Morgunblaðið - 22.12.1979, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
„Þaö sem á sér staö er, að ég mæli þær líkamsbreytingar,
sem eiga sér staö þegar fólk svarar spurningum, — er að
reyna að hylma yfir upplýsingar. í sjálfu sér eru þetta
ekki lygamælingar, aöeins verið að finna út að hve miklu
leyti er hægt að fá upplýsingar með því að mæla
líkamsbreytingar,“ sagði Gísli Guðjónsson í viðtali við
Mbl. um tilraun hans fyrir The Sunday Times.
Lygamæliprófið
mikla athygli...
En hver voru tildrög þess að
The Sunday Times fór þess á leit
við þÍK að þú Kerðir þessa tilraun
fyrir blaðið?
Ég hafði birt 2 greinar um þetta
efni í vísindaritum. The Sunday
Times fór þess síðan á leit við mi(í
að framkvæma þessa tilraun og
fékk blaðið nokkra þekkta borgara
hér á Bretlandi tjl að taka þátt í
þessu. Það er óhætt að segja að
þessi tilraun hafi vakið mikla
ath.vgli, því að ég hef fengið bréf
víðs vegar að úr heiminum, meðal
annars frá Sovétríkjunum og
Bandaríkjunum. BBC hefur og í
hyggju að gera þatt um meðferð á
afbrotamönnum í Bretlandi. Ég
hef unnið að rannsóknum fyrir
Hendersonstofnunina hér í Bret-
landi. BBC hefur beðið leyfis um
að taka stutta mynd frá þeim
rannsóknum í þennan þátt.
Ertu ána'gður með niðurstöður
tilrauna þinna fyrir Thc Sunday
Times?
Já, ég er ánægður með niður-
stöðurnar. Þær eru svipaðar og
reikna má með. Það er alltaf einn
og einn, sem ekki sýnir viðbrögð
við spurningum. Ég mældi í þess-
ari tilraun bara eina líkamsbreyt-
ingu með DFR tæki. Ég vil taka
það sérstaklega fram, að ég tel
varlegt að nota svona í hverju
einasta máli. Það getur komið að
notum í sumum tilvikum. I Banda-
ríkjunum er þetta mjög mikið
notað, jafnvel ofnotað. Viðbrögð
eru háð svo mörgu og þau eru ekki
alltaf háð ósannsögli hverju sinni.
Eins og kom fram í grein The
Sunday Times þá var ég beðinn að
taka svona próf á manni, sem hélt
því fram að honum hafi verið
misþyrmt af lögreglunni. Ég varð
að hafna þeirri beiðni vegna þess,
að nánast hefði verið ómögulegt
með mælingum að sjá hvort
maðurinn sagði ekki rétt til, eða
hvort viðbrögð hans við spurning-
um um atvikið hefðu kallað fram
Spjallað við
Gísla Guðjóns-
son um störf
hans og til-
raunina fyrir
The Sunday
Times
vakti
geðshræringu, svipað og hann hafi
ekki verið að segja rétt frá. Hins
vegar kom mál upp þar sem ég
aðstoðaði brezku lögregluna. Það
var stúlka, sem hafði misst minn-
ið. Hún vissi ekkert um uppruna
sinn né fortíð. En með spurning-
um, þar sem jafnframt voru mæld
viðbrögð, tókst okkur að rekja
fortíð hennar. Hún var spurð að
nafni — ýmis nöfn voru nefnd,
sérstaklega valin. Það kom fram
að viðbrögð hennar við einu sér-
stöku nafni voru sterk. Þetta
reyndist vera nafn hennar.
Menn verða því að gera sér
grein fyrir takmörkunum og gildi
svona mælinga. Ég tel mig enn
vera að læra. Með reynslunni geti
ég séð hvenær hægt er að nota
þessar aðferðir. Annars eru lyga-
mælingar mjög lítill þáttur í mínu
starfi — ég hef aðstoðað þegar til
mín hefur verið leitað og ég sé mér
fært að hjálpa til.
En hvert er þá markmið þitt
með þessum mælingum?
Markmið mitt er að læra eins og
ég get í sambandi við sálarfræði.
Það er svo margt sem við ekki
vitum né þekkjum um okkur sjálf.
Með þessum rannsóknum vonast
ég til að geta hjálpað sjúklingum,
að ég geti hagnýtt mér þafþekk-
ingu, sem fæst. Maður er alltaf að
læra eitthvað nýtt í sambandi við
þessar tilraunir. Þá vonast ég til
að geta einnig bætt notkun þess-
ara tækja. Og finna út undir
hvaða kringumstæðum heppilegt
er að nota þessar aðferðir.
Að hverju vinnurðu núna?
