Morgunblaðið - 16.12.1979, Page 9

Morgunblaðið - 16.12.1979, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 41 unarráðs íslands, að núgildandi vaxtatilkynning um dráttarvexti sé skýr og ótvíræð, og gildi í almennum viðskiptum bæði um lánsviðskipti á grundvelli gjald- frests á vöruúttekt til tiltekins tíma. Þessi skilningur hefur þegar skapað sér hefð í almennri við- skiptavenju. Þótt skuldarar séu samkvæmt þessum ákvæðum skyldaðir til frá eindaga skuldar að greiða skuld- areiganda hæstu leyfilega drátt- arvexti, telur stjórn Verzlunar- ráðs íslands nauðsynlegt og í samræmi við góða viðskiptavenju, að greinilega sé samið um greiðslukjör, áður en dráttarvöxt- um er beitt. Upplýsingar um greiðsludag, eindaga og beitingu dráttarvaxta ættu þar að koma skýrt fram. Dráttarvextir í viðskiptum við opinbera aðila Á undanförnum árum hafa op- inberir aðilar og stofnanir ríkis og sveitarfélaga yfirleitt neitað að hlíta auglýstum viðskiptaskilmál- um um gjalddaga skulda og greiðslu dráttarvaxta, þótt opin- berir aðilar beiti ávallt fullum dráttarvöxtum er þeir innheimta kröfur sínar á hendur atvinnulíf- inu. Fyrirtæki þurfa því að inna greiðslur opinberra gjalda skil- víslega af hendi á sama tíma og opinberir aðilar skulda fyrirtækj- um mun hærri fjárhæðir lang- tímum saman. Vegna þessa ástands ritaði Verzlunarráð íslands fjármálaráðuneytinu bréf, dags. 19. október 1977. í svari fjármálaráðuneytisins dags. 25. október 1977 segir: „Að því er varðar þá fyrirspurn yðar, hvort ráðuneytið vilji fall- ast á þá reglu, að greiddir verði dráttarvextir af öllum reikning- um vegna vöruúttektar ríkis- stofnana, sé reikningur eigi greiddur 10. þess mánaðar, sem næstur kemur úttektarmánuði, þá vill ráðuneytið taka fram, að það sér ekki ástæðu til að aðrar reglur gildi um reikningsvið- skipti ríkisins og stofnana þess en þær sem almennt gilda um slík viðskipti." Samkvæmt þessu svari hefur fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins og stofnana þess fallizt á að greiða dráttarvexti eftir sömu reglum og dráttarvöxtum er al- mennt beitt í viðskiptum. Þrátt fyrir það hefur lítil, ef nokkur, breyting orðið á skilvísi greiðslna frá opinberum aðilum. Eru þess enn dæmi að greiðslur reikninga hjá ríkissjóði hafi dregizt í hálft' ár. Vill stjórn Verzlunarráðs' íslands hvetja fyrirtæki til þess að nýta rétt sinn á þessu sviði, svo að ríkið og stofnanir þess njóti ekki óeðlilegra sérréttinda í viðskipta- kjörum. Niðurstaða: Til þess að auka skilvísi við greiðslu skulda, jafna rétt opin- berra aðila og einkaaðila og til að eyða þeirri óvissu, sem skapazt hefur um heimild til töku drátt- arvaxta, vill stjórn Verzlunarráðs íslands lýsa yfir: 1. Samkvæmt vaxtatilkynningu Seðiabanka íslands frá 31. ág- úst 1979 eru hæstu leyfilegir dráttarvextir af gjaldfallinni fjárhæð nú 4,5% á mánuði eða 54% á ári. Samkvæmt tilkynn- ingu Seðlabanka íslands og á grundvelli 5. greinar laga nr. 58/1960 gilda þessir dráttar- vextir bæði í hliðstæðum og sambærilegum lánsviðskiptum utan innlánsstofnana svo og í skuldaskiptum, þ.e. við reikn- ingsskil og uppgjör skulda. 2. Nauðsynlegt er að setja lög, sem rýmka rétt fyrirtækja og einstaklinga til skuldajöfnunar við opinbera aðila. Jafnframt þarf að gera opinberum aðilum skylt að greiða dráttarvexti af viðskiptaskuldum sínum, sem ekki eru greiddar á eindaga. KARAMELLU SAMKEPnflM z G O V Snilldarkarlarnir HATTUR og FATTUR bjóða öllum skemmtilegum krökkum á aldrinum 6-12 ára að taka þátt í sérstakri KARAMELLUSAMKEPPNI Hattur og Fattur hafa lofað að verðlauna tuttugu bestu karamelluuppskriftirnar með nýju hljómplötunni sinni HATTUR OG FATTUR KOMNIR Á KREIKen þaraðauki fá verðlaunahöfundar bestu uppskriftanna risapoka með alvöru karamellum frá NÓA. Reglurnar í Stóru karamellusamkeppninni eru þessar: 1. Skrifaðu góða karamelluuppskrift á blað. (Pabbi og mamma mega hjálpa þér). 2. Skrifaðu nafnið þitt, heimilisfang og símanúmer á blaðið. 4. 5. Litaðu mynd af vagninum þeirra Hatts og Fatts og sendu hana til okkar. Klipptu auglýsinguna út úr blaðinu, og sendu hana til okkar fyrir þann 20. desember næstkomandi. Heimilisfangið er: Stóra Karamellusamkeppnin Hattur og Fattur Pósthólf: 5266 Reykjavík Þeir, sem velja svo bestu uppskriftirnar eru þeir Hattur, Fattur, Haraldur Skrípla- pabbi og karamellusérfræðingurfrá Síríus og Nóa. Athugið! Þessi samkeppni er stranglega bönnuð fullorðnu fólki! sldnor hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.