Morgunblaðið - 22.12.1979, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.12.1979, Qupperneq 10
Bæjarstjórn Kópavogs: 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 Kristján írá Djúpalæk: PUNKTAR í MYND. Myndir Ágúst Jónsson. Bókaútgáfan Skjaldborg 1979. KRISTJÁN frá Djúpalæk færist ekki svo lítið í fang með Punktum í mynd. I blaðaviðtali segir hann að bókin sé „saga sálarinnar" og heldur áfram: „Sálin kemur utan úr geimnum og sest að í fræi í móðurskauti, þar sem hún byrjar að verða fyrir áhrifum sem halda áfram eftir að barnið fæðist. Bókin er með skírskotun til eigin reynslu og nær til fimm ára aldurs. Ég vil raunar segja, að hún sé til varnar sál- inni... “ í upphafi bókar er sagt frá því er sálin vaknar við „Kvíðvænlegt kall“. Hún á að skipta um bústað, gegna skyldum á fjarlægum hnetti sení nefnist Jörð. Hún biður til einskis um að sá bikar sé tekinn frá henni því að ekki vill hún hverfa úr „algóðum faðmi fegurðar" þar sem allar óskir rætast og hljóm- ar, ljós og gleði búa. Sálin hefur dvalið áður á jörðinni og veit að þar er refsivist og reynsluskóli og það vekur henni óhug. Kristján frá Djúpalæk dregur upp dapurlegar og harmsárar myndir af lífi sálarinnar á jörðunni. Sorgin nær hámarki þegar barnið vaknar einn morgun meðal ókunnugs fólks á ókunnugum bæ og hefur týnt móður sinni. Þá nístir skelfingin hjartað. Og ekki líður á löngu þangað til fræi haturs- ins er sáð, sakleysinginn verður fyrir barðinu á rang- læti fullorðna fólksins. Sjúk- dómar setja mark sitt á barnið. „Kaldar eru hendur heimsins / og raddir“ verður niðurstaða skáldsins. Framan við hvern kafla í Punktum í mynd er tilvitnun í skáld og spekinga á borð við Kahlil Gibran og Tagore. Sá síðarnefndi segir: „Sérhvert barn, sem fæðist flytur þau skilaboð, að Guð sé ekki vonlaus um heiminn.“ Gibr- an virðist þó hafa orkað meir á Kristján frá Djúpalæk. Þessir andans menn standa okkur þó fjær en Kristján Jónsson, Þorsteinn Erlings- son og Örn Arnarson sem líka eiga sín ítök í hugar- heimi skáldsins. Guðspeki er ákaflega vandasöm í skáldskap og hættir til að verða frekar spakmæli en ljóðræna. Þegar Kristján frá Djúpalæk freistár þess að lýsa bernsku sinni í „ljóð- rænum texta“ nær hann að mínum dómi bestum árangri. En það háir honum að boð- skapurinn, kenningin má líka segja, ber skáldskapinn Kristján írá Djúpalæk Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON víða ofurliði. Það sem í raun á að vera einföld lýsing og raunsæileg er hneppt í fjötra viskutals. Meiningin gerist of ráðrík á kostnað þess lífs sem við nefnum Ijóð. Falleg mynd geldur mælsku prédik- arans. Þessum orðum til staðfest- ingar birti ég erindi úr Punktum í mynd: Hún ber mig einnig til húm- landa þessa heims, þangað sem ég bjó er ég dvaldi hér áður, hvar sól brennir um daga, kuldinn nístir um nætur og gróðurinn er villimörk blindrar græðgi: Þér er gott að rifja upp fortíð þína, ferðalangur, annars verður villugjarnt á veginum framundan. Láttu ekkert má út minninguna um upphaf þitt né neyða þig í annað hlut verk en þér ber. Vertu trúr yfir miklu. Við erum aftur heima. Hún leggur mig á blóma- sængina í túni föður míns á jörðunni. Ég, barn hennar, sef. Síðustu fjórar línurnar í þessu erindi sýna styrk skáldsins, hinar ýmsa veik- leika textans. Án þess að ástæða sé til að fjölyrða um þá er hitt ljóst að