Ég er að vinna að doktorsritgerð
um persónuleikaeinkenni og að
hvaða leyti lífeðlisfræðílegar
breytingar eru háðar sálrænum
einkennum. Þá hef ég einnig
rannsakað streitu í röddum, með
raddmælingum. Þeim er að mestu
lokið. Ég er að vinna að niðurstöð-
um úr þeim rannsóknum og enn er
of snemmt að segja til um þær.
Ilvað er framundan?
Eftir áramótin mun ég hefja
störf við Lundúnaháskóla. Ég mun
kenna við háskólann og einnig
vinna í klínisku starfi, að sál-
fræðilegri meðferð sjúklinga.
Jafnframt þessu mun ég starfa
með einum þekktasta dómsmála-
geðlækni Breta, prófessor Gunn, í
sambandi við meðferð sjúklinga
sem koma fyrir dómskerfið. Það
eru fáir brezkir sálfræðingar, sem
hafa sýnt dómsmálasálfræði
áhuga og þessi grein er nánast
óplægður akur. Sannleikurinn er
sá, að við vitum svo sáralítið á
þessu sviði og verkefnin nánast
óþrjótandi.
Gfsli Guðjónsson við lygamæliprófanir á Helga Danielssyni rannsóknarlögreglumanni sumarið 1976.
Fyrir skömmu birtist grein í brezka blaðinu The
Sunday Times, þar sem skýrt var frá tilraun, sem blaöiö
lét framkvæma undir stjórn Gísla Guöjónssonar. Sex
manns tóku þátt í tilrauninni, þekktir borgarar í
Bretlandi. Þeir voru Clement Freud, þingmaöur,
Michael Perwee, leikritaskáld og þókersþilari, Lord
Soper, klerkur, Winston Fletcher, Derek Nimmo, leikari,
Fransesca Annis, leikkona, Harold, Evans, ritstjóri The
Sunday Times, og greinarhöfundur, Isabel Hilton.
„ég held að þessar niöurstöður
sýni að svona prófanir séu frem-
ur yfirborðskenndar." Og Nimmo
sagði: „Leikari verður aö læra að
sýna viðbrögö, eins og til að
mynda að gráta þegar hlutverk
krefst þess. Maður verður aö
geta sýnt geöshræringu. Ég
ákvaö aö bregðast reíður viö
öllum sþurningum. Þannig hélt
ég að mér tækist helst að villa
1976 þegar hann starfaöi sem
sumarafleysingamaöur hjá rann-
sóknarlögreglu ríkisins. Innskot
Mbl.).
Segja má aö þetta séu ef til vill
slæmar fréttir fyrir lögreglumenn
víös vegar um heim — þaö aö
afbrotamenn skuli eiga svo auð-
velt með að Ijúga, án þess að
sýna jafn mikla geöshræringu og
almennt gerist. En Gísli fer var-
verið misþyrmt af lögreglunni. En
ég varö aö hafna því, vegna þess
aö mér fannst, aö jafnvel þótt
hann segði sannleikann, þegar
hann yrði spuröur spurninga um
atvikið, þá gæti þaö vakiö
sterkar líkamsbreytingar. Minn-
ingin um atburðinn hefði markaö
svo djúþ sþor í sálarlíf hans.
Heföi hann logið þá heföi það
einnig kallað fram sterk viðbrögð
Hver er bezti lygarinn?
Þetta fólk féllst á aö gangast
undir lygamælipróf undir stjórn
Gísla. Hann rannsakar meöal
annars möguleika — og tak-
markanir þess hvernig hægt sé
aö afla upplýsinga með því aö
mæla líkamsbreytingar fólks
þegar lagöar eru fyrir það ýmsar
spurningar. Spurningarnar voru
fyrirfram gerðar, allar eins. Fólk-
iö var hvatt til aö reyna aö leika á
tækið, svara ávallt neitandi — þó
svo aö þaö þyrfti aö segja ósatt.
Þaö var ávallt látiö svara neitandi
spurningu um í hvaöa mánuöi
þaö væri fætt — líka fæðingar-
mánuði sínum. Tækið mældi
síöan svitaútstreymi og af því
mátti sjá viöbrögö fólksins. Þessi
grein fer hér á eftir í lauslegri
endursögn:
Lagöar voru spurningar fyrir
fólkiö og þaö hvatt til aö reyna
aö leika á tækið, sem var tengt
viö handlegg þess og mældi þær
breytingar sem áttu sér staö í
húöinni. Viökomandi var síöan
spuröur: „Ert þú fæddur í
... (mánuöi)?“ Viðkomandi haföi
fyrirfram veriö sagt aö svara nei
viö öllum mánuöum, líka hinum
rétta fæöingarmánuöi. Gat tækiö
fundiö út hvenær viðkomandi var
aö segja ósatt? Svipaö próf var
lagt fyrir fólkiö, þar sem spurn-
ingar um tölur voru lagöar fyrir.
