Morgunblaðið - 22.12.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
23
Birgir tsl. Gunnarsson:
Fjárhagsáætlun
borgarinnar 1980
Fjárhagsáætlun
borgarinnar 1980
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 1980 var til fyrri
umræðu í borgarstjórn s.l.
fimmtudag. Þetta er önnur fjár-
hagsáætlun, sem vinstri meiri-
hlutinn í borgarstjórn leggur fram
og því má af þessari fjárhagsáætl-
un nokkuð marka, hvaða stefnu
vinstri flokkarnir ætla að fylgja
þetta kjörtímabil. Þetta má einnig
orða á þann veg að þessi fjárhags-
áætlun er fyrir næstsíðasta heila
árið á þessu kjörtímabili og því
ekki seinna vænna að vinstri
meirihlutinn láti stefnu sína koma
glöggt fram.
Ekkert fjallað
um framkvæmdir
Það hefur borið til tíðinda við
undirbúning þessarar fjárhags-
áætlunar, að hvorki borgarráð né
borgarstjórn fengu í hendur fyrir
umræðuna neitt yfirlit yfir það,
hvernig framkvæmdafé borgar-
innar eigi að skiptast milli ein-
stakra framkvæmda. Borgarráð
hefur vikum saman fjallað um
fjárhagsáætlun á mörgum fund-
um, en ekkert hefur enn verið
fjallað um skiptingu fjár á ein-
stakar framkvæmdir.
Allt logar
í illdeilum
Þetta er algjört einsdæmi.
Borgarráð hefur ávallt fjallað
ítarlega um einstakar fram-
Askorendaeinvígin:
Korchnoi og
Petrosjan
tefla líklega
í Júgóslavíu
eða Sviss
EKKI hefur enn verið endanlega
gengið frá því hvar áskorenda-
einvígin fjögur um heimsmeistara-
titilinn í skák fara fram, að þvi er
Friðrik Ólafsson forseti FIDE tjáði
blaðamanni Morgunblaðsins i gær-
kvöldi. Friðrik sagði þegar hafa
komið tilboð frá Júgóslaviu og
Sviss um að halda cinvígi þeirra
Korchnois og Petrosjans, og ef til
vill væru fleiri tilboð á leiðinni,
meðal annars frá Austurríki og
Sviss.
Einvígi Hiibners og Adorjans fer
fram í Vestur-Þýskalandi, væntan-
iega f Bad-Lautenberg. Ekki hefur
verið frá því gengið hvar Spassky
og Portich tefla, en sovésku skák-
meistararnir Tal og Polugajevsky
munu tefla i Sovétríkjunum.
Friðrik sagði að föst verðlauna-
upphæð væri nú fyrir öll einvígin, og
væri hún 20 þúsund svissneskir
frankar, eða tæplega 5 milljónir
íslenskra króna. Skipuleggjendur
einvígjanna gætu svo auk þess boðið
ýmis fríðindi, svo sem kostnað við
aðstoðarmenn skákmanna og fleira.
Friðrik sagðist ekki vita til þess að
handtaka sonar Victors Korchnois
hefði áhrif á einvígi þeirra Petro-
sjans, en þó hefði hann heyrt
einhverjar sögusagnir um það. Best
væri líklega að vera við öllu búinn í
því efni, enda væru þar undir glóðir
sem gætu blossað upp.
kvæmdir áður en fjárhagsáætlun
hefur verið lögð fram. Sú spurning
vaknar því, hvernig á því standi,
að nú er brugðið út af þeirri venju.
Hversvegna ríkir nú þetta ráðleysi
við undirbúning fjárhagsáætlun-
ar?
Við sem erum í daglegu sam-
starfi við borgarfulltrúa vinstri
manna vitum, hversvegna þetta
er. Astæðan er, að bullandi
ágreiningur hefur verið innan
meirihlutans um það, hvernig
framkvæmdaféð eigi að skiptast.
Til að réyna að draga hulu yfir
þann ágreining og til að hann
komist ekki upp á yfirborðið var
það ráð tekið, að leggja áætlunina
fram án nokkurra umræðna um
þetta mikilvæga mál í borgarráði.
Engar breytingar
á rekstri
Af þessum ástæðum m.a. var
ekki möguleiki á því að fjalla
ítarlega um efni áætlunarinnar
við fyrri umræðu. Þó varð ekki hjá
því komist að öllu leyti og skal hér
drepið á nokkur atriði.
Það vekur að sjálfsögðu athygli,
að hvergi örlar á neinum breyting-
um varðandi rekstur borgarinnar.
Allt er látið renna eftir þeim
hefðbundnu leiðum, sem sjálf-
stæðismenn mótuðu, en hvergi
bólar á þeim róttæku breytingum,
sem vinstri menn boðuðu fyrir
kosningar að gera þyrfti á rekstri
borgarinnar. Eina breytingin er
sú, að allt aðhald hefur slappast
og ýmsir liðir látnir vaxa stjórn-
laust að því er virðist.
Fasteigna-
skattar aukast
Nú er enn á ný beitt þeim
hækkuðu álagningarreglum varð-
andi aðstöðugjöld, lóðaleigu og
fasteignaskatta, sem vinstri menn
samþykktu i upphafi þessa árs.
Birgir ísleifur Gunnarsson
Það þýðir að vinstri menn leggja
um 2.6 milljarða á Reykvíkinga
umfram það, sem tíðkaðist, þegar
sjálfstæðismenn réðu ferðinni hjá
Reykj avíkurborg.
Harðast munu fasteignaskatt-
arnir koma niður á Reykvíkingum.
