Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
Kynna sig á heimsmarkaðinum:
Smáhlé var gert á hinum ströngu æfingum og gafst þá timi til að smella af þessari mynd af Frakklandsförunum. Á myndina vantar Jón
Óiafsson, ómar Valdimarsson ok rótarana.
„Við vitum vei hvernig ástatt
ér í þjóðfélaginu, verðbólgan og
það allt — og við ætluðumst
ekki til mikils. Það er samt
mjög sárt eftir alla þá vinnu.
sem við höfum lagt á okkur, að
starf okkar skuli ekki vera
metið til neins. Við hefðum gert
okkur ánægð með nokkrar
krónur. aðeins ef yfirvöld gæfu
okkur og starfi okkar smávið-
urkenningu," sögðu hljómlist-
armennirnir, sem æfa nú af
fuilum krafti fyrir Frakklands-
för sína í næstu viku, er blaða-
maður og ljósmyndari Mbl.
hittu þau að máli í veitingahús-
inu Ársalir s.l. fimmtudag.
Alls fara 16 manns í þessa
för, sem heitið er'til Cannes í
Frakklandi. Meðal hljómlistar-
mannanna eru þeir sem lengst
hafa náð hériendis í flutningi
og við að semja hina sívinsælu
fleiri liðum. Þeir voru mjög
óhressir með afgreiðslu ríkis-
valdsins á beiðni þeirra um
stuðning. „Við höfum verið að
vinna við fjáröflun frá því á
gamlárskvöld. Við tökum per-
sónuleg lán og það er fyrirséð að
við verðum að spila mikið eftir
heimkomuna til að vinna upp í
þetta,“ sagði Björgvin. „Við höf-
um líkast til aflað ríkissjóði um
5 millj. kr. nú á stuttum tíma í
formi skemmtanaskatts o.fl. og
hvað fáum við í staðinn — ekki
krónu,“ bætti Magnús við. „Við
höfum einnig haldið tvenna
styrktarhljómleika á s.l. tveimur
árum og öfluðum 11. millj. kr.
alls. Þar af runnu 7. millj. kr. til
vistheimilisins að Sólheimum og
hinn hlutinn til bágstadds aðila.
Það er kannski ekki furða að við
skiljum þetta. Okkur finnst
sjálfsagt að styrkja góð málefni
Magnús (við hijóðfærið) krefur söngvarana um hinn eina rétta tón.
LJósm. Mbl. Kristinn.
ekki gleyma orðum háttvirts
krataþingmanns í okkar garð
vegna umsóknar okkar. Þau orð
skulu koma honum um koll þó að
síðar verði."
Bransinn er
duttlungafullur
— Hvaða vonir gerið þið ykk-
ur um árangurinn?
„Bransinn er duttlungafullur
og bezt að segja sem minnst. Við
höfum öll lagt okkur fram við
æfingar og vonumst til að verða
þjóð okkar til sóma og er það
aðalatriðið og eins að ná ein-
hverjum samningum.“
Hljómlistarmennirnir sem
fara þessa för eru að meginuppi-
stöðu úr hljómsveitinni Bruna-
liðið, þ.e.: Magnús Kjartansson
píanó, Pálmi Gunnarsson gítar,
Hrólfur Gunnarsson trommur,
Kristinn Svavarsson saxófónn
og Þórður Árnason sólógítar, en
hann er úr Þursaflokknum.
Söngkonur eru þær Ragnhildur
Gísladóttir, Erna Gunnarsdótt-
ir, Erna Þórarinsdóttir og Eva
Albertsdóttir. Einnig verða í
förinni meðlimir H.L.H.-flokks-
ins þeir Björgvin Halldórsson
söngvari og Halli, Haraldur Sig-
urðsson, og Laddi, Þórhallur
Sigurðsson. Þeim til aðstoðar,
halds og trausts, í förinni verða
Jón Ólafsson, Ómar Valdimars-
son og tveir rótarar.