Þrátt fyrir aö viökomandi heföi
enga sektarkennd og lygin væri
heldur léttvæg og viðkomandi
fyrirskipaö aö Ijúga, þá var tækiö
furöu glöggt aö finna út hvenær
viökomandi laug. Aöeins leikur-
unum tveimur tókst aö snúa á
tækiö, Fransescu Annis í spurn-
ingum um tölur og Nimmo um
fæöingarmánuö sinn.
„Þaö gæti veriö vegna starfa
þeirra. Þau hafa meira vald á
líkamsstarfsemi sinni,“ sagöi
Gísli um niöurstööurnar. „Ég
einbeltti mér alveg aö annarri
tölu en þeirri sem spurt var um,“
sagöi Annis, og bætti síöan viö,
um fyrir tækinu.”
Niöurstöður tilrauna Gísla
Guöjónssonar á íslandi sýndu,
eins og ef til vill mátti búast við,
aö erfiðast gekk aö finna út
hvenær afbrotamenn lugu, eöa í
72% tilfella. Hann fékk tólf
manns til aö gangast undir lyga-
mælipróf — úr þremur starfs-
stéttum, presta, afbrotamenn og
lögreglumenn. Auöveldast var aö
sjá prestana út — ekki óvænt
niöurstaða í sjálfu sér en í 94%
tilfella tókst 'aö finna út lygar
þeirra. í 92% tilvika tókst aö
finna út hvenær lögreglumenn
sögöu ekki rétt frá. (Hér er veriö
að vitna til könnunar, sem Gísli
Guöjónsson framkvæmdi áriö
lega í að draga almennar álykt-
anir af þessum tilraunum.
Þrátt fyrir þessar tiltölulegu
jákvæðu niöurstöður þá er ekki
þar meö sagt, aö Gísli sé fylgj-
andi almennri notkun lygamæla.
(Þeir eru mikið notaöir í Banda-
ríkjunum og ísrael en ekki í
Bretlandi.) Hann bendir á, aö þaö
eina sem hægt sé aö sýna fram á
séu líkamsbreytingar — hinar
ýmsu spurningar veki mismun-
andi viðbrögö, sem kunni aö
benda til aö viðkomandi sé aö
Ijúga en þurfi alls ekki aö þýöa
aö svo sé.
x „Ég var einu sinni beöinn aö
framkvæma tilraun á manni, sem
hélt því fram aö honum heföi
— ómögulegt heföi veriö aö
greina á milli,“ sagöi Gísli.
Lygamælipróf hefur meiri þýö-
ingu og jákvæöari í klíniskri
sálarfræöi, segir Gísli. Þannig
notaðist hann viö þessa aöferö
við stúlku, sem hafði misst minn-
iö. Hann spuröi hana spurninga,
eins og „heitir þú ... ?“ (notaði
ýmis nöfn sem voru sérstaklega
valin). Stúlkan sýndi sérstök viö-
brögö viö einu nafni. Þetta nafn
reyndist sföan vera hiö raunveru-
lega nafn hennar og hjálpaöi
þannig að komast aö uppruna
hennar.
Hér á eftir fylgja niöurstööur
tilrauna, sem Gísli Guöjónsson
framkvæmdi. Tala hærri en 100
þýöir aö lygi var uppgötvuö —
því hærri tala, því auöveldara var
aö komast því þegar viökomandi
laug:
Spurningar við fæöingarmán-
uði: Hilton 467, Evans 460,
Pertwee 348, Soper 261, Freud
237, Fletcher 228, Annis 122,
Nimmo 99 (náöi aö snúa á
tækiö).
Spurningar viö tölum: Evans
1267, Pertwee 313, Nimmo 251,
Freud 235, Soper 236, Fletcher
223, Hilton 193, Annis 31. (Lygi
ekki merkjanleg).
THE SUNDAY TIMES, NOVEMBER 25 1979
______________________________
Fikkim Freud Poker-player Pertwee Ad-man Fletcher CIerí;yman Sopcr Actor Nimmo
Who makes the hesf
rilE SIX people whuse photo lic was unimportant and he had for iaw enforcert but C.;iclj->n- s<
&raph< appear ahove. week been inxtructed ln telJ it—the is cautious ahout drawi;: ; . ,i
— íome micht «y. machine w«i uncannilv percep- ciufions lron; <he i.il-orat >:
rrrMewtr — 'ietectcd fnur oí our cxperimcni. Iu ii--l 1»f**
Actrrss Francetca Annis
from thc resuit you would ge:
if L. lying."
Liv-detection teclmifjues do
AN ARGL'MEN'T of crucial