Morgunblaðið - 16.12.1979, Síða 3

Morgunblaðið - 16.12.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 35 gáfu að geta gert allt að hláturs- efni, jafnvel hinar sorglegustu aðstæður, sem oft má finna í stjórnmálunum hjá okkur. Það er annars algerlega að bera í bakka- fullan lækinn að bera lof á Sig- mund hér. Hann gerir það miklu betur sjálfur með teikningu sinni á sínum stað í blaðinu. En dagblöð eru með því fyrirgengilegasta í okkar tíð. Því er það gleðiefni, að út er komin bók með yfir 150 mynda Sigmunds. Það er Prent- húsið í Reykjavík, sem stendur fyrir þessari útgáfu, en stuttur formáli fylgir eftir I.G.Þ.,(Indriða G. Þorsteinsson rithöfund?). Þetta er ein sérkennilegasta bók á markaði fyrir þessi jól, en það er ekki í fyrsta skipti, sem út kemur bók af þessu tagi. Hér á árunum var það skopteiknari frá Mið- Evrópu, sem teiknaði mikið af þekktum íslendingum og síðan voru Rauðkurnar, sem Spegillinn gaf út og ef til fleira, er ég man ekki í svipinn. Bretar hafa átt mikið af góðum teiknurum og eiga enn. Eina bók á ég eftir skopteikn- arann Low, er var allra manna þekktastur á sínum tíma í Bret- landi og teiknaði meira að segja eina mynd frá íslandi, en það er önnur saga og ekki meir um það. Sigmund er einn þeirra örfáu manna, sem með snilligáfu sinni getur miðlað öðrum í ríkum mæli. Gleði hans og alvara eru af því tagi, sem hverri þjóð er hollt að taka mark á. Einn af mínum horfnu góðvinum hélt því ætíð fram, að þeir einir væru hinir sönnu velgerðarmenn mannkyns, er miðlað gætu kæti og glatt sína samferðamenn. Hinir alvarlegu postular menningar og þjóðar- samvisku kæmust ekki með tærn ar, þar sem hinir fyrrnefndu væru með hælana. Mér finnst þessi ívitnun eiga sérlega vel við starf- semí Sigmunds. Ég hef flett þessari bók Sig- munds, en ekki vil ég um það dæma, hvort hér eru bestu myndir hans eða ekki. Enda held ég, að seint verði valið svo úr verkum hans, að það verði kallað það besta. Ég hafði óskerta ánægju af Sigmund á Skopöld, og þótt ég hafi hana handa á millum, klæjar mig í lófana að sjá, hvað hann gerir í Morgunblaðinu í fyrramál- ið. Valtýr Pétursson. satt í alla staði, því að það sannar til fulls gengi hans og lífsgæfu. En hins vegar læt ég yfirleitt lönd og leið það, sem hann rekur hornin í; má þar nefna að hans dómi ótímabær verkföll og blaðaum- mæli, stundum stjórnarathafnir ráðamanna ríkisins og síðast en ekki sízt framtak bæjarfélaga í útgerðarmálum. Alveg án tilits til þessa er það sannfæring mín, að af fiskveiða- lýsingum hans og útgerðarháttum má mikið þarflegt læra, en samt mun sumt það vefjast fyrir út- gerðarmönnum, sem hefur rennt stoðum undir velfarnað hans. Ég minnist þess, að þá er nýsköpun- artogararnir voru að koma hver af öðrum, dró ég stórlega í efa, að takast mætti flestum eigendum þeirra, að fá á þá nægilega fiskna, stjórnsama og hagsýna skipstjóra. Sama máli gegndi um útvegun vel færra og einnig samvizkusamra vélstjóra. Þessi efi minn reyndist því miður ekki ástæðulaus. Það er ekki að því hlaupið að velja sér skipstjóra, sem jafnist á við Guð- mund kenndan við Skallagrím, bræðurna Jón og Gísla Oddssyni, Tryggva Ófeigsson, Vilhjálm Arnason, Bjarna Ingimarsson og þá feðga Guðmund og Markús, svo að nokkrir séu nefndir. Ékki heldur vélstjóra, sem séu líkar þeirra Hallgríms Jónssonar og Jónasar Ólafssonar, sem ég nefni af því að ég raunþekkti þá báða. Loks skal það tekið fram, þó að það sé í rauninni hverjum manni auðvitað, að bókin er fróðleg um þróun íslenzkrar útgerðar og sjó- sóknar á þessari öld. Guðmundur Gíslason Hagalín 35= „NÁIN KYNNIAF VERSTU GERГ Nú þegar venjuleg hljómplata kostar u.m.b. kr. 8.000- þá er auövitað aöalatriöiö aö hún endist sem lengst og að þú hlustandi góöur njótir hennar vel. Besta tryggingin fyrir góöri endingu er aö platan sé leikin meö góöri nál á góöum hljómtækjum. Nú er rétti tíminn til að fá sér ný hljómtæki því að viö tökum gömlu tækin upp í ný Ef þú ert ekki sáttur viö okkar verðmat á þínu tæki þá tökum við þaö í umboðssölu. VersliÓísérverslun með LITASJÓNVÖRP og HUÓMTÆKI 29800 BÚÐIN Skipholti19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.