Morgunblaðið - 22.12.1979, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
„Nauðsynlegt að kristileg
viðhorf nái til fólksins“
Rabb við fjölmiðlastjóra norska kristniboðssambandsins
í NOREGI eru starfandi nokkur
kristniboðsfélög, sem hafa það að
höfuðmarkmiði að senda kristni-
boða til starfa í þróunarlöndum
sem og iðnaðarlöndum, þar sem
kristin trú hefur fest litlar eða
engar rætur. Hafa þessi samtök
öll fjöldamarga starfsmenn á
sínum snærum bæði tii starfa
heima við til kynningar á kristni-
boðsstarfi og til að fara í fjarlæg
lönd til kristniboðs- og hjálpar-
starfa. Eitt þessara félaga er
Norsk luthersk misjonssamband
(NLM) eða norska lútherska
kristniboðssambandið. Hefur
Samband ísl. kristniboðsfélaga
verið í nánu samstarfi við norska
félagið um að senda út starfs-
menn, en á vegum íslenska sam-
bandsins eru nú þrenn hjón að
starfi í Afríku, tvenn í Eþíópíu
og ein í Kenýa.
Umfangsmikill þáttur í starfi
NLM er útgáfustarfsemi hvers
konar og ræddi blm. Mbl. fyrir
nokkru við Asbjörn Kvalbein sem
er eins konar fjölmiðlastjóri, en
NLM hefur ekki aðeins útgáfumál
með höndum heldur starfrækir og
miðstöð er framleiðir ýmiss konar
útvarpsefni til sendingar í fjöl-
mörgum löndum. Asbjörn Kvai-
bein hefur um árabil starfað hjá
NLM. Hefur hann m.a. verið
ritstjóri blaðanna Ungdom og
Tiden og Utsyn og fyrir fáum
árum dvaldi hann nokkur ár í
Bandaríkjunum til að fullnuma
sig í fjölmiðlafræðum. Er verkefni
hans hjá NLM nú yfirumsjón með
fjölmiðlastarfi og tekur hann
síðan við starfi rektors skóla er
menntar fólk til starfa við fjöl-
miðla. Asbjörn var fyrst spurður
um sögu sambandsins, hvað hefði
fyrst gerst í úgáfumálunum:
— Fyrsta verk Kristniboðssam-
bandsins í útgáfumálum var bóka-
útgáfa og var lengi vel eina
útgáfustarfsemin, en árið 1891 hóf
sambandið að gefa út tímaritið
Utsýn. Kemur það nú út 40
sinnum á ári og flytur fréttir og
frásagnir af kristniboðsstarfi okk-
ar og annarra en okkar starf fer
nú fram í 10 löndum. Upplag
blaðsins er um 44 þúsund eintök
og er enn á uppleið, en meðal
áskrifenda eru nokkrir Islend-
ingar. Við gefum einnig út fleiri
blöð, barnablaðið Bláveisen, ungl-
ingablaðið Ungdom og Tiden, sem
kemur út 6—8 sinnum á ári og
sem fylgirit með þessum blöðum,
fá áskrifendur ársfjórðungslega
tímaritið Ut i all verden, sem
einnig greinir í máli og myndum
frá kristniboðsstarfi. Auk þessara
stóru blaða eru gefin út í tengslum
við Sambandið 35 smærri blöð,
sem kristniboðsfélögin úti um
landið sjá um.
— Hvers vegna er lögð svo
mikil áhersla á útgáfustarf?
— Við teljum hið skrifaða orð
mikilvægt og okkur finnst greini-
legt að ná megi til margra með t.d.
blöðum og tímaritum auk bók-
anna, því meðal lesenda eru mun
fleiri en aðeins þeir sem eru
trúaðir og margir vilja fylgjast
með starfsemi kristniboðanna og
styðja hana þótt 'þeir séu ekki
endilega strangtrúaðir. Blöðin eru
líka mikilvægur tengiliður við alla
þá sem styðja starf okkar, en
samanlagt náum við til milli 100
og 200 þúsund manns.
