Morgunblaðið - 22.12.1979, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
Landslióið marði pressuna
• Viggó Sigurðsson smeygir sér á milli tveggja varnarmanna og
væntanlega hafnaði knötturinn í netinu. Ljósm.: Kristján
ÍKKI ER hægt að segja annað
■n að jólasveinahátið HSÍ hafi
leppnast með ágætum. Há-
tunktur kvöldsins var þegar
landslið íslands mætti liði sem
íþróttafréttamenn höfðu valið.
Landsliðinu tókst að knýja
fram sigur, 25—24, í bráðfjör-
ugum og vcl leiknum leik. Hið
ósigrandi lið íþróttafréttarit-
ara og lið skemmtikrafta urðu
jöfn að stigum á HM-keppninni
i innanhússknattspyrnu og i
leik landsliðsins frá 1966 og
unglingalandsliðsins, sem er
skipað leikmönnum 18 ára og
yngri, gerðu „gömlu“ mennirn-
ir sér lítið fyrir og sigruðu
9-7.
Landslið — Pressan.
Jafnræði var framan af leik
með landsliðinu og pressuliðinu,
t.d. var staðan 7—7 um miðjan
fyrri hálfleikinn. Þá seig lands-
liðið fram úr, komst í 10—7 og
eftir það var sigurinn í rauninni
aldrei í hættu, þó að allan
tímann munaði litlu, en lokatöl-
ur urðu 25—24 fyrir landsliðið
eins og áður er sagt. Leikurinn
var mjög vel leikinn af beggja
hálfu, stórskemmtilegar leik-
fléttur gengu oft upp hjá báðum
liðum. Einkum skemmtilegar
línusendingar Axels og Sigurðar
Sveinssonar. Þorbergur Aðal-
steinsson var sérlega atkvæða-
mikill fyrir landsliðið í fyrri
hálfleik og Viggó ásamt nýja
framliðanum, Olafi Jónssyni.
Áttu báðir mjög góðan leik.
MÖRK LANDSLIÐSINS: Viggó
Ljósm.: Krlstján E.
Komdu hingað góði, gæti Al-
) bert Guðmundsson verið að
segja við boltann. En Albert
sýndi og sannaði enn einu sinni,
að hann hefur engu gieymt, og
fékk hann hvað eftir annað
mikið klapp frá áhorfendum
fyrir leiknina. Þrátt fyrir snilli
Alberts kom leiftursókn þing-
mannaliðsins fyrir ekki að
þessu sinni því að þeir töpuðu
báðum leikjunum.
og Þorbergur 5 hvor, Ólafur
Jónsson 4, Sigurður Sveinsson 3,
Bjarni Guðmundsson, Guð-
mundur Magnússon og Sigurður
Gunnarsson 2 hver, Þorbjörn
Jensson og Steindór Gunnarsson
eitt hvor.
MÖRK PRESSULIÐSINS: Axel
Axelsson 7, Páll Björgvinsson 4,
Erlendur Hermannsson, Pétur
Ingólfsson, Steinar Birgisson,
Þorbjörn Guðmundsson og Ólaf-
ur H. Jónsson 2 hver, Bjarni
Bessason, Birgir Jóhannsson og
Árni Indriðason 1 mark hver.
HM í knattspyrnu
Fréttamenn og skemmtikraft-
ar léku fyrsta leikinn og skildu
liðin jöfn, 5—5. Síðan sigruðu
fréttamenn alþingismenn 7—2,
en skemmtikröftum tókst aðeins
að sigra þingmennina 6—2, þrátt
fyrir að þeir tefldu fram útherj-
anum fræga, Guðrúnu Á. Símon-
ar. Guðrún lék í framandi stöðu
að þessu sinni, fékk það hlutverk
að tengja sókn og vörn. Frétta-
menn hlutu því betri markatölu
og líta á sig sem sigurvegara í
keppninni, en Ómar og félagar
eru ekki aldeilis á því. Mál þessa
fer því líklega fyrir alla hugsan-
lega dómstóla áður en yfir lýkur.
Athyglisverð urðu úrslit leiks
íslenska landsliðsins, sem er
skipað leikmönnum 18 ára og
yngri, og landsliðsins í hand-
knattleik frá 1966. Þeir eldri
sigruðu nefnilega léttilega 9—7
og sýndu strákunum hvernig á
að framkvæma hlutina.
Brighton tók Ulfana
rækilega í bakaríið
PETER Ward var hetja
Brighton, sem vann sann-
arlega óvæntan stórsigur
á útivelli gegn Úlfunum.
Ward skoraði þrívegis
gegn einu marki Ulf-
anna. Mel Eaves, sem lék
sinn síðasta leik fyrir
Wolves, skoraði eina
mark heimaliðsins.
Kevin Keegan var hetja Nor-
wich, sem krækti í óverðskuldað
stig á Highbury. Arsenai sótti
látlaust, en Kevin Keegan í
ÞEIR verða líklega margir sem fá skíðaútbúnað í jólagjöf, og fýsir
þá ábyggilega flesta að reyna útbúnaðinn sem fyrst. Það er því
ekki úr vegi að veita lesendum upplýsingar um hvenáer opið verður
í skíðalöndum Reykjavíkur um hátíðarnar.
