Morgunblaðið - 22.12.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
13
Fullkomin slökkvitæki sett
í tvo báta frá Hornafirði
Hornafirði. 20. desember.
FYRIR nokkru voru sett full-
komin eldvarnartæki í tvo báta
hér á Höfn, Lyngey SF 61 og
Hvanney SF 51, en eigendur eru
hlutafélagið Borgey. Uppsetn-
ingu á eldvarnarkerfunum ann-
aðist sérfræðingur frá I. Pálma-
son hf., en það fvrirtæki flytur
inn þessi tæki, sem nefnd eru
HALON 1301.
Slökkviefnið er geymt á tveim-
ur hylkjum svipuðum og stærð
og 2 handslökkvitæki. Frá hylkj-
unum liggur rör niður í vélar-
rúmið og greinist þar í fjóra
stúta. Ef eldur kemur upp og
ekki verður við neitt ráðið með
handslökkvitækjum þá eru vélar
stöðvaðar og vélarrúminu lokað.
Með einu handfangi eru slökkvi-
tækin sett af stað og slökkviefn-
ið streymir þá inn í vélarrúmið
og á að slökkva allan eld, sem
þar kann að leynast, á innan við
10 sekúndum. Það sem helzt
hindrar inngöngu í vélarrúmið
strax eftir slökkviaðgerðir er
reykur, en strax og vélarrúmið
hefur verið loftræst vel er hægt
að fara niður í vélarrúmið á ný.
Þess má geta að ákveðið hefur
verið að samstarfsnefnd JC
Hornarfjarðar og Slökkviliðið á
Höfn sjái um sérstakan Eld-
varnardag eftir áramótin. Verða
þar kynntar eldvarnir af ýmsu
tagi.
— Einar
Jólamyndimar
í Siglufirði
NÝJA BÍÓ í Siglufirði sýnir á 2.
dag jóla kvikmyndina Skriðbraut-
in, sem sýnd var í Reykjavík fyrir
nokkrum mánuðum og fékk mikla
aðsókn. Á nýársdag sýna Siglfirð-
ingar myndina Flugstöð ’77.
Jólavaka
í Dóm-
kirkjunni
í kvöld
KRISTILEG skólasamtök og
Kristilegt stúdentafélag gangast
fyrir jólavöku í Dómkirkjunni í
kvöld, laugardag, kl. 21.
Hugmyndin er sú að fólk geti
staldrað við í bæjarferð og hvílt
lúin bein um leið og það tekur þátt
í þessari stuttu helgistund. Boðið
verður upp á hugvekju, einsöng og
sungnir jólasálmar.
Lánskjara-
vísitalan
í 135
SEÐLABANKINN hefur reiknað
út lánskjaravísitölu fyrir jan-
úarmánuð 1980 með tilvísun til 39.
greinar laga nr. 13 frá 1979.
Samkvæmt útreikningum gildir
lánskjaravísitala 135 fyrir jan-
úarmánuð.
ÚTSÖLUSTAÐIR: Karnabær Laugavegi 66 - Karnabær Glæsibæ -Eyjabær Vestmannaeyjum- Hornabær Hornafirði- Epliö Akranesi- Eplið ísafirði- Cesar Akureyri
vilja allir ráða yfir...
vegna hljómgæðanna
Veist þú ...
hvað PIONEER tækin eru ódýr? — ef ekki —
komdu þá í verslun okkar og beröu saman
verö og gæöi.
Ef þú kaupir heilt sett gegn staögreiöslu, þá
færöu skápinn ókeypis.
System X-33