Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 5 Jónsson og Sigmar B. Hauks- son. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Gunnvör Braga heldur áfram að lesa söguna „Það er komið nýtt ár“ eftir Ingi- björgu Jónsdóttur (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál. Um- sjón: Jónas Jónsson. Spjallað við Agnar Guðna- son um framleiðslu og sölu- mál á liðnu ári. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morguntónleikar Filharmoniusveitin í Vín leikur „Anacréon“, forleik eftir Cherubini; Karl Munch- inger stj. / Fritz Wunderlich syngur óperuaríur eftir Moz- art. 11.0 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar, Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa Léttklassisk tónlist, dans- og dæguriög og lög leikin á ýmis hljóðfæri. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Gatan“ eftir Ivar Lo-Johansson Gunnar Benediktsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (13). 15.00 Popp. Þorgeir Ástvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Sinfóniuhljómsveit íslands leikur „Dimmalimm kóngs- dóttur“, ballettsvítu eftir Skúla Haildórsson; Páll P. Pálsson stj. / Pierre Fourn- ier og Filharmoniusveitin í Vín leika Sellókonsert í h- moll op. 104 eftir Dovrák; Rafael Kubelik stj. 17.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Bjössi á Tréstöðum“ eftir Guðmund L. Friðfinnsson Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Leikendur i 6. og síðasta þætti: Stefán Jónsson, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Rúr- ik Haraldsson, Baldvin Hall- dórsson, Auður Guðmunds- dóttir, Jón Aðils og Kristin Jónsdóttir. Kynnir: Helga Þ. Stephensen. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þátt- inn. 19.40 Um daginn og veginn Andrés Kristjánsson fræðslufulltrúi talar. 20.00 Við, — þáttur fyrir ungt fólk Jórunn Sigurðardóttir sér um þáttinn. 20.40 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.45 Útvarpssagan: „Þjófur í Paradis“ eftir Indriða G. Þorsteinsson Höfundur byrjar lesturinn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Hvað er vitsmunaþroski? Guðný Guðbjörnsdóttir flyt- ur erindi. 23.00 Verkin sýna merkin Þáttur um klassiska tónlist i umsjá Ketils Ingólfssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Útvarp í dag klukkan 14.55: Stjórnmál og glæpir í DAG, klukkan 14.55 verður fluttur i útvarpi fyrsti þátturinn af sex undir samheitinu „Stjórn- mál og glæpir“. Nefnist hann „Furstinn“ og fjallar um bragða- refinn Niccoló Macchiavelli. Þýð- andi er Jón Viðar Jónsson og stjórnandi Benedikt Árnason. Flytjendur eru Gunnar Eyjólfs- son, Guðjón Ingi Sigurðsson, Gislj Alfreðsson, Randver Þorláksson, Jónas Jónasson og Benedikt Árna- son. óskar Ingimarsson flytur inngangsorð. Höfundur þáttanna um „Glæpi og stjórnmál" er Hans Magnus Enzensberger, en danski útvarps- maðurinn Viggo Clausen hefur búið þá til flutnings í útvarpi. Þar er fjallað um menn og málefni, er vakið hafa athygli og markað spor í söguna, ekki síst á þessari öld. í þáttunum er lýst einræðisherrum, bófum og glaumgosum, svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta eru ekki framhaldsþættir í eiginlegum skilningi. Ákveðið efni er tekið fyrir í hverjum þætti, en þó eiga þeir sammerkt á ýmsan hátt. í „Furstanum" er ljósi sam- tímans varpað á ævi manns, sem uppi var um aldamótin 1500 og skrifaði „handbók valdamanna" þar sem mælt er bót hvers kyns klækjum og fantabrögðum til að halda völdum. Hans Magnus Enzensberger er Þjóðverji, fæddur árið 1929. Hann stundaði nám í germönskum fræð- um, almennri bókmenntasögu og heimspeki. Vann síðan hjá suður- þýska útvarpinu, en hefur eingöngu helgað sig ritstörfum frá árinu 1961. Hann hefur skrifað fjölmörg leikrit fyrir útvarp, þ.á m. svoköll- uð heimildaleikrit, byggð á sann- sögulegum atburðum. Viggo Clausen hefur unnið við dagskrárgerð hjá danska útvarpinu í fjölda ára og er þekktur um öll Norðurlöndin og jafnvel víðar fyrir að gera þætti um mál, sem mikla athygli hafa vakið. Samvinna hans við Enzensberger hefur verið með miklum ágætum, og þættir þeirra verið fluttir víða á Norðurlöndum við góðar undirtektir. Við gefum afslatt af fatnaöi, skóm og hljómplötum allan þennan mánuö Það er alltaf rétti tíminn til að gera góð kaup hjá okkur 2. hæð. Sími 85055. Laugavegi 20. Sími fré tkipfiborði 85055. TlZKUVERZLUN unga fólksins ^jj) KARNABÆR Glæsibæ — Laugavegi 6b Simi fra skiptiborði 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.