Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 2

Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 /11; ,í < í, ,■ ■■ i M/B Álsey í Vestmannaeyjahöfn. Bvfffft vfi: Ljósmynd Mbl.: Sigurgeir. r Álsev í V estmannaeyjum Vestmannaeyjum. wsMÉÍiELFf %; * ” 4. janúar. y!««5 í VESTMANNAEYJUM er þessa ijfj*-** dagana verið að byggja yfir m/b Álsey og er það fyrsta verk P’ fff' MÍII f~ eyjum. Það eru starfsmenn u^flfM j~ Vélsmiðjunnar Magna sem sjá um framkvæmdina, sem hefur ‘^jjpttiPirnliNM 4 gengið mjög vel. XaJwitÍÉt Tll IPf t Það er mikið fagnaðarefni að S^MHpPjTJmi hægt skuli að vinna svona verk ÉjSSr I hér og kemur nauðsyn skiplyftu 4 æ betur í ljós, en með henni myndu skapast veruleg verkefni , i/ viö alls konar yfirbyggingar og .■* ». s .. | I Í __p~U ~~T~ ^ÍMMWBBMMIMÉméimí —Sigurgeir. Unnið að því að koma þilinu um borð. Ljósmynd Mbi.: Sigurgeir. VL-mál Einars Braga: Farið fram á sekt argreiðslu í stað fangelsisvistar Lögreglustj óraembætt- inu í Reykjavík hefur verið falið að innheimta hjá Ein- ari Braga rithöfundi sekt- argreiðslur vegna dóms í meiðyrðamáli gegn að- standendum Varins lands, en dómsmálaráðuneytið hafði áður farið fram á að vararefsingu yrði fullnægt, þ.e. að Einar sæti í fangelsi í tvo daga. Baldur Möller ráðuneyt- isstjóri dómsmálaráðu- neytisins sagði í samtali við Mbl. í gær að ráðuneyt- ið hefði falið lögreglustjóra að innheimta sektina hjá Einari í stað þess að grípa til vararefsingarinnar og væri það í valdi hans að ákveða með hvaða hætti innheimta sektarinnar færi fram. Póstránið: Unnið af full- um krafti um helgina ÞRÁTT fyrir að mikil vinna hafi verið lögð í rannsókn póstráns- ins í Sandgerði hefur ekkert það komið fram, sem leitt hefur lögregluna á sporið, samkvæmt því sem Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri ríkis- ins tjáði Mbl. í gær. Sagði Hallvarður að kappsamlega yrði unnið að rannsókn málsins um helgina. „Ekki gengið frá kaupum ennþá44 „Samningaviðræður hafa ver- ið í gangi undanfarið milli þess- ara aðila, en það hefur ekki verið gengið frá neinum kaupum enn- þá. Það eru ýmsir þættir sem enn á eftir að ræða um,“ sagði Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags íslands er Mbl. innti hann eftir því hvort Eim- skip væri búið að kaupa annars vegar Skipafélagið Bifröst og hins vegar íslenzk kaupskip. Skipafélögin tvo eiga hvort um sig eitt kaupskip, Bifröst á Bifröstina og íslenzk kaupskip eiga Berglind. Gítartónleikar í Norræna húsinu NÆSTKOMANDI miðvikudag verða gítartónleikar f Norræna húsinu og kemur þar fram danski gítarleikarinn Tom Meth- ling. Hann hefur hlotið tónlist- armenntun sína í Danmörku og á Spáni þar sem hann hefur dvalist um árabil. Tom Methling hefur haldið tónleika í Danmörku, Noregi, Hollandi, Þýskalandi, Kanada og Spáni og nú í fyrsta sinn hérlend- is. Leikur hann verk eftir Bach, Fernando Sor, Francisco Tarrega, Villa Lobos og sjálfan sig. Leikur hann á 10 strengja gítar og hefjast tónleikarnir klukkan 20.30 mið- vikudaginn 9. janúar. INNLENT Maðurinn hér dvelst í flótta- mannabúðum á landamærum Thailands og Kambódíu og er hann hér að leita eftir vatni og mun hann hafa komið niður á vatn þegar hann hafði grafið tveimur fetum lengra en gröfin var komin þegar myndin var tekin. Kampútseusöfnunin komin í 115 m.kr. SÖFNUN Hjálparstofnunar