— Útgáfumálin hafa tekið ýms-
um breytingum í tímans rás og
yfirtók t.d. fyrirtækið Lunde-
forlag fyrir 30 árum bókaútgáfu
Sambandsins og er hún því nú
rekin sem sjálfstætt fyrirtæki, en
undir stjórn NLM. Gefur hún út
Asbjörn Kvalbein er hér með
teikningu að hinu nýja aðsetri
fjölmiðlastöðvarinnar.
40—50 bókatitla á ári, bækur um
kristniboð, fræðandi bækur um
kirkju og kristni, einnig kennslu-
bækur, barnabækur og almennar
bækur, sem þykja eiga erindi á
markað. Meðal annars hefur
Lunde-forlag gefið út bók eftir
Bjarna Eyjólfsson, sem var í 33 ár
formaður Sambands ísl. kristni-
boðsfélaga. Og svo sem áður var
vikið að hefur NLM lengi starfað
að útvarpsmálum.
— Fyrir 23 árum byrjuðum við
með sendingar gegnum kristilegu
útvarpsstöðina Trans World Rad-
io sem var í Tangier í Norður-
Afríku og var sent á stuttbylgjum
til Noregs. Stöðin var þjóðnýtt og
var þá flutt til Monte Carlo þar
sem hún er enn og þaðan hefur
verið útvarpað hálftíma á dag
sendingum til Noregs, auk send-
inga TWR til fjölmargra annarra
landa. Allt efni, sem sent er út á
Einn starfsmanna Lunde-bókaútgáfunnar, en hún gefur út ýmiss
konar fræðsiurit og bækur um kristniboð, frásagnir og aðrar
kristiiegar bækur.
r • • *
Armann Qrn Armannsson:
Byggung — lækkun
byggingarkostnaðar?
BYGGUNG afhendir íbúðir:
EIGENDL’R tvcnja her
bernja ibúða við Eiðis-
granda, sem nú er verið að
afhenda hjá ByggunK.
BytOt'nKasamvinnufélagi
ui«í fólks í Reykjavik.
fullbúnar með frágenit-
inni sameign. þurfa að-
eins að greiða fyrir |i»'r
8,1 milljón króna Sé
reiknað með |ivi að við-
komandi hafi lagi fram
lifeyrissjóðslán að up|i-
haeð 3 milljónir króna og
sú upphæð logð við ö.l
milljónir króna sem við-
komandi fa-r að láni hjá
Húsnæðismálasljórn
rikisins kemur i Ijós að
hann er með i hondunum
104* ibuðarverðsins
briggja herla'rgja ibúð-
ir sem nú er verið að
afhenda kosta 10 4 millj-
ónir króna og sé gengið úl
frá sðmu forsendum o«
hér að framan hefur við-
komandi eigandi i hond-
unum 81'J kaupverðs
ibúðarinnar
EjOgurra herbergja
ibúðir kosia 12 0 milljónir
króna or miðað við somu
forsendur hefur eigandi
slikrar ibúðar 66': af
ibúðarverðinu i hondun- -
um. þ.e. V4 milijónir
króna i Húsmeðismála-
stjórnarlám og 3 milljónir
i lifeyrissjoðslám
OyKífuna fekk ulhlulað luft
fyrir ihúftirnar i msri IDTs >«
Eigendur 2ja herbergja
íbúða fá greitt til baka
ramdutjftra frlxpini. hafa lim
amkvarmdir grnifiA um vift byggjur
neml áaetlun og rr búiil vift innsr fyrír
) lokift vrréi vift aft afhrnda kemur ari
- hafi þeir lagt fram
3ja milljún krúna iíf-
eyrissjódslán að við-
bættu 5,4 milljún krúna
láni frá Húsna'ðismóla-
stofnun ríkisins. en
ibúðirnar eru af-
hentar tilbúnar á 8.1
milljún krúna
fyrir okkur þsr sem vift hðfum
fjárfrit mikift , larkjum ýmits
afhrndir tvrggja _
ibúðir fyrir 8.1 milljón króna
koaur samsvarandi rign á
104 milljftnir króna og fjðg- almrnnum mi
urra hrrbrrgja ibúftir. em milljónir kr
sfhrnUr eru á lt9 milljónir þrim upplýai
krftna hjá Byggung, koiu á hefur aflaft aá
rkafti frá 30-34
í tilefni frétta um byggingar-
kostnað íbúða frá Byggingasam-
vinnufélaginu Byggung, telur und-
irritaður þær gefa tilefni til nokk-
urra athugasemda í þeim tilgangi
að skýra nokkuð hvernig búið*er
að byggingariðnaði á íslandi, ef
verða mætti til þess að skapa
umræðu um þau mál, en umræða
er til alls fyrst.
