Morgunblaðið - 22.12.1979, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
Minning:
Hermann Hermanns-
son, Hellissandi
Þórður Jóhannesson
Isafirði — Minning
Fæddur 29. júlí 1893.
Dáinn 7. nóvember 1979.
Hermann Hermannsson var
fæddur hinn 29. júlí 1893 í Svefn-
eyjum á Breiðafirði, sonur hjón-
anna Kristbjargar Sveinsdóttur
og Hermanns Hermannssonar frá
Skáleyjum. Hermann átti þrjú
alsystkini, Björgu, Hjört og Svein.
Tvær hálfsystur átti hann,
Svanfríði og Svanhvíti. Hermann
flutti ungur frá Svefneyjum til
Eyrarsveitar og þaðan flyst hann
að Hellissandi 1917.
Árið 1918 giftist Hermann Ág-
ústínu Ingibjörgu Kristjánsdóttur
og stofnuðu þau heimili sitt að
Miðhúsum á Hellissandi. Þar áttu
þau heima, þar til þau fluttust í
Garð árið 1960. Hinn 17. febr. s.l.
missti Hermann konu sína, hún
andaðist á sjúkrahúsinu í Stykk-
ishólmi, en þar var hún búin að
dvelja s.l. þrjú ár;
Hermann og Ágústína eignuð-
ust 6 börn, 5 dætur og einn son,
Veroniku, gifta Lúðvík Alberts-
syni, búsett á Hellissandi; Arn-
björgu, var gift Magnúsi Krist-
jánssyni, sem nú er látinn, býr í
Ólafsvík; Kristbjörgu, gifta Guð-
mundi Bæringssyni, þau búa í
Stykkishólmi; Kristínu, gifta
Sæmundi Bæringssyni, búa í
Reykjavík; Helgu, gifta Sævari
Friðþjófssyni, búa í Rifi; Her-
mann, ógiftan, býr í Garði.
Auk þessara barna eignaðist
Hermann son með Guðmundsínu
Sigurgeirsdóttur, Kristinn Frið-
berg sem giftur er Svövu Sig-
mundsdóttur; þau búa í Kópavogi.
Barnabörn Hermanns eru nú
orðin 32, barnabarnabörn 54 og
eitt barnabarnabarnabarn. Þetta
er stór hópur og öll á lífi og allt
mannvænlegt myndar- og dugnað-
ar fólk sem hefur komið sér vel
áfram og orðið vel nýtir þjóðfé-
lagsþegnar hver á sínu sviði.
Hermann stundaði sjó mikinn
hluta ævi sinnar. Á vetrum reri
hann frá Hellissandi, fyrst á
árabátum, síðan á velbátum eftir
að þeir komu til sögunnar.
Vor og sumar stundaði Her-
mann færafiskirí á skútum sem
gerðar voru út frá Stykkishólmi.
Skútulífið var nú engin sældar-
vinna, mikið var vakað til þess að
afla sem mest, aðbúnaður var
slæmur og fæði fábreytt. Þá var
gott að vera hraustur og vel að
manni, til að þola allt það álag, en
þetta þoldi Hermann allt og oftast
var hans hlutur mestur þegar
komið var að landi. Vertíðarróðr-
ar frá Hellissandi á opnum ára-
bátum voru heldur ekki neinn
leikur þótt stutt væri á miðin, var
oft mikil þrekraun að ná landi,
eins og svo margar sagnir segja
frá slíkum atburðum.
Þegar Hermann hætti að stunda
sjó, fór hann að vinna hjá Hrað-
frystihúsi Hellissands, þar vann
hann meðan heilsan entist. Bæði á
sjó og landi var Hermann talinn
góður verkamaður.
