Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
17
Vilhjálmur Þór Kjartansson:
Um orðið
sjálft:
hitastig
Ég þakka Helga Hálfdanar-
syni fyrir skjót og góð svör (Mbl.
10. jan. 1980) við athugasemd
minni. Satt að segja er ég ósköp
feginn að hann skyldi ekki mis-
virða við mig, bláókunnugan
manninn, gáskafulla kerskni í
hans garð.
í svargreininni víkur Helgi að
efni sem þarft er að ræða; þeim
vanda sem raunvísindamönnum
er á höndum í málnotkun. Þeim
er mikið í mun, eins og Helga, að
merking fræðiorða sé ótvíræð.
Stundum bregða þeir á það ráð
að þrengja merkingu algengs
íslensks orðs í stað þess að búa
til nýtt, einkum ef til eru önnur
orð sömu eða svipaðrar merking-
ar. Því var farið að ljúga því upp,
að „varmi“ merkti ekki ánnað en
orku mælda í kaloríum, svo
notuð séu orð Helga. Sömu sögu
er einmitt að segja af orðunum
orka, afl og kraftur.
Ég tel eðlilegt að málið aðlag-
ist þörfum nýrra tíma með
þessum hætti, ef merkingar-
breyting brýtur ekki í bága við
stofn orðsins sem henni tekur.
Líka er nauðsynlegt að almenn
samstaða náist um nýja
merkingu, en um það er vita-
skuld ekkert hægt að segja
fyrirfram.
Mig grunar að merking orðs-
ins hitastig hafi verið tvíræð
nokkuð lengi, hver sem upphaf-
lega merkingin hefur verið, en sé
nú að þrengjast og sé almennt
orðin sú sama og ég lagði í það.
Ég er ekki nógu vel að mér í
málvísindum til að dæma um
hversu vel sú merking fellur að
stofni orðsins stig, þótt nærtækt
virðist að hann feli í sér svipaða
merkingu og skref. En sögnin að
stíga þýðir líka að hækka jafnt
og þétt. í orðabók Menningar-
sjóðs (íslenzk orðabók handa
skólum og almenningi, 1963) er
hún m.a. skýrð þannig: „vaxa,
hækka, aukast: hitinn steig,
vatnið steig í ánni.“
Hvað sem því líður, þá fellst
ég á að orðin hitastig og stig eru
of lík til að vera mismunandi
merkingar í varmafræðinni. Því
hafa margir viljað mæla hitastig
í gráðum, þótt það fari fyrir
brjóstið á sumum málhreinsun-
armönnum. Hallast ég helst að
þeirri framsetningu, enda er
gráða talið gilt orð í orðabók
Menningarsjóðs. Væri akkur í að
fleiri létu skoðun sína í ijós á
þessum orðum.
Ræða Helga um „rugling
raungreinamanna" með orðið
hitastig varð mér tilefni til að
fletta nærtækum orðabókum.
Þar gaf að líta:
Freysteinn Gunnarsson;
Dönsk orðabók með íslenskum
þýðingum, 1926: „Temperatur n.
loftslag, veðurlag, lofthiti; hiti,
hitastig."
Geir T. Zoéga; Ensk-íslenzk
orðabók, þriðja útg. 1932:
„Temper-(.. .)ature n. hitastig,
hiti.“
Eldri útgáfur hafði ég ekki við
höndina af bók Geirs, en þessi
merking orðsins hitastig er samt
greinilega orðin gömul, og ekki
þurfa raunvísindamenn að
skammast sín fyrir félagsskap-
inn.
Ég vil að lokum geta skemmti-
legrar tilviljunar. Ég leitaði uppi
enska orðið degree í A Diction-
ary of American-English Usage
eftir Margaret Nicholson (Ox-
ford Univ. Press 1957) og þar
stóð aðeins:
degree. The phrase „to a de-
gree“, however illogical it seems
as a substitute for „to the last
degree", is as old as „The Rivals
(Your father sir, is wrath to a
degree)“, and objection to it is
futile.
