Morgunblaðið - 22.12.1979, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
Heilbrigðiseftirlit ríkisins:
Engar kvartanir
vegna rækjunnar
ENGAR kvartanir haía borizt tii
Heilbrigðiseftirlits rikisins eða
heilbrigðisnefnda vegna niðursoð-
innar rækju frá K. Jónsson og co á
Akurcyri, samkvæmt upplýsing-
um Hrafns Friðrikssonar for-
stöðumanns Heilbrigðiseftiriits-
ins í gær. Eins og frá hefur verið
greint í Morgunblaðinu hafa verið
Opið til kl. 23
Á mánudag, aðfangadag
verða verzlanir opnar til
klukkan 12 á hádegi. Þann dag
verða ýmsar þjónustustofnanir
einnig opnar til hádegis, t.d.
allir bankar og sparisjóðir.
Útsölur ÁTVR voru opnar
til klukkan 22 í gærkvöidi en
þær verða lokaðar í dag og á
aðfangadag.
Laugavegur í Reykjavík
verður lokaður fyrir umferð
bifreiða annarra en strætis-
vagna klukkan 13—19 í dag.
Lögregian hefur beðið Mbl. að
vekja athygli bifreiðaeigenda á
því að læsa bifreiðum sínum
þar sem talsverð brögð hafa
verið að því undanfarna daga
að stolið hafi verið varningi úr
bifreiðum.
gerðar athugasemdir við þessa
framleiðslu í Þýzkalandi, en var-
an einnig verið sett á innan-
landsmarkað.
Sagði Hrafn að þessi framleiðsla
væri með annarri sósutegund en
algengast væri og hefði það verið
gert samkvæmt óskum kaupenda í
V-Þýzkalandi. Hins vegar væri nú
meðal annars deilt um hvort þessi
sósutegund hefði verið rétt eða
ekki, en lykt rækjunnar þykir ekki
rétt og einnig mun hafa verið
kvartað yfir bragði.
Hrafn sagði að þessi vara hefði
verið rannsökuð á sínum tíma og
staðist öll próf, en þau snerust
einkum um hvort varan væri var-
hugaverð eða hættuleg heilsu
manna. Verið er að taka sýni af
þessari framleiðslu á ný og verða
þau könnuð af Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins í Framleiðslueftir-
liti sjávarafurða. Ef ekkert athuga-
vert kæmi úr þeim rannsóknum
væri engin ástæða til að gera neitt
í málinu, og við rannsóknir fram til
þessa hefði ekkert komið fram, sem
benti til að varan væri skemmd eða
hættuleg. Það væri síðan hvers og
eins að meta þessa framleiðslu
eftir eigin smekk.
Þyrlan sem hrapaði á Mosfellsheiði.
Ljósmynd Mbl. Kristján
Sérfræðingar komnir til
að rannsaka þyrluslysið
Mjög góð færð
um aUt landið
FÆRÐ á vegum er víðast hvar
með ágætum á landinu sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
Morgunbiaðið fékk hjá Sigurði
Haukssyni hjá vegaeftirlitinu í
gærdag. Góð færð er um allt
Suður- og Vesturland, allt vestur
í Gufudalssveit.
Á Vestfjörðum var færð þokka-
leg þrátt fyrir skafrenning á
nokkrum stöðum. Fært var frá
Patreksfirði til Tálknafjarðar,
milli Þingeyrar og Flateyrar.
Breiðadals- og Botnsheiði eru ekki
færar nema fyrir stóra bíla og
jeppa, síðan er góð færð frá
ísafirði til Bolungarvíkur og inn í
Djúp.
Ailir vegir eru færir á Norður-
landi, þar með talið norður
Strandir allt í Bjarnarfjörð. Síðan
er fært um Vaðlaheiði frá Akur-
eyri og allar götur með ströndum
til Vopnafjarðar.
Stórir bílar og jeppar komast
um Mývatns- og Möðrudalsöræfi
og síðan er fært um alla Austfirði
og með suðurströndinni allt til
Reykjavíkur.
Þess má þó geta að víða á
Suð-Vesturlandi er éljagangur
þannig að búast má við hálku á
vegum víða. Ennfremur má geta
þess að aðstoðað verður á norður-
leiðinni ef þörf krefur í dag.
„SÉRFRÆÐINGAR bandaríska
flughersins eru komnir til lands-
ins til að aðstoða yfirvöld varn-
arliðsins í rannsókn þyrluslyss-
ins. Þyrlan verður ekki flutt af
slysstað fyrr en rannsókn hefur
leitt í ljós orsakir slyssins. Yfir-
menn varnarliösinS munu ekki
gefa út neinar yfirlýsingar um
hugsanlegar orsakir slyssins fyrr
en að rannsókn lokinni,“ segir í
frétt frá varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli.
Þyrlur úr deild 14 í 67. björgun-
arflugdeildinni hafa verið í
Keflavík frá því í nóvémber 1971.
