Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.12.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 33 Orða- skyggnir Islensk orðabók handa börnum Myndir: Vilhjálmur G. Vil- hjálmsson Ritstjorn: Árni Börðvarsson Setning, umbrot og filmuvinna: Prentstofa G. Benediktssonar Bókband: Bókfell hf. Útgefandi: Bjallan ÞETTA er nýstárleg bók, tilraun Foreldra- og styrktarfélags heyrn- ardaufra t.þ.a. auka skilning barna á merking orða. Ungur, heyrnarlaus maður, fékk orðalist- ann í hendur og tjáði síðan með myndum merking orðanna. Það er aðdáunarvert, hverjum árangri hann nær, hve fáa blýantsdrætti hann þarf t.þ.a. lýsa því, hver sú mynd er, sem orðið kallar fram í huga hans, er hann sér það. Þegar ég var strákur, braut ég oft hugann um það, hvernig bezt væri að skýra merkingu ókunnra orða fyrir móðurbróður mínum heyrn- ar- og mállausum, fann, hve klaufskar setningar mínar, krot- aðar á blað, voru. Hefði ég þá átt kost á slíkri bók til hjálpar, hefði mörgu erfiðinu til skilnings verið af huga frænda míns lyft. Því fagna ég þessari bók, og ég fullyrði, að ekki aðeins heyrnar- lausum, heldur flestum verður hún til skilningsauka á mæltu máli. Myndirnar eru studdar dæmum um notkun orða í setningum, og beygingarlyklar fylgja, þar sem þurfa þótti. Samstofna orð eru prentuð breyttu letri, og sýndar algengustu hljóðverptar myndir og beygingaratriði. Bókmenntlr eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON Á það skal lögð áherzla, að bókinni er ætlað að vera tæki til móðurmálsnáms en ekki mál- fræðilærdóms. Sú er spá mín, að oft eigi þessi bók eftir að koma út, verða íburðar meiri, það er hljóta liti í myndir. Eins mættu myndir stækka, svo sjóndöprum yrðu not- in auðveldari. Auðvitað er það okkar allra að greiða þann kostn- að er af slíkri kröfu leiðir. Illa kann ég við eintölumyndina og karlkynið á nafni bókarinnar. Slíkt mat hefir kannske lítið gildi, en til umhugsunar varpa ég því fram samt. Bindindisáróður er góður á réttum stað, en hæfir orðskýringum illa. Prentun mjög vel unnin. Prófarkalesarar hafa leyst verk sitt vel af hendi, en stríðinn getur prentvillupúkinn verið. Hafi allir, er að þessu merka brautryðjandaverki unnu, innilega þökk fyrir. Vía, sem ekki vildi hoppa Höfundur: Anna-Marí Lager- crantz Þýðing: Solveig Thorarensen Textasetning og filmuvinna: Prentstofa G. Benediktssonar Prentun er unnin í Ungverja- landi Útgefandi. Fjölvaútgáfan Bráðskemmtileg bók fyrir fróð- leiksfús börn. Á kápusíðum eru nokkrar staðreyndir um Lang- víuna, eins og faðmur raunveru- leikans um ævintýrið sjálft, sög- una um ungann Víu. I eggi hefst sagan, og höfundur fylgir síðan unganum eftir, þar til hann hefir að fullu breytzt úr fiðurhnoðra í sjaldséða hringvíu, er berst við að koma frá sér eggi, upphafi nýrrar sögu. Mörgu lýsir höfundur vel, t.d. baráttu milli eðlis ungans og löngunarstolts föðurins, það er að segja, ef í brjósti langvía bærast kenndir manna. Um það veit eg ekki, en það er rétt hjá höfundi, að börnum er tamt að líta svo á, eg ræddi t.d. við hundinn minn í sveitinni forðum, án alls efa um það, að sömu kenndir