Vilhjálmur Þór Kjartansson
Athugasemd frá
Þjóðhagsstofnun
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá
Þjóðhagsstofnun:
Á baksíðu Morgunblaðsins
sunnudaginn 13. janúar 1980 er
fjallað um umsagnir Þjóðhags-
stofnunar og hagfræðideildar
Seðlabankans til sjórnarmynd-
unaraðila um þær leiðir, sem þeir
hafa verið að ræða í efnahags-
málum. Af þessu tilefni er
óhjákvæmilegt að gera nokkrar
athugasemdir.
Því er haldið fram, að hag-
fræðideildin gagnrýni mjög út-
reikninga Þjóðhagsstofnunar og
telji „að bilið milli kaupmáttar-
rýrnunaráhrifa þeirra leiða, sem
byggjast á tillögum Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks, og
þeirra, sem nefndar hafa verið
leiðir 4 og 5, sé til muna minna
en fram kemur í niðurstöðum
Þjóðhagsstofnunar". Hagfræði-
deildin mun ekki hafa gert eigin
útreikninga á þróun verðlags og
kaupmáttar í leiðum þeim eða
hugmyndum, sem hér um ræðir,
eða gert á þeim samanburð af því
tagi, sem frásögn Morgunblaðs-
ins bendir til.
Þá er þess að geta, að það, sem
Morgunblaðið kallar „heildar-
umsögn" hagfræðideildar, rís
varla undir nafni. Þar er um að
ræða klausu, sem slitin er úr
samhengi, þar sem eingöngu er
fjallað um breytingar á kaup-
mætti kauptaxta frá upphafi til
loka árs 1980.
Staðhæfingin: „Niðurstöður af
þessu tagi verða ekki teknar
alvarlega sem stefnuráðgjöf"
virðist byggð á misskilningi.
Eins og fram hefur komið í
fréttum hafa stjórnarmyndunar-
aðilar leitað eftir umsögnum
Þjóðhagsstofnunar um hugsan-
legar ráðstafanir í efnahagsmál-
um. Þjóðhagsstofnun hefur að
sjálfsögðu freistað þess að leggja
sem réttast mat á líklegar afleið-
ingar tiltekinna dæma um efna-
hagsaðgerðir. Þetta mat er oft.
óvisst og ófullkomið, en felur
ekki í sér neina dóma um það,
hvort niðurstöðurnar séu æski-
legar eða ekki. Athugasemdir
Þjóðhagsstofnunar eru þannig
eingöngu ætlaðar sem efniviður í
stefnumótun í víðara samhengi á
vettvangi stjórnmálanna. Það er
mála sannast, að mörg þeirra
dæma um efnahagsaðgerðir, sem
komið hafa við sögu að undan-
förnu, eru ekki fullmótuð og
eingöngu hugsuð sem umræðu-
efni en ekki tillögur aðila. Mat á
slíkum dæmum hefur ekkert með
„stefnuráðgjöf“ að gera, eins og
eðlilegast virðist að skilja það
orð.
Reykjavík, 14. janúar, 1980.
NU VERÐUR KATT I HÖLLINNI
Wm
Þaö er mál
manna aö
Tim sé í sínu
bezta formi
nú.
í kvöld kl. 20.00.
Frá kl. 19.30 stjórna Magnús
Kjartansson,
Halli,
Laddi og
Björgvin
Halldórsson
fjöldasöng
áhorfenda.
Í1000. gesturinn fær kassettu-
lútvarpstæki frá Hitachi —
Ihver veröur sá heppni?
Meö sigri í kvöld ná Vals-
menn Njarövíkingum aö
stigum og því öruggt mál
aö nú veröur hart barizt.
Aö loknum leik fara allir í
H9LLUWQ9D
Hinir fagurrauöu Valsbúningar
eru þvegnir í
'MMHVin F«A
FÖNN
Henson
íþrótta-
vörur -
íslenzk úr -Vals fram-
leiósla.
Iþrótt aþættir
sjónvarpsins
nJota sín bezt
littaeki frá
í hálfleik veröur keppnin um'
kjötskrokkinn frá
LAUQALAK ». aimi 3SOSO
adidasM?
Hljóöfærin og söngkerfiö er
frá Tónkvísl
idi^vH,TACH,
~ íí
Gæðadrykkinn
Pepsi þekkja allir sannir
gosunnendur.
skórnir sem Valsmenn
leika í heita
„Ailround“.