Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 1

Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 1
48 SÍÐUR 4. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Aðgerðir Carters koma Rússum illa WashinKton, 5. janúar. AP. -- ■ ■ 1 UNDANFARIN ár hafa verið gerðir út 30—40 bátar frá Sandgerði. þar af nokkrir úr Garðinum og Keflavík. Ekki er búizt við að nein breyt- ing verði á því á þessu nýbyrjaða ári. Kristján Einarsson ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd í Sandgerðishöfn á dög- unum. JIMMY Carter forseti segir að hefndarráðstafanir þær sem hann boðaði í útvarpsávarpi í nótt gegn hernaðaríhlutun Rússa í Afghanistan. m.a. stöðvun kornsendinga. eigi að valda Rússum tjóni þar sem þeir séu veikastir fyrir. Vafi leikur á því að aðgerðirnar neyði Rússa til að kalla heim herlið sitt en talsmaður Hvita hússins sagði að forsetinn vildi sýna Rússum að þeir gætu ekki komizt upp með slika framkomu óátalið. í Bandarikjunum virðast demókratar styðja stöðvun kornsend- inga en repúblikanar gagnrýna ákvörðunina. í ræðu sinni sagði Carter að árás án viðnáms gæti orðið „smitandi sjúkdómur" og kvað íhlutunina „vísvitandi tilraun trúlausrar stjórnar að kúga sjálfstæða islamska þjóð“. Hann varaði við því að áframhaldandi árásaraðgerðir stofnuðu þátttöku bandarískra iþróttamanna og áhorfenda í Ólympíuleikunum í Moskvu í hættu. lega getu sovétstjórnarinnar til að bæta kjör Rússa næstu fimm ár. Talið er að Kanada, Ástralía og fleiri ríki stöðvi líka kornsend- ingar. Bandarískum bændum er heitið aðstoð. Carter boðaði jafnframt aukna hernaðarlega og aðra aðstoð við Pakistan. Hætt verður að senda Rússum nýtízku tæknibúnað. Frestað verður að opna nýjar bandarískar og sovézkar ræð- ismannsskrifstofur og flestum menningar- og efnahagstengslum hætt. Rússar fá aðeins að veiða 75.000 miðað við 430.000 tonn á bandarískum miðum. Auk korns er sett bann á sölu allra annarra landbúnaðarafurða til Rússa. Carter kvað aðgerðirnar kosta Bandaríkin nokkrar fórnir en vera án vafa í þágu heimsfriðar. Svar heimsins við „tilraun Rússa að kúga Afghanistan verður að vera í samræmi við alvöru aðgerðanna". Þótt Carter minntist ekki á fækk- un sendiráðsmanna í Moskvu og Washington er sagt að það komi til greina. „Afghanistan undir sovézku hernámi ógnar bæði íran og Pakistan og er áfangi á leið til hugsanlegra yfirráða þeirra yfir miklum hluta olíubirgða heims- 1ns,“ sagði Carter. Talsmaður Hvíta hússins kvað Carter hafa notað flest tiltæk ráð nema beinar hernaðaraðgerðir. Hann taldi aðgerðirnar rýra veru- Zimbabwe Rhodesia: Flestir hlýddu Salisbury, 5. janúar. AP. SEXTÁN þúsund skæruliðar þjóð- frelsisfylkingarinnar í Zimbabwe Rhódesíu höfðu í morgun gefið sig fram i samræmi við vopnahléssátt- mála stjórnarinnar i Salisbury og skæruliða. Skæruliðar flykktust til stöðva, þar sem tekið var við þeim. Skæru- liðar höfðu farið fram á að frestur- inn til að gefa sig fram yrði framlengdur en landsstjórinn Soam- es lávarður neitaði að framlengja frestinn. Þrátt fyrir að fresturinn til að gefa sig fram hafi runnið út á miðnætti var haldið áfram að taka við skæruliðum, er þeir streymdu til búða, þar sem tekið var við þeim í nótt og í morgun. Helztu bæir í Afghanistan á valdi sovézka herliðsins Nýju Delhi, 5. janúar. AP. ALLIR helztu bæir og allar helztu herstöðvar í Afghanistan virðast vera á valdi Rússa sem virðast aðeins mæta málamynda mót- spyrnu i þéttbýli að sögn diplómata i dag. Fréttir frá Kabul herma að leyniskyttur skjóti aðeins stöku sinnum á hópa sovézkra hermanna. Flugmiðum var dreift í gær með áskorunum um mótmælaaðgerðir gegn Rússum en engar mótmælaað- gerðir fóru fram. Nokkrir háttsett- ir yfirmenn i afghanska hernum hafa heitið nýju stjórninni stuðn- ingi, en mjög margir óbreyttir hermenn hafa hlaupizt undan merkjum. Ástandið er óljóst á landsbyggðinni. en samkvæmt fréttum frá Pakistan veita upp- reisnarmenn