bærðust í brjóstum okkar beggja. Kannske er líka heimur barnsins sá eini sanni, þegar allt kemur til alls. Höfundur á þakkir fyrir áhuga sinn á náttúrunni og vernd henn- ar, og hann á virðing fyrir það að leggja sig fram um að tendra löngun til náttúruskoðunar í brjóstum annarra. Stundum gerir höfundur of miklar kröfur. Eg veit t.d. hvað DDT er, en hefi hins vegar ekki hugmynd um, hvað PCB þýðir. Læðist að mér, að svo fari fyrir fleirum. Myndir eru listavel gerðar, — bæði teikningar og þar sem litum er beitt. Þýðing Solveigar er bráðvel unnin, hana skortir ekki orð, og hún hefir eyra fyrir hrynjandi málsins. Þetta er bók, sem gaman er að rétta hugsandi barni. I Búið er að grafa fyrir grunni kyndistöðvar hitaveitunnar og er hún staðsett við rafstöðina. Áætlað er að ljúka vinnu við grunninn fyrir áramót og sjálfri byggingunni um mitt næsta ár. (Ljósm. Einar.) Hitaveita í Hornafirði: • • Ollum framkvæmdum ljúki á næsta ári Höfn, Hornafirði, 19. desember. FRAMKVÆMDIR við Hitaveitu Ilafnarhrepps. Ilornafirði, hófust 15. nóvember síðastliðinn, en boðið var út í 1. áfanga verksins, sem eru 35 greinibrunnar. Lægsta tilboðið kom frá Byggingarfélaginu Höfn hf., Hornafirði, og þá hefur einnig vcrið samið við Byggingarfélagið Ilöfn um 1. áfanga dreifikeríis, sem nær frá aðveitustöðinni við rafstöð- ina á staðnum að miðhluta eldri bæjaríns. Undirverktaki við suðuvinnu og pípulagnir í dreifikerfi er Vélsmiðja Hornafjarðar, en vegna jarðvegs- vinnu við verkið er undirverktaki Vélval sf., Hornafirði. Áætlað er að 1. áfanga, þ.e. brunnum og dreifi- kerfi, verði lokið í júní 1980. Bygging brunnanna er mjög erfið þar sem sandleir er og verður þess vegna að setja sérstakt hringlaga stálþil kringum mótin til að halda leirnum frá meðan gengið er frá brunnstæðinu. Nú þegar er búið að reisa 5 dreifibrunna og samkvæmt upplýsingum Sveins Sighvatssonar, framkvæmdastjóra Byggingarfé- lagsins Hafnar, gengur verkið vel miðað við aðstæður. Forráðamenn Hafnarhrepps leggja mikla áherzlu á að öllum framkvæmdum hitaveitunnar verði lokið að mestu fyrir árslok 1980 og treysta í því sambandi á velvilja fjárveitingavaldsins við næstu láns- fjáráætlun, þannig að nægilegt fjár- magn fáist til að ljúka verkinu. Formaður Hitaveitunefndar Hafn- arhrepps er Þorsteinn Þorsteinsson, meðstjórnendur þeir Helgi Hjalta- son verkfræðingur og Eiríkur Jóns- son vélsmiður. — Einar. Erfitt hefur verið að eiga við byggingu dreifibrunnanna vegna sandleirs í jarðveginum, en hringlaga stálþil hefur verið notað til að halda leirnum frá meðan brunnurinn er i byggingu. matur á skammri stund Örbylgju- ofnarnir frá ★ Sérstakur diskur sem snýst og færist upp og niöur, tryggir Jafna hitun. ★ Sérstakur afþýöari, fyrir frosinn mat, frosin steik beint úr frystikistunni veröur tiibúin um leið og kartöflurnar eru soðnar. ★ Orkusparnaöur: Sharp örbylgjuofninn eyöir ca. 3 sinnum minni orku, miöaö viö tíma og er auk þess 5—10 sinnum hraðvirkari. Engin orka fer til spillis, orkunotkun miöaö viö venjulegan ofn er 10—20%. Venjulegur tengill. eru nu komnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.