Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 3

Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 3 Árið 1979 var eitt hið kaldasta á þessari öld EINS OK ílestum er nú orðið ljóst var síðastliðið ár eitt af kðldustu árum hér á landi frá þvi að reglulegar veðurathuganir hóf- ust, en það var i Stykkishólmi 1845 fjrir 134 árum. Meðalhiti síðastliðins árs var þar 2.3° og er það 1,9° kaldara en meðaltal áranna 1931—60 segir til um. Kaldasta ár frá aldamótum var 1918, en þá var hitinn 2.2° eða 0.1° kaldara en nú. Önnur köid ár í Stykkishólmi á þessari öld voru 1907, 1914, 1917, 1919, og 1969 og var 0.2° — 0.3° hlýrra í þessum árum en nýliðnu ári. Köldustu árin frá upphafi mæl- inga voru 1859 og 1866, en þá var meðalhitinn í Stykkishólmi að- eins 0.9° eða 1.4° lægri en árið 1979 og samtals voru 10 ár kaldari en síðasta ár á seinni hluta síðustu aldar. Meðalhitinn í Reykjavík árið 1979 var 2.9°, sem er 2.1° kaldara en í meðalárgerði, og á Akureyri var hitinn 1.5°, en það er 2.4° lægra en meðaltal segir til um og var þetta kaldasta ár frá 1892 á báðum þessum stöðum. Árin 1917 og 1918 voru o.l° hlýrri á Akur- eyri en síðastliðið ár, en í Reykjavík var 1919 næstkaldasta ár frá aldamótum. Þá var meðal- hitinn 3.5° eða 0.6° hærri en 1979. Úrkoma í Reykjavík mældist 668 mm, sem er 83% meðalúr- komu og er þetta sama úrkomu- magn og mældist 1978 og 3. árið í röð, sem úrkoma er minni en í meðalári. Á Akureyri var úrkom- an 367 mm og er það rúmlega 3/4 hlutar þess, sem venjulegt er. Verður að leita allt til ársins 1965 til að finna minni ársúrkomu á Akureyri en þá mældist þar 320 mm. Sólskinsstundir mældist 1496 á Akureyri en þá mældust þar 320 mm. Sólskinsstundir mældust 1496 í Reykjavík sem er 247 stundum meira en venjulega, en á Akureyri mældist sólskin aðeins í 872 stundir og er það 90 stundum minna en í meðalári. Ef einstakir mánuðir ársins eru athugaðir, þá voru janúar og mars mjög kaldir, en febrúar aftur á móti í réttu meðallagi. Þessír 3 mánuðir voru frekar stormasamir og snjóþungir víðast hvar. Vorið, þ.e. apríl og maí, var með afbrigðum kalt og óhagstætt, einkum þó maí mánuður. Meðal- hiti í maí á landinu á landinu öllu var 5.4° lægri en venjulega og er þetta kaldasti maímánuður í Stykkishólmi frá því að reglu- legar veðurathuganir hófust þar 1845. Er munurinn á meðalhita maímánaðar 1979 og næstkald- asta maímánuði á hinum ýmsu veðurstöðvum yfirleitt '/2 ° — 1 °. Sumarið, þ.e. júní-september, var kalt, einkum þó september og júlí. Hlýjast var á Suðausturlandi og t.d. var meðalhiti þessara 4 mánaða 8.9° á Kirkjubæjar- klaustri, en það er 1.3° kaldara en venja var 1930—60. Á Raufarhöfn var aftur á móti 5.1°, sem er 2.8° lægri hiti en meðalárferði. í Reykjavík var meðalhiti sumars- ins 8.3° og var þetta þriðja kaldasta sumar frá aldamótum. Sumarið 1920 var sumarhitinn 8.0° og árið eftir 8.2°. Á Akureyri var sumarið 1907 0.8° kaldara en núna, en meðalhitinn var núna 7.4°. Sunnan- og vestanlands var þó hagstæð tíð fyrir landbúnað seinni hluta júlí og fram í ágúst og heyþurrkur þá góður. Síðustu 3 mánuðir ársins voru tiltölulega hlýir miðað við það, sem á undan var gengið. Októ- berhitinn var nálægt meðallagi, en nóvember um það bil 1.6° kaldari en í meðalári. Desember virðist hafa verið aðeins kaldari en venjulega á Raufarhöfn og Akureyri, en í Reykjavík var 1.3° kaldara en í meðaldesember. Úr- koma var í tæpu meðallagi þessa 3 mánuði að því er best verður séð. (Frétt frá Veðurstofu tslands). Borgarnes: Aukning mjólkurfram- leiðslu þrátt fyrir mikla nautgripaslátrun Hvanncyri, 4. jan. GOTT tíðarfar einkenndi haust- mánuðina hér i Borgarfirði. Að vísu hefur oft verið talsverð hálka á vegum en klammi á högum hefur enginn verið. Ég hefi heyrt af og séð umferðaróhöpp vegna hálk- unnar en engin alvarleg slys hafa orðið, svo að mér sé kunnugt. Eins og áður sagði hefur verið gott á högum. Þannig hafa sparast hey og veitti ekki af þvi að knapplega var víðast sett á á þessu hausti. Flestir hafa góð hey frá góðu þurrkasumri en engar fyrningar INNLENT eru til frá siðasta vetri. Þá mælast góð hey, sem oft síga lítið, frekar illa. Mikið var slátrað af stórgripum hjá Kaupfélagi Borgfirðinga á þessu hausti. Gestur Kristjánsson hjá KB sagði mér að slátrun stórgripa hefði nú í haust verið með allra mesta móti. Síðustu fjóra mánuði ársins var búið að slátra 922 nautgripum en allt árið 1978 var slátrað 738 nautgripum. Af hrossum var slátrað 527 allt s.l. ár en til samanburðar var slátrað 230 gripum allt árið 1978. Þrátt fyrir mikla nautgripaslátr- un á s.l. hausti hefur mjólkurfram- leiðslan aukist þessa sömu mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólk- ursamlaginu í Borgarnesi er aukn- ingin 13—15%, mest í desember. Þá 'var aukningin um 100 þúsund lítrar. — Ófeigur. Áramótaspila- kvöld á Sögu Áramótaspilakvöld Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík verður haldið að Hótel Sögu i kvöld og hefst kl. 20.30 en húsið verður opnað kl. 20.00. Spiluð verður félagsvist. Sex spilaverðlaun verða veitt, öll mjög glæsileg að vanda. Spilakortin gilda sem happdrættisvinningur: Keflavík — Kaupmannahöfn — Keflavík með Flugleiðum, fyrir einn farþega. Formaður Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna, Ellert B. Schram, flytur ávarp. Þá munu Ólöf Harðardóttir og Garðar Cort- es skemmta. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur síðan fyrir dansi til kl. 1. LandsmálafélaxiA Vðrður. Ellert B. Schram FERDA-ALMANAK ÚTSÝNAR er afhent á skrifstofu okkar í Austurstræti 17. KYNNIÐ YKKUR FERÐAÚRVAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.