Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 1

Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 1
48 síður með 8 síðna íþróttablaði Innrás Rússa í Afghanistan: Hundruð þúsunda flýja til Pakistans Afghanskir upp- reisnarmenn í námunda við landamæri Pakist- ans. Myndin er frá pakistönskum stuðningsmönnum þeirra, en hvorki er þess getið hvar hún er tekin né hvenær. (AP-símamynd) Genf, Kairó, 14. janúar. — AP. 420 ÞÚSUND afghaniskir flótta- menn eru komnir til Pakistans, að því er Poul Hartling, fram- kvæmdastjóri Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna skýrði frá í dag, en stofnunin beitir sér fyrir víðtækri f jársöfn- un á næstunni til að hægt verði að sjá flóttafólkinu fyrir brýn- ustu nauðsynjum. Sagði Hart- ling að þörf væri á a.m.k. 55 milljónum bandaríkjadala á næstunni til að bæta úr sárustu neyðinni, en flóttafólkið væri mjög hrjáð, ekki sízt vegna kulda og vosbúðar í vetrarhörk- unum, sem ríkja nú á þessum slóðum. Sendiráð Pakistans í Kaíró tilkynnti í dag, að tala flótta- manna í kjölfar innrásar Sovét- manna í Afghanistan væri komin yfir 400 þúsund, og var því beint til allra friðelskandi manna að koma til hjálpar þar sem Pakist- önum væri ókleift með öllu að standa undir útgjöldum vegna komu þeirra til landsins. Flugránið: Slepptu kon- um og bömum Palcrmo, Sikiley, 14. janúar. AP. FLUGRÆNINGJARNIR tveir um borð í DC-þotunni frá Alitaia hafa sleppt öll- um börnum og konum, sem voru í hópi gíslanna 89. Sjö börn, þar af tveir hvítvoð- ungar voru í þotunni, en konurnar voru 13 talsins, þannig að 69 manns eru enn á valdi flugræningj- anna um borð í þotunni á Palermo-flugvelli. Flugræningjarnir hafa krafizt þess að í skiptum fyrir gíslana verði sleppt 29 pólitískum föngum í Túnis, og heimta þeir að þotunni verði flogið tíi Benghazi í Líbíu þegar hún hefur verið fyllt af eldsneyti. Töf hefur orðið á því að eldsneytið kæmist á geymana, þar sem flugræningjarnir banna alla, lýsingu við þotuna, sem stendur í 800 metra fjarlægð frá flugstöðv- arbyggingunni í Palermo. I skiptum fyrir gíslana hafa flugræningjarnir, sem talið er að séu Túnis-búar, krafizt þess að 29 pólitískir fangar verði látnir laus- ir í Túnis. Þotan lagði upp frá Róm í dag og var förinni heitið til Túnis. 40 mínútum eftir flugtak náðu flug- ræningjarnir henni á sitt vald, en þeir eru sagðir vera með allmikið sprengiefni. í fyrstu kröfðust þeir þess að þotunni yrði snúið til Trípólí í Líbýu, en þar fékkst ekki lendingarleyfi sökum sandbyls, að því er sagt var. Allsherjarþing Sþ: Samþykkt með 104 atkvæð- um gegn 18 að Sovéther- inn fari frá Afghanistan Sameinuðu þjóðunum — Kabúl — 14. janúar — AP. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld með 104 atkvæðum gegn 18 að allt erlent herlið skyldi hverfa frá Afghanistan þegar í stað. 18 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, en 12 ríki voru ekki við atkvæða- greiðslu. . 1 tillögunni, sem kom frá hópi hlutlausra ríkja, er ekki minnzt á Sovétríkin, en í umræðu um tillöguna ræddu flestir þátttak- Indira við embættistökuna: Efnahagur Indlands í rúst Nýju Delhí, 14. janúar. AP. EFTIR að Indira Gandhi sór emb- ættiseið sinn í dag lýsti hún því yfir að í samanlagðri stjórnartíð Mor- arji Desais og Charan Singhs hefði tekizt að leggja efnahagskerfi Ind- lands í rúst. Hinn nýi forsætisráð- herra kvaðst vera búinn að komast að því að efnahagsástandið væri miklu alvarlegra en unnt hefði verið að gera sér í hugarlund að óreyndu, en nýja stjórnin hefði ásett sér að koma á stöðugleika á öllum sviðum þjóðlifsins, tryggja sjálf- stæði ríkisins og efla það á allan veg. Indira var afar harðorð í garð fyrirrennara sinna á valdastóli og sakaði þá um að hafa alið á sundr- ungu með þjóðinni. „Á þrjátíu mán- uðum tókst þeim að leggja í rúst það sem hafði tekið þrjátíu ár að byggja upp,“ sagði hún, um leið og hún hvatti til samstöðu og einingar í því uppbyggingarstarfi, sem framundan Sanjiva Reddy forseti Indlands óskar Indiru Gandhi til hamingju eftir að hún hafði tekið við embætti i gær. (AP-simamynd) væri. Hún skýrði ekki ummæli sín varðandi sjálfstæði ríkisins, en í kosningabaráttunni varð henni tíðrætt um að Carter Bandaríkjafor- seti hefði haft þá Desai og Singh í vasanum. 21 ráðherra í stjórn Indiru Gandhi hefur þegar tekið við embætti, en stjórn hennar verður ekki fuliskipuð fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ymsir helztu liðsmenn Indiru úr hinni illræmdu stjórn hennar, sem stjórnaði með herlögum, eru ekki í hópi ráðherra nýju stjórnarinnar, en þar er að finna ýmsa stjórnmála- menn, sem lítt eða ekki eru þekktir utanlands. Utanríkisráðherra er Narashima Rao, en hann var fram- kvæmdastjóri Kongressflokks Indiru 1975—76. Rao hefur enn ekki skýrt frá því hver verði stefna stjórnarinn- ar í utanríkismálum. Innanríkisráð- herra er Zail Singh, sem áður var forsætisráðherra í héraðsstjórn Punjab. endur um „ódulbúna árás“ Sovét- ríkjanna. Litið er á atkvæðagreiðsluna sem mikinn ósigur Sovétríkjanna, sem fyrir aðeins einni viku beittu neitun- arvaldi í atkvæðagreiðslu um sams- konar tillögu í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Ályktun Allsherjar- þingsins hefur fyrst og fremst sið- ferðilegt gildi, þar sem þingið hefur ekki umboð til að skipa fyrir um aðgerðir af neinu tagi. Bardagar geisa enn í austurhéruð- um Afghanistans, og herma fregnir frá Pakistan, að við landamæri ríkjanna sýni uppreisnarmenn harða andstöðu og hafi bardagar magnazt síðustu daga. Fregnir þessar eru óljósar, en vestrænir fréttamenn segja að sovézka innrásarliðið virð- ist hafa náð undirtökunum alls staðar í landinu, að undanskildum landamærahéruðunum, sem liggja að Pakistan. 100 bandarísk- ir fréttamenn reknir frá íran Tehcran. — 14. janúar. — AP. BYLTINGARRÁÐIÐ í Teheran hefur gert alla bandaríska frétta- menn í íran brottræka vegna „hlut- drægni í fréttaflutningi", og hefur verið tilkynnt að líklega fari brezk- ir, franskir og þýzkir fréttamenn sömu leið. Um 300 erlendir frétta- menn hafa verið í Iran að undan- förnu, þar af um 100 bandarískir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.