Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 7 uoðvhhnn Föstudagur 21. desember 1979 280. tbl. 44. árg. Enn hœkka olia ogben I h*kk*6i »< »K ollu Bendnlltrinn hnkkafti úr ,JM krónum I J70 krOnur um 17 krðnur hver lltrl Þersi hckkun halhi verih augljiat meft nokkrum fyrir vara. en (»6 synir kannaki gleggal hve ðncmir vift Islendinar erum aBverAa fýrir bOlgu aBekki bolaBi a reiBar hckkar ilr 1S 167 krOnur hver lltri o tonn af avartollu hrkkaJ| W SOOkrOnum 11' , Viljum skýra afstöðu i kjaramálum áður en lengra er haldið” Tökum ekki þátt í skrípaleiknum Ljót er íýsingin Páll Pétursson skrifar Alþingíspóst í Tímann. Þar sendír hann viðræðu- flokkum Framsóknar- flokksins sérstæóa jóla- kveðju. Upphafsorð hennar hljóða svo: „Þegar ég var strákur las ég sögu um mann- skratta sem vann þaó til að láta stinga úr sér annað augað í þeirri von að þau yrðu bæði stungin úr andstæðingi sínum. Svipað hugarfar prýddi mína góðu vini í A-flokk- unum (þ.e. Alþýðubanda- lagi og Alþýðuflokki). Al- þýðubandalagið sýndi óbilgirni og yfirgang, en viðbrögð Alþýðuflokks voru þó langtum svaka- legri...“ Svoddan mannlýsing- ar, þó máske styðjist við flugufætur, eru naumast iíklegar til að negla sam- an ríkisstjórn. En slíkar eru jólakveðjurnar á kærleiksheimili vinstri viðræðnanna. Þiö vóruö dæmdir, skammirnar ykkar Páll segir ennfremur: „Jafnframt typtaði það (fólkið í landinu) Alþýðu- flokkinn fyrir það að hlaupa úr góöri og nýti- legri ríkisstjórn ...“ Þaö „góða“ hefur máske ver- iö, að ekki var samstaða í ríkisstjórninni um eitt eða neitt í efnahagsmál- um þjóöarinnar: ekki fjár- lög, ekki lánsfjáráætlun, ekki vísitölumál, ekki launastefnu o.sv.fv. Þaö „nýtilega“ hefur senni- lega veriö, hversu snilld- arlega A-flokkarnir gengu í takt í samstarf- inu. „Alþýöubandalagið fékk lika sinn dóm,“ segir Páll um kosninganiður- stööur, „fyrir það að þaö hafði ekki á stjórnartíma- bilinu sýnt af sér rögg, en tekið ábyrgðarlaust og linlega á málum.“ Hér kemur „ábyrgðarlaust" og „linlega“ fyrir þaö „góða“ og „nýtilega", enda alltaf samræmi í málflutningi framsókn- armanna, þegar þeir gegna sáttastarfi á vinstri væng af alkunnri snilldl „Almennt kjaftæöi og bull“ Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og verka- lýðsforingi, segir í viðtali við Vísi í gær aö tillögur Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum, sem lagðar vóru fram í viö- ræðum um nýja vinstri stjórn, væru „almennt kjaftæöi og bull, sem frekar ætti að senda Sál- arrannsóknafélaginu en Þjóöhagsstofnun til um- sagnar"! Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn lögðu báðir fram tillögur, sem ganga í svipaða átt, og Þjóðhagsstofnun hef- ur metið, sem kunnugt er. „Tillögur“ Alþýðu- bandalagsins eru hins vegar, að dómi Karls Steinars, almennt kjaft- æði og bull. Ekki kemur mikil alvara fram í slíkri tillögugerð. En umsögn eins aðalleiðtoga Alþýðu- flokksins í verkalýðsmál- um á tillögum kommanna sýnir máske betur en margt annað, hvert hyl- dýpi virðist milli viðræðu- flokkanna. Forsíðufyrirsögn í Þjóðviljanum í gær lýsir svo viðhorfunum á þeim bæ, en hún hljóðaði svo: „Tökum ekki þátt í skrípaleiknum." fSLENZK ÞJÓÐLÖG Sungin af Guðrúnu Tómasdóttur við píanóundir- leik Ólafs Vignis Albertssonar. Þessi hljómplata tveggja af fremstu tónlistar- manna okkar er án efa ein merkasta þjóðlaga- plata sem út hefur komið hérlendis. I einstaklega vönduðu umslagi plötunnar er að finna skýringar og ljóð prentuö bæði á íslenzku og ensku. Þetta er hljómplata sem á erindi til allra tónlistar- unnenda, áhugamanna um íslenzka menningar- arfleifð og er jafnfamt tilvalin gjöf til vina og kunningja erlendis. Heiidsöiubirgðir fyrirliggjandi. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 — Sími 84670 Vesturveri — Sími 12110 % j Laugarvegi 24 — Sími 18670 #1 Happdrætti Flug- björgunarsveitarinnar Dregiö var 20. desember. Voru númerin innsigluö til 30. desember. Þangaö til er hægt aö greiöa gíróseðlana. Vinningsnúmer veröa auglýst í blööum og útvarpi strax eftir áramót. FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: Reyniö aö dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aöfangadag og gamlársdag. Forðizt, ef unnt er, aö nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagnsofna, hraösuöukatla, þvottavélar og uppþvottavélar — einkanlega meöan á eldun stendur. 2Fariö varlega meö öll raftæki til aö foröast bruna- og snertihættu. Illa meöfarnar lausar taugar og jólaljósasamstæöur eru hættulegar. Útiljósasamstæöur þurfa aö vera vatnsþéttar og af gerö, sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. 3Eigiö ávallt til nægar birgöir af vartöpþum („öryggjum"). Helztu stæröir eru: 10 amper Ijós 20—25 amper eldavél 35 amper aöalvör fyrir íbúö Ef straumlaust veröur, skuluð þér gera eftirtaldar ráöstafanir: Takið straumfrek tæki úr sambandi. Ef straumleysiö tekur aöeins til hluta úr íbúö, (t.d. eldavél eöa Ijós) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúöin er straumlaus, getiö þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúöina í aðaltöflu hússins. 6Ef um víðtækara straumleysi er aö ræöa skuluö þér hringja til gæzlumanna Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Bilanatilkynningar í síma 18230 allan sólarhring- inn. Á aöfangadag og gamlársdag til kl. 19 einnig í símum 86230 og 86222. Við flytjum yður beztu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir sam- starfið á hinu liðna. m RAFMAG NSVEITA REYKJAVÍKUR Geymið auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.