Hermann hafði mikla ánægju af
skepnum, sérstaklega hestum,
hafði hann mikið yndi af þeim,
meðan hann átti þá, kindur átti
Hermann alla búskapartíð sína og
hafði hann mikla ánægju af þeim
sérstaklega eftir að hann hætti að
vinna. Varð það hans aðal starf að
hugsa um þær og það stytti
honum stundir. Fóðraði hann þær
vel enda voru þær afurða góðar að
haustinu. Hermann sonur hans,
sem alla ævi hefur dvalið á heimili
foreldra sinna, nema þann tíma
sem hann hefur verið fjarverandi
vegna atvinnu sinnar, hefur verið
heimilinu hin sterkasta stoð, allt-
af verið heima á sumrin og
hjálpað föður sínum við heyskap-
inn því hann hefur líka mikla
ánægju af að umgangast kindur.
En nú er öllum búskap lokið að
fullú.
Hermann var jafnaðarlega
glaður í lund, gat verið skemmti-
lega hnyttinn í tilsvörum. Hann
átti gott með að blanda geði við
fólk, jafnt kunnuga sem ókunna,
ófeiminn við að ávarpa ókunna,
t.d. ferðafólk sem hann hitti á
förnum vegi.
Það var gaman að ferðast með
Hermanni um æskustöðvarnar í
Eyrarsveit, þar sem hann þekkti
hverja þúfu og stein og gat sagt
frá svo mörgu um gamla tímann.
Hermann var af þeirri kynslóð
sem ólst upp við erfiða lífsbaráttu
sem oft á tíðum gaf lítið í aðra
hönd. Það varð því að lifa spart og
nota allt til hins ýtrasta og leggja
mikið á sig til að sjá fjölskyldu
farborða. Þessir menn sem hafa
lifað þær miklu breytingar sem
orðið hafa á kjörum og lifnaðar-
háttum fólks síðustu áratugina
eiga oft erfitt með að átta sig á
hvernig fólk lifir nú og vitna þá
gjarnan í gamla tímann hvernig
þá var háttað. En eitt er það sem
aldrei breytist, það er að skila því
aftur sem guð gaf okkur, lífinu,
hvernig svo sem við höfum varið
því.
Hermann dvaldi á Landspítal-
anum í þrjá mánuði en fékk þá að
koma heim um tíma, dvaldi hann
þá á heimili Helgu dóttur sinnar í
Rrfi og naut þar sérstakrar um-
önnunar og hjálpar þann tíma
sem hann var heima.
Honum versnaði og var fluttur á
spítalann aftur 1. sept. s.l. Hann
hafði oftast fulla rænu og gat
talað við þá sem heimsóttu hann.
Dáði hann mikið og sagðist aldrei
getað fullþakkað þá miklu hjúkr-
un og umönnun sem hann nyti hjá
læknum og hjúkrunarkonum og
bað þeim og sjúkrahúsinu allrar
blessunar.
Guð gaf það að hann þurfti ekki
að heyja kvalafulla sjúkralegu,
guði sé lof fyrir að hann fékk hina
langþráðu hvíld.
Við munum öll minnast Her-
manns í Garði með virðingu og
þökk.
Blessuð sé minning hans.
Lúðvík Albertsson.
t
Viö þökkum auösýnda samúö
og hluttekningu viö andlát og
jaröarför
JÓNS HALLDÓRSSONAR
bakarameistara
Oddný Ingileif
Guömundsdóttir
börn og barnabörn.
Fæddur 16. desember 1888
Daínn 13. desember 1979
Þórður var fæddur að Eiðhúsum
í Miklaholtshreppi, sonur hjón-
anna Önnu Sigurðardóttur og Jó-
hanns Erlendssonar bónda og
söðlasmiðs. Voru börn þeirra 8, en
nú, eftir lát Þórðar, er aðeins eitt
þeirra á lífi, Erlendur, húsgagna-
smiður, búsettur í Reykjavík.
Þórður var af svonefndri Hjarð-
arfellsætt. Hann ólst upp í Dal í
Miklaholtshreppi og síðar í Ólafs-
vík.
Til ísafjarðar kom hann fyrst
vorið 1903 í atvinnuleit ásamt
föður sínum. Réðust þeir til fisk-
vinnslu hjá Versl. Edinborg (Mið-
kaupstað) og dvöldu sumarlangt.
