Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
33
Frumvarp um Húsnæðismálastofnun:
„Er vita gagnslaust í
því sem mestu varðar
— sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson
66
Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson (S) og Ólafur Ragnar
Grímsson (Abl) gagnrýndu
harðlega framkomið stjórnar-
frumvarp um Húsnæðismála-
stofnun ríkisins í efri deild
Alþingis í gær. borvaldur
sagði að þungamiðjuna. það er
fjármagnsútvegunina, vantaði
í frumvarpið, og Ólafur Ragn-
ar að það væri á ýmsa grein
meingallað og spor afturábak.
Tíu gagnrýnisatriði
Ólafur Ragnar Grímsson
(Abl) sagði húsnæðisfrumvarp
það, sem Magnús H. Magnússon
félagsmálaráðherra hefði ný-
lega mælt fyrir, væri gallað á
marga lund og raunar spor
afturábak. — Gagnrýnisatriði
ólRGr voru 10 talsins og efnis-
lega þessi:
6. Það markmið að Vz íbúðar-
húsnæðis félli undir félagslegar
framkvæmdir væri sett of langt
fram í tímann.
7. Þróun leiguíbúðarhúsnæðis
væru settar alltof þröngar
skorður.
8. í frumvarpið vantaði meiri
sveigjanleika, varðandi félags-
legt húsnæði, sem þyrfti að ná
til raðhúsa og einbýlishúsa, eins
og fjölbýlishúsa.
9. Frumvarpið seinkaði en flýtti
ekki útrýmingu heilsuspillandi
húsnæðis.
atriði í frumvarpinu — svo
ótrúlegt sem það þó væri. Hann
rakti í ítarlegu máli þróun
húsnæðislöggjafar, bæði al-
menna veðlánakerfisins og
verkamannabústaða. Hann
minnti á að öllum breytingum á
þessu kerfi, sem máli skiptu,
hefðu fylgt samsvarandi fjár-
mögnunarákvæði, eins og þegar
skyldusparnaður og síðar
launaskattur voru upp teknir.
Nú væri horft fram hjá þessu
meginatriði í frumvarpinu.
ÞGKr sagði lánahlutfall mið-
að við byggingarkostnað hafa
verið 30% þegar 1955, er al-
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Gölluð ákvæði, spor aftur-
ábak, sagði Olafur Ragnar
1. Lánakjör yrðu mun verri en
þau nú væru.
2. Ákvæði frumvarpsins og
fjárhagsstaða sveitarfélaga
væru á þá lund, að draga hlyti
úr félagslegum íbúðarbygging-
um.
3.1 frumvarpinu væru ákveðnar
hindranir í vegi þeirra sem
vildu kaupa og/eða endurbæta
eldra húsnæði.
4. Itök og áhrif verkalýðshreyf-
ingar í meðferð húsnæðismála
væru skert til muna.
5. Stjórnunarbákn húsnæðis-
mála væri stóraukið í frum-
varpinu — væntanlega til að
bæta fleiri silkihúfum á jötuna.
10. í frumvarpið skorti ákvæði,
sem kvæði á um hlutfallslegt
hámark greiðslubyrði lánþega
með lægri laun.
Þá fjallaði ÓIRGr um stefnu-
mörkun, sem Alþýðubandalagið
vildi setja á oddinn í húsnæðis-
málum, og draga ætti úr stétta-
mismun á þeim vettvangi.
Mikið vantar þegar
f jármögnnina vantar
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (S) sagði m.a. að frumvarp-
ið væri vita gagnslaust í því
sem mestu varðaði, þ.e. í fjár-
mögnun húsnæðismálakerfis-
ins. Um þetta efni væri ekki eitt
ólafur R. Grimsson
menna lánakerfinu var komið á
fót. Þetta lánahlutfall hafi verið
komið í 40—50% fyrir 10 árum
en síðan hafi aftur sigið á hinn
verri veg. Lánahlutfallið væri
nú ekki hærra en i upphafi.
Samkvæmt þessu frumvarpi
væri verkefnum bætt á lána-
kerfið og stefnt að hækkun í
80%, sem væri góðra gjalda
vert, og mark sem þyrfti að nást
á skemmri tíma en áratug, en
naumast marktæk nema fjár-
mögnun fylgdi. Raunar skorti
fjármagn til að standa undir
núverandi lagaákvæðum, hvað
þá viðbótum. Samkvæmt grein-
argerð með frumvarpinu skorti
2lÆ milljarð króna þegar í ár, til
viðbótar núverandi tekjum
lánakerfis, ef standa ætti við
ákvæði þessa frumvarps og 10
milljarða 1990, þó miðað væri
við sama Verðlag þá og nú.
Hvergi í frumvarpinu væri þó
að finna viðbótarfjármögnun.
ÞGKr sagði hins vegar
ábendingar í þessa átt, óljósar
þó, í greinargerð. Þar væri
ráðgert að V2 tekna kæmi úr
ríkissjóði, án þess að fjallað
væri um tekjur þar á móti, og V2
úr lífeyrissjóðakerfi, án þess að
gera frekari grein fyrir, með
hvaða hætti það ætti að gera.
Með lögbindingu? Samkomu-
lagi? Eða frjálsum verðbréfa-
markaði? — spurði ræðumaður.