Á efnisskrá hjá þeim verður
að stærstum hluta íslenzkt efni,
en með enskum textum, eitt
lagið þó á frönsku. Halli og
Laddi sögðust verða með tvo
skemmtiþætti með alþjóðlegu
sniði. Þeir sögðust bjartsýnir á
árangurinn. — „Það þýðir ekkert
annað.“ Björgvin mun m.a.
syngja hið vinsæla lag „Eina
ósk“, Jóhann G. hefur samið
enskan texta við lagið og ber það
nú heitið „Another night“. Sam-
vinnan er augsýnilega góð hjá
þeim félögum, enda sögðu þau að
þau litu á sig sem einn hóp og að
Vonumst til að ná einhverjum samning-
um, en „bransinn“ er duttlungafullur
poppmúsík, þ.e. dægurlagatón-
list. 1 Cannes taka þau þátt i
árlegri ráðstefnu, en meðal
þátttakenda þar hafa verið
beztu hljómlistarmenn í þessari
grein alls staðar að úr heimin-
um. Þar munu þau koma fram
þrívegis og meðal áheyrenda
eru útgefendur og umboðsmenn
allra þekktustu hljómplötu- og
skemmtiiðnaðarfyrirtækja
heims. Eru þessir aðilar í leit að
nýjum höfundum og skemmti-
kröftum til að koma á framfæri
á heimsmarkaðinum.
Við tókum tali Pálma Gunn-
arsson og Magnús Kjartansson,
er þeir gáfu sér smáhvíld frá
æfingum. Þeir sögðust reikna
með að ferðin kostaði hópinn um
16 millj. kr. brúttó — þá væri
ekki reiknað með vinnutapi og
og þá sem þess þurfa með, en
yfirvöld hafa nú sagt sitt síðasta
orð. Við erum einskis virði í
þeirra augum. Þeir eru ánægðir,
ef þeir ná saman einhverju tríói
til að spila fyrir þá á árshátíð-
um, þegar þeir koma saman og
úthella sér.“
Þá grætur
hálft Alþingi
Þeir félagar sögðu að yfirvöld
gerðu sér líkast til alls ekki
grein fyrir þeim árangri, sem
hægt væri að ná með þessari för.
„Eitt lag, sem kemst í efsta sæti
á vinsældalista einhvers af stóru
löndunum getur gefið af sér
hærri veltufjárhæð en nemur
heildarupphæð íslenzku fjárlag-
anna.“ Þeir bentu á, máli sínu til
sögðu
íslenzku
hljómlistar-
mennirnir, en
voru óhressir
með afstöðu
yfirvalda
stuðnings, að sænska ríkið
greiddi helming af olíuinnkaup-
um sínum af Rússum með
hljómplötum, með sænsku
hljómsveitinni Abba og væri það
engin smáupphæð í beinhörðum
gjaldeyri. Magnús sagði þetta
ekki ný viðbrögð frá hinu opin-
bera. „Á sama tíma og íslenzk
stjórnvöld ofsækja okkur og
virðist helst vilja að íslenzkir
popparar, sem eru a.m.k. 50
talsins, fari í vaskinn með fjöl-
skyldur sínar — það myndi telja
a.m.k. 200 manns — grætur hálft
Alþingi, ef skera þarf niður
nokkra hrúta. Mér er sem ég sjái
þá, ef 200 frystihúsakonur yrðu
allt í einu atvinnulausar. Það
eina sem við förum fram á er að
fá að vinna við okkar list í friði,
en það geta fæstir. Við munum
þau myndu koma fram í Cannes
og kynna sig sem slíkan.
Hópurinn leggur upp n.k. mið-
vikudag, 16. þ.m. og stendur
ferðin formlega yfir til 27. jan.
n.k.
Sú hjálp verður
okkur hvatning
Þau báðu í lokin fyrir beztu
kveðjur til allra þeirra sem stutt
hefðu við undirbúninginn að
þessari för. „Það hafa ekki allir
litið á okkur eins og ríkisvaldið
gerir," sagði Magnús. „Forráða-
menn Flugleiða, Búnaðarbank-
ans og Cargolux hafa veitt okkur
ómetanlegan stuðning og eins
margir aðrir. Sú hjálp verður
okkur hvatning og stuðningur,
þegar á hólminn er komið," sagði
hann að lokum. F.P.
Laddi t.v. og Halli sögðu að það þýddi ekkert annað en að vera
bjartsýnir.
Allt á „útopnu“ eins og segir i „bransanum“.