Morgunblaðið - 22.12.1979, Page 35

Morgunblaðið - 22.12.1979, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 35 Jófum tilraunaveiðar á bláskel þegar árið 1967 og urðum því ómótmælanlega fyrstir til að veiða skelfisk hér í Breiðafirði" - segir Soffanías Cecilsson í Grundarfirði Varnarræða Soffaníasar í varnarræðu Soffaníasar og verjanda hans fyrir dóm- inum í Stykkishólmi kom eftirfarandi meðal annars fram: Vinnsla rækju og kræklings hófst á vegum Soffaníasar árið 1968. Arið 1973 eru unnin í vinnslustöð hans 163 tonn af hörpudiski og árið á eftir var tekið á móti 424 tonnum af rækju. Rækjuvinnslan dregst sam- an og hættir alveg árið 1977. Sótt er um veiðileyfi fyrir tvo skelfiskbáta þann 10. janúar 1979. Því svarar sjáv- arútvegsráðuneytið með banni við skelfiskvinnslu, þótt aldrei hafi verið um slíkt leyfi sótt. Bann við veiðum er hins vegar ekki gefið út fyrr en með komu skeytis frá ráðuneytinu þann 9. nóvember 1979. í apríl—maí ræddu Soff- anías og Sigurður Helgason lögmaður hans við Jón B. Jónasson, en áður hafði oft verið rætt við hann í síma. Kom þá í ljós að ekki yrði breytt úthlutun á 5 þúsund tonna kvótanum úr Breiða- firði, en málið yrði skoðað að nýju ef veiða mætti meira. Annar fundur var síðan haldinn í september 1979, en þá lágu niðurstöður rann- sókna ekki fyrir. Þá var viðstaddur auk fyrrnefndra Þórður Asgeirsson og full- trúi úr ráðuneytinu. Þá kom í Ijós að dómi þeirra Jóns og Þórðar, að ekkert væri veið- um til fyrirstöðu ef aflinn yrði lagður upp í Stykkis- hólmi. Þá kváðust þeir einn- ig vera hlynntir veiðum á rækju að nýju. Aflamagn hörpudisks var síðar aukið úr 5 þúsund tonnum í 6 þúsund, og voru þeir Jón og Þórður því fylgjandi að Soff- anías fengi að vinna 300 til 350 tonn fram til áramóta, en ráðherra lagði til aðra skiptingu. Þá má geta þess að Soff- anías segir skelfiskvinnsluna geta veitt um 30 manns atvinnu í landi, auk þeirra sem vinna á bátunum, og í verksmiðjutækjum hans liggi milli 70 og 80 milljónir króna, sem ekki verði nýttar verði banninu ekki aflétt. —AH— Soffanías og Björn Ásgeirsson skipstjóri á Grundfirðingi II. Þeir voru báðir sektaðir fyrir óleyfilegar veiðar og vinnslu hörpudisks. Þessi aldni heiðursmaður stóð við að flaka karfa í Fiskverkun SC á Grundarfirði er blaðamenn Morgunblaðsins komu þar við. Soffanías Cecilsson við ónotaðar vélar til skelfiskvinnslu, en samtals segir hann þær vera tugmilljóna virði. Nemenda- tónleikar í Hvera- gerði Hveragerði, 20. desember. í SAFNAÐARHEIMILI Hvera- gerðiskirkju voru í gær haldnir nemendatónleikar og komu þar fram ncmendur Einars Markús- sonar píanókennara og léku ýmis verk. Einnig söng frú Svava Guðmundsdóttir nokkur lög við undirleik Einars og frú Ragn- heiðar Busk. Einar lék fyrir nemendur sína og gesti og var nemendum og kennara vel fagn- að. Á boðstólum voru góðar veitingar, sem gerð voru hin beztu skil. Að tónleikunum lokn- um skemmtu nemendur sér með léttum leikjum og sungu jólalög. Var þetta í alla staði hin ánægju- legasta samkoma. Einar Markússon er hámennt- aður tónlistarmaður og hefur get- ið sér gott orð hér heima og erlendis fyrir píanóleik, tónsmíðar og útsetningar. Hann hefur kennt síðastliðin átta ár við Tónlistar- skóla Árnessýslu á Selfossi og eru hjá honum á viku hverri 50 nemendur, þar af eru 30 frá Hveragerði, en Hveragerðisdeild skólans hefur aðsetur fyrir kennsluna í Safnaðarheimilinu. í tónlistardeildinni er einnig kennt á blásturshljóðfæri og söngur. Hvergerðingar binda miklar vonir við skólann. — Sigrún. Naumur sigur Haag, 20. desember. Reuter. ÞÓTT framtið ríkisstjórnar And- reas van Agts forsætisráðherra í Hollandi hafi verið tryggð til bráðabirgða þar sem hollenzka þingið samþykkti þá stefnu stjórnarinnar að styðja endurnýj- un eldflauga NATÓ sýna úrslitin hvað stjórn hans er í raun og veru fallvölt. Tíu óánægðir þingmenn úr flokki kristilegra demókrata skiptu um skoðun á siðustu stundu og studdu stjórnina eftir heitar umræður í nótt og sýndu að þeir voru reiðubúnir'að setja áfram- haldandi völd van Agts ofar sann- færingu sinni. En málið hefur undirstrikað grundvallarágreining. kristilegra demókrata (CDA) og samstarfs- flokks þeirra í ríkisstjórn, Frjáls- lynda flokksins (VVC) samkvæmt pólitískum heimildum. CDA er miklu herskárri gagnvart Rússum og vill að nokkur hinna nýju vopna verði staðsett í Hollandi til að vega úpp á móti SS-20-flaugum Rússa. Stjórnin hefur aðeins tveggja þingsæta meirihluta og van Agt hafði gefið í skyn að hann mundi segja af sér ef frumvarp stjórnar hans næði ekki fram að ganga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.