Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
5
Hækkun samkvæmt kröfum ASÍ:
68.122 krónur á meðallaun
byggingamanna, en 30 þús.
krónur á taxta verkamanna
KRÖFUR Alþýðusambands íslands hafa í för með sér
2—3 sinnum hærri kröfur til handa ákvæðisvinnu
byggingamanna miðað við meðaltalskaup þeirra og
verkamanns, sem hefur 300 þúsund króna mánaðar-
laun. Hækkun ákvæðisvinnu iðnaðarmanna í bygg-
ingariðnaði samkvæmt kröfum ASÍ nemur 68.122
krónum á mánuði á meðan daglaunamaðurinn, sem
hefur tekjur undir 300 þúsund krónum á mánuði fær 30
þúsund króna kauphækkun.
Einn fulltrúa iðnaðarmanna á
kjaramálaráðstefnu ASÍ sagði í
samtali við Morgunblaðið, að kröf-
ur Verkamannasambands íslands
í vísitölumálum, sem ASÍ tók
óbreyttar upp, væru einhverjar
þær hagstæðustu fyrir uppmæl-
ingamenn, sem sést hefðu árum
saman. Viðmiðunartala ákvæðis-
vinnu iðnaðarmanna er nú 229
þúsund krónur á mánuði og sam-
kvæmt kröfum ASÍ á hún að
hækka um sömu krónutölu og 300
þúsund króna taxtalaun. 10%
hækkun vísitölunnar veldur því
13,10% hækkun viðmiðunartöl-
unnar.
Fyrir síðasta tímabil, þ.e. frá 1.
desember, eru meðaltalslaun mæl-
ingamanna í byggingariðnaði um
3 þúsund krónur á hverja unna
klukkustund. Það jafngildir um
520 þúsund króna mánaðarlaun-
um. Hækkun á mánuði verður því
68.122 krónur á sama tíma sem
allir taxtar launþega undir 300
þúsund krónum á mánuði, sem
ekki hafa neinar álögur, hækka
um 30 þúsund krónur.
Þetta, sem hér hefur verið sagt,
er m.a. ástæðan fyrir því, að
varaformaður Verkamannasam-
bands íslands, Karl Steinar Guð-
nason, lýsti því yfir á fundi
nefndar, sem undirbjó kröfur ASI,
að hann gæti ekki stutt verðbóta-
kröfuna.
SNORRI Jónsson, starfandi for-
seti Alþýðusambands íslands og
framkvæmdastjóri sambandsins,
Ásmundur Stefánsson, gengu í
gær auk fulltrúa Iðnnemasam-
bands íslands, Jónasar Sigurðs-
sonar, á fund formanns og fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitenda-
sambands íslands, þeirra Páls
Sigurjónssonar og Þorsteins
Pálssonar. Afhentu , hinir fyrr-
nefndu fulitrúum VSÍ kröfur ASÍ
i komandi kjarasamningum.
Kröfur ASÍ munu teknar fyrir á
framkvæmdastjórnarfundi
Vinnuveitendasambandsins, sem
haldinn verður í dag.
- Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Leiðrétting
I greininni Hver á samleið með
hverjum, 8. gr., sem birtist í
sunnudagsblaðinu, víxluðust
fyrirsagnir eins og glöggir lesend-
ur hafa án efa fljótlega áttað sig á
við lestur. Þessar víxlanir urðu á
umsögnum um naut/steingeit
annars vegar og naut/ljón hins
vegar. í texta má þó sjá að um
fyrirsagnabrengl er að ræða svo
að væntanlega hefur þetta ekki
ruglað alvarlega í ríminu.
Ágóði
„Jólakon-
sertsw
6,6 m. kr.
FORRÁÐAMÖNNUM vistheimil-
isins Sólheima í Grimsnesi hefur
verið afhentur ágóðinn af hljóm-
leikum í Háskólabíói, Jólakon-
sert '79, sem haldnir voru í
byrjun desember sl. alls kr.
6.628.000.
í frétt frá aðstandendum Jóla-
konserts ’79 segir m.a. að allstór
hópur fólks hafi unnið þrotlaust
að undirbúningi hljómleikanna í 3
vikur og um 100 manns gáfu vinnu
sína til þessara hljómleika. Óskar
samstarfsnefndin um hljómleika-
haldið að koma á framfæri þökk-
um til allra er komu við sögu og
ekki síst þeim listamönnum er
fram komu.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Óánægja með hljómbuiðinn.
ADC
TÓNJAFNARINN
er rád vid þvi.
Slæmur hljómburður er ekki óvana-
legur, enda löng leið frá hljómlistar-
mönnunum til eyrna þinna.
Leiðin liggur um hljóónema, upp-
tökutæki, pressun hljómplötunnar,
tónhöfuðið og plötuspilarann þinn,
magnarann og hátalarana. Þessi
tæki hafa öll verið þróuð og endur-
bætt í áratugi og eru nú yfirleitt há-
þróuð völundarsmíð.
En endastöð leiðarinnar er enn
ónefnd. Þó er hún einna mikilvæg-
ust. Það er húsnæðið, sem þú notar
til flutningsins og aðstæður þar,
Húsakynni þín eru ekki hönnuð sem
upptöku- eða hljómleikasalur. Hlut-
föll lengdar, breiddar og hæðar,
húsgögn og hurðir, klæðningar,
teppi, gluggatjöld og rúður geta spillt
hljómburðinum, ýkt eða kæft ein-
staka tóna á ákveðnum tíönisviðum
og bjagað þar með heildina.
ADC TÓNJAFNARI
Ráð gegn þessu er ADC tónjafnari
(Frequency-equalizer), sem þú
tengir magnara þínum.
Bygging ADC tónjafnarans grund-
vallast á þeirri staðreynd, að mis-
munandi tónar hafa mismunandi
tíðni. Hvertónn á plötunni þinni ligg-
ur að öllum líkindum einhvers staðar
á tíðnisviöinu 60—16000 rið. Á ADC
tónjafnaranum hefur þú fjölmargar
stillingar til að auka eða draga úr
styrk tóna með mismunandi hárri
tíðni, t.d. tóna, sem liggja nálægt 60
riðum, s.s. dýpri tóna píanós, eða
1000 riðum, s.s. hærri flaututóna. Á
þennan hátt getur þú leiðrétt þá
bjögun, sem verður, og fengið
hljómburð, sem nálgast þann, sem
var í upptökusalnum.
AÐRIR KOSTIR ADC
TÓNJAFNARANS
1. Hann eykur hljómstyrk magnar-
ans.
2. Hann stórbætir gæðin á þínum
eigin upptökum.
3. Hann eyðir aukahljóðum, sem
liggja á hárri tíðni (suð) eöa lágri
(drunur), án þess að hafa umtals-
verð áhrif á tóngæðin.
TÓNJAFNARI 1
Fimm tíðnistillingar 60—10000 rið
Tvöfalt kerfi (hægri og vinstri)
Bjögun: 0.02%
TÓNJAFNARI 2
Tólf tiðnistillingar 30—16000 rið
Hægra og vinstra kerfi aðskilið
Bjögun: 0.02%
Leiöandi fyrirtæki
á sviöi sjónvarps
útvarps og hljómtækja
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).