Morgunblaðið - 22.12.1979, Side 25

Morgunblaðið - 22.12.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 25 Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Urslitin staðfesta ganginn í vinstri stiórnar samstarfi „ÚRSLIT þessara vinstri við- ræðna hafa staðfest ganginn, sem verið hefur allt vinstri stjórnar samstarfið," sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins i samtali við Mbl. i gær. „Nú er búið að reyna þennan möguleika og þá er ekki um annað að ræða en kanna aðra möguleika til mynd- unar ríkisstjórnar, sem styðst við meirihluta á Alþingi. Ég treysti því að allir þingflokkar og þingmenn skilji sinn vitjun- artima og að sem víðtækust samstaða er nauðsvnleg.“ Mbl. spurði Geir um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til stjórn- armyndunar nú að loknum vinstri viðræðunum. „Við Sjálf- stæðismenn höfum ekki gert bandalag við Alþýðuflokkinn um annað en þingrof og nýjar kosn- ingar og við settum það skilyrði að þing yrði kallað saman innan tíu daga frá kosningum og að minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins segði af sér, þegar úrslit kosninganna lægju fyrir. í ljósi kosningaúrslitanna get- ur enginn flokkur krafizt þess að fá öll sín stefnumál fram í stjórnarsamstafinu. Sjálfstæðis- flokkurinn mun vega og meta málefnagrundvöllinn og miða af- stöðu sína til hugsanlegrar ríkis- stjórnarsamvinnu fyrst og fremst við það, hvort viðunandi málefnasamningur næst eða ekki.“ Þá spurði Mbl. Geir, hvað hann vildi gera, ef hann stæði með stjórnarmyndunarumboð í hönd- unum. „í raun og veru er ekki tímabært að ræða slíka hluti fyrr en ákvörðun forseta Islands þar um liggur fyrir. Komi til þess að mér verði falin stjórnarmyndun og ég að athuguðu máli takist það á hendur að gera tilraun til stjórnarmyndunar, þá er ekkert Benedikt Gröndal forsætisráðherra: Enginn vonar heitar, að stjórn- arkreppan leysist en við hlutastjórn og nú. Hingað til hefur minnihlutastjórn á Islandi aðeins verið notuð til þess að fylla millibilsástand, en fyrir- myndir frá nágrannaþjóðunum sýna að þetta er alls ekki fjarstætt. En minnihlutastjórn, sem á að verða meira en bráða- birgðastjórn, verður að fá sam- þykki þings fyrir löggjöf og er í raun sáttasemjari í landinu. Við sjáum einnig að slíkt hlutverk getur verið erfitt eins og dæmin sanna frá Danmörku og Noregi." En hafa þessar stjórnarmynd- unarviðræður ekki leitt til sam- stöðu Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks í efnahagsmálum? „Tillögur flokkanna um efna- hagsmál leiddu í ljós greinilegan skyldleika, þótt við göngum að vissu leyti lengra. Flestir telja þó, að unnt sé að samræma þær. Alþýðubandalagið hafnaði hins vegar tillögum Framsóknar- flokksins og hefði vafalaust hafnað okkar tillögum einnig. Tillögur Alþýðubandalagsins eru hins vegar stuttar og fjalla nánast aðeins um markmið. Þær eru að okkar mati óraunhæfar.“ Eru þá miklar líkur á sam- stöðu ykkar og framsóknar- manna? „Hér er um að ræða vanga- veltur á fyrsta stigi og er allt of snemmt að spá nokkru um það. En þar sem efnahagsmálin eru þungamiðja og báðir flokkar hafa lagt fram ítarlegar tillögur, þá má vænta þess að unnt væri að ná samstöðu um flest atriði þeirra. Þó tel ég, að þar yrði verulegur vandi á höndum að því er varðar landbúnaðarmálin. Alþýðubandalagið gerði mikið úr ástandinu í þinginu, nú er upp úr slitnar. Þetta þing er vissu- lega óvenjulegt, vetrarkosn- ingar, og þegar koma á þinginu á laggirnar, er enginn starfhæfur meirihluti til. Ég sá þetta fyrir og gerði tillögu, þar sem ég lagði til að allir stæðu að friðsamlegri samstöðu um skipan stjórnar þingsins, sem síðar yrði unnt að Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins: Höfuðatriðið að mynduð verði ríkisstjórn sem ræður