Þar til á þriðjudagskvöldið höfðu
þyrlur deildarinnar flogið 7125
flugstundir í björgunaraðgerðum.
í átta ára sögu deildarinnar hér á
landi hafa þyrlur hennar flogið á
milli 800 og 900 flugstundir á ári.
Deildin fékk í september viður-
kenningu fyrir 5000 stunda flug án
þess að flugslys hefði átt sér stað.
Og í nóvember 1978 fékk deildin
viðurkenningu fyrir flug í 7 ár án
þess að flugslys hefði átt sér stað.
Deildin hefur bjargað 156
mannslífum á og í kringum ísland
frá því hún var staðsett í Keflavík.
Fyrir utan íslendinga hafa þyrlur
björgunardeildar 14 bjargað fólki
af öðru þjóðerni.
Svæðið sem deildin hefur um-
sjón með er liðlega 2,5 milljón
ferkílómetrar. N-Atlantshaf allt
norður að norðurpólnum. I björg-
unarleiðöngrum njóta „Jolly
Green Giants" þyrlurnar eins og
þær eru nefndar aðstoðar HC-130
flugvéla, sem hafa aðsetur í Wood-
bridge á Englandi. Fyrir utan að
sjá þyrlunum fyrir eldsneyti sjá
HC-130 flugvélarnar einnig um
flugleiðsögn á lengri leiðum auk
fjarskipta til aðstoðar í björgun-
arflugi við mjög erfiðar aðstæður.
Þetta er fyrsta þyrluslys hjá
varnarliðinu í rúm tíu ár. Tvívegis
áður hafa þyrlur varnarliðsins
hrapað. Það var 1965 og 1969. Þá
voru það Sikorsky H-34, Choctw-
gerð. Þyrlan sem hrapaði á Mos-
fellsheiði var af Sikorskygerð,
HH-3E, Jolly Green Giant.
Óskað er eftir íslenzku skurð-
stofufólki til starfa í Kambódíu
EGGERT Ásgeirsson fram-
kvæmdastjóri Rauða kross ís-
lands sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að borist hefði
skeyti frá Alþjóða Rauða kross-
inum þar sem segir að líkur séu
á því að dragi til tíðinda á
landamærum Thailands og Kam-
bódíu og íslendingar séu spurðir
að því hvort til greina geti komið
að þeir sendi þangað skurðstofu-
lið.
„Það sem um er að ræða eru
tveir skurðlæknar, tvær skurð-
stofuhjúkrunarkonur, einn svæf-
Lokast flugvellir lands-
ins vegna fjárskorts?
Allir peningar búnir segir flugmálastjóri
Nægir peningar til segir fjármálaráðherra
ALLT ÚTLIT er fyrir að fjölmörgum flugvöllum víðs vegar um land
verði lokað á næstunni og hefur flugvellinum á ísafirði reyndar þegar
verið iokað vegna fjárhagsvandræða. — „Allir okkar rekstrarpen-
ingar eru löngu búnir og það er því ekki um annað að ræða en loka,
við eigum ekki einu sinni fyrir eldsneyti á tækin á völlunum,“ sagði
Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri í samtali við Morgunblaðið í
gær.
sagði að við hefðum hreinlega ekki
lánstraust lengur.
Það fóru hins vegar fram ein-
hverjar umræður á Alþingi í dag
þar sem fjármálaráðherra lýsti
því yfir að við ættum næga
peninga. Ég verð að segja að ég
hef ekki fengið betri jólagjöf lengi,
ég vona bara að þessir peningar
finnist fljótlega. Við sendum hins
vegar okkar fjármálastjóra niður í
ráðuneyti í dag og það sem honum
tókst að knýja út á báðum hnján-
um voru 15 milljónir króna af
þeim 200 milljónum króna sem við
þurfum.
„I samtölum sem ég hef átt við
okkar menn á Austurlandi, Norð-
urlandi og Vesturlandi hefur kom-
ið fram að staðan þar er mjög
slæm, skuldir hafa hrannast upp
og við getum ekki orðið við
tilmælum lánardrottna okkar að
greiða þessar skuldir fyrir jól eða
jafnvel áramót.
Eins og málið horfir við í dag er
nokkuð ljóst að ekki mun verða af
lokun á Austurlandi; þar hefur
tekist að semja við viðkomandi
aðila. Það er enn allt óljóst með
hvort okkur tekst að halda opnu á
Akureyri. Á ísafirði er þegar búið
að loka og okkar flugvallarstjóri
Þá vil ég sérstaklega taka fram
að samstarf okkar við flugvallar-
stjórann á ísafirði, sem ennfrem-
ur er okkar umdæmisstjóri, hefur
verið með ágætum í gegnum
tíðina, þannig að lokun ísafjarðar-
flugvallar er alls ekki tilkomin
vegna einhvers missættis okkar
við hann, eins og einhverjir hafa
verið að ýja að,“ sagði Agnar
Kofoed-Hansen flugmálastjóri að
síðustu.