harðvitugt viðnám um allt landið. Pakistanskt blað segir að 5.000 sovézkum fallhlífahermönnum hafi verið varpað niður í snæviþöktum fjöllum Norðaustur-Afghanistans þar sem þeir hafi mætt harðri mót- spyrnu uppreisnarmanna. Vestrænir sérfræðingar telja að nú sé allt að 50.000 sovézkir hermenn í Afghan- istan. Bandaríkjamenn efndu til mót- mælaaðgerða í sex borgum gegn hernaðaríhlutun Rússa. Fjölmenn- ustu mótmælaaðgerðirnar voru í San Francisco þar sem hrópað var „Dauði yfir Brezhnev" og brenndur sovézkur fáni við ræðismanns- skrifstofu Rússa. Rússum var líka mótmælt í Washington, Dallas, New York, Seattle og Omaha. Brezka blaðið # i "V Daily Telegraph: ÖOVCt 11101111 001011 landgöngTi á ísland 1978 Sovétmenn eíndu til mikillar flotaæfingar 1978 við eyju á Eystrasalti, þar sem æfð var sigling skipalesta og landganga á eyjuna. Að sögn breska blaðsins Daily Telegraph telia margir háttsettir vestrænir herforingjar, að þarna hafi farið fram æfing á innrás á Shetlandseyjar eða Island. Þá segir blaðið, að ferðir sovéskra.flugvéla í nágrenni við Bretland bendi til þess, að þær séu að æfa eldflaugaárásir á valin skotmörk á Bretlandseyjum og herskip á Atlantshafi. Hafi umsvif sovéskra flugvéla og skipa umhverfis Shetlandseyjar aukist til mikilla muna siðustu 18 mánuði, en á næsta ári munu tveir þriðju hlutar af oliuframleiðsiu Breta fara um eyjarnar. þann, að þær æfðu árásir á NATO-herskip og sérgreind skot- mörk í fjarlægum löndum. Fréttin í Daily Telegraph er skrifuð af Desmond Wettern sér- fræðingi blaðsins í flotamálum og birtist 2. janúar s.l. Blaðamaður- inn vísar til viðtals, sem hann átti við Sir James Eberle yfirmann breska flotans og Ermarsundsher- stjórnar NATO í höfuðstöðvum hans í Northwood í Middlesex í Englandi. Sagði flotaforinginn, að ferðir ýmissa sovéskra flugvéla, sem lúta stjórn flotans, væri ekki unnt að skýra á annan veg en Samhliða stöðugt auknum um- svifum Sovétmanna umhverfis Shetlandseyjar efndu þeir á árinu 1978 til þeirrar æfingar á Eystra- salti, sem áður er getið, og verður ekki skýrð nema sem undirbúning- ur undir strandhögg á Shetlands- eyjum og íslandi. í september 1978 settu um 5000 bandarískir land- gönguliðar á svið sókn inn á Shetlandseyjar af sjó í samvinnu við breska og hollenska flotann. Höfðu eyjarnar ekki fyrr verið notaðar í svo víðtækri NATO- æfingu og íbúum eyjanna var sagt, að æfingin væri nauðsynleg vegna þess hve Sovétmenn hefðu fært sig upp á skaftið á þessum slóðum. Síðan segir breski blaðamaður- inn, að Shetlandseyjar séu ásamt íslandi og Grænlandi hluti af þeirri mikilvægu varnarkeðju, sem nefnd sé GIUK-hliðið. A milli landanna séu hlustunartæki, sem Bandaríkjamenn hafi lagt á hafs- botninn til að fylgjast með ferðum sovéskra kafbáta, sem komi frá Murmansk. Byggist varnarstefna NATO á hafinu á því að eyða eins mörgum sovéskum kafbátum og herskipum og kostur er, áður en þau komist um GIUK-hliðið til árása á flutningaskip í ferðum milli Evrópu og Norður-Ameríku. í framhaldi af þessari frétt Daily Telegraph má rifja upp ræðu, sem flutt var í nafni Harry D. Train yfirmanns Atlantshafs- herstjórnar NATO hér á landi í marz sl., en þar kom hann sér- staklega að auknum flugferðum Sovétmanna umhverfis Island. Hann sagði, að sovéska Backfire- sprengjuþotan gæti nú gert árás á skotmörk talsvert fyrir sunnan GIUK-hliðið og hefði tilkoma vél- arinnar aukið mjög hættuna á siglingaleiðinni milli Norður- Ameríku og Evrópu. Ferðir sov- éskra flugvéla umhverfis ísland hefðu á árinu 1978 verið næstum tvöfalt fleiri en að meðaltaii næstu fimm ár á undan. Þá taldi flotafor- inginn ástæðu til að benda sér- staklega á aukin umsvif sovésku Bear Foxtrot-kafbátaleitarflugvél- anna vestur af Skotlandi. Hafi allar þær flugvélar farið um íslenska loftvarnarsvæðið, annað hvort á leið sinni suður eða á heimleið til Kola-skaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.