Kristján frá Djúpalæk ætlar sér mik- inn hlut með Punktum í mynd og gerir virðingar- verða tilraun. Myndir Ágústs Jónssonar eru í sama stíl og við kynnt- umst í verki þeirra Kristjáns Óði steinsins (1977). Best þykir mér mynd á bls. 13. Henni fylgja orð hins góða Lao Tses: „Um bústaðinn skiptir mestu hvar hann stendur." Kvíðvænlegt kall '^XV-.son ÁW'lYAnn ríki Vatnajökuls segir frá leiöangri höfundarins og Jóns Eyþórssonar á Vatnajökul vorið 1936. í för meö þeim voru íslendingarnir Siguröur Þórarinsson, þa nemandi Ahlmanns, ferðagarpurinn Jón frá Laug og tveir ungir Svíar. Auk þess höföu þeir meðferöis 4 Graenlands- huhda, sem drógu sleða um jökulinn og vöktu hér meöal almennings ennþá meiiri athygli en mennirnir. , fyrri hlutanum segir frá lífinu á jöklinum „í stríöi og i barningi, hvíld og leik“. Seinni helmingurinn er einkar skemmtileg frásögn af ferö þeirra Jóns og Ahlmanns um Skaftafellssýslu. í ríki Vatnajökuls er sígilt rit okkur Islendingum, nærfærin lýsing á umhverfi og fólki, furöuólíku því sem viö þekkjum nú, þó að ekki sé langt um liðið. . L Almenna (I) bókafélagið, Austurstræti 18 — *ími 19707. Skemmuvegi 36, Képavofli — Sími 73055. Tillögu um greiðsluheim- ildir vísað írá Á FUNDI bæjarstjórnar Kópa- vogs í gærkvöldi lagði Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, fram eftirfarandi tillögu: Þessi fundur bæjarstjórnar Kópavogs er sá síðasti á árinu 1979 og síðasti fundur bæjarráðs var 18. þ.e. Meirihluti bæjarstjórnar hefur ekki lagt fram neina tillögu eða drög að fjárhagsáætlun (rekstrar- áætlun) bæjarsjóðs, fyrirtækja hans og stofnana fyrir árið 1980 og er þetta í fyrsta sinn, er svo stendur á í sögu kaupstaðarins, og bæjarstjóri hefur þar með engar leiðbeiningar um greiðslur úr bæj- arsjóði og engar samþykktir um þær. Af þessum ástæðum samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjar- stjóra að greiða úr bæjarsjóði laun starfsmanna bæjarins svo og að inna af hendi aðrar bráðnauð synlegar greiðslur þar til fjár- hagsáætlun fyrir 1980 verður sam- þykkt af bæjarstjórn eða öðru vísi kann að verða ákveðið." Tillögu þessari var vísað frá með atkvæðum fulltrúa meirihlut- ans. Fjárhagsáætlun hefur ekki verið lögð fram í bæjarstjórn Kópavogs nú í desember og er það í fyrsta sinn í sögu kaupstaðarins, sem það gerist. Hækkun á gjaldskrám stundstaða BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag til- lögur íþróttaráðs um hækkun á gjaldskrá sundstaða í Reykjavík. Er hækkunin að meðaltali liðlega 30%, en hún á eftir að hljóta staðfestingu stjórnvalda. í tillögunum er gert ráð fyrir að 10 miða kort hækki úr 2.200 krónum í 3.000, sem þýðir að hvert einstakt skipti myndi kosta 300 krónur í stað 220 áður. Hækkunin á hverju einstöku skipti ef af- sláttakort eru ekki keypt yrði úr 360 krónum í 500 krónur. Að sögn Stefáns Kristjánssonar íþróttafulltrúa hefur sú stefna ríkt undanfarin ár, að 60% rekst- urs sundlauganna sé greiddur af viðskiptavinum. Með þessari hækkun myndi sú hlutfallstala nást á næsta ári. Tækni og þægindi til heimilisnota. SIEMENS sameinar gæði, endingu og smekklegt útlit. SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300 Við bjóðum yður ábyggileg heimilistæki, sem byggja á áratuga tækniþróun SIEMENS verksmiðjanna. SIEMENS -heimilistækin sem endast

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.