við vandann „MÉR finnst, að við höfum í raun og veru rekið okkur á sömu ágreiningsefnin og viðhorfin í þessum viðræðum, sem ollu því, að vinstri stjórnin gafst upp,“ sagði Benedikt Gröndal, formað- ur Alþýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið. „Steingrímur Hermannsson lagði það mat á viðræðurnar, að ekki mætti tak- ast að brúa það bil núna. Við brutumst út vegna þessa ágrein- ings og förum ekki inn aftur, nema hann verði brúaður." „Forseti íslands hefur nú rætt við alla formenn flokkanna og ég vil ekki spá neinu, fyrr en hann hefur tekið ákvörðun sína,“ sagði Benedikt, er Morgunblaðið spurði, hvað nú tæki við. Við spurningu um minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, sem rætt hefur verið um, sagði Benedikt: „Að sjálfsögðu ber fyrst skylda til að reyna meirihluta- stjórn, en ég man ekki eftir jafnmiklu alvörutali um minni- „HÖFUÐATRIÐIÐ er, að mynd- uð verði ríkisstjórn í landinu, sem ræður við þau vandamál, sem við er að glíma," sagði Lúðvík Jósepsson, formaður Al- þýðubandalagsins í samtali við Morgunblaðið. „Það getur ekki verið takmark að mynda stjórn, sem ræður ekki við málin — sama hvaða nafni hún er nefnd." Lúðvík tók fram, að það yrði ekki auðhlaupið eins og ástatt væri í íslenzkum stjórnmálum í dag að mynda stjórn, sem gæti tekizt á við vandamálin. „Ég tel tvær meginástæður til þess,“ sagði Lúðvík, „að upp úr stjórnarmyndunarviðræðum slitnaði nú: I fyrsta lagi skorti Alþýðu- flokk viljann til að ganga til vinstri stjórnarmyndunar. Þessi afstaða flokksins kom skýrast fram í ieiðurum Alþýðublaðsins, sem allan tímann meðan á stjórnarmyndunarviðræðunum stóð, og í viðrbrögðum Alþýðu- flokks í sambandi við stjórn Alþingis, við forsetakjör og skip- an í nefndir og loks í meirihluta- myndunum í þýðingarmiklum nefndum. I öðru lagi má ekki draga dul á, að það er mjög djúpstæður ágreiningur milli Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks varð- andi ráðstafanir í efnahagsmál- um. Alþýðubandalagið segir í sinni stefnu, að gera eigi ráð fyrir að lægstu laun geti hækkað. Framsóknarflokkurinn leggur til algjört launastopp. Alþýðu- bandalagið segir, að miða eigi efnahagsstefnuna við að almenn laun verði verðtryggð. Fram- sóknarflokkurinn leggur til að lögbinda verðlagsbætur og kaup- gjaldsvísitölu, þannig að hún verði bundin við 8% hinn 1. marz, síðan 7%, þá 6% og loks 5% hinn 1. desember 1980. Sé þetta athugað, er hér um 28% hækkun að ræða, en augljóst er, að verðbólgan verður 40 til 45%. Hér er um tillögugerð að ræða, sem miðar að kaupskerðingu. Þetta hefur í för með sér 10 til 12% kaupmáttarskerðingu á ár- inu 1980 og 5' til 7% skerðingu á árinu 1981. Alþýðuflokkurinn er þessu sammála, en vill ganga lengra — vill að vísitölubætur séu felldar niður, telur þær ófærar með öllu.“ En hvar viljið þið alþýðu- bandalagsmenn setja mörkin, þar sem láglaun eru tryggð? „Ýmsar markatölur hafa verið nefndar. I síðustu vinstri stjórn var markið 233 þúsund króna mánaðarlaun og sú tala er nú miðað við verðbólguna um 390 þúsund krónur fyrir dagvinnu. Við teljum þetta eðlilegt mark, en þessu svarar Framsóknar- flokkur með lögbindingu kaup- gjaldsvísitölunnar. Við segjum, að þennan ágreining þurfi að jafna, því að á þessum grundvelli byggjast allar aðrar efnahags- ráðstafanir og tillögur. Þetta er sami ágreiningurinn og var í vinstri stjórninni og á honum sprakk og aftur nú.