Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 23 Grensásdeild Borgarspítalans: Útboð þegar í stað heimilað — segir í samþykkt borgarstjórnar BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fimmtudagskvöld eftirfarandi tillögu frá borgar- fulltrúum meirihlutans: Borgarstjórn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til ríkisstjórn- arinnar, að þegar í stað verði heimilað útboð á byrjunar- framkvæmdum við sundlaug við Grensásdeild Borgarspítalans. Nokkrar umræður urðu á fundinum um tillöguna og voru borgarfulltrúar sammála um að hér væri brýnt mál á ferð. Hins vegar urðu nokkrar deilur um það hver hefði átt frumkvæði að því að tillaga um þetta mál var samþykkt í upphafi. Björgvin Guðmundsson taldi að frum- kvæði að þessu máli hefðu átt þeir Magnús Kjartansson, Jó- hann Hafstein, Einar Ágústsson og Eggert G. Þorsteinsson, er þeir fluttu tillögu til Jjingsálykt- unar um þetta efni. I umræðun- um leiðrétti Albert Guðmunds- son þennan misskilning Björg- vins og benti á að í greinargerð- inni með þingsályktunartillög- unni kæmi fram að tillaga um þetta efni hefði verið samþykkt á borgarstjórnarfundi nokkru áð- ur. Þá tillögu hefðu sjálfstæð- ismenn lagt fram. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði því átt frum- kvæði að því að tillaga um þetta efni hafi verið samþykkt. Að umræðum loknum var áð- urnefnd tillaga meirihlutans samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Basar í Hveragerði Hveragerði 17. nóvember HEIMILISFÓLKIÐ á dvalarheim- ilinu Ási og Ásbyrgi í Hveragerði mun hafa sölu á handavinnumun- um sunnudaginn 18. nóvember að Bröttuhlíð 20. Salan hefst klukkan 14. Er þetta árlegur viðburður og er á boðstólum margt góðra muna. — Sigrún. Frá hinum vistlegu húsakynnum í Borgartúni 6. Ljósm. Mbl.: Emilia. Vistlegt húsnæði Rikisins í baðstofustil; Notað fyrst og fremst fyrir fræðslu- og kynningarfundi „ÞEGAR unnið var að breytingum og viðgerðum á húsinu við Borg- artún sex á siðasta ári, en rikið hafði keypt það undir starfsemi Lyfjaverzlunar ríkisins, kom i ljós að þakið var orðið mjög iélegt, nánast ónýtt. Var þá ákveðið að gera hér bragarbót á og rishæðin endurbyggð í svokölluðum baðstofustil, þannig að þar varð góð aðstaða til námskeiða og fundarhalda,“ sagði Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu i samtali við Mbl. „Þetta góða húsnæði var síðan notað á s.l. vetri fyrir fræðslufundi fyrir starfsmenn fyrirtækja ríkis- ins, aðallega þó fjármálaráðuneyt- isins. Við höfum t.d. verið þar með kynningarfundi fyrir starfsmenn, þar sem farið hefur verið yfir aðalþætti fjárlaga ríkisreikings og starfsemi ráðuneytisins almennt. Starfsmenn héldu þarna á s.l. vetri nokkrar kvöldvökur og svo hefur húsnæðið tvívegis verið notað fyrir móttökur, svipað og gert hefur verið í ráðherrabústaðnum hér á árunum áður. Fyrrverandi fjármálaráðherra kvaddi starfs- menn sína hér á sínum tíma og fulltrúar á aðalfundi Dómarafé- lagsins komu þangað í boði dóms- málaráðherra, þannig held ég að tal um að þetta sé einhvers konar móttökusalur sem komi í stað ráðherrabústaðar sé ekki á rökum reist. I vetur er svo fyrirhugað að starfsemin verði með sama sniði," sagði Höskuldur Jónsson. Enn úr kennslubók Fjölbrautaskólans i Breiðholti: Pólitískur stuðningur „sósíalísku ríkjanna66 átti þátt í landhelgissigrunum Vakin heíur verið á því athygli hér í blaðinu, að við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er við félagsfræðikennslu notuð íslensk þýðingu á „uppkasti að 1. kafla væntanlegrar doktorsritgerðar“ Sævars Tjörvasonar við austur-þýskan háskóla. Guðmundur Sveinsson, skólameistari í Breiðholti, sagði í viðtali við Morgunblað- ið, að höfundur ritgerðarinnar hefði samið hana með sérstökum hætti af því „hann veit hvað fellur í kramið hjá prófessor sínum“ eins og hann orðaði það. í þessu sérstæða riti er meðal annars að finna eftirfarandi kafla: „Útfærslur (fiskveiðilög- sögunnar) þessar rákust fyrst og fremst á veiðihagsmuni breskra og vestur-þýskra matvælafram- leiðsluhringa. Bretar reyndu að leysa þessa hagsmunaárekstra með viðskiptabönnum og her- skipum (þorskastríðin). Stríð þessi unnu íslendingar eins og kunnugt er og vafalaust er, að stuðningur sósíalísku ríkjanna í Evrópu bæði viðskiptalegur og pólitískur átti þátt í þeim sigr- um.