Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1979 texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR 19. nóvember 1977 Allt tók á slg annan svip við Jerúsalemför Sadats Á morgun, 19. nóvember, ætlar Anwar Sadat, forseti Egyptalands, til Sinaifjalls. í tvíþættum tilgangi. Hann ætlar aö biðjast fyrir á fjallinu og hann vill meö þessu sýna mörgum andstööumönnum sínum í Arabaheiminum, aö friöar- samningur Egypta og ísraels- manna er virkileiki — og hann skal vara. Þennan dag eru liðin tvö ár síöan hann fór í hina sögufrægu skyndiferð sína til Jerúsalem og um víöa veröld stóöu menn á öndinni af undrun. Síöan hefur heimsmyndin ekki veriö hin sama. Þó aö á ýmsu hafi gengið í samskiptum Egypta og ísraels- manna þennan tíma og ekki alltaf sótzt greiölega í átt til samninga. Þótt þær stundir hafi vissulega komiö, aö menn hafi óttast aö allt væri aö fara út um þúfur. En þaö var geröur friðarsamn- ingur þann 26. marz sl. milli þessara fornu fjenda og af beggja hálfu er augljós vilji aö halda þann frið og vinna aö því aö þróa hann og útfæra. Sinaifjall — 2200 metra hátt — er heilagur staður kristnum mönnum, Gyöingum sem múham- eöstrúarmönnum. Þar gaf guö Móse boöorðin tíu. Og þangaö fer Sadat í pílagrímsför nú til aö uppfylla heit sem hann strengdi síðasta ár: aö þennan dag mundi hann standa á Sinaifjalli. ísraelsmenn geröu Sadat þetta kleift meö því aö afhenda þennan hluta Sinai tveimur mánuöum fyrr en ætlað haföi veriö. Sadat endur- galt meö því aö lofa aö Egyptar myndu selja ísrael allt aö tveimur milljónum tonna af olíu árlega úr lindum Sinai. Egyptar hafa þar meö heimt tvo þriöju hluta skagans, en hann tapaöist eins og allir vita í sex daga stríðinu 1967. Sadat hefur löngum sagt, aö hann sækist eftir því aö allsherjar- friöarsamningur Arabaþjóöa veröi geröur viö ísrael. Ekkert bólar á vilja annarra en Egypta til þess. Samræöur um sjálfsstjórn Pale- stínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza ganga tregt og ísraelsm- enn þykja ekki sveigjanlegir í því máli, Sadat sætir stööugri gagn- rýni og andstööu hinna Araba- þjóðanna. Samt lætur hann ekki bilbug á sér finna og heldur fram jákvæðum og bjartsýnislegum skoöunum. Meginstyrkur hans liggur í bjargfastri sannfæringu um aö Á fjörugum blaöamannafundi sem var haldinn í Jerúsalem- leikhúsinu rétt áöur en Sadat fór. Frá vinstri Dan Pattir, blaöafulltrúi Begins, sem stjórnaði fundinum, Begin, Sadat og utanríkisráöherra Eavotalands. Sadat hitti Goídu Meir í fyrsta sinni og fór vel á með þeim. Golda Meir sagöi vió blm. Mbl. eftir brottför Sadats, aö hún hefói tjáó honum þá von sína aó lifa það, að friður yrði milli israelsmanna og Egypta. En Golda Meir lézt nokmrum mánuðum áöur en friðarsamningurinn var gerður. Með engum fyrirvara komu israelsmenn upp stórgóðri aö stöðu fyrir þrjú þúsund blaðamenn í Jerúsalem leik- húsinu. Þar var mikill erill dagana þrjá. frumkvæöi hans muni bera árang- ur aö lokum. Hann valdi þann eina kost sem kom til greina og stríösæsingatal er ekki lengur í takt viö tímanri. Hann dreymir um þann dag þegar Arabaleiötogarnir — allt frá íhaldssömum forystu- mönnum Saudi-Arabíu til róttækra valdamanna íraks — fylkja sér aö baki honum. Um hríö stóö þaö þessum málum töluvert fyrir þrifum, hversu erfiölega þeim gekk að ná almenn- um manneskjulegum tengslum, Begin forsætisráðherra ísraels og honum. Sagt var aö milli þeirra væri persónuleikadjúp og þeim félli ekki hvor viö annan. Margt bendir til aö þetta hafi smám saman breytzt og samskipti þeirra í millum eru nú langtum eölilegri og áreynsluminni en áöur. Samskipti ísraelsmanna og Eg- ypta hafa aukizt á þessum tveimur árum svo aö meö ólíkindum er. Fjöldamörgum ráðamönnum í ísrael, blaöamönnum og fleirum hefur veriö boöiö til