Það skal tekið fram, að Byggung
sf. er að mörgu leyti vel rekið
byggingarfyrirtæki og nýtur
framúrskarandi dugandi fram-
kvæmdastjóra, sem rekur sitt
fyrirtæki vel og kann að auki vel
að spila á kerfið eins og það er
gjarnan kallað. Þannig hefur hon-
um tekist að reisa stórhýsi við
Eiðsgranda, þar sem íbúðir eru
sennilega á tiltölulega hagstæðu
verði, enda þótt sambærilegur
verðlagsgrundvöllur væri notaður.
Hitt, að slá því fram að 2ja
herbergja íbúð kosti átta milljónir
króna (greiddar á undanförnum
rúmum þremur árum), og bera
það síðan saman við verðlag íbúða,
sem verið er að hefja byggingu á
og á eftir að greiða að fullu, er
eins og hver önnur brella gerð til
þess að reyna að útvega fyrirtæk-
inu lóðarskika til þess að halda
áfram framkvæmdum, sem það
sannarlega vantar eins og flest
önnur fyrirtækjum, sem starfa á
þessu sviði hér í Reykjavík.
Þar sem ekki er ætlunin að
gagnrýna þetta fyrirtæki eða
framtak þess, verður hér ekki
fjallað um atriði eins og eigið
vinnuframiag eigenda, kosti há-
hýsis í stað 3—4 hæða húss, húss á
mjög kostnaðarsömum grunni,
forgagn í framkvæmdalánakerfi
og ógerðar framkvæmdir eins og
utanhússfrágang og lóð. Nei,
Byggung er ágætt dæmi einka-
framtaksins, sem vílar ekki fyrir
sér að nýta sér pólitíska kosti
samvinnufélagsformsins í kerfinu
og er kannski ekki nema gott eitt
um að að segja?
Byggingarfyrirtæki í Reykjavík
vantar lóðir. Það er ekki nein ný
bóla og hefur svo oftast verið um
langt árabil. Það hefur sennilega
verið algengasta orsök þess að vel
rekin fyrirtæki hafa lognast út af
eða orðið gjaldþrota og a.m.k.
ásamt verðbólgunni og lánakerf-
inu verið þess valdandi að upp-
bygging í iðnaðinum er enn nánast
á frumstigi. íslendingar eru al-
mennt áratugum á eftir ná-
grannaþjóðum í uppbyggingu
byggingariðnaðar og er Reykjavík
þar einna verst á vegi stödd.
Lóðaskortur í Reykjavík, ásamt
úthlutunarstefnu til einstaklinga
með forgang er til dæmis eina
augljósa skýringin og einföld
skýring á að íbúðir í Reykjaík eru
að meðaltali nær fjórðungi dýrari
en á Akureyri. Stjórnvöld á Akur-
eyri hafa fyrir löngu skilið nauð-
syn nægs lóðaframboðs enda hafa
traust byggingarfyrirtæki náð að
byggja sig þar upp eðlilega og með
því náð allt annarri framleiðni en
þekkist í Reykjavík. Og merkilegt
nokk held ég að ég fari með rétt
mál, að í þessu höfuðvígi sam-
vinnustefnunnar, Akureyri, sé
ekkert byggingarsamvinnufélag.
í óðaverðbólguþjóðfélagi, þar
sem kostnaður allt að því tvöfald-
ast á hverju ári, verður kostnaður
fjármagns í raun jafn verðbólg-
unni að viðbættum raunvöxtum.