Lyfturnar í Bláfjöllum verða opnar sem hér segir:
Laugardag 22. des. frá kl. 10.00 til 18.00.
Sunnudag 23. des. frá kl. 10.00 til 18.00.
Aðfangadag lokað.
Jóladag lokað.
Á 2. í jólum, miðvikudag verður opið ef veður leyfir og sömu sögu
er að segja um gamlársdag. Að öðru leyti verður opið á milli jóla og
nýárs eins og venjulega og getið er um hér að framan. Loks ber að
taka það fram að á nýársdag verður lokað.
Verð 8 miða fyrir fullorðna er kr. 1000, en kr. 500 fyrir börn.
Tvöfalt gjald er í stólalyftuna, þ.e.a.s. þar þarf að láta af hendi 2
miða í stað eins. Virka daga er hægt að kaupa dagkort (gilda til
18.30) og kosta þau 2800 fyrir fullorðna og 1400 fyrir börn.
Kvöldkortin (frá 18 til 22) kosta 2000 fyrir fullorðna og 1000 fyrir
börn.
Símasjálfsvari Bláfjallanefndarinnar er 85582, og ráðleggjum við
fólki að notfæra sér hann sem mest. - þr.
markinu varði eins og berserkur
allt sem á markið kom, allt nema
skot Frank Stapleton af stuttu
færi á 55. mínútu. Kevin Bond
jafnaði metin fyrir Norwich
skömmu síðar úr eina góða
færinu sem Norwich fékk allan
leikinn.
Paul Mariner, Arno Muhren
og Eric Gates skoruðu mörk
Ipswich, sem vann góðan heima-
sigur gegn Tottenham. Eina
mark Lundúnaliðsins skoraði
Don McAllister. Og Leeds vann
góðan útisigur og er greinilega á
uppleið um þessar mundir. Terry
Connor og Carl Harris skoruðu
mörk Leeds.
Loks má geta góðs sigurs
Middlesbrough gegn Bolton, sem
fær varla stig þessa dagana.
Dave Armstrong, Terry Coch-
rane og John Craggs skoruðu
mörk Boro, sem svaraði aðeins
með marki Willy Morgan, sem
skoraði úr víti.
Annars urðu úrslit leikja í
gærkvöldi þessi:
1. DEILD:
Arsenal — Norwich 1—1
Bristol C — Southampton 0—1
Cr.Palace — WBA fr.
Ipswich — Tottenham 3—1
Middlesbrough — Bolton 3—1
Stoke — Leeds 0—2
Wolves — Brighton 1—3
2. DEILD:
Burnley — Wrexham 1—0
Leicester — Cardíff 0—0
Luton — Charlton 3—0
Oldham — Birmingham 1—0
Preston — Watford 1—2
Sunderland — Shrewsbury 2—1
Swansea — Orient 0—1
West Ham — Cambridge 3—1
3. DEILD:
Barnsley — Blackpool 2—1
Bury — Brentford 4—2
Carlisle — Grimsby 0—2
Chester — Rotherham 3—1
Exeter — Colchester 3—1
Hull C — Blackburn 0—1
Mansfield — Plymouth 0—0
Reading — Sheffield Wed 0—2
Sheffield Utd — Southend 2—0
Coe íþrótta-
maður ársins
HLAUPARINN snjalli Sebast-
ian Coe frá Bretlandi var í gær
útnefndur iþróttamaður ársins
af fréttamönnum AP fréttastof-
unnar um alla Evrópu. Heims-
met Coe á árinu þarf ekki að
tiunda einu sinni enn, hann er
vafalaust vel að sigri sinum
kominn. í öðru sæti var Björn
Borg, tennisstjarna þcirra Svía.
Þriðji maður á lista var einnig
Svíi, skiðakóngurinn Ingmar
Stenmark.
Marita Koch frá Austur-
Þýskalandi var kjörin iþrótta-
kona ársins, en hún setti nýtt
heimsmet í 200 og 400 metra
hlaupunum. Anna Marie Pröll
Moser var í öðru sæti og kylf-
ingurinn Nancy Lopez frá
Bandaríkjunum var í þriðja
sæti.
Jóhann í KR?
JÓHANN Jakobsson, miðvallar-
leikmaður hjá KA, mun hafa
félagaskipti í hyggju, en lið
hans, KA, féll í 2. deild á síðasta
keppnistímabili. Helst hefur Jó-
hann í hyggju að ganga í KR.
Eða þá Víking. Félagi hans hjá
KA, Njáll Eiðsson, hyggst einnig
skipta um félag, en óljóst er enn
hvaða félag hreppir hann. Njáll
lék áður með Þrótti frá Norðfirði
og er tengiliður eins og Jóhann.
Ef snúið er að handboltanum,
þá hefur frést að þeir Friðjón
Jónsson og Ármann Sverrisson,
sem nú leika með HK, hafi í
hyggju að halda aftur á fornar
slóðir og skipta yfir í KA. sor.