kirkjunnar til bágstaddra í Kampútseu nemur nú 115 millj- ónum króna og að sögn Guð- mundar Einarssonar fram- kvæmdastjóra Hjálparstofnunar- innar hefur verið ákveðið að framlengja söfnunina til 15. jan- úar, en henni átti sem kunnugt er að Ijúka um áramótin. Guðmundur sagði að framlög hefðu sífellt verið að berast á skrifstofuna svo og á gíróreikning 20005 og verður tekið við framlög- um til 15. janúar. Unnið er að því að kanna á hvern hátt söfnunarféð kemur að bestum notum og kvað Guðmundur féð annað hvort sent utan eða hluta þess einnig tíl að fá hjálpargögn hérlendis, en því verður m.a. ráðstafað í samvinnu við Lútherska heimssambandið og bresku hjálparstofnunina Oxfam. Slippstöðin hf. Akureyri: Nýju nótaveiðiskipi hleypt af stokkunum Akureyri, 5. janúar. NÝJU nótaveiðiskipi að burðargetu 1360 tonn DW var hrundið á flot í Slippstöðinni á Akureyri laust eftir hádegi í dag. Skipið er að öllu leyti hannað af starfsmönnum tæknideild- ar Slippstöðvarinnar, en eigandi er hlutafélag- ið Hilmir á Fáskrúðsfirði. Dóttir eins eigenda skipsins Oddný Sverris- dóttir gaf skipinu nafnið Hilmir SU 171 og bað skipi og skipshöfn blessunar og góðs farnaðar. Helstu máls skipsins eru mesta lengd 56,5 m, breídd 11 m, dýpt að efra þilfari 7,5 m og mesta djúprista 5,8 m. Lestarrými er 1320 rúmmetrar þar af eru 580 rúmmetrar í sjóvatnskæld- um tönkum. íbúðir eru fyrir 16 menn, 5 tveggja manna klefar og 6 eins manns klefar, þar með tal- in íbúð skipstjóra. Aðalvél er af gerðinni Wickmann og er útbúin fyrir brennslu á svartolíu með 2.400 hestafla afköst- um. Hjálparvélar eru af Caterpillar gerð og skipið er búið tveimur þverskrúf- um 350 og 500 hestafla. Allur búnaður skipsins og tæki eru af fullkomnustu og nýjustu gerð. Auk nóta- veiða getur skipið stundað skuttog með flotvörpu. Ráðgert er að afhenda skipið eigendum fullbúið í í NOKKUR ár hefur það verið fastur liður í starfsemi Prestafé- lags Suðurlands, að hafa messu- skipti í prófastsdæmunum fyrsta sunnudag i nýári. Að þessu sinni er Kjalarnes- prófastsdæmi heimsótt og messu- dagurinn 6. janúar. Messað verður sem hér segir: Grindavíkurkirkja, sr. Valgeir Astráðsson Eyrar- bakka. Utskálakirkja, sr. Sigurður Sigurðarson Selfossi. Keflavíkur- kirkja, sr. Ingólfur Ástmarsson Mosfelli. Njarðvíkurkirkja, sr. Stefán Lárusson Odda. Hafnar- fjarðarkirkja, sr. Heimir Steins- síðari hluta febrúarmánað- ar. Næstu verkefni Slipp- stöðvarinnar hf. eru smíði togveiðiskips fyrir Höfða hf. á Húsavík og á að afhenda það í febrúar 1981. Einnig hefur verið samið um smíði togveiðiskips fyrir útgerðarfélag Skagstrendinga. Það skip verður jafnframt útbúið til rækjuveiða, vinnslu og frystingar rækju og verður afhent í ágúst 1981. —Sv.P. son rektor Skálholti. Garða- og Víðistaðasóknir, sr. Eiríkur J. Eiríksson Þingvöllum. Kópavogs- kirkja, sr. Sigfinnur Þorleifsson Tröð Gnúpverjahr. Mosfellskirkja, sr. Hannes Guðmundsson Fells- múla. Reynivallakirkja, sr. Auður Eir Þykkvabæ. Messutími er almennt kl. 2, nema annað sé auglýst. Um kvöld- ið er svo samvera í safnaðarheim- ilinu í Innri-Njarðvík og hefst með borðhaldi kl. 7. Er þess vænst, að allir félagar sjái sér fært að koma þangað með maka sína. — Frá Prestafélagi Suðurlands. Messuskipti hjá Presta- félagi Suðurlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.