Morgunblaðið - 22.12.1979, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
41
Island
aðili
HINN 13. nóvember s.l. undir-
ritaði Haraldur Kröyer, sendi-
herra, íyrir íslands hönd, milli-
ríkjasamning til að hindra að
loftmengun berist milli landa,
svo og yfirlýsingu varðandi
endurnýtingu úrgangsefna
o.fl., og ályktun varðandi loft-
mengun er berst milli landa.
Samningurin er gerður á
vegum Efnahagsnefndar Sam-
einuðu þjóðanna fyrir Evrópu,
sem aðsetur hefur í Genf. Þar
fór undirritunin fram og þessi
mynd tekin af fulltrúa lslands
við það tækifæri. — Þess er
ekki getið hverjir mennirnir
eru sem standa að baki sendi-
herrans, cn það munu vera
cmbættismenn Efnahagsnefnd-
arinnar.
Almanök
í Peking
+ Stígvélafullur af áhuga virð-
ist hann þessi, er hann skoðar
úrval stórra veggalmanaka,
myndskreytt með myndum af
konum — sumum lítt klæddum
og öðrum kviknöktum. Þessi
almanök hanga uppi á vegg við
helztu verzlunargötuna í Pek-
ing. Eru á meðal myndanna á
almanökunum ljósmyndir af
verkum ýmissa stórmeistara.
perlan “
+ Bob Dylan uppáhaldssöngv-
ari Carters Bandaríkjaforseta,
hefur látið smíða fyrir sig 63ja
feta tvímastraða snekkju á
eyjunni Beguia í Karabiska
hafinu. Snekkjunni var hleypt
af stokkunum um daginn.
Söngvarinn missti af þeirri
athöfn. Hún hlaut nafnið Haf-
perlan. Af því tilefni var efnt
til mikillar veizlu meðal bæj-
arbúa í höfuðborg eyjarinnar,
Port Elizabeth. — Nauti slátr-
að og öl var þar eins og hver
vildi og gat torgað. Því hafði
verið „bjargað" úr flutninga-
skipi sem strandað hafði að-
eins nokkrum dögum áður. —
Þegar smíði snekkjunnar er
lokið mun Dylan taka sér stöðu
við rólið og leggja á djúpið á
Byltingar-saksóknarinn
+ Þetta er enginn annar en sjálíur byltingar-sak-
sóknarinn í íran, Sadegh Khalkali, og var frétta-
myndin tekin er hann fyrir nokkru tilkynnti í hinni
helgu borg í íran, Qom, að enginn hinna bandarísku
gísla í sendiráði Bandaríkjanna í Teheran, myndi
verða tekinn af lífi að loknum réttarhöldum yfir
þeim. Khalkali þessi er sá hinn sami, sem er hinn
ábyrgi aðili fyrir mörgum dauðadómanna sem
kveðnir voru upp í sumar yfir fyrrum samstarfs-
mönnum hins fallna íranskeisara. — Og hann er sá
sem að eigin sögn hefur sent morðsveit af stað til
Panama, sem ekki á að koma heim aftur, fyrr en
hún hefur elt uppi og drepið hinn fallna íranskeis-
ara.
Argerö 1980 komin
Sérstakt jólatilboð
250.000 út og rest á 6 mán.
TÖKUM NOTUÐ TÆKI UPP í NÝ
Verö 22“ 711.980,-
26“ 749.850,-
V
Versliðisérverslun með
UTASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKi
k.
29800
Skipholti19
Á
B.B. BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331.