Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979
FRAMBJÓÐENDUR stjórn-
málaflokkanna halda áfram að
heimsækja vinnustaði og verður
svo fram að kosningum ef að
líkum lætur. í vikunni var einn
frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, Friðrik Soph-
usson, til dæmis í Málningar-
verksmiðjunni Hörpu og ræddi
þar við starfsfólk og svaraði
fyrirspurnum. Blaðamenn
Morgunblaðsins fylgdust með
fundinum, og er starfsmenn
fyrirtækisins sýndu frambjóð-
andanum starfsemina að því
loknu.
Friðrik byrjaði á því að ræða
nokkur stefnumál Sjálfstæðis-
flokksins, sem nú hafa verið lögð
fram, svo sem um aðgerðir gegn
verðbólgu, samdrátt í ríkisum-
svifunum og margt fleira.
Að lokinni framsöguræðu
Friðriks urðu síðan almennar
umræður og starfsfólk Hörpu
bar fram margar fyrirspurnir,
sem Fririk svaraði. Meðal þess
sem spurt var um var aðgerðir
sjálfstæðismanna gegn verð-
bólgu, um gengisfellingar og
Og hér skoðar frambjóðandinn hvernig starfsemin gengur fyrir
sig, i fylgd Richard Jónssonar, sem starfað hefur i fjóra áratugi
hjá Hörpu og er þar öllum hnútum kunnugur.
gengissig, um vístölubætur á
laun, um greiðslu tolia og að-
flutningsgjalda af vörum til
Varnarliðsins, um sölu á ríkis-
fyrirtækjum, um laun Geirs
Hallgrímssonar, um laun alþing-
ismanna og ráðherra, um há-
vaxtastefnu og raunvexti og
margt fleira.
Var fundurinn hinn líflegasti
og stóð hann í meira en klukku-
stund. Að honum loknum gekk
Friðrik síðan um fyrirtækið og
skoðaði það sem fyrr segir.
Selfoss:
Framsóknarfulltrúi
var á móti atkvæða-
greiðslu um áf engið
GUNNAR Kristmundsson bæj-
arfulltrúi Framsóknarfiokksins
á Selfossi hafði samband við Mbl.
til að leiðrétta frásögn af
atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn
Niðurstaða Hæstaréttar um vanskil vegna lausaf járkaupa:
Greiða skal almenna spari-
sjóðvexti - ekki dráttarvexti
Selfoss um það, hvort bæjarbúar
ættu að greiða atkvæði um áfeng-
isútsölu samhliða alþingiskosn-
ingunum.
Sagði Gunnar að það rétta væri,
að þrír fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins, þrír fulltrúar Fram-
sóknarflokksins og einn fulltrúi
Alþýðubandalagsins hefðu greitt
atkvæði með málinu, en tveir
verið á móti, hann sjálfur og
fulltrúi Alþýðuflokksins.
Á ÞRIÐJUDAGINN féll í Hæstarétti íslands dómur þar sem segir að ekki skuli greiða dráttarvexti á mánuði af
vanskiium vegna lausafjárkaupa heldur ársvexti, sem eru þeir sömu og eru af almennum sparisjóðsbókum á
hverjum tíma. Þeir vextir cru í dag 27% á ári en dráttarvextir eru 4’/2% á mánuði eða 54% á ári. I dómi
Hæstaréttar segir ennfremur, að með vöxtum i þessu sambandi verði að telja það, sem Seðlabanki íslands hafi i
auglýsingum nefnt „verðbólguþátt vaxta“. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, hefur ríkt nokkur
réttaróvissa um þetta atriði og nokkrir héraðsdómar hafa fallið, þar sem dæmdir hafa verið dráttarvextir af
slíkum kröfum, þeir sömu og væri um að ræða vanskil vegna víxla, tékka og skuldabréfa.
Mál það, sem um ræðir, er höfðað skulu vanskilavextir af kröfum í auglýsingum þessum „verðbóta-
af erlendu fyrirtæki á hendur vegna lausafjárkaupa reiknast hinir þátt vaxta“.“
íslenzku útgerðarfyrirtæki vegna
vanskila í sambandi við kaup á
síldarnót. Hljóðaði krafan upp á
60.311.90 bandaríkjadali auk vaxta
eða um 23,6 milljónir króna á
núverandi gengi. Dómararnir, 5 að
tölu, voru sammála um að taka bæri
til greina aðalkröfuna og dæma
útgerðarmanninn til þess að greiða
hinu erlenda fyrirtæki upphæð þá
sem um ræðir. Hins vegar urðu
dómendur ósammála um vextina og
í dómi þriggja hæstaréttardómara,
Björns Sveinbjörnssonar, Benedikts
Sigurjónssonar og Loga Einarsson-
ar, segir svo um það atriði m.a.:
„Samkvæmt langri dómvenju
sömu og innlánsvextir innlánsstofn-
ana af almennum sparisjóðsbókum.
Hefur þessi regla einnig verið látin
gílda, þótt greiðslu skuli inna af
hendi miðað við erlenda mynt. Ber
því að ákveða vexti af kröfu þessari
samkvæmt auglýsingum Seðla-
banka Islands um innlánsvexti o.fl.
frá 16. mars 1977, 18. júlí 1977, 18.
nóvember 1977, 17. febrúar 1978, 29.
maí 1979 og 30. ágúst 1979, en
auglýsingar þessar eru settar sam-
kvæmt heimild í 13. gr. laga nr.
10/1961.