Þórði hefur litist vel á sig á
ísafirði, því að næsta vor 1904,
kom hann aftur einn síns liðs og
réðist þá til úrsmíðanáms hjá kúla
Eiríkssyni frá Brúnum, er rekið
hafði úrsmíðavinnustofu á ísafirði
frá 1881.
Vorið 1977 tók Þórður saman
fróðlega skýrslu um úrsmíði og
úrsmíðavinnustofur á ísafirði frá
fyrstu tíð og segir þar m.a.:
„Þórður Jóhannsson fæddur að
Eiðhúsum í Miklaholtshreppi 16.
des. 1888. Lærði úrsmíði hjá Skúla
Eiríkssyni frá Brúnum á árunum
1904—1907. í ársbyrjun 1907
veiktist Skúli gamli, fór til
Reykjavíkur á sjúkrahús og and-
aðist þar 23. jan. 1907. Skúli
Skúlason (skrifaði sig síðar Skúla
K. Eiríksson) sonur hans — og
Þórður héldu áfram rekstri úr-
smíðavinnustofunnar — Skúli að
sjálfsögðu forstjóri — langan
tíma, eða til ársins 1923, að Þórður
stofnsetti sína eigin úrsmíða-
vinnustofu, sem hann rekur enn.“
Þórður kvæntist 5. ágúst 1923
Halldóru Kristínu dóttur Magnús-
ar Ólafssonar prentsmiðjustjóra
og Helgu Tómasdóttur, er lengst
af voru búsett á ísafirði. Þau
Þórður og Kristín höfðu þá að
undanförnu unnið saman að fé-
lagsmálum m.a. leiklistarstörfum
hjá Leikfélaginu o.fl. félögum og
þó einkum að söngmálum undir
stjórn Jónasar Tómassonar, fyrst
í „Glymjanda" og kirkjukórnum
og síðar í Sunnukórnum. Þórður
var meðal stofnenda í Karlakór
ísafjarðar, var í fyrstu stjórn
hans og lengi síðan og söng í þeim
kór í áratugi.
Þegar Þórður hafði ákveðið að
ganga í hjónaband varð, af ein-
hverjum ástæðum, ekki samkomu-
lag um framhald samvinnu þeirra
félaga um úrsmíðavinnustofuna.
Þau hjónin vildu ógjarnan flytja
frá ísafirði og sá Þórður þá fram á
að hann yrði að fitja upp á nýtt
með eigin vinnustofu og rekstur.
Hann brá sér þá snögga ferð til
Kaupmannahafnar og keypti þar
öll áhöld, er hann þarnaðist og
stofnaði til hagkvæmra viðskípta-
sambanda. Þegar heim kom leigðu
þau hjónin litla íbúð hjá foreldr-
um Kristínar og Þórður fékk
leigðan lítinn og lágreistan skúr,
þar sem hann hóf rekstur eigin
fyrirtækis, er hann rak af miklum
dugnaði og jók smátt og smátt.
Þórður hugsaði þó hærra og
þegar farið var að úthluta bygg-
ingarlóðum úr landi því, er bærinn
hafði keypt af Hæstakaupstaðn-
um h/f og var svo að segja í hjarta
bæjarins, stofnuðu þeir góðvinirn-
ir Þórður, Jónas Tómasson, bók-
sali og Einar og Kristján klæð-
skerar til nokkurskonar samvinnu
um umsóknir lóða undir þrjú
myndarleg sambyggð hús til íbúð-
ar og jafnframt fyrir iðnaðar- og
verslunarstarfsemi sína. Þeir
höfðu og samvinnu um byggingu
húsanna, innkaup efnis og fyrir-
greiðslu um lán o.fl. Það var árið
1928 sem ráðist var í byggingar-
framkvæmdirnar. Gekk verkið
ótrúlega fljótt og vel og mun hafa
verið flutt í húsin næsta ár 1929
eða fyrir réttum 50 árum.
í þetta hús, Hafnarstræti 4,
fluttu þau Kristín og Þórður svo
heimili sitt, er reyndist rúmgott
og hið ákjósanlegasta að öllu leyti
og er óhætt að fullyrða að þau hafi
verið ánægð með þennan áfanga.