Morgunblaðið innti Höskuld
Jónsson ráðuneytisstjóra í fjár-
málaráðuneytinu eftir því hver
staða flugmálastjórnar væri í
ráðuneytinu í framhaldi fullyrð-
ingar fjármálaráðherra á Alþingi
í gær þess efnis að nægir peningar
væru eftir. — „Flugmálastjórn á
enn þó nokkra peninga inni hér í
fjármálaráðuneytinu. Þeir fá stór-
an hluta rekstrarfjár síns í er-
lendum gjaldeyri og þeir eiga m.a.
eftir að fá upphæð sem nemur
gengissiginu á árinu,“ sagði Hösk-
uldur.
ingarlækni, og tvær gjörgæzlu-
hjúkrunarkonur.
Við gerum okkur grein fyrir því
að erfitt mun reynast að fá fólk til
þessara starfa með skömmum
fyrirvara, en okkur þykir sjálf-
sagt að kynna þetta fyrir íslenzku
hjúkrunarfólki og ef það telur sér
fært að taka þátt í þessu getur
það snúið sér til okkar. Og því má
ennfremur bæta við að ríkis-
stjórnin hefur lofað að ljá þessu
máli lið ef til þess kemur.
Það er auðvitað ekki hægt á
þessari stundu að segja fyrir um
það hvort af verður, en það er
nauðsynlegt að hefja undirbúning
þegar í stað. Þeir sem hafa áhuga
geta snúið sér til skrifstofu Rauða
krossins á skrifstofutíma og utan
hans til Auðar Einarsdóttur í
síma 35723 eða mín í síma 22894,“
sagði Eggert að síðustu.
Jólahlé á þingstörfum:
Þingi frestað
til 8. janúar nk.
ALÞINGI íslendinga, 102.
löggjafarþingi, var frestað á
sjötta tímanum í gær. Þing-
hlé verður til 8 janúar nk.,
nema aðstæður krefjist þess
að það komi fyrr saman, eins
og Jón Helgason, forseti sam-
einaðs þings, komst að orði.
í gær voru samþykkt fimm
lög: 1) Lög um 10% álag á
ferðagjaldeyri, framlenging
út árið 1980. Nafnakall var
viðhaft við aðra umræðu í
neðri deild og var frumvarps-
greinin þá samþykkt með 20
atkvæðum gegn 12 (11 þing-
menn Sjálfstæðisflokks og
Guðmundur G. Þórarinsson
(F), 1 sat hjá en 7 voru
fjarverandi. 2) Lög um
bráðabirgðafjárgreiðslur úr
ríkissjóði og heimildir til lán-
töku 1980, unz fjárlög ársins
hafa verið samþykkt. 3) Lög
um breytingu á útflutnings-
gjaldi sjávarafurða (frádrátt-
ur frá f.o.b.-verðmæti síldar-
afurða). 4) Lög um 19% verð-
jöfnunargjald á raforku,
framlenging til ársloka 1980,
til stuðnings RARIK og Orku-
búi Vestfjarða (frá þessu máli
verður nánar sagt á þingsíðu
Mbl. eftir hátíðir). 5) Lög um
eftirlaun aldraðra. Þá var
samþykkt þingsályktun um
heimild til handa ríkisstjórn-
inni til að fullgilda samning
milli EFTA-landa og Spánar,
sem m.a. felur í sér lækkun á
spánsku innflutningsgjaldi á
saltfiski, méli og fleiri sjávar-
afurðum.
Þingforsetar þökkuðu þing-
mönnum og starfsliði þings
samstarf og árnuðu þeim
gleðilegrar hátíðar og þing-
menn guldu forsetum á sama
hátt.
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Nafn samstarfsflokks-
ins skiptir ekki máli
Á fjölmcnnum fundi í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur í fyrra-
kvöld hélt Olafur Ragnar Grímsson ræðu fyrir Svavar Gestsson, sem
hann gat ekki flutt, vegna þess, að hann sat stjórnarmyndunarvið-
ræðufund vinstri flokkanna. I ræðunni var gerð grein fyrir stöðu
stjórnarmyndunarviðræðnanna.
Eftir framsöguræðuna hófust
umræður um afstöðu Alþýðu-
bandalagsins til áframhaldandi
stjórnarmyndunarviðræðna, þegar
vinstri viðræðunum sleppti. Yfir-
gnæfandi meirihluti þeirra, sem til
máls tóku, lýstu þeirri skoðun
sinni, að ekki skipti máli, hvert
nafn þess stjórnmálaflokks væri,
sem samstarf væri haft við. Aðal-
málið væri, hvaða málefnastöðu
Alþýðubandalagið næði í samstarf-
inu.