Morgunblaðið - 22.12.1979, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
45
ifr 7/
!)(!)
IH91 /~> ~ ív
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
*/r Mujjaravi-'ua'ún
umburðarlyndi, strangheiðar-
legur, gæddur djúpri réttlætis-
kennd og brennandi samúð með
mönnum og dýrum. Afrek hans
var í því fólgið, að hann safnaði
saman hálfvilltum þjóðum
Arabíuskagans og gerði úr þeim
máttuga og siðmenntaða þjóð.
Hann bannaði blóðhefnd og út-
burð barna, veitti konum stórauk-
in réttindi frá því sem áður var og
takmarkaði þar.n fjölda kvenna
við fjórar, sem menn máttu kvæn-
ast — að því tilskildu að eigin-
maðurinn gæti gert þeim öllum
jafn hátt undir höfði. Hann
kenndi og iðkaði réttlæti, heiðar-
leik, samúð með bágstöddum og
gjafmildi við fátæka. Sú viðleitni
prófessorsins í þessum sjón-
varpsþætti að gera Múhameð
ábyrgan fyrir óhæfuverkum og
siðblindu Khomeinis, kumpána
hans og skoðanabræðra í islömsk-
um löndum, er ámóta sanngjörn
og að kenna Kristi um bræðravíg
kristinna manna í Evrópu í þús-
und ár, ódæði rannsóknarréttar-
ins eða ofsóknir kirkjunnar á
hendur heimspekingum og vís-
indamönnum fram eftir öldum.
Lög Kóransins voru sniðin að
eyðimerkurþjóðfélagi, sem ein-
kenndist af siðleysi og villi-
mennsku í viðskiptum og sam-
skiptum manna. Engum siðuðum
Múslim dettur í hug, að það sé rétt
eða eðlilegt að þessari löggjöf sé
beitt á okkar dögum. Þeir sem
heimta framlengingu þessara
eldfornu laga eru einmitt
islamska klerkastéttin sjálf, enda
eru völd hennar og áhrif undir því
komin að henni takist að viðhalda
þessari refsilöggjöf.
Það er mikið óþurftarverk að
ala á óvild milli þjóða og trúar-
bragða þeirra og skiptir þar engu
máli hvort í hlut eiga múllar í
íran eða prestar á Vesturlöndum.
Hvað segir það t.d. um múham-
eðstrú þótti Idi Amín og Bokassa
fyrrum keisari séu Múslimar?
Segir það ekki jafn mikið og ef því
er slegið fram að Aldolf Eiehmann
hefi verið kristinn og Stalín
stundað nám í guðfræði? Þess
finnast engin dæmi að höfundar
trúarbragðanna hafi gert lítið úr
öðrum trúarbrögðum eða reynt að
upphefja sína eigin trú með því að
niðurlægja aðra. Þeir kenndu
þvert á móti allir umburðarlyndi
og kærleika. Ef leiðtogar trúar-
bragðanna, hvaða nafni sem þau
nefnast, fetuðu í fótspor meistara
sinna og reyndu að skilja í stað
þess að fordæma, að umbera í stað
þess að hallmæla, þá væri heimur-
inn annar en hann er og trúar-
brögðin sömuleiðis.
Eðvarð T. Jónsson, ísafirði.“
Þessir hringdu . . .
• Vantar
umsagnir
G.G.:
— í haust höfum við mátt
njóta þess að sækja góða tónleika
hjá Söngskólanum í Reykjavík, en
þeir eru nefndir hádegistónleikar
og standa yfir í tæpan klukku-
tíma. Þessa nýbreytni hafa margir
kunnað að meta og menn átt góðar
stundir í nokkur skipti á hádegis-
tónleikunum.
Eitt hefur mér þó fundist vanta,
en það er að gagnrýnendur skrifi
umsagnir um tónleikana, en af
þeim hefi ég séð mest lítið.
Tónleikarnir eru orðnir 5 eða 6 á
þessu hausti og byrjaði Rögnvald-
ur Sigurjónsson, og hafa síðan
hver öðrum færari menn siglt í
kjölfarið og nú síðast Garðar
Cortes sjálfur og síðan kammer-
sveit ungs fólks. Einhvern veginn
grunar mig að þessir tónleikar
hafi farið framhjá sumum gagn-
rýnendum dagblaða og vildi því
láta þess getið hér ef tónleikarnir
skyldu halda áfram eftir áramót,
því þeir eru vissulega þess virði að
menn skrifi um þá og veki á þeim
athygli.
Vona ég síðan bara að Söngskól-
inn haldi áfram á þessari braut,
án efa er nóg af tónlistarfólki sem
vill koma þarna fram og leggja
sitt af mörkum til að viðhalda
þessari skemmtilegu nýbreytni,
sem verður kannski fastur liður í
borgarlífinu þegar fram í sækir.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á ALÞJÓÐLEGA skákmótinu í
Wroclav í Póllandi í ár kom þessi
staða upp í skák þeirra Kubics,
Póllandi, og Klarics, Júgóslavíu,
sem hafði svart og átti leik.
49... -b5! (Hótar máti. Svar hvíts
er þvingað), 5050. Kxb5 — Db3+
- Hb4 - Hxb4+, 52. cxb4 -
Da2! og hvítur gafst upp, því að
hann er óverjandi mát í næsta leik
áa6.
vorur
í glæsilegu
úrvali
m ^lafossbúöin
VESTURGOTU 2 - SIMI 13404
♦
,‘ +
* ‘át/
t ; •
Þverbrekku 8 Kópavogi.
Símar 42040 og 44140.
30%
álagningarafsláttur af
ístertum
Mackintosh
1. kg. dósir kr. 6.600.-
3. kg. dósir kr. 14.800.-
Mikiö úrval af
konfektkössum
og jólasælgæti.
Nýir og niðursoönir ávextir
í miklu úrvali á góöu veröi.
Kvöld og helgarsala
opió til kl. 11.30.
Oskum viðskiptavinum okk-
ar gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs með þökk fyrir
viðskiptin á árinu, sem er að
líða.