Morgunblaðið - 22.12.1979, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
37
Jólasveinarnir:
Að taka til hátíð-
arbúning jólanna
Nú e’- jólahátíðin við bæjardyrnar og menn
komnir í jólaskap eins og vera ber. Víðast hefur
verið þvegið í hólf og gólf eins og löngum á
íslandi fyrir jólin. en sjálfsagt eiga margir eftir
að taka til hendinni seinustu dagana fyrir
hátiðina og þá er um að gera að börn og
fullorðnir hjálpist að við húsverkin og annað
sem nauðsynlegt er að gera fyrir hátiðarbún-
inginn.
Það var gömul trú hér á landi og er jafnvel
enn, að Guð láti koma þíðviðri og þurrk rétt fyrir
jólin til þess að fólk geti þvegið af sér fötin og
fengið þau sem fyrst þurr. Þessi þurrkur hefur
löngum verið kallaður fátækraþerrir.
Nú er æði margt sem íslendingar geta valið í
jólamatinn, en við skulum aðeins rifja upp hvað
forfeður okkar bjuggu við i þeim efnum í
aldaraðir. Hátíðin hófst kl. 6 á aðfangadag eins
og er ennþá með því að farið var til kirkju, en ef
ekki var unnt að komast til kirkju þá var lesinn
jólalestur eftir að búið var að kveikja jólanóttina.
Allir voru þá búnir að þvo sér og greiða og fara í
betri fötin. Jafnvel var reynt að mjólka kýrnar
fyrir kl. 6. Þegar lestri var lokið var jólamatur-
inn borinn inn, magáll, sperðill og ýmislegt
hnossgæti og nokkrar laufabrauðskökur. Ekki
var venja að skammta hangikjöt á jólanóttina og
eftir að kaffi kom til var það víða siður að bjóða
upp á kaffi og lummur seinna um kvöldið.
Stundum var líka hnausþykkur grjónagrautur
með sýrópi og jafnvel rúsínum. Þótti þetta allt
hið mesta hnossgæti eins og von er, því engir
voru í aðstöðu þá til þess að hlaupa út í næstu
búð. — á.j.
Gáttaþefur er mættur til leiks
í jólaumferðina og hnusar
einhver skelfing út í loftið,
en þessa ljúfu mynd
teiknaði Halldór
Pétursson.
Bjúgnakrækir, blessaður, er þarna búinn að næla sér i væna
bjúgnalengju.
Flestir jólasveinarnir eru nú komnir til byggða, en á myndinni er
einn slurkur af þeim og þar sem jeppinn þeirra bilaði tóku þeir til
þess ráðs að draga farartækið.
Viö vorum aö taka upp nýja sendingu af klassískum hlómplötum. Allir gömlu
meistararnir og nýju líka og aösjálfsögöu vonum viö aö þiö sjáiö eitthvað sem
gæti glatt hugann.
T schaikowsky
Píanókonsert nr. op. 44. Einl. Elahu
Inbal. Pínaókonsert nr. 1. Einl. Peter
Katin.
Rodrigo
Concierto de Aranjuez. Gítar Pepe
Romero. Saint Martin in the Fields.
Hándel
Orgelkonsert op. 4. Einl. Johannes
Ernst Khöler. Orgelkonsert nr. 4, 5,
6.
Mozart
Flgaro. Stj. Colon Davis. Sórstaklega
viöurkennd upptaka.
Prokofiev
Pétur og úlfurlnn. Stj. Herman Frey.
Brahms
Ungverskir dansar fluttir af sinfóníu-
hlj. Lundúna á mjög lifandi hótt. Stj.
Antal Doratti.
Beethoven
Tunglskinssónatan, MHrikalegt“ eins
og ísland ekki satt? Sinfónía nr. 9.
Stj. Kurt Masur.
J. S. Bach
Mattheus Passion. Stj. Eugen Joch-
um. Brandenborgarkonsertarnir. Stj.
Eugen Jochum.
Verdi
Requiem. Stj. Ingor Markevit.
Dvorak
Sinfónía nr. 7 d-moll op. 70. Stj. Colin
Davis.
Brahms
Sinfónía nr. 3. Stj. Bernard Haitink.
TSCHAIKOWSKV 9
( Dk* 6 Smfonien
l nt' f> SvT«j>bonii*V' Ix's 6 Symjfhtmkf*
TSCHAIKOWSKY
Sinfónía nr. 9.
Sinfóníuhljómsveit Lundúna.
Stj. Antal Dorattí.
Konsert nr. 9 fyrir sembal og hljómsveit.
Stj. Raymond Leppard.
UiRGIlER
OIE mEISTERStnGER UOn MIRnBERG
BRVREUTHER FE5TSPIELE
SilUlO UflRUISO
WAGNER
Meistarasöngvararnir frá Núrnberg, upp-
takan var gerö á Bayreuther hétíðinni og
vsegast sagt fara allir á kostum og Varviso
aldrei veriö betri. Vandaöur textabaekllng-
Stj. Sllvo Varviso.
Sökum plássleysis þá er þetta aðeins hluti af því sem viö fengum, svo ef þú hefur
frekari áhuga, þá líttu viö og athugaðu málið.
Hljómplötudeild
Hafnarstræti 3 - 20455.
A Iþýöu-
tónlist
Þessar tvær plötur hljóöa aö teljast þær
athyglisveröustu í dag og auðvitað fást þær hjá
okkur.
Fleetwood Mac
Tusk
Styx .... Cornerstone
PinkFloyd .... TheWall
Racey .Smash and Grab
Spyro Gyra..., . .Morning Dance
Donna Summer Radio
E.L.O ... .Greatest Hits.
Createns Clearwater
Rivival .20 Greatest Hits
John Williams. Bridges
Herb Alpert... Rise
Toto Hydra
NinaHagen .. Band
Stevie Wonder
Journey through the
secret life of plants
Þetta er ein sú vandaðasta
plata sem gefin hefur verið
út.
Þetta eru nokkrar af nýj-
ustu plötunum hjá okkur,
úrvaliö er stórkostlegt
svo kannski ættir þú aö
kíkja inn og athuga málið.
Höfum einnig
jólaplötur frá
kr. 4.500,-