“ Úr því að höfundur þessara tilvitnuðu orða var að semja þau fyrir ausur-þýska prófessora í marxískri félagsfræði, eins og öll skrif hans um atvinnulíf íslend- inga gefa til kynna, hefði ekki verið úr vegi, að hann hefði getið þess í hverju stuðningur „sósí- alísku" ríkjanna í Evrópu við íslendinga var fólginn. Var það til dæmis, þegar Austur-Þjóð- verjar sóttu um og fengu heimild hjá Lúðvík Jósepssyni eftir út- færsluna í 50 mílur til að nota Reykjavíkurhöfn sem skiptistöð fyrir verksmiðjuskipaflota sinn, 'svo að ryksugur hans hefðu meiri möguleika til að hreinsa allt kvikt af íslandsmiðum? Að vísu fóru slík áhafnaskipti að- eins einu sinni fram, því að Lúðvík hopaði fyrir almennri gagnrýni. Þá hefði höfundur getað tíundað tilraunir Sov- étríkjanna, Póllands og Austur- Þýskalands til að komast með fiskiskip sín inn í íslenska lög- sögu. Menn skilja, að það hefði lækkað Sævar í einkunn handan Berlínarmúrsins, ef hann hefði sagt satt og rétt frá um stuðning Atlantshafsbandalagsríkja við málstað íslands. í ritgerð sinni fer höfundur vítt og breitt um alla atvinnu- starfsemi íslendinga. í kaflanum um viðskipti segir m.a.: „Frá árunum 1941—45 til árs- ins 1974 fjölgaði verslunarfyrir- tækjum úr 1262 í 1996. Heild- verslunum úr 148 í 697 og smásölum úr 1114 í 1299. Vegna umboðslauna og álagningar heildsölu og þar á ofan álagn- ingar smásölu er þetta tvöfalda skipulag mjög óhagstætt neyt- endum. Þar á ofan bætast óhag- stæð kaup á vörum til innflutn- ings. Þó að stærsti hluti bankakerf- isins sé ríkisrekinn, þá er kerfið verkskipt eftir atvinnugreinum og rekið samkvæmt „kapitalísk- um“ sjónarmiðum. Þar með er lítið eftirlit með því hvort stofn- un bankaútibúa hér og þar sé hagkvæmt (sic) og kemur það fram í þróun fjölda og fjárfest- ingar þeirra. A sviði trygginga og fast- eignaviðskipta er álíka skipu- lagsleysi ríkjandi og í banka- kerfinu." Dettur nokkrum lesanda í hug, að hann sé að lesa stefnuskrá flokks Svavars Gestssonar fyrr- um viðskiptaráðherra en ekki kennslubók við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti? I Morgunblaðinu í gær bendir Ragnar Halldórsson á það að samningurinn um rafmagnsverð við ÍSAL hafi staðið óbreyttur í aðeins 6 ár, en upphaflega var samið til 25 ára um orkuverð. Hvernig stenst eftirfarandi fullyrðing Sævars Tjörvasonar samanburð við staðreyndir? „í samningnum við aluminium auðhringinn gerði ríkisstjórnin ekki ráð fyrir hækkunum á orkuverði í nánustu framtíð. Þess vegna var samningsbundið fast orkuverð fyrir næstu 50 ár. Þetta hefur eins og kunnugt er þýtt óhemju tap fyrir íslenska ríkið og skattgreiðendur þess.“ Skýring höfundar á því, að viðreisnarstjórnin fylgdi þeirri stefnu að efla íslenskt atvinnulíf með því að fá erlent fjármagn til landsins er sú, að stjórnin hafi skuldbundið sig til að „færa ekki oftar út landhelgina" og þess vegna hafi orðið ljóst „að efna- hagsvandamál yrðu ekki leyst með því einu að færa út land- helgina." Hér í blaðinu í fyrradag var birt skilgreining Sævars Tjörva- sonar á því hvers vegna íslend- ingar gerðu varnarsamninginn við Bandaríkin 1951. En þar er rætt um „fulltrúa" Bandaríkj- anna hérlendis og sagt að þeir hafi haft frumkvæði að samn- ingsgerðinni ásamt. Banda- ríkjamönnum og síðan segir: „Við samningsgerðina var á sárgrætilegan hátt með efna- hags- og stjórnmálabrellum leik- ið á innlenda borgarastétt og jafnaðarmenn, sem ennþa höfðu litla reynslu í rekstri utan- ríkismála." Ekki verður frekar rakið efni þessa plaggs. Formáli höfundar að riti sínu er dagsettur 30. mars 1978, (á baráttudegi herstöðva- andstæðinga), þannig að svo virðist sem það hafi verið notað til kennslu a.m.k. á síðasta skólaári og svo nú aftur. í formálanum segir höfundur, að Margrét Björnsdóttir hafi átt frumkvæðið „að þessu“ eins og hann orðar það og hún hafi „snúið þessu yfir á íslensku". Höfundur kallar ritsmíð sína „uppkast" en segir: „Uppkastið byggir á allvíðtækri heimilda- úttekt og koma þær allar fram.“ í Morgunblaðinu í fyrradag vildi Margrét Björnsdóttir félags- fræðikennari við Fjölbrauta- skólann í Breiðholdi ekki tjá sig um þetta mál nema hvað til stæði að endurskoða ritið. Hvað segja marxistarnir í Austur- Þýskalandi við því? Rétt er að benda Margréti á að leiðrétta við endurskoðunina málfarið á formála Sævars samhliða stað- reyndarvillunum í ritinu. Að síðustu skal Margréti bent á það, að orðið „infrastruktur", sem hún hefur ekki getað þýtt, má auðveldlega þýða með íslenska orðinu „mannvirki". Bj.Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.