&CoUímm Hs.í keMtiiL FyL'-iOQ- 6F EÍOHV/tA. Sö-. frá borðinu, svo auðvelt sé að lyfta því á eftir. Ef þið hafið fyllingu með, þá setjið hana eins og pylsu eftir deiginu að endi- löngu. Síðan kemur kúnstin að móta kökuna. Þið lyftið öðrum deigjaðrinum, leggið hann yfir fyllinguna og lang- leiðina að hinum jaðrinum. Þrýstið nú deiginu niður sitt hvoru megin við miðjuna, þannig að það sé vel lokað og það myndist eins og kryppa á brauðið, eftir því endilöngu. Nú er deigið sett á smurða plötu, og lagað til eftir þörfum. Látið það nú enn lyfta sér á góðum stað, þar til það er orðið pattaralegt. 7. Setjið ofninn á 175°. 8. Setjið kökuna á neðstu rim inn i fullhitaðan ofninn. Nú á kakan að bakast í um 50—70 mín. Ef hún ætlar að dökkna um of, setjið þá smjör eða álpappír yfir hana. En nú kemur daufleg saga. Mér hefur aldrei tekizt að fá hana jafn- glæsilega út úr ofninum eins og hún var þegar hún fór inn, þ.e. kryppan hefur alltaf runnið út, og kakan jafnvel opnazt svolítið. Ég hef reynt að lesa mér til og spyrja þarlenzka, en aldrei fengið svar við þessu. Sumir segja að Þjóðverjar sjálfir noti sérstök mót, en þess er þó sjaldnast getið í uppskriftum. En hvað sem réttu eða röngu útliti líður, þá er kakan firna góð og ekkert út á bragðið að setja. Ef þið kjósið það heldur er auðvitað alveg upplagt að baka tvær kökur úr þessari uppskrift í stað einnar. Og einnig er tilval- ið að móta kökuna öðruvísi, t.d. í rúllur eða eitthvað slíkt. 9. Þegar kakan er fullbökuð, takið þið hana út og penslið með þessum ca. 75 gr af bræddu smjöri. Látið nú mesta hitann rjúka úr henni, eða í ca. 15 mín. Þá sigtið þið flórsykur yfir kökuna, þannig að sykurinn hylji hana vel. Sykurinn mynd- ar þykkan hjúp og heldur kökunni ferskri. Látið kökuna síðan kóina á grind, svo að loft leiki vel um hana. Þegar hún er alveg köld, pakkið þið henni vel inn. Það er bezt að gera með því að nota álpappír og setja hana síðan í plast. Og þá er bara eftir að láta hana standa og þroskast fram til jóla. Það er æskilegt að geyma hana á svölum stað, en annars í eldhússkáp. Þegar að því kemur að þið snæðið hana, skerið þið hana í þunnar sneiðar, skerið þær e.t.v. í tvennt, og berið þannig fram. Þá finnst mér gott að hún sé aðeins svöl, en þó ekki ísköld, því kuldi deyfir bragð. Ath. Ég nefndi í þættinum um ensku jólakökuna að þurrk- aðir ávextir frá Nutana væru einkar góðir. Það fyrirtæki býður ljómandi góðar hesli- hnetur o.fl. Ávextirnir eru hins vegar frá öðru dönsku fyrirtæki, Castus, og ég mæli mjög með þeim. r 0 Kaupmenn — verslunarstjórar! § AVEXTIRIÞESSARIVIKU Klementínur — bananar — epli rauö — epli græn — appelsínur — sítrónur — grape aldin — vínber græn — vínber blá — melónur gular — melónur grænar —perur — avocado — kókoshnetur AVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjansson hf. Sundagörðum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.