“ En nú telur Framsóknarflokk- urinn, að þessar tillögur hans leiði til þess að verðbólgan verði 37 til 38% í árslok 1980 og 20% 1981. Hefur þú trú á því? „Nei, þessar tillögur standast engan veginn verðbólguútreikn- ing. Fyrst er það til að nefna, að um er að ræða framreikning á afleiðingum tiltekinnar kaup- lækkunar, en sé t.d. tekið tillit til þeirra verðhækkana, sem myndu fylgja gengislækkun, sem Þjóð- hagsstofnun segir að verði að eiga sér stað, þá verður verð- bólgustigið hærra. Sé einnig gert ráð fyrir verðhækkunum erlendis eftir því sem spár liggja fyrir um, verður verðbólgustigið enn hærra. Allir óvissuþættir verð- bólgunnar eru þarna ótaldir. Það eru því allar líkur á því, að þótt kaúplækkunin yrði framkvæmd, yrði verðbólgustígandin engu að síður 45% í árslok 1980.“ En hvað tekur nú við? „Ég tel augljóst," sagði Lúðvík breyta, þegar meirihluti hefði myndazt. Það væri friðsamlegra hér og betra andrúmsloft, ef gengið hefði verið að þessari tillögu minni. Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur vildu neyða okkur í bandalag, áður en málefnalegar umræður hófust. Við neituðum og kusum menn úr öllum flokkum í forsetastöður." Og áfram situr minnihluta- stjórn ykkar. „Það má búast við því, en þetta er ekki skemmtilegt hlut- verk, sem við erum í. Við höfum sagt af okkur, erum starfsstjórn og höfum afar takmarkaða möguleika. Það er áreiðanlegt, að enginn vonar heitar en við, að stjórnarkreppan leysist svo fljótt sem auðið er og það er sama, hver sú lausn verður." Samt hefur því heyrzt fleygt, að þið séuð hinir ánægðustu, viljið framlengja líf stjórnarinn- ar. „Það er algjör misskilningur. Engum flokki er gert verra, en Jósepsson, „að fljótlega muni formanni Sjálfstæðisflokksins gefinn kostur á að mynda meiri- hlutastjórn. Miðað við yfirlýs- ingar manna og stenumótun flokkanna er ótrúlegt, að slík stjórnarmyndun takist, a.m.k. í þessari umferð. Möguleikar okk- ar og Alþýðuflokksins til meiri- hlutamyndunar eru augljóslega sáralitlir, hvors flokksins um sig.“ Hvað gerist þá? Tekst myndun minnihlutastjórnar? „Ja, þá gerist það, að einhverj- ir tveir flokkanna reyna að mynda minnihlutastjórn, en hvort slík stjórn verður það afl, sem nauðsynlegt er, get ég ekki sagt um á þessari stundu. Menn hafa rætt hátt um samstöðu Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, en það á eftir að koma í ljós, hvort slík stjórn verður einhvers megnug. Hitt er svo annað mál, að það er ekki höfuðatriði, að mynduð sé ein- hver ríkisstjórn, sem ræður ekki við málin. Höfuðatriðið er, að mynduð sé ríkisstjórn í landinu, sem ræður við þau vandamál, sem við er að glíma. Ef flokkar eru ósammála í grundvallaratr- iðum eins og launamálum er það augljós þröskuldur." Getur þá samstjórn Alþýðu- að sitja í stjórn án þess að geta framfylgt stefnu sinni. Þetta hefur einu sinni komið fyrir áður, haustið 1949, en þá var mynduð minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins undir forsæti Ólafs Thors, er ríkisstjórn Stef- áns Jóhanns Stefánssonar féll. Þessi ríkisstjórn sat fram í marzmánuð, er ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar tók við. Þessi stjórn kemst næst í því að vera samlíking við okkur, þótt hún sé það ekki algjörlega," sagði Benedikt Gröndal, forsæt- isráðherra. flokks og Framsóknarflokks gert eitthvað? „Það á að mynda stjórn, sem getur tekizt á við verkefnið. En það er ekki auðhlaupið að því.“ Hvað vilt þú segja um þær raddir sem heyrzt hafa m.a. frá sjálfstæðismönnum um „sögu- legar sættir“ og að þessir flokkar eigi að starfa saman að lausn málanna? „Um það hef ég ekki annað að segja, en _að ég geri mér ekki fyllilega grein fyrir hvað býr að baki. Þessir flokkar eru á marg- an hátt sterkustu flokkar íslenzkra þjóðmála, en hitt er líka ljóst, að stefnumörkun hvors um sig er algjörlega andstæð. Af þeim ástæðum hefi ég ekki talið ómaks vert að ræða um þann möguleika. Ég hefi ekki trú á slíku samstarfi við þær aðstæð- ur, sem eru í dag,“ sagði Lúðvík Jósepsson. um það að segja á þessu stigi. Ég er hvorki bjartsýnn né svart- sýnn.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.