Með vöxtum í þessu sambandi
verður að telja það, sem Seðlabanki
íslands hefur frá 18. júlí 1977 nefnt
Sigurgeir Jónsson og Þór Vil-
hjafmsson skiluðu sératkvæði og
segir þar m.a.:
„Eins og lýst er i atkvæði meiri
hluta dómara er það fordæmisregla,
að af kröfum vegna lausafjákaupa
skuli greiða dráttarvexti sem séu
jafnháir og innlánsvextir af al-
mennum sparisjóðsbókum. Þessir
vextir hafa breyst frá 1. maí 1975,
en eru nú 27% á ári samkvæmt
auglýsingu Seðlabanka íslands 30.
ágúst 1979. í auglýsingunni segir, að
grunnvextir séu 5%, en verðbóta-
þáttur 22%.
I málinu er dæmt um kröfu
erlends aðila á hendur íslenskum
aðilum, og ber að greiða hana í
bandaríkjadölum eða íslenskum
krónum eftir gengi bandaríkjadala
á greiðsludegi. Skuldin er þess
vegna verðtryggð að hluta. Ofan-
greindir vextir fela einnig í sér
verðtryggingu með vissum hætti. Er
það því ótæk lausn að okkar áliti að
dæma stefndu tii að greiða höfuð-
stól miðað við bandaríkjadali og
einnig vexti með verðbótaþætti.
Rétt þykir að dæma stefndu til
greiðslu vaxta, sem séu ákveðnir
með hliðsjón af þeim vöxtum, sem
greiddir eru af innlendum gjaldeyr-
isreikningum samkvæmt ákvörðun-
um Seðlabanka íslands. Ekki var
um slíka vexti að ræða 1. maí 1975,
en vextirnir af reikningum í banda-
ríkjadölum eru nú 7% á ári. Teljum
við rétt að dæma stefndu til að
greiða áfrýjanda 7% ársvexti af
kröfu hans frá 1. maí 1975 til
greiðsludags."
INNLENT
Næg atvinna
á Akranesi
Akranesi 16. nóv.
NÆG atvinna hefur verið í frysti-
húsunum á Akranesi undanfarið
en bátafiinn hefur verið heldur
tregari eftir fremur góða byl-jun.
Afli togaranna hefur verið
sæmilegur. Landað hefur verið
síld af fjórum nótaveiðibátum, um
1100 tonnum, sem hafa farið í salt
og frystingu. Nú á haustvertíð
hafa borizt 22,700 tonn af loðnu,
en alls á árinu 42,500 tonn. Fimm
stórir batar hafa stundað loðnu-
veiðar og hefur Bjarni Ólafsson
aflað mest, rúmlega 15 þúsund
lestir.
— Ásmundur.
Sjálfstæðisflokkurinn boð-
ar samdrátt í ríkisumsvifum
og aðgerðir gegn verðbólgu
Friðrik Sophusson ræðir við starfsfólk Málningarverksmiðjunnar Hörpu í hádeginu. Myndina tók
Kristján Einarsson.
sagði FriðrikSophusson á fundi hjá starfsmönnum Hörpu h.f
Kammersveit Reykjavikur:
Fyrstu tónleikar
vetrarins í dag
Fyrstu tónieikar kammersveitar Reykjavikur á nýbyrjuðu starfsári verða
i dag sunnudaginn 18. nóvember kl. 17 á Kjarvalsstöðum. Kammersvcitin
var stofnuð árið 1974 af hópi tónlistarfólks í Rcykjavík og hefur markmið
þeirra frá upphafi verið að halda uppi reglubundnu tónleikahaldi á
kammermúsik frá öllum tímaskeiðum. A hverjum vctri hefur Kammer-
sveitin haldið ferna tónleika og kynnt þar gamla og nýja tónlist og hefur
m.a. orðið ísienskum tónskáldum hvati tii sköpunar kammcrverka.
1 vetur verða tónleikar Kammer-
sveitarinnar með sama sniði og
undanfarin ár, flutt verða verk sem
sjaldan eða aldrei hafa heyrst hér á
tónleikum áður. Á fyrstu tónleikun-
um gefst reykvískum tónleikagest-
um færi á að heyra ungan píanóleik-
ara, sem aldrei hefur leikið opinber-
lega hér í höfuðborginni áður, en það
er Anna Málfríður Sigurðardóttir
frá Isafirði. Anna Málfríður nam
píanóleik hjá Ragnari H. Ragnar á
Isafirði en fór síðan til framhalds-
náms í London þar sem hún var í sjö
ár í Guildhall School of Music and
Drama. Að námi þar loknu kom
Anna Málfríður heim og settist að á
Akureyri og starfaði þar í fimm ár
við kennslu. Hún kennir nú við
Tónlistarskóla Kópavogs. Á tónleik-
unum á sunndaginn verða flutt tvö
verk, sem Anna Málfríður leikur
með Kammersveitinni, en það er
Septet eftir Hummel og Píanókvint-
ett eftir Shostakovich en auk þess
verður leikin Sextett eftir Janacék.
Fólki gefst kostur á að kaupa
áskriftarkort að öllum tónleikum
Kammersveitarinnar í vetur og
verða þau seld við innganginn að
tónleikunum á Kjarvalsstöðum á
sunnudaginn. Ennfremur er hægt að
kaupa miða á hverja tónleika fyrir
sig. Starf Kammersveitarinnar er
áhugastarf og tekjur af tónleikum
sveitarinnar notaðar til að mæta
kostnaði af tónieikahaldinu.