Einkafyrirtæki, sem stundar
byggingaframkvæmdir fyrir hinn
almenna kaupanda, sem hefur
kosið að ljúka íbúðum endanlega
eftir sínum smekk þ.e. ráða e.t.v.
lit málningar og gerð gólfklæðn-
ingar og innréttinga á ekki fræði-.
lega nokkra möguleika á fram-
kvæmdaláni úr Byggingarsjóði
ríkisins. í stað þess að fá húsnæð-
ismálalán greitt í jöfnum greiðsl-
um á 18 mánuðum frá því að
byggingarframkvæmdir hefjast,
getur þannig fyrirtæki í besta falli
búist við að fá fyrsta hluta láns
3—4 mánuðum eftir að húsið er
fokhelt og lánið síðan allt á næstu
átján mánuðum eftir að sambýl-
ishús er orðið fokhelt (sérstaklega
ef um háhýsi er að ræða) er það
eðlilegur byggingarhraði að hús-
inu sé lokið. Þannig er Húsnæð-
ismálastjórnarlán til einkafyrir-
tækja að raungildi aðeins um
tæpur helmingur þess sem það er
til byggingasamvinnufélagsins svo
ekki sé nú rætt um verkamanna-
bústaðakerfið!
. Þrátt fyrir fögur orð í mörg ár
um að breyta þessu augljósa og
fáránlega misræmi situr enn allt
við það sama, því miður.
Aðrar þjóðir hafa fyrir löngu
komið auga á að traustur bygg-
ingariðnaður er einn af hornstein-
um öflugs efnahagslífs. Það er t.d.
almennt viðurkennd skoðun í
Vestur-Þýskalandi að nútíma
þjóðfélag geti ekki staðist án vel
skipulagðs verktaka- og bygg-
ingariðnaðar. Vonandi auðnast
okkur að viðhalda nútíma þjóðfé-
lagi á íslandi.
P.S. Það var ekki ætlunin að gera verðlag íbúða hjá Byggung að
sérstöku umræðuefni, en vegna leiðara Morgunblaðsins í dag þar
sem virðist gæta sama misskilnings um samanburð á tölum og
komið hefur fram svo oft áður hjá aðilum, sem þykjast byggja
sérstaklega ódýrt, þykir rétt að fara um það nokkrum orðum. í
verðbólgu eins og ríkt hefur á íslandi undanfarin ár er ekki hægt að
fá raunhæfan samanburð, nema með því að verðreikna hverja
greiðslu til ákveðins tima samkvæmt byggingarvísitölu. Þar sem
það er e.t.v. nokkuð flókið mál, verður hér látið nægja að nefna
dæmi um kaupverð og greiðslu 3ja íbúða á sambærilegum tíma,
allar í háhýsum, sambærilegar að stærð:
Byggung: Ný íbúð í Breiðholti 2 ára íbúð í
tilb. undir tréverk: Breiðholti:
Aíh. des. 79. Greiðslur Afh. apríl 79. Apríl 1978.
ágúst '77 1.200 júní 78 600 nóv 77 1.000
120 þ.x6 mán. 720 júlí 500 .des 77 500
140 þ.x6 mán. 840 nóv. 2000 feb. 78 1.500
160 þ. xl8 mán. 2.880 5x220 mán. 1.100 maí 78 500
Framkv.lán jan 79 600 ág. 78 500
18x300 þ. 5400 feb. 79 600 nóv. 781.500
11.040 mars.—júní Lán yfirt. 1.900
5x400 Veðdeild 2.000 7.400
3x1.200 3.600 11.000
Dæmi þessi sýna hvað erfitt er að bera saman hvort um
hagkvæmari verð er að ræða hjá einum en öðrum. Þau sýna að mati
undirritaðs einnig að uppsláttur umrædds fyrirtækis, Byggungs,
um einkar ódýrar íbúðir er fyrirsláttur einn, nema gerður sé
raunhæfur samanburður.
Undanfarin ár hafa risið upp nokkuð reglulega alls kyns
fyrirtæki, sem slegið hafa um sig með því að byggja ódýrar en allir
aðrir. Fyrirtæki þessi hafa oftast náð því aö lifa í 2—3 ár og síðan
dáið drottni sínum. Það segir sína sögu, en meginatriðið er að búa
þarf byggingariðnaði viðunandi starfsaðstöðu.
Reykjavík, 20.12. 1979.
F.h. Verktakasamband íslands,
Ármann Ö. Ármannsson.