Fasteignaskattar munu hækka
mun meir en nemur tekjuhækkun
borgarbúa milli ára og fasteigna-
skattar eru nú vaxandi hluti af
tekjum borgarsjóðs. Fasteigna-
skattarnir eiga því eftir að koma
illa við borgarbúa, þegar seðlarnir
verða sendir út í janúarmánuði.
Breytingatillög-
ur sjálfstæðis-
manna felldar
Við sjálfstæðismenn fluttum
breytingatillögur á fimmtudaginn
var þess efnis, að horfið yrði aftur
til þeirra álagningarreglna, sem
giltu í mörg ár, áður en vinstri
menn fengu meirihlutann. Tillög-
ur okkar sjálfstæðismanna voru
kolfelldar. Hinar auknu álögur
vinstri flokkanna nema um
130.000 á hvert fjölskylduheimili í
borginni. Það er hin sérstaka
kveðja vinstri flokkanna til heim-
ila í borginni.
Lóðaúthlutun
í lágmarki
Eins og fyrr getur var ekki efni
til að ræða einstakar framkvæmd-
ir borgarsjóðs á árinu. Þó er ljóst,
að undirbúningur nýrra bygg-
ingarlóða á næsta ári verður í
lágmarki. Ráðgert er að bygg-
ingarhæfar verði lóðir undir 428
íbúðir og verður þetta því annað
árið í röð, sem minna verður um
nýjar lóðir en þörf er á. Engar
nýjar lóðir undir atvinnustarf-
semi verða til úthlutunar.
Ymis fleiri atriði væri ástæða
til að gera nánar að umtalsefni
varðandi fjárhagsáætlunina, en
það verður að biða betri tíma.
jolagjafirnar
heimilistæki hf
Sunbeam -raf magnspönnur
meö hitastiUi, og meö og án
teflonhúöar. AuÖveldar í notkun
og ódýrar í rekstri.
Þú berö matinnfram í Sunbeam
rafmagnspönnu og prýöir meö
þv'< boröiö og sparar uppþvottinn.
Dömurakvél
frá Philips
er tilvalin jólagjöf
Hún er létt og þægileg og í
fallegum gjafaumbúöum.
Fæst fyrir 220 og 210 V straum
og einnigfyrir rafhlööur.
Dósahnífar frá
Philips
opna dósir af öllum
stœröum og geröum,
á fljótlegan og auöveldan hátt.
Dósahnífana máfesta á vegg.
Straujárn frá Philips
eru afar létt og meöfærileg.
Þau eru meö opnu haldi, hitastilli
og langri gormasnúru.
Brauðristir frá Philips
emi meö 8 mismunandi stillingum,
eftir því hvort þú vilt hafa
brauÖiÖ mikiö eöa lítiö ristaö.
ómissandi viö morgunveröar-
boröiö.
Tilvalin jólagjöf frá þeim
eldri, sem viljá vera í friöi
meö dýru tœkin sín, til þeirra
yngri sem engin eiga.
Kassettutæki
frá Philips
bæöi fyrir rafhlööur og straum.
Fáanleg í tveimur litum.
Innbyggöur hljóönemi.
60 mín. kassetta fylgir tækinu.
Raf magnsrakvélar |
frá Philips
Þessi rafmagnsrakvél |
er tilvalinn fulltrúi
fyrir hinar velþekktu
Philips rakvélar.
Hún er þriggja kamba meÖ
bartskera og stillanlegum
kömbum. Hún er nett og fer vel
í hendi Kynniö ykkur aörar
geröir Philips rafmagnsrakvéla.
Kaffivélar frá Philips
hella upp á 2—12 bolla í einu og
halda kaffinu heitu. Enga poka
þarf í HD 611*2, því nylon-filter
kemur í þeirra staö. Eigum einnig
8 bolla kaffivélar alveg
sambœrilegar en aö
sjáfsögöu ódýraH.
Teinagrill frá
Philips býöur
upp á skemmtilega
nýjung í matargerö.
Átta teinar /
snúast /
um element,
sem grillar
matinn fljótt og
vel. Grilliö er auövelt í hreinsun
ogfer vel á matboröi.
Hárliðunarjárn
, Philips
er nútimakonunnni nauösyn.
Þetta er gufujám, sem fer vel meö
háriö og er létt og meöfærilegt í
notkun.
Grillofnar frá Philips gera
hversdagsmatinn aö veislumat.
í þeim er einnig hægt aö baka.
Þeir eru sjálfhreinsandi
og fyrirferöarlitlir.
meö og án stands.
Þriggja og fimm hraöa.
Afar handhægt og
fyrirferöarlitiö eldhústœki.
Þeytir, hrærir og hnoöar.
Veggfest ingar fylgja.
Wigo
klukkur
Rafmagns-vekjaraklukka er
gagnleg og notadrjúg jólagjöf.
Wigo- klukkur eru fallegar i útliti
og á góöu veröi. Fást í tveimur
litum, svörtum og rauöum.
ÍJtvarpsklukkur frá Philips
Morgunhanann frá Philips þekkja
flestir. Hann er bæöi útvarp og
vekjaraklukka í einu tæki
Hann getur bœöi vakiö þig á
morgnana meö léttri hringingu og
músik og síöan svœfi þig meö
útvarpinu á kvöldin,
Morgunhaninn er fallegt tœki og
gengur auk þess alveg hljóölaust.
Hárblásarar
frá Philips
fyrir alla fjölskylduna.
Jólagjöf sem alltaf er i gildi.
Útvarpstæki frá Philips
LB og MB, aöeins fyrir rafhlööur.
Til i þremur stæröum á mjög
góöu veröi.
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — 20455 Sætúni 8 — 15655- Ársalir