Egyptalands, þar sem þeim hefur veriö hampað óspart. Margir framámenn Egypta svo og blaöamenn þaöan hafa heimsótt ísrael og hrifist af því mikla áliti sem ísraelsmenn hafa á forseta þeirra. Aö því er stefnt aö greiöa fyrir því aö feröamanna- skipti geti gengið fyrir sig greiö- lega. Staöa Sadats heima fyrir er ákaflega sterk, þaö dregur enginn Flugvél Sadats er lent og heimsókn til ísraels hafin. í efa, hún er langtum stekari en valtur forsætisráöherrastóll Mena- chem Begins í ísrael. Sadat hefur herinn einhuga aö baki sér og hinn óbreytti borgari elskar hann og viröir. Þær aögeröir, sem Araba- ríkin gripu til gegn Egyptum eftir gerö friöarsamninganna, hafa eng- in áhrif haft í þá átt aö vinsældir hans dvínuðu, enda er þeim ekki framfylgt aö nándar nærri öllu leyti. Bandaríkjamenn styöja viö bak- iö á honum og Kínverjar hafa Ijáö honum liö og sýnt honum vináttu- vott. Meöal annars gáfu þeir Eg- yptum MIG-19 orrustuvélar nýlega og því gat Sadat haldið myndar- lega hersýningu þann 6. október sl. til að minnast Yom Kipp- urstríösins. Á sviöi efnahagsmála hafa áhrifin einnig veriö minni en Arabaríkin geröu sér vonir um. Egyptar fá drjúgan skilding frá egypskum verkamönnum erlendis sem senda laun sín heim, Súez- skuröurinn skilar þeim stórfé í aöra hönd og ferðamannastraum- urinn hefur aukizt stórkostlega og er nú áætlaö aö hagnaöur af ferðamönnum muni veröa nokkrir milljaröar dollara þetta áriö. Aögeröir gegn veröbólgunni eru nauösynlegar. Veröbólgan er um 30 prósent og bitnar vitanlega haröast á láglaunahópunum — sem eru raunar 80 prósent af 41 milljón íbúa. Og á morgun ætlar Sadat aö biöjast fyrir á Sinaifjalli og hann ætlar aö birta yfirlýsingu um kærl- eika, friö og bræöralag. Hann mun líklega leggja hornstein aö merkri byggingu sem á aö rísa þarna og veröur moska, sýnagóga og kirkja. Arkitektar frá Egyptalandi, ísrael og Frakklandi hafa í sameiningu unniö frumdrög hennar. Ekki er vafi á því að nú aö þessum tveimur árum liönum er Sadat áreiðanlega í mun aö leggja á þaö áherzlu aö Jerúsalemförin hafi margborgað sig. Hann sýndi mikla dirfsku og hann valdi réttan tíma. í staö þess aö láta undirbúa slíka heimsókn svo vikum eöa mánuöum skipti eftir díplómatisk- um leiöum, kvaö hann upp úr meö þetta meö fárra daga fyrirvara. Þaö var klókt og áhrifaríkt. Hann tók áhættu sem aöeins virtum ofurhugum er lagiö. Hann hefur uppskoriö viröingu heimsins fyrir ekki sízt vináttu og aödáun ísraels. Þaö er honum áreiöanlega í sjálfu sér mikils viröl. Mér veröur löngum mest í hug í sambandi viö veru Sadats í Jer- úsalem þessa daga sú stund þegar hann kom til ísraels. Þegar ég stóö í blaðamannaþrönginni á Ben Gur- ion-flugvelli laugardagskvöldiö 19. nóvember. Allir voru meö öndina í hálsinum og ég held aö eiginlega hafi enginn trúaö því sem var í þann veginn aö gerast. ísraelsmenn mátu aö Sadat skyldi ekki koma fyrr en sól var gengin til viöar. Sabbatinn var á enda — Allt slíkt hefur tilfinninga- legt vægi Gyðingum. Fyrirmenn röðuöu sér upp í langa röö, stjórnmálamenn, trúarleiðtogar, diplómatar og öryggisveröir á hverju strái. Blaöamenn úr öllum heimshornum í sérstakri stúku. Svo kom flugvél Sadats, rann þyngslalega út úr myrkrinu og í draugslegu skini Ijóskastaranna var hún eins og ferlíki af öörum heimi. Hún stöövaöist rétt viö rauöa dregilinn og mannkynssag- an geröist fyrir augum okkar, þegar dyrnar opnuöust og Sadat sté út. Fimm dögum áöur heföi enginn haft hugmyndaflug til að spá því aö þetta gæti gerzt. Forsvarsmaöur erkióvinaþjóöar- innar hér sem boöberi friöar og bróöurþels. í kvöldblíöunni gekk hann niöur þrepin og brosti út aö eyrum. Anwar Sadat kom sem af himnum sendur og uppfrá þessari stundu fór heimsmyndin aö breytast. h.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.