ÞGKr sagði að skv. frum-
varpinu yrðu lánakjör hagstæð-
ari fyrstu 7 árin (miðað við
reglur nú) en lakari á síðari
hluta lánstíma. Það væri og
miður að lánstími væri styttur
úr 26 í 21 ár. Lánstími væri og
styttur varðandi verkamanna-
bústaði en þar væru vaxtakjör
bætt. Greiðslubyrði væri einnig
þar hagstæðari fyrstu 2 til 4
árin en þyngdust síðan. Varð-
andi leiguíbúðir væri lánstími-
styttur úr 33 árum í 15, vextir
hækkaðir úr 2% í 3,5% og
lánahlutfall lækkað úr 80 í 70%.
Þetta er ekki framfaraátt sagði
hann.
ÞGKr sagði að lánabyrðin
ætti að vera með þeim hætti að
almenningur gæti undir henni
staðið með almennum launa-
tekjum. Hann tók undir gagn-
rýni ÓlRGr varðandi það, að
stefnt væri að stækkun „bákns-
ins“ með frumvarpinu. Athug-
andi væri að færa aimenna
veðlánakerfið yfir í bar.kakerfið
og gera ýmsar skipulagsbreyt-
ingar til að einfalda fyrirkomu-
lag allt. Þá bæri allt eins að
manna samstarfsnefnd um fé-
lagslegar byggingar fulitrúum
VMSI og Sambands ísi. sveit-
arfélaga eins og BSRR og ASÍ.
Umræðu var frestað.
Þingfréttir í stuttu máli
Pálmi Jónsson:
Byggðasjóður og bú-
vöruframleiðslan
Nýr þingmaður
Bogi Sigurbjörnsson, skatt-
endurskoðandi í Siglufirði, hef-
ur tekið sæti á Alþingi í fjar-
veru Ingólfs Guðnasonar, þing-
manns Framsóknarflokksins af
Norðurlandi vestra, vegna anna
hins síðarnefnda. Bogi hefur
ekki setið áður á Alþingi.
Byggðasjóður
og óverðtryggður
útflutningur
Pálmi Jónsson (S) mælti í
gær fyrir frumvarpi til laga,
sem flutt er af 9 þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins, um útveg-
un 3ja milljarða króna til að
bæta bændum að nokkru halla
af óverðtryggðum útflutningi
landbúnaðarvara á síðasta verð-
lagsári og til að greiða fyrir sölu
Bogi Sigurbjörnsson
á þeim búvörubirgðum, sem
óseldar voru við upphaf þessa
verðlagsárs. Tveimur milljörð-
um skal varið til endurgreiðslu á
verðjöfnunargjaldi, sem Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins inn-
heimti af framleiðslu síðasta
verðlagsárs, en einum milljarði
til þess að greiða fyrir sölu á
birgðum og framleiðslu búvöru
fyrri hluta þessa verðlagsárs.
Byggðasjóði verði gert að
leggja fram einn milljarð
króna á ári að hámarki á næstu
þremur árum til endurgreiðslu
á láni sem tekið verði í þessu
skyni.
Vandi landbúnaðar
Pálmi Jónsson (S) ger.ði grein
fyrir vanda landbúnaðar, sem
stafaði m.a. af því að ekki hefði
fengizt fullt verð. fyrir fram-
leiðslu síðasta verðlagsárs,
vegna halla á útflutningi bú-
vara. Þar við hafi bætzt gífur-
legt tjón, sem stafað hafi af
harðindum, er gengu yfir landið
Pálmi Jónsson
í vor og sumar. Heyfengur væri
verulega minni en um árabil.
Dilkar væru óvenjurýrir, víða
allt að 2 kg léttari en í fyrra, kýr
mjólkuðu minna vegna tíðra
hrakviðra og við blasti sam-
dráttur í búvöruframleiðslu og
versnandi afkoma bænda.
I júnímánuði hafi landbúnað-
arráðherra skipað nefnd til að
gera tillögur um „lausn á vanda-
málum bænda vegna söluerfið-
leika erlendis á umframfram-
leiðslu landbúnaðarafurða,
þannig að tekjuskerðing bænda
verði sem minnst". Frumvarp
þetta væri alfarið byggt á tillög-
um meirihluta nefndarinnar,
sem myndaður var fulltrúum
Sjálfstæðisflokks, Framsoknar-
flokks og Alþýðubandalags.
Nokkrar umræður urðu um
málið og skoðanir skiptar.
Elli- og örorku-
þegar
og húsnæðislán
Jóhanna Sigurðardóttir (A)
mælti í gær fyrir frumvarpi um
breytingu á lánakjörum elli- og
örorkuþega hjá Húsnæðismála-
stofnun ríkisins. Gerir frum-
varpið ráð fyrir heimild til að
lána elli- og örorkulífeyrisþeg-
um til endurbóta á eigin hús-
næði þeirra, með sérstokum
kjörum. Sagði Jóhanna að
reynslan væri sú að eili- og
örorkuþegar nýttu ekki ián af
þessu tagi vegna lánakjara, sem
þeir fengju ekki við ráðið.
Alexander Stefánsson (F)
sagði frumvarp þetta betur
komið sem breytingartillögu við
frumvarp félagsmálaráðherra
um Húsnæðismálastofnun, sem
væri til umræðu 1 efri deild
þennan sama dag. Johanna
sagði eðlilegt að ræða frumvarp
sitt samhliða frumvarpi ráð-
herra, í viðkomandi þingnefnd-
um, en hún sæi ekki ástæðu að
draga frumvarp sitt til baka
eins og Alexander hefði farið
fram á.