Meðal þeirra ríkti jafnan ein-
drægni og áhugi á velsæld heimil-
isins. Og þeir mörgu, er þangað
áttu erindi, minnast jafnan
ánægjulegra samfunda.
Þórður var frekar lágvaxinn en
þéttur á velli og þéttur í lund.
Hann var viðræðugóður, hafði
heilbrigðar skoðanir á hlutunum
og dró ekki dul á. Hann var hrókur
alls fagnaðar á yngri árum og
jafnan viðbúinn að taka lagið „á
góðra vina fundi", hafði háa rödd
og sterka og kunni ósköpin öll af
lögum og ljóðum. Hann var gæt-
inn í fjármálum. Vildi helst eng-
um skulda og var orðheldinn svo
að athygli vakti.
Þeim hjónunum varð 6 barna
auðið, þau eru, Högni, bankastjóri
á ísafirði kvæntur Kristrúnu Guð-
mundsdóttur yfirhjúkrunarkonu,
— Hjördís, íþróttakennari gift
Árna Guðmundssyni skólastjóra
íþróttakennaraskólans á Laugar-
vatni, — Anna, hárgreiðslukona,
gift Bjarna Bachmann kennara í
Borgarnesi, — Helga, fulltrúi hjá
Pósti og síma í Reykjavík, —
Ólafur, tollvörður á ísafirði,
kvæntur Ragnhildi Guðmunds-
dóttur, talsímakonu og Magnús
Jóhann úrsmiður á ísafirði.
Þegar börnin fóru að vaxa úr
grasi sáu þau hjónin að æskilegt
væri að koma þeim úr bæjarryk-
inu yfir sumarmánuðina. Um það
leyti, um og eftir 1930 var farið að
úthluta lóðum undir sumarbústaði
í Tunguskógi. Fengu þau lóð
skammt utan við Buná og var þar,
fyrr en varði, risið lítið, vinalegt
timburhús. Var jafnan haldið inn í
skóg að vinnu lokinni, ef ekki
kallaði annað að, svo sem fundir
eða söngæfingar.
Næstu nágrannar í Tunguskógi
voru þau Anna og Jónas Tómasson
og Jóna Ingvarsdóttir og Kjartan
Jóhannsson læknir. Lágu lóðirnar
saman og stutt var á milli hús-
anna. Þarna knýttust, eins og við
t
Eiginmaöur minn og faðir okkar,
GUÐNIHALLDÓRSSON
múrarí,
Hraunbæ 94,
lézt í Landakotsspi'tala 21. desember.
Jóhanna Jóhannsdóttir
og börn.
t
Viö þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát
og útför
MAGNÚSAR JÓNSSONAR
leikstjóra
Renata Kristjánsdóttir
og aðrir aötandendur
t
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og
útför
BJARNA ÓSKARS EINARSSONAR,
Stekkum 20, Patreksfiröi.
Lílja Krístófersdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þakka innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför mannsins mfns
LÚÐVÍKS V. DAGBJARTSSONAR,
Hringbraut 97,
Sigríöur Oddsdóttir
Tilkynning til
viðskiptavina
Eftirtalin fyrirtæki innan Félags íslenzkra stór-
kaupmanna hafa gert samkomulag um aö hafa
opið fram aö hádegi, laugardagana 22. desember
og 29. desember en lokaö fram aö hádegi
aðfangadag, jóla- og gamlaársdag.
Björgvin Schram, heildverzlun,
Björninn hf.,
Eggert Kristjánson & Co h.f,
Egill Guttormsson hf., heíldverzlun,
Eyfjörð sf., Akureyri,
Gísli J. Johnsen hf.,
Johan Rönning hf., (lokaö milli jóla og
O. Johnson & Kaaber hf.,
S. Ármann Magnússon, heildverzlun,
Verzlun O. Ellingsen hf., (skrifstofan),
H. Olafsson & Bernhöft.
